Dagur - 21.03.1986, Blaðsíða 4

Dagur - 21.03.1986, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - 21. mars 1986 ÚTGEFANDI: ÚTGAFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SlMI 24222 ÁSKRIFT KR. 420 Á MÁNUÐI • LAUSASÖLUVERÐ 40 KR. RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: HERMANN SVEINBJÖRNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: GlSLI SIGURGEIRSSON FRÉTTASTJÓRI: GYLFI KRISTJÁNSSON BLAÐAMENN: ÁSLAUG MAGNÚSDÓTTIR, BRAGI V. BERGMANN, GESTUR E. JÓNASSON, GESTUR KRISTINSSON (Blönduósi), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (HÚSAVlK), YNGVI KJARTANSSON, KRISTJÁN G. ARNGRlMSSON, KRISTJÁN KRISTJÁNSSON, MARGRÉT Þ. ÞÓRSDÓTTIR AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASlMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Svœjmgaraðferðin Jeiðarl í september á síðasta ári lögðu nokkrir stjórnarmenn í Byggðastofnun fram til- lögu þess efnis að kannaðir yrðu kostir þess og gallar að flytja Byggðastofnun til Akureyrar. Byggðastofnun er ung stofnun sem kom í stað Framkvæmdastofnun- arinnar sálugu. Þegar umræðan um flutning hennar fór af stað í haust bentu menn á að tækifærið væri mjög gott, því þá átti eftir að móta stefnuna og ráða starfsfólk. En í stað þess að taka ákvörðun strax var máhð „sett í salt“. Talað var um nauðsyn þess að láta gera hagkvæmnis- könnun varðandi flutning- inn og gaumgæfa alla þætti málsins vandlega. Þá þegar vissu margir hvað klukkan sló. Það var aldrei ætlunin að flytja Byggðastofnun norður. Bláköld neitun hefði hins vegar getað komið illa við einhverja og því var svæf- ingaraðferðinni beitt. Það er loksins núna, tæpu hálfu ári eftir að ákveðið var að láta gera hagkvæmnis- könnun á flutningunum, að bráðabirgðaskýrsla lítur dagsins ljós. í þeirri skýrslu er hvorki tekin afstaða með né á móti flutningi og í reynd er ákaflega lítið á skýrslunni að græða. Menn eru því enn í sömu sporun- um í dag og þeir voru fyrir 6 mánuðum. Vegna þess tíma sem liðinn er, er þó enn ólíklegra en áður að Byggðastofnun verði flutt frá Reykjavík. Niðurstaða þessa máls, þótt óformleg sé enn þá, kemur engum á óvart. Allar mikilvægustu stjórnsýslu- stofnanir ríkisvaldsins eru staðsettar í Reykjavík og það þarf meiriháttar krafta- verk til að breyta einhverju þar um. íbúar landsbyggð- arinnar verða að sæta því að sækja alla opinbera þjón- ustu um langan veg, með aðstoð síma og póstþjón- ustu og ýmissa samgöngu- tækja. Þessi mikla misskipt- ing í stjórnsýslunni er óþörf og skapar úlfúð og tog- streitu á milli landshluta. En það gengur ekki átaka- laust fyrir sig að fá sneið af stóru kökunni flutta á milli landshluta. Nú bíðum við í ofvæni eft- ir að ákvörðun í háskóla- málinu svo kallaða verði tekin, þ.e. hvort boðið verði upp á kennslu á háskóla- stigi á Akureyri í haust. Mikið hefur verið unnið að því máli á Akureyri og ljóst er að allar aðstæður til slíkr- ar kennslu þar eru góðar. Þeir eru margir sem óttast að háskólamálið hljóti sömu svæfingarmeðferð og flutn- ingur Byggðastofnunar og að uppskera landsbyggðar- innar í því máli verði sú sama. Sem sagt engin. BB. Sjötíu metra löng Sagan hefur á öllum tímum ver- ið notuð sem vopn í höndum þeirra sem með völdin fara. Og oftast hafa þeir séð til þess að þeirra menn hafi fengið hlut- verk einir á sviði sögunnar. Sig- urvegarar styrjalda hafa ætíð geta hagað því svo að frásagn- irnar um styrjaldirnar voru und- an þeirra rifjum runnar, eða alla vega séð til þess að þær væru ekki þeim í óhag. Hinum sigr- uðu hefur verið brigslað um hina verstu glæpi en sigurvegar- arnir hafnir til skýjanna. En styrjaldir eru fyrst og fremst glæpir, og þeir framdir af báð- um aðilum. T.d. voru