Dagur - 21.03.1986, Blaðsíða 11

Dagur - 21.03.1986, Blaðsíða 11
21. mars 1986 - DAGUR - 11 „Sniðill.“ - Góðan daginn, er Kristján við? „Ég skal athuga það.“ Kristján Yngvason formaður vlk í allar ndsmóti“ Kristján Yngvason á línunni HSP er kominn á línuna eftir augnablik. - Sæll Kristján, þetta er blaðamaður Dags. Þið eruð nýbúnir að halda ársþing. Er ekki eitthvað að frétta hjá þér? „Komdu sæl. Þetta var svona hefðbundið þing nema væntan- legt landsmót á Húsavík 1987 setti dálítinn svip á það. Meðal annars var merki mótsins kynnt, við erum mjög ánægðir með merkið, höfundur þess er Dagur Jóhannesson í Haga. Við höfð- um óskað eftir uppástungum um. merki og fengum 16 tillögur, þær voru margar athyglisverð- ar.“ - Byrjið þið að nota merkið strax? „Já, við byrjum strax að nota það, það er verið að vinna við að setja það á bréfhaus og um- slög fyrir okkur. Og við munum reyna að nota það til að kynna mótið og síðan fer það á alla verðlaunapeninga og fleira á mótinu.“ - Urðu breytingar á stjórn á þinginu? „Stjórnin var endurkjörin. Nú erum við komnir með fram- kvæmdastjóra í starf allt árið og það léttir stjórninni mikið störfin. Framkvæmdastjórinn er Katrín Þorvaldsdóttir skóla- stjórafrú á Laugum, hún er í hálfu starfi yfir veturinn og reiknað með fullu starfi í sumar. Við gerum einnig ráð fyrir að þurfa að ráða sérstakan starfs- mann vegna landsmótsins, ein- hverja mánuði eða jafnvel í ár, honum þarf að bæta við í síðasta lagi um áramót.“ - Undirbúningur er kominn á skrið hjá ykkur. „Já, hann er kominn á skrið. A síðasta hausti var skipuð sjö manna nefnd sem cinnig hefur látið varamennina starfa með, svo að tíu eru í hópnum. Búið er að skipa nokkrar undirnefndir sem eru farnar að undirbúa mót- ið því það verður undankeppni í sumar í knattspyrnu. Hún fer fram á fjórum stöðum á landinu. Vilhjálmur Pálsson er formaður í knattleikjadeild og annast þennan undirbúning.“ - Hvar verður sundmótið haldið? „Sundmótið veröur haldið á Húsavík. Við sóttumst eftir að fá að halda það í Mývatnssveit vegna þeirrar aðstöðu sem þar er, en það gekk ekki í gegn á þingi UMSÍ og því verður víst ekki breytt. Þetta er visst vanda- mál, en það verður leyst og komið upp einhverri bráða- birgðalaug á Húsavík. Trúlega verður héraðssambandið að gera það því Húsavíkurbær treystir sér ekki til þess ofan á allt annað sem þeir þurfa að gera fyrir mótið. Þetta er dýrt, fyrst og fremst íþróttahúsið, en það verður tilbúið og jafnvel farið að nota það fyrir landsmót- ið.“ - Er búið að ákveða hvernig sundlaug þetta verður? „Þetta verður bráðabirgða- laug,og við vonum að Húsvík- ingar hafi einhverja möguleika á að láta hana ílendast.“ - Veist þú hver kostnaðurinn verður? „Það er erfitt að svara því en það hafa verið nefndar tölur allt að einni milljón ef allt er talið. Helstu fréttir sem komu fram á þinginu af íþróttamálum eru þær að það er mikill uppgangur í frjálsum íþróttum og sundi, sér- stakléga þó í sundinu og þar eig- um við mikið af ungu og efni- legu fólki sem hefur staðið sig vel. Síðast á KR-móti í Reykja- vík, þó að það kæmi ekki fram þegar Dagur sagði frá mótinu. Flestir krakkarnir sem fóru héð- an komust á verðlaunapall og við áttum t.d. stigahæsta kepp- andann í yngsta flokknum, það var Illugi Fanndal Birkisson. Á þinginu voru afhent verð- laun. Illugi og Þórhalla Gunn- arsdóttir voru jöfn að stigum sem sundmaður ársins. Frjáls- íþróttamaður ársins var valinn Jón Benónýsson og íþröttamað- ur ársins 1985 hjá HSÞ var Sól- veig Árnadóttir. Hún æfir frjáls- ar íþróttir og hefur t.d. verið að keppa í stökkum á innanhúss- mótum og staðið sig mjög vel. Stefna okkar er að koma með keppnisfólk í allar greinar á landsmóti, það hefur okkur ekki tekist undanfarið." - Á að þjálfa vel í sumar? „Undirbúningur er þegar hafinn. Ágúst Þorsteinsson sem var frjálsíþróttaþjálfari hjá okk- ur í fyrrasumar verður áfram. Hann er þekktur hlaupari úr Borgarfirði.“ - Hvað reiknið þið með mörgum þátttakendum og áhorfendum á landsmótið? „Við reiknum með að það komi um tíu þúsund manns, keppendur verði tólf til sextán hundruð. Þannig að Húsavík þarf að vera viðbúin að taka á móti þessum mannfjölda í fimm daga. Mótið stendur í þrjá daga 10.-12. júlí, en líklega verður byrjað á fimmtudagskvöldið og haldið áfram til sunnudags- kvölds.“ - Hvar á að hýsa tíu þúsund manns á Húsavík? „Meirihlutinn af fólkinu mun búa í tjaldbúðum, en við mun- um þurfa að fá skólana og nán- ast allt rými sem hægt er að fá. Héraðssamböndin munu þurfa að fá að minnsta kosti eina skólastofu hvert sem bækistöð. Húsavík býður upp á mjög góða aðstöðu fyrir tjaldsvæði, Húsavíkurbær keypti hreinlætis- aðstöðu sem notuð var á síðasta landsmóti, þannig að þeir eru tilbúnir að setja hana upp. Við teljum að undirbúningur standi vel og trúum að Húsavíkurbær standi vel við það sem hann hef- ur lofað. íþróttavöllinn þarf að endur- bæta í sumar- og íþróttahúsið stendur vel áætlun. Við þurfum líka að nota gamla íþróttasal- inn, það verður allt á fullu í báð- um húsunum frá morgni til kvölds.“ - Kristján, vildir þú bæta ein- hverju við að lokum? „Eg vil heita á Þingeyinga og Húsvíkinga að veita okkur stuðning svo þetta megi takast mjög vel.“ - Hvernig stuðning þurfið þið helst? „Ýmsan. Sérstaklega mór- alskan stuðning að menn séu hlynntir mótshaldinu. Maður hefur aðeins heyrt bryddað á því á Húsavík að nóg væri búið að leggja í íþróttamannvirki. Þetta þarf að verða glæsilegt mót, það er afmælismót. UMSÍ verður 80 ára. Þetta er mikil lyftistöng fyr- ir Húsavík og auglýsing fyrir staðinn. Við munum hamra á því næsta eitt og hálft ár að fólk verði á Húsavík á þessum tíma. Þannig að Húsavík verður þekkt og við teljum að uppbygging íþróttamannvirkja á staðnum gefi Húsavík gildi, bæði mann- lífi og að menn vilji frekar setj- ast þar að. Því það er það sem menn spyrja að í dag: „Hvernig er íþróttaaðstaða?"" - Þakka þér fyrir Kristján og vertu blessaður. „Sömuleiðis, blessuð." Fyrir fermingamar Afskorin bióm, greinar og blómaskreytingar í úrvali. Munið að panta skreytingar með nægum fyrirvara. ★ Opið laugardag 22. og sunnudag 23. mars frá kl. 10-16. Vorlaukarnir komnir 'SlmmbMn AKURW Kaupangi. Sími 96-24800 og 96-24830. Framsóknarfélag Húsavíkur heldur almennan félagsfund miðvikudaginn 26. mars nk. kl. 20.30 í Garðari. Dagskrá: Tekin ákvörðun um framboðslista. Stjórnin. Bjöm Sigurðsson, Baldursbrekku 7. Símar 41534 & 41666. Sérleyfisferðir. Hópferðir. Sætaferðir. V'öruflutningar Húsavík - Akureyri - Húsavík 21. mars til 2. apríl. Frá Húsavík Frá Akureyri Föstudag 21. mars kl. 9.00 kl. 17.00 Föstudag 21. mars kl. 13.30 kl. 17.00 Laugardag 22. mars kl. 13.30 kl. 16.00 Sunnudag 23. mars kl. 18.00 kl. 21.00 Mánudag 24. mars kl. 13.30 kl. 16.00 ' Þriöjudag 25. mars kl. 9.00 - kl. 16.00 Miðvikudag 26. mars kl. 9.00 kl. 17.00 Laugardag 29. mars kl. 13.30 kl. 16.00 Mánudag 31. mars kl. 18.00 kl. 21.00 Þriðjudag 1. apríl kl. 18.00 kl.21.00 Miðvikudag 2. apríl kl. 9.00 kl. 16.00 Mývatn - Laugar - Akureyri. FráReynihlíð FráLaugum FráAkureyri Föstud. 21. mars kl. 8.00 kl. 9.00 kl. 17.00 Miðvikud. 26. mars kl. 8.00 kl. 9.00 kl. 17.00 Þriðjud. 1. apríl kl. 17.00 kl. 18.00 Síðan venjuleg vetraráætlun. Sérleyfishafar. Nu loksins á Akureyri PAN- flokkurinn Aðeins þetta eina skipti á föstudagskvöld!

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.