Dagur - 21.03.1986, Blaðsíða 16

Dagur - 21.03.1986, Blaðsíða 16
Akureyri, föstudagur 21. mars 1986 Opnunartími um páska: Opið alla hátíðardagana, bæði á Bauta og í Smiðju. Pantið borð i Smiðju tímanlega. Útgerðarfélag Skagfirðinga: 200 milljón króna afli á síðasta ári „Okkar skip öfluðu mjög vel á síöastu ári og reyndar þessu ári líka og hefur því veriö stöðug og góð vinna í sambandi við viniislima," sagöi Bjarki Tryggvason hjá Utgerðarfélagi Skagfirðinga, um aflabrögð skipa félagsins. Ú.S. gerir út þrjá togara Drangey, Hegra- nes og Skafta í samvinnu við aðila á Hofsósi. Vitni vantar Kl. 14.00 á þriðjudaginn var ekið á bifreið á stæðinu við Hagkaup. Bifreiðin var af gerðinni Mazda 323. Tjónvaldurinn hvarf af staðnum, án þess að láta vita um óhappið. Ef einhverjir geta gefið upplýsingar um þetta atvik, þá eru þeir vinsamiega beðnir að hafa samband við rannsóknarlög- regluna á Akureyri. Hegranesinu var breytt hjá Slippstöðinni á Akureyri 1983 og hefur reynst mjög vel eftir það. í undirbúningi eru miklar breyt- ingar á Drangey sem verða gerð- ar í Þýskalandi. Engar ákvarðan- ir hafa verið teknar varðandi Skafta. Bjarki sagði að þessir þrír togarar nægðu til að halda stöð- ugri vinnu í landi og því engar hugmyndir uppi um fjölgun í flota þeirra Skagfirðinga. A síðasta ári veiddi Hegranes rúmlega 4000 tonn, að verðmæti 69,3 milljónir króna. Drangey aflaði 3200 tonna að andvirði tæp- lega 62 milljónir og Skafti veiddi 3850 tonn sem gáfu rúmar 54 milljónir króna. Vinnslunni er skipt þannig að 30% eru unnin á Hofsósi og 70% á Sauöárkróki. Á þessu ári hafa skipin aflað vel, þegar gefið hefur, „í heldur rysj- óttri tíð,“ eins og Bjarki sagði. Hafa togararnir komið inn á víxl með 120-140 tonn eftir 7-8 daga veiðiferðir. Mest af aflanum hef- ur verið þorskur. gej- Skinnadeild Iðnaðardeildar: 1 lllil / ■■ 1 ■ nm n n ■ Uillt soiu- málun V um gott Útlitið í sölumálum Skinna- deildar Iðnaðardeildar Sam- bandsins á Akureyri er nú mjög gott, en starfsmenn deildarinar eru nýkomnir úr söluferð til helstu markaðs- landa deildarinnar í Norður- Evrópu. Fatnaði úr nýjustu afurð, fata- leöri. hefur verið mjög vel tekið. Söluhorfur eru því mjög góðar bæði livað varðar fatnað úr leðri og mokkaskinnum. I ferð starfs- manna deildarinnar tókst einnig að selja allan þann lager sem til hefur verið af mokkakápum svo birgðir eru engar sem stendur. Tekist hefur að tryggja skinna- saumastofunni á Akureyri verk- efni sem munu duga henni út nóvembermánuð á þessu ári. Það verður til þess.að sá dráttur sem hefur orðið á að gerðir væru samningar við Sovéska sam- vinnusambandið kemur ekki að sök sem stendur. gk-. Það hefur verið nóg að gera hjá krökkunum í Glerárskóla. Þessa vikuna er starfsvika hjá þeim og margt til gagns og gamans gert. Meðal annars þessi myndarlega Gilitrutt. Sjá nánar á bls. 12 í dag. Mynd: KGA Leikfélag Akureyrar: „Helgar- pósturinn ræður ekki leik- hússtjóra“ —segir Theodór Júlíusson „Það er ekki til í dæminu að búið sé að ráða í stöðu leikhússtjóra þótt Helgarpóst- urinn sé búinn að skýra frá því,“ sagði Theodór Júlíusson hjá Leikfélagi Akureyrar er hann hafði samband við Dag í gær. Eins og fram kom í Degi hefur verið ákveðið að ræða við tvo aðila af þeim fimm sem sóttu um stöðuna. Annar þeirra aðila hef- ur óskað nafnleyndar á meðan fjallað er um umsókn hans, en í hinu tilfellinu sóttu um stöðuna saman leikhússfræðingarnir Hlín Agnarsdóttir og Hafliði Arn- grímsson. Að sögn Theodórs hefur verið ákveðið að aðhafast ekkert í þessu máli fyrr en eftir helgi og verður þá rætt við þá aðila sem til greina koma varðandi stöðuna. „Þangað til er best fyrir fólk að taka með fyrirvara fréttum eins og þessari í Helgarpóstinum um að búið sé að ráða í stöðuna. Það er ekki hlutverk Helgar- póstsins að ráða leikhússtjóra á Akureyri,“ sagði Theodór. gk-. „Mjög alvarlegt mál“ - segir Ársæll Magnússon umdæmisstjóri Pósts og síma á Norðurlandi um uppsagnir rafeindavirkja .