Dagur - 16.04.1986, Side 3

Dagur - 16.04.1986, Side 3
16. apríl 1986 - DAGUR - 3 Framsóknarfl. á Húsavík: Skrifstofan opin 3 daga í viku Kosningaskrifstofa Framsókn- arflokksins á Húsavík var opn- uð í Garðari sl. föstudag. Skrifstofan verður fyrst um sinn opin mánudaga, miðviku- daga og föstudaga frá ki. 17- 19. Þormóður Jónsson starfar á skrifstofunni og frambjóð- endur munu verða þar með sérstaka viðtalstíma, einnig verða haldnir umræðufundir um ákveðna málaflokka. Sigurgeir Aðalgeirsson for- maður flokksins sagðist hvetja fólk til að líta inn og kynna sér málin. Við síðustu bæjarstjórnarkosn- ingar á Húsavík hlaut Fra'msókn- arflokkurinn þrjá menn kjörna. Tryggvi Finnsson skipar áfram efsta sæti listans en Sigurður Kr. Sigurðsson og Jónína Hallgríms- dóttir gáfu ekki kost á sér til endurkjörs. Nú er Hjördís Árna- dóttir í öðru sæti og Lilja Skarp- héðinsdóttir í þriðja sæti á listan- um. IM Nýjar mjólkurumbúðir fyrir Mjólkursamlag KEA eru nú í prentun. Fyrstu sýnishornin eru komin úr prentsmiðjunni, en Þórarinn E. Sveinsson mjólkursamlagsstjóri, gerði ráð fyrir að um miðjan maí yrði öll mjólk samlagsins komin í nýju umbúðirnar. Á þeim má sjá fjöllin umhverfis Akureyri, þ.e. eins og þau koma þeim fyrir sjónir sem eru staddir í Vuðlareit. A umbúðunum eru einnig fróðleiksmolar um Kaupfélag Eyfirðinga, en KEA á 100 ára afntæli á árinu eins og kunnugt er. Það var Kristján Kristjánsson auglýsingateiknari sem sá um gerð nýju umbúðanna. Námskeið fyrir að- standendur fatlaðra barna Helgina 21. 26. og 27. apríl nk. munu Landssamtökin Þroska- hjálp, Sjálfsbjörg Landssamband fatlaðra, Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra og Styrktarfélag van- gefinna standa að og skipuleggja námskeið fyrir aðstandendur fatl- aðra barna á aldrinum 0-14 ára. Þessi námskeið hafa verið haldin víða s.s. á Austfjörðum, Vest- fjörðum, Munaðarnesi og Ölfus- borgum og hafa tekist mjög vel. Námskeiðið er miðað við þátt- töku allrar fjölskyldunnar og verður gefinn kostur á barna- gæslu í umsjá sérþjálfaðs starfsfólks. Að þessu sinni verður nám- skeiðið haldið að Illugastöðum og miðast við þátttöku fólks á Norðurlandi eystra. Gert er ráð fyrir 22-24 þátttak- endum auk barna. Námskeiðs- og fæðisgjald er 2000 kr. pr. mann og 1000 kr. fyrir börn. . Félag sauðfjárbænda v/Eyjafjörð: Varar við frekarí sam- drætti í sauðfjárframleiðslu Aöalfundur Félags sauðfjár- bænda við Eyjafjörð var hald- inn þann 10. mars s.l. að Hótel KEA á Akureyri. Ýmsar ályktanir og samþykktir voru gerðar á fundinum. Þær helstu voru þessar: Fundurinn telur að þegar í stað beri að vinna að aðskildum verð- lagsgrundvelli, annars vegar fyrir sauðfjárbú og hins vegar fyrir kúabú. í því sambandi er bent á, að samkvæmt útreikningi Bú- reikningastofu landbúnaðarins hafa sauðfjárbú skilað minnstum tekjum flest undanfarin ár og taka þurfi tillit til þess við útreikning verðlagsgrundvallar. Skorar fundurinn á Stéttarsam- band bænda að hrinda þessari breytingu í framkvæmd