Dagur - 21.03.1986, Blaðsíða 15

Dagur - 21.03.1986, Blaðsíða 15
21. mars 1986 - DAGUR - 15 _Jivað er aö gerastZ PAN hjálpartœkjasýnmg í Sjahnam í kvöld PAN-hjálpartækjasýning í Sjalianum í kvöld. Það má búast við fjölmenni í Sjallanum á föstudagskvöld- Kajþala í Freyvangi Nú standa yfir miklar endur- bætur á Munkaþverárkirkju, og ætlunin er að ljúka því á næstu árum. En kirkjan á bráðum 150 ára afmæli. Þetta mun kosta mikla pen- inga og í tilefni af því ætla sóknarbörn kirkjunnar að hafa basar og kaffisölu næst- komandi sunnudag kl. 3 e.h. í Freyvangi. Þar verða á boðstólum bæði brauð og kökur til páskanna og ýmsir heimagerðir munir bæði til gagns og gamans. ið þegar þessi fríði flokkur sýningafólks birtist á gólfi hússins og sýnir ýmsar teg- undir af hjálpartækjum kyn- lífsins. Pað hefur ekki farið fram hjá neinum að „hug- vitssamir" menn í Reykjavík hófu innflutning á þessum umræddu hjálpartækjum og stofnuðu sýningaflokk til að auglýsa vöru sína. Hefur uppátækið vakið mikla athygli og aukið söluna stór- lega. Nú gefst Norðlending- um kostur á að sjá þetta fólk sýna notkun þessara tækja. Aðeins ein sýning verður á Akureyri, svo hverjum er nauðsynlegt að fara að bursta spariskóna. Eins og sjá má af myndinni er ýms- um tækjum beitt til að lífga kynlífið hjá þeim sem farnir eru að dofna. Leðurklæðn- aður allskonar, handjárn, svipur að ógleymdum leður- búningunum sem ku vera mjög nauðsynlegir. íþrótár helgarimar Hermannsmótið í alpagrein- um skíðaíþróttanna fer fram í Hlíðarfjalli á laugardag og sunnudag. Þetta mót átti að vera alþjóðlegt FlS-mót en vegna ónógrar þátttöku erlendra keppenda verður svo ekki að þessu sinni. Á laugardag verður keppt í svigi karla og stórsvigi kvenna og hefst fyrsta umferð kl. 10. Á sunnudag hefst keppnin með svigi kvenna kl. 10 og stórsvigi karla kl. 10.30. Verðlaunaafhending verður að móti loknu í Hlíðarfjalli. Kvennalið KA í blaki fer suður og leikur tvo Ieiki í 1. deildinni. Á laugardag kl. 14 gegn Víkingi og á sunnudag kl. 13.30 gegn ÍS. Báðir leikirnir fara fram í Haga- skóla. Lið Eikarinnar fer einnig suður til keppni í blaki. Eru það úrslitaleikimir í 1. flokki. Á föstudagskvöld leika þær gegn HK í Selja- skóla kl 20 og á laugardag gegn Víkingi kl. 10 f.h. í Hagaskóla. Þá fara akureyrskir júdó- menn úr KA til Reykjavíkur og keppa á íslandsmótinu í sveitakeppni drengja. Fara KA-menn með þrjár sveitir og verður keppt á sunnudag. TMór í kvöld Síðari leikur KA og Þórs í Akureyrarmóti meistara- flokks í handknattleik verð- ur leikinn í íþróttahöllinni í kvöld og hefst kl. 20. KA vann fyrri leik liðanna og tryggir sér Akureyrar- meistaratitil í kvöld ef liðið sigrar. Það er stutt á milli leikja hjá KA þessa dagana því liðið átti að leika gegn Tý í bikarkeppninni í gærkvöld. Leikir KA og Þórs eru ávallt skemmtilegir baráttu- leikir. Svo verður án efa í kvöld og ættu Akureyrir.gar að fjölmenna í Höllina. Ingiríður Óskarsdóttir í Laugaborg Gamanleikurinn um þá stór- merku konu, Ingiríði Ósk- arsdóttur, verður sýndur í Laugaborg um helgina. Það eru Hörgdælingar sem settu leikinn á svið, undir stjórn Péturs Eggerz, en höfundur herlegheitanna er sjálfur Trausti Jónsson, veðurfræð- ingur. Leikurinn hefur feng- ið mjög góða dóma þeirra sem séð hafa ærslin á fjölun- um á Melum. Er þar skemmst að minnast les- endabréfs í Degi fyrir skömmu, þar sem farið er lofsamlegum orðum um leik- inn. Sem sagt, ef menn eru til í glens um helgina þá ligg- ur leiðin í Laugaborg. Sýn- ing hefst á laugardagskvöldið kl. 21 og svo verður önnur sýning á sunnudaginn kl 15.00. KYNNING Tæknival hf. mun halda kynningu í samvinnu við danska fyrirtækið Sören T. Lyngsö, nk. mánud. 24. mars á Hótel KEA kl. 14.30. Kynntur verður stjórnbúnaður fyrir byggingar (loft- ræstikerfi), iðanaðar- og verksmiðjustýringar og há- tíðnistýringar á lágspennubúnaði. Vinsamlegast tilkynnið þátttöku í síma 91-681665. Tæknival hf. Grensásvegi 7, 108 Reykjavík. Framsóknarmenn Akureyri Framsóknarfélag Akureyrar Bæjarmálafundur mánudaginn 24. mars kl. 20.30 í Eiðsvallagötu 6. Áríðandi að sem flestir mæti. Hængsmótið á laugardag Hængsmótið fer fram á laugardag í Höllinni. Mótið er opið íþrótta- mót fyrir fatlaða. Mótið verður sett kl. 9 á laugardagsmorgun og síðan hefst keppni. Keppt verður í boccía, bæði í einstaklingskeppni og sveita- keppni, bogfimi, lyftingum og borðtennis. Þátttakendur verða um 60 talsins víðs vegar af land- inu. Reiknað er með að verð- launaafhending verði í kringum kl. 17 og síðan mótslit. Heiðursgestur mótsins verður Reynir Pétur Ingvarsson göngu- garpur frá Sólheimum í Gríms- nesi. Bæjarbúar eru hvattir til að líta við í Höllinni á laugardag og fylgjast með keppni fatlaðra. Aðgangur er ókeypis. Eyjóljiir sýnir í Gamla Luná Á morgun, laugardag, opnar Eyjólfur Einarsson listmálari sýningu á tuttugu vatnslitamynd- um í Gamla Lundi. Sýningin verður opin fram á annan í pásk- um frá klukkan 14:00 til 19:00 daglega. Eyjólfur hefur áður sýnt á Akureyri. Það var árið 1978 og sýndi hann þá í Gallery Háhól. Sparíð í innkaupunum

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.