sigurveg- arar þrjátíu ára stríðsins (1618- 48) hafnir upp til skýjanna en hinir sigruðu sendir hina leið- ina. Reyndin var þó sú að mót- mælendur, sem sigruðu, frömdu hina hroðalegustu glæpi til að fjármagna þetta ægilega stríð. Peir fóru um héruð rænandi og ruplandi, nauðgandi og myrð- andi, allt í nafni Guðs. Einn af sigurvegurunum var Gústaf II Adolf Svíakonungur. Hann féll reyndar í stríðinu en var mjög í hávegum hafður eftir marga „frækilega“ sigra. Á hans veg- um bárust feiknalegir dýrgripir til Svíþjóðar, sem hann hafði stolið í Póllandi og Þýskalandi. Enn má sjá marga þessara dýr- gripa á söfnum í Svíþjóð. í dag hefur hetjuljómi Gústafs heldur dofnað þó sumir reyni samt að halda týrunni logandi. Árið 1066 er merkilegt, því þá segja margir að víkingaöld ljúki. Þetta ár var England sigr- að í síðasta sinn af útlendum her. Kom hann frá Normandí og fyrir merkjum fór Vilhjálm- ur sigurvegari. í Englandi var þá Haraldur Goðvinsson kon- ungur. Ein merkasta heimild um þetta stríð er hið svokallaða Bayeux-veggteppi eða renn- ingur. Hann er 70 metra langur og 50 sm breiður, bróderaður með uliarþræði á hör. Talið er að hálfbróðir Vilhjálms sigur- vegara, Odo biskup hafi pant- að renninginn mjög skömmu eftir orustuna, alla vega var hann tilbúinn 1077 þegar ný dómkirkja í Bayeux á Norm- andí var vígð, en þar þjónaði Odo. Bayeux-renningurinn er listilega ofinn, en framar öllu meistaralegur pólitískur norm- annskur áróður. Því bæði bætir hann atburðum, sem aldrei áttu sér stað, við söguna og sleppir öðrum sem drógu úr glæsileik sigursins. Svo var mál með vexfi að það var ekki bara Vilhjálmur sem ásældist England, Haraldur harðráði Sigurðsson Noregskonungur leit einnig England mjög hýru auga. Og hann leit ekki bara yfir saga hafið, hann sigldi yfir það þann 20. september 1066. Haraldur Englandskonungur, sem um nokkurn tíma hafði búist við her frá Normandí, hafði spurnir af her Noregskonungs og hélt þegar af stað á móts við hann. 24. september háðu herirnir grimmilega orustu við Stamford Bridge í Norðaustur-Englandi. Féll þar Haraldur harðráði og velflestir af mönnum hans, af 300 skipum snéru aðeins 24 heim. En sigurinn var Haraldi Goðvinssyni dýrkeyptur, með mun minni her örþreyttan og Bjarni Einarsson skrifar marga særða, snéri hann aftur til London. Nokkrum dögum síðar frétti hann af því að Vil- hjálmur hafi tekið land ásamt her sínum skammt frá Hasting á Suður-Englandi. Haraldur reyndi að skrapa saman í her og hélt svo af stað til að mæta Vil- hjálmi. Og þeir hittust við Hast- ing 14. október að morgni. Klukkan 6 síðdegis var Harald- ur allur og England komið í hendurnar á Vilhjálmi sigur- vegara. Lauk þar víkingaöld. Til gamans má geta þess að einn af aðdáendum Bayeux- renningsins var sjálfur Napó- leon, en hann lét sýna hann í París 1803 og þá líklega í ein- hverjum tilgangi. Hvernig ætli hugmyndum okkar væri háttað um ástandið í Afganistan ef allar upplýsingar væru frá opinberum aðilum í Sovétríkjunum komnar? Eða hverjar væru skoðanir okkar varðandi stríðið í Víetnam á sínum tíma ef þær byggðust á upplýsingum frá stjórnvöldum Bandaríkjanna? Svona mætti lengi telja. Ef við færum aðeins út kvíarnar og spyrjum, hvernig reiðir menningarlegu ástandi okkar af, þegar megnið af því sem í sjónvarpi er sýnt kemur frá enskumælandi löndum og allt sem býðst á vídeómarkaðin- um þaðan? Svörin eru óþægileg og margur kýs að spyrja ekki spurninganna og komst þannig hjá óþægindum. Heldur kýs ég 70 m langa stílfærða sögu en mörg hundruð metra af bulli. Vilhjálmur sigurvegari heldur með flota sinn (700 skip) yfir Ermarsund. Stuttu síðar var England hans.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.