hið allra fyrsta. Fundurinn telur óviðunandi að ullarverksmiðja SÍS umreikni innlagt ullarmagn í hreina ull til verðútreiknings. í verðlags- grundvelli landbúnaðarins er miðað við óhreina ull og er því eðlilegt að verðútreikningur til bænda miðist við það. Fundurinn vísar til reglugerðar máli sínu til stuðnings. Skorað er á landbúnaðarráð- herra að hlutast til um að bændur nái fullu verðlagsgrundvallar- verði fyrir innlagða ull á yfir- standandi verðlagsári. Telur fundurinn að lækkandi hlutdeild ullar í heildartekjum bóndans skapi þá hættu, að meðferð ullar versni og minna verði lagt upp úr kynbótum með tilliti til meiri og betri ullar. Fundurinn varar við áformum um enn frekari samdrátt í sauð- fjárframleiðslu. Meiri samdráttur getur haft veruleg áhrif á byggð víða um land. Skorar fundurinn , Ólafsfjörður: Armann efstur á lista vinstri manna Sameiginlegur framboðslisti vinstri manna til bæjarstjórn- arkosninganna í Ólafsfirði hef- ur nú verið ákveðinn. Að list- anum standa sem kunnugt er Framsóknarflokkurinn, Al- þýðuflokkurinn og Alþýðu- bandalagið ásamt óháðum borgurum. Listann skipa eftirtaldir: 1. Armann Þórðarson útibússtjóri 2. Björn Valur Gíslason sjómaður 3. Agúst Sigurlaugsson, form. Ólafsfj.d. Verkalýðsfél. Einingar 4. Gunnar L. Jóhannsson, skólastjóri 5. Sigurbjörg Ingvadóttir kennari 6. Helga Magnúsdóttir, talsímavörður 7. Jónína Óskarsdóttir húsmóðir 8. Jóhann Helgason, húsasmiður. 9. Ingi Vignir Gunnlaugsson húsasmiður 10. Björn Þór Ólafsson, kennari 11. Árni Sæmundsson, sjómaður 12. Ásdís Pálsdóttir, húsmóðir 13. Helga Jónsdóttir, skrifstofumaður 14. Guðbjörn Arngrímsson, húsvörður BB. því á Stéttarsamband bænda að sernja ekki við ríkið um minna framleiðslumagn en ca. 12 þús- und tonn af kindakjöti, nema fyr- ir liggi af hálfu ríkisvaldsins ákvörðun um hvar byggð skuli aflögð. Þá er bent á að frekari samdráttur geti stefnt afkomu vinnslustöðvanna í tvísýnu þar sem mörg þúsund manns hafa lífsviðurværi sitt. Þar er skinna- iðnaðurinn nefndur sem dæmi en hann skapar nú verulegar gjald- eyristekjur. Formaður Félags sauðfjár- bænda við Eyjafjörð er Guð- mundur Skúlason að Staðar- bakka í Hörgárdal en varafor- maður Steinn Snorrason á Syðri- Bægisá. BB. Leikfétag Akureyrar Sýning á föstud. kl. 20.30 og laugard. kl. 20.30, uppselt. Miðasalan er opin alla daga nema mánudaga frá kl. 14-18 og sýningar- daga fram aö sýningu. Sími í miðasölu: ■■■■ (96) 24073. ■■■■ Toshiba örbylgjuofninn fæst hjá okkur Veriö velkomin og kynnist þvi hvernig hægt er að matreifta allan venjulegan mat i Toshiba örbylgjuotiiinum á otrulega stuttum tima. Hvers vegna margir réttir verfta betri úr Toshiba ofninum en gömlu eldavélinni. Og þér er óhatt aft láta börnin baka. Og siftast en ekkí sist. Svo þú fáir fullkomift gagn af ofninum þinum holdum vift matreiftslunámskeift tyrir eigendur Toshiba ofna.__________________________ Nykomin búsáhöld fyrir örbylgjuofna. SIEMENS Þvottavélar, eldavélar, ísskapar og fleira, einnig smá heimilