Dagur - 21.03.1986, Blaðsíða 10

Dagur - 21.03.1986, Blaðsíða 10
10 - DAGUR - 21. mars 1986 Ingiríður Óskarsdóttir Gamanleikur í þremur þáttum eftir Trausta Jónsson veðurfræðing. Leikstjóri Pétur Eggerz. Sýning Laugarborg laugardag kl. 21.00 og sunnudag kl. 15.00. UMF Skriðuhrepps. Akureyringar - Bæjargestir Verið velkomin á Höfðaberg, nýjasta veitingastað bæjarins. Opið alia daga fyrir hádegis- og kvöldverð. Nýr og glæsilegur matseðill. ★ Laugardagskvöldið 22. mars Kvöldverður framreiddur frá kl. 19.00. Matseðill kvöldsins: Forréttir: Flamberaðar djúprækjur með kryddjurtum. Reyktur silungur með agúrkukompot. Súpur: Rjómalöguð kjúklingasúpa Agnes Sorel. Fiskur: Steiktur lax með laxasmjöri. Kjöt: Hamborgarhryggur með rauðvínssósu. Heilsteikt nautalund financiére. Ábætisréttir: Ferskir ávextir með Grand Marnier-rjóma. Bökuð epli með ískremi. Lilja Hjaltadóttir og Kristinn Örn Kristinsson leika létt lög fyrir matargesti. Dansleikur Hljómsveitin Casablanca leikur fyrir dansi til kl. 03.00. Húsið opnað fyrir matargesti kl. 10.30. FRAMSÓKN TIL FRAMFARA Kolbrún Þormóðsdóttir húsmóðir og kennari er fjórða á lista framsóknarmanna til bæjarstjórnarkosninga í vor. Hún verður til viðtals á skrifstofunni, Eiðsvallagötu 6, nk. mánudag frá kl. 17-18. Heitt á könnunni. Hittumst hress. Framsóknarfélögin á Akureyri í tilefni af þv( að hljómsveitin Talk Talk er ein þeirra hljómsveita sem hugsanlega komá á Listahátíð 1986 í sumar ætia ég hér að kynna hana fyrir lesendum í fáum orðum. Hljómsveitin Talk Talk er ein þeirra sveita sem korriu fram í sviðsljósið í kjölfar hinnar svoköiluðu nýróman- tísku stefnu í popptónlist í kringum 1980. Hún vakti strax athygli fyrir líflega tónlist en þó vakti söngvarinn Mark Hollis mesta athygli fyrir sér- stæða rödd sem minnti helst á rödd kórdrengs. Strax á fyrstu plötunni, sem hét einfaldlega Talk Talk, sköpuðu þeir sér stil sem hefur í meginat- riðum lítið breyst síðan. Af þessari plötu urðu vinsælust lögin „Today", „Talk Talk“ og einnig varð lagiö „Another Worid" nokkuð vinsæit. Nú héldu flestir að þeir í Talk Talk myndu fylgja þessum vinsældum eftir með frekari plötu- útgáfu en reyndin varð önnur. Langur tími leið uns næst heyrðist frá þeim félögum en þegar að því kom var ekkert hálfkák á ferðinni hjá þeim. Lagið „It's my life“ settist á toþp margra vin- sældalista og var af mörgum tónlistargagnrýn- endum talið besta popplag síðari ára. „It’s my life“ var síðan titillag annarrar breiðskífu þeirra en af þeirri plötu urðu einnig vinsæl lögin „Such a Shame" og „Dum Dum girl". Nú kom önnur löng þögn hjá Talk Talk en þó héldu þeir nokkra tónleika, aðallega á megin- landi Evrópu því Bretar höföu Iftinn áhuga á tónlist þeirra. En eftir tíu mánaða þrotlausa stúdíóvinnu gáfu þeir út þriðju breiðskífuna „The colour of spring". Sú plata, sem er tiltölu- lega nýútkomin, hefur hlotið einróma lof gagn- rýnenda, enda þykir hún vönduð með afbrigð- um. Mikið úrval færustu hljóðfæraleikara leikur á plötunni, m.a. Steve Winwood, sá frægi hljóm- borðsleikari. Tvö lög af plötunni hafa verið gefin út á smáskífum sem líkleg til vinsælda og hafa þau bæði náð hátt á vinsældalistum. Þetta eru lögin „Life is what you make it“ og „Living in another world“. Af þessu má sjá að ef Talk Talk verður fyrir valinu sem gestahljómsveit á Listahátíð er full ástæða til að hvetja fólk tii að sækja tónleika þeirra. Aðrar hljómsveitir sem um er að ræða sem gestir á Listahátíð eru t.d. Smiths og Madness, sannarlega engar bílskúrsgrúppur þar á ferð- inni. Mark Hollfs söngvari Talk Talk. Það vakti svo sannarlega athygli þegar hið „ævaforna" lag Frank Sinatra, „New York, New York“ skaust upp undir topp breska vinsældalistans nú á dögunum. Nú stendur hins vegar til að gera kvikmynd um kappann. Dóttir Sinatra, Nancy, ætlar að stjórna herlegheitun- um en David Bowie þykir einna helst koma til greina f hlutverk Sinatra sjálfs. Tölvupoppararnir Thomas Dolby og Ryuichi Sakamoto (lesið Ríjúítsí), sem af mörgum eru taldir hinir fremstu í gerð tölvutónlistar, hafa nú hljóðritað plötu saman. Hún mun eiga að heita „Field Work“ og er vænt- anleg á markaðinn innan fárra daga. Sade. Sade, sem nú er á hljómleika- ferðalagi um Evrópu, mun á næstu dögum senda frá sér nýtt lag „Never as good as the first time“, svona rétt til þess að halda aðdáendum sínum við efnið. Breiðskífa með iögum úr kvik- Smámælti hjartaknúsarinn Cliff myndinni „91/fe weeks" (u.þ.b. Richard hefur nú freistað þess, 21/2 mánuður?) er nú komin út. eins og flestir aðrir stórpoppar- Á henni er meðal annars að ar, að vera tekinn í dýrlingatölu finna lag John Taylor (Duran með því að gefa ágóðann af ný- Duran, Power Station) „I do útgefinni smáskífu sinni í what I do“ sem nú stormar upp Afríkusöfnunina. Lagið er gam- vinsældalista Rásar 2. Auk all slagari sem Cliff söng hér á þess eru á plötunni lög með árum áður meö The Shadows, Eurythmics, Bryan Ferry, Devo „Living Doll“. og Stewart Copeland úr hljóm- Umsjön: Tómas F. Guðmundsson. sveitinni Police. Reikna má með aö myndin sjálf verði tekin til sýningar hér upp úr aldamót- um, eða kannski eitthvaö fyrr?? Twiggy, sú hin sama og á árum áður þótti, vegna vaxtarlags síns, minna ískyggilega á tann- stöngul, hefur nú snúið sér að tónlist. Nú á næstu dögum kemur út lag með henni sem nefnist „Diamond". [ fyrri poppfréttum hafa annað slagið verið gullkorn sem hrotið hafa af vörum Georgs nokkurs Michael, úr söngdúettinum Wham. Þar sem þær fregnir hafa nú borist að dagar Wham séu taldir, þykir mér við hæfi að birta hér tvö gullkorn í viðbót sem að þessu sinni eru af vör- um hins Vammarans, Andy Ridgeley: „Mér finnst sopinn góður, alveg eins og þeim sem situr næst mér, á meðan sá maður er ekki Howard Jones, (sem drekkur víst ekkert sterk- ara en kaffi).“ „Ég myndi aldrei gera hvort tveggja í einu að drekka og aka, því mér fellur best að einbeita mér aö einu atriði í einu.“ Svo mörg voru

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.