Þetta er auðvitað mjög alvar- hann í gær. legt mál. Á Norðurlandi hafa „Það hefur ekki skapast vand- ræðaástand enn sem komið er og þetta gengur ef heppnin er með,“ sagði Ársæll. „Ef hins vegar koma upp bilanir sem þeir menn hafa annast sem nú eru hættir þá starfað 11 símvirkjamenntaðir menn og 9 þcirra eru hættir störfum,“ sagði Ársæll Magn- ússon umdæmisstjóri hjá Pósti og síma er Dagur ræddi við Verkalýðsfélög og neytendasamtök taka höndum saman: Stóraukið verðlagseftirlit Gætum þurft að benda fólki á þá sem verðleggja óeðlilega hátt, segir formaður Einingar ,Forsenda nýgerðra kjara- samninga var fyrst og fremst sú að stööugleiki kæmist á í verð- lagsmálum. Um leið væri verið að færa fólki kauptryggingu og aukinn kaupmátt sem ekki skilar sér nema verðlag haldist stöðugt,“ sagði Sævar Frí- mannsson, formaður Einingar í samtali við Dag. „í kjölfar samninganna hefur verkalýðshreyfingin því lagt stór- aukna áherslu á eftirlit í verðlags- málum. Sumar ráðstafanir í því skyni hafa þegar verið fram- kvæmdar en aðrar eru í burðar- Iiðnum. Verðlagsstofnun hefur verið faliö að stórauka eftirlit og verðkannanir og hefur hún haft samráð við aðila vinnumarkaðar- ins um framkvæmd þessa eftirlits. Alþýðusamband íslands hefur kosið 5 manna nefnd til að vinna að þessu eftirliti og hefur hún þegar tekið til starfa við undir- búning verðlagskannana í sam- vinnu við Verðlagsstofnun. Verkalýðsfélögin á Akureyri og við Eyjafjörð, þau sem hafa aðsetur í Álþýðuhúsinu á Akur- eyri, hafa ákveðið að taka hönd- um saman og vinna sameiginlega að skipulagningu og framkvæmd verðkannana á Eyjafjarðarsvæð- inu, í samvinnu við Neytenda- félag Akureyrar og nágrennis og fulltrúa Verðlagsstofnunar á Akureyri. Ég boðaði til fundar með full- trúum allra þessara aðila og var sá fundur haldinn á miðvikudag- inn. Þar ríkti mikill einhugur og vilji til að vinna að framgangi þessa máls af fullum krafti og með því hugarfari að þessar kannanir komi almenningi sem best til góða. Það var ákveðið að vinna skipulega að undirbúningi verðkannana svo að þær skiluðu sem bestum árangri og mun hóp- urinn hittast aftur um helgina þannig að hægt verði að hefjast handa sem fyrst. En þrátt fyrir allar þessar aðgerðir verkalýðsfélaga, neyt- endasamtaka og stjórnvalda til að fylgjast með verðlagi er mest um vert að almenningur fylgist náið með verðlagi og þróun þess og komi upplýsingum þar um til verkalýðsfélaganna eða neyt- endasamtakanna. Ef í Ijós kemur að okkur þykir verðlagning einhverra aðila óeðlileg gæti farið svo að við myndum neyðast til að benda fólki sérstaklega á þá aðila sem hlut eiga að máli,“ sagði Sævar að lokum. -yk. getur tekið nokkurn tíma að lag- færa þær bilanir því það þarf að leysa þau mál með þeim tveimur mönnum sem eru hér að störfum og í samvinnu við menn úr Reykjavík." Mennirnir 9 sem hafa hætt störfum skiptast þannig að einn hefur starfað á Blönduósi, einn á Sauðárkróki, tveir á Húsavík og fimm á Akureyri. í Degi í fyrra- dag auglýsa 7 rafeindavirkjar sem hafa starfað hjá Póst- og síma- málastofnun og Ríkisútvarpinu eftir atvinnu og segjast geta hafið störf með litlum fyrirvara. Er því ljóst að þeir standa fastir á upp- sögnum sínum. „Nei, lausn virðist ekki vera í sjónmáli," sagði Ársæll Magnús- son. „Launamál þessara manna eru á hendi fjármálaráðuneytis- ins og ráðuneytið hefur gefið út að þessir menn séu leyfislaust í fjarveru, því uppsagnir þeirra hafi ekki verið viðurkenndar af Félagsdómi né verkfallsboðun sem þeir tilkynntu um áramót,“( sagði Ársæll. Það er ljóst að lítið má út af bera svo ekki komi til vandræða t.d. ef alvarleg bilun verður á símakerfinu. Svæðisútvarpið á Akureyri starfar ekki því þar hafa tæknimennirnir allir hætt störfum. gk-.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.