Dagur - 21.03.1986, Blaðsíða 12

Dagur - 21.03.1986, Blaðsíða 12
12 - DAGUR - 21. mars 1986 „Hugmyndin á bak við starfs- vikuna er að brjóta upp hið hefðbundna kennsluform og gefa nemendum færi á að fást við allra handa viðfangsefni,“ sagði Vilberg Alexandersson skólastjóri í Glerárskóla, en starfsvika hefur staðið yfir í skólanum þessa vikuna. Við lögðum leið okkar út í Glerár- skóla og þar var líf og fjör „upp um alla veggi“ eins og einhver komst einhvern tíma að orði. Það var strax í haust sem far- ið var að ræða hvort halda ætti starfsviku eður ei, enda veitir ekki af tímanum því að sögn Vilbergs hefur ómæld vinna farið í undirbúning. „Það er alveg óskapleg vinna sem liggur að baki viku sem þessari. Og ég er eiginlega yfir mig hissa á að kennarar skuli fást til að vinna svona mikið án endurgjalds. Þetta sannar að hugsjónin er ekki alveg dauð með stéttinni." Rauði þráðurinn í starfsviku Glerárskóla er þjóðtrú íslend- inga og hafa nemendur glímt við eitt og annað sem henni tengist. „Það hafa verið álfar, tröll og ýmiss konar forynjur hér á kreiki alla vikuna,“ sagði Vilberg. Áhuginn leyndi sér ekki hjá nemendum sem voru á ferð og flugi um allan skólann, enda var margt á döfinni. Nemendur skiptu sér í hópa, eða smiðjur eins og þeir kölluðu það. í gangi voru leiksmiðja, tón- smiðja, myndasmiðja, og ein smiðjan var kölluð eldsmiðja, en þeir sem starfa í henni stunda matreiðslustörf ýmiss konar. Baka stafla af pönnu- kökum, smyrja brauð og sjá yfirleitt um að enginn verði svangur í Glerárskólanum þessa vikuna. Nokkrir nemend- ur sjá um birgðavörslu, afgreiða öll verkfæri og efni sem nota þarf. Vilji nemendur fá sér pínulitla hvíld frá störfum, er tómstundaherbergi til staðar, en þar geta krakk- arnir spilað og leikið sér að vild. Við köllum tómstunda- herbergið „Sauðakrók“, en við skulum ekkert segja frá því,“ sagði Vilberg. Við skulum ekkert gera það! Og til að sjá um að allir séu í stuði, þá var útvarpsstöð í gangi, en nokkrir nemendur úr eldri deildum skólans hafa umsjón með henni. Lesnar voru upp æðislegar stuðkveðjur til Siggu og Gunna og allra hinna hressu krakkanna í stofu 23, auk þess sem tónlistin ómaði um ganga. Þótti sumum hinna eldri jafnvel nóg um. í gær hófst árleg leiksýning nemenda í íþróttahúsinu og í dag verða einnig tvær sýningar, klukkan 17.00 og 20.30. Á sýn- ingunni verður meðal annars sýndur þáttur úr Gullna hliðinu eftir Davíð Stefánsson, en Þór- ey Aðalsteinsdóttir leikari er leikstjóri. Auk þess verður ýmislegt annað skemmtilegt að sjá og heyra, þjóðdansar, leikrit og söngur. Að lokinni sýningu í kvöld verður almenn- ur dansleikur og ef að líkum lætur heilmikið fjör. í dag klukkan 15.00 verður skólinn opinn og ætla nemend- ur þá að sýna það sem þeir hafa verið að gera. „Það verður örugglega opið hérna fram á kvöld, við lokum ekki á meðan einhver vill koma og sjá,“ sagði Vilberg. -mþþ Þessar stelpur í 23. stofu gerðu söngtexta um Gilitrutt og sungu af hjartans list. viku. Þar var svokölluð starfsvika og hafa nemendur unnið að því að skreyta skólann. í kvöld verður árleg leiksýning i skólanum og dansleikur á eftir. Þær eru ófáar pönnukökurnar sem bakaðar hafa verið í Glerárskólanum í vikunni. Þessi glaðbeitti hópur var að baka kókoskökur er Ijósmyndari Dags KGA mætti á svæðið í gær. Smrjsviktt Qjerárs^

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.