Dagur - 10.03.1986, Síða 12

Dagur - 10.03.1986, Síða 12
Akureyri, mánudagur 10. mars 1986 Ritstjóm • Auglýsingar • Afgreiðsla Síminn er 2 4 222 Hólar í Hjaltadal: Námskeið ætlað nýliðum í loðdýrarækl Samband íslenskra hitaveitna Bændaskólinn á Hólum í Hjalta- dal hefur ákveðið að bjóða þeim sem íhuga að fara út í loðdýra- rækt að dvelja í 5 daga á skólan- um og taka þar þátt í daglegri hirðingu á loðdýrabúi skólans undir leiðsögn. Stefnt er að því að fara í gegnum helstu verkþætti í daglegri hirðingu refa og minka. Þátttakendum verður jafnframt bent á hvar sé að finna ritaðan fróðleik um loðdýrarækt. Námskeiðin eru fyrst og fremst ætluð sem kynningarnámskeið þeim sem nú velta því fyrir sér hvort þetta séu húsdýr sem þeir geti fellt sig við og haft að atvinnu. Gert er ráð fyrir mjög tak- mörkuðum fjölda þátttakenda í hvert sinn. Umsjónarmaður og aðalkenn- ari verður Álfheiður Marinós- Enn hækka tiyggingagjöld af bifreiðum Samstarfsnefnd íslensku bifreiða- tryggingafélaganna hefur að undanförnu unnið að útreikning- um á iðgjaldaþörf í ábyrgðar- tryggingum ökutækja. Hefur nefndin gert Tryggingaeftirlitinu grein fyrir þessum útreikningum og haft samráð við það um þær forsendur, sem þeir eru byggðir á. Nú hefur verið farið inn á nýjar brautir varðandi ýmis atriði í þessu sambandi og er þá tekið mið af breyttum aðstæðum varð- andi verðlagsþróun. Iðgjöldin hafa nú verið ákveð- in með hliðsjón af verðlagi í mars 1986 og er áætluð hækkun frá meðalverðlagi tjóna á árinu 1985 21,0%. Tjónagreiðslur undanfar- andi ára hafa verið færðar á fast verðiag og tjónakostnaður á tryggingaárinu frá 1. mars 1986 til 28. febrúar 1987 áætlaður með hliðsjón af því og þá á verðlagi í mars 1986. Hækkununum sem kunna að verða á verðlagi tjóna og þar með á tjónakostnaði verð- ur mætt með fjármunatekjum og því munu félögin beita ákveðnari reglum varðandi töku dráttar- vaxta af iðgjöldum, sem ekki greiðast fyrir eindaga þeirra. Niðurstaða útreikninganna sýnir að hækka þarf iðgjaldstaxta um 22% tii að iðgjöld mæti tjón- um og rekstrarkostnaði miðað við framangreindar forsendur. Samstarfsnefndin hefur tilkynnt Tryggingaeftirlitinu þessa niður- stöðu og þá ákvörðun bifreiða- tryggingafélaganna að hækka ið- gjöldin um 22% og óskað stað- festingar þess. Er þá gert ráð fyrir að sjálfsábyrgð bifreiðaeigenda hækki úr kr. 4.500 í kr. 5.600 eða um 24,4% og vátryggingarfjár- hæðir hækki úr kr. 12,7 millj. í kr. 16,8 millj. fyrir minni bifreið- ar og úr kr. 25,4 millj. í kr. 33,6 millj. fyrir þær stærri eða um 32,3%. Á undanförnum árum eða frá árinu 1981 hafa iðgjaldstaxtar í hinum ýmsu áhættuflokkum hækkað jafnmikið við hverja endurnýjun. Félögin hafa gert ítarlega athugun á iðgjöldum og tjónum í einstökum áhættuflokk- um og áhættusvæðum og er tekið tillit til niðurstaðna úr þessari at- hugun við hækkun iðgjaldstaxta. Taxtar hækka nokkuð minna á 2. og 3. áhættusvæði en á 1. áhættu- svæði. Minnsta hækkun taxta er 7,7%, en mesta hækkun 31,8%, en meðalhækkun verður 22% eins og áður er getið. Þá er gert ráð fyrir hækkun iðgjalds fyrir framrúðutryggingu um 22%. Vátryggingarfj árhæðir í slysatryggingu ökumanna og far- þega hækka um 40% en iðgjöld um 20%. A laugardaginn var haldin viðamikil fimleikasýning í íþróttahöllinni. takendur voru margir og áhorfendur sömuleiðis. Mynd: dóttir kennari í loðdýrarækt við Hólaskóla. Sauðárkrókur: Samningarnir samþykktir Félagsfundur í Verkamanna- félaginu Fram á Sauðárkróki og nágrenni samþykkti nýgerð- an kjarasamning ASÍ og VSÍ einróma s.l. fimmtudagskvöld. Að sögn Jóns Karlssonar for- manns Verkamannafélagsins hef- ur atvinnuástand á Sauðárkróki verið slæmt í vetur hjá fisk- vinnslufólki. í október og nóv- ember var atvinnuástandið frekar dapurt en frá áramótum hefur það verið óvenju slæmt. Jón sagði að ástæða þessa væru tíðar bilanir og óhöpp hjá togurunum. Atvinnuástandið væri viðunandi hjá fiskvinnslufólkinu í dag, en búast mætti við einhverju bak- slagi á næstunni þegar Drangey fer til Þýskalands, þar sem gera á miklar breytingar á skipinu. Jón kvað talsverðs atvinnuleys- is hafa gætt hjá fólki sem vinnur önnur störf. í þeim greinum væru á atvinnuleysisskrá 40-50 manns og er það meira en undanfarin ár. Að vísu er helmingurinn fólk úr nágrannahreppunum, sem hefur í auknum mæli náð að vinna sér rétt til atvinnuleysisbóta. -þá. Þátturinn „Á líðandi stund“ verður sendur út frá Akureyri á miðvikudag í beinni útsend- ingu. Málið er búið að vera I athugun um allnokkurn tíma og mun endanleg niðurstaða hafa fengist á sunnudag. „Það er búið að vera draum- ur lengi að senda út þátt frá Akureyri, en það kostar mikla peninga og tækni,“ sagði Ómar Ragnarsson, þeg- ar hann var spurður um þetta mál í vikulokin, áður en endanleg ákvörðun var tekin um málið. stund“ frá Akureyri Bein útsending þáttarins verður frá Sjallanum og á sunnudag var unnið að undir- búningi þess að senda sjón- varpsmerki þaðan yfir í Vaðla- heiði og þaðan suður yfir heið- ar. Starfsmenn þáttarins voru á ferð fyrir norðan í gær og tóku þá m.a. upp efni sem notað verður sem innskot í þáttinn. Þ. á m. er efni sem tekið var upp í Mývatnssveit, brauðbakstur við hverahita og frumstæðar póst- samgöngur við Grímsstaði, ef hægt er að tala um að það sé frumstætt að nota flugvélar í því sambandi. Þá hefur heyrst að „Kennedyarnir" komi fram í þættinum, auk þess sem gerð verður grein fyrir fjölmiðlabæn- um Akureyri. En.allt mun þetta skýrast nánar í útsendingunni á miðvikudag, sem verður fyrsta beina útsendingin frá Akureyri. Að vísu mun þessi tækni að einhverjum hluta verða notuð fyrr um daginn, þegar gerð verður tilraun með fjarkennslu með aðstoð sjónvarpstækninn- ar. Hefur áður verið gerð grein fyrir því máli í Degi í viðtali við Magnús Bjarnfreðsson, sem annast umsjón þessarar tilraun- ar með fjarkennslu fyrir Iðn- tæknistofnun, Háskólann, Póst og síma og fleiri aðila. Tæknilega séð mun það vera erfitt mál að senda beint frá Akureyri, en það sem e.t.v. réð úrslitum um það að ákveðið var að ganga í málið nú var það að mikill undirbúningur hafði þeg- ar átt sér stað í tengslum við til- raunina um fjarkennslu. HS/gej i gjaldskrármál Stjórn sambands íslenskra hitaveitna hélt fund í gær og þar var m.a. fjallað um þau til- mæli ríkisstjórnarinnar til orkufyrirtækja að þau stað- festu lækkun á gjaldskrá sinni um 7-10%. Á fundinum kom fram að margar hitaveitur standa mjög veikt fjárhagslega og tekjur þeirra miðað við núgildandi gjaldskrá standa ekki undir út- gjöldum. 7% lækkun á gjaidskrá leiddi því ekki annað af sér en aukin rekstrarlán sem krefðust hlutfallslega hærra orkuverðs síðar. í ályktun sem samþykkt var á fundinum segir m.a.: „Stjórn Sambands íslenskra hitaveitna mótmælir harðlega þeim vinnubrögðum sem viðhöfð voru við gerð nýafstaðinna kjara- samninga, þ.e. að aðilar vinnu- markaðarins og ríkisstjórnin taki ákvarðanir sem byggja á lækkun gjaldskrár hitaveitna, án nokkurs samráðs við þær. Með því móti er verið að þvinga hitaveitur til gjaldskrárlækkunar óháð fjár- hagslegri getu þeirra og að því er virðist án allrar ábyrgðar.“ BB. Mótmælir grófri íhlutun ríkisins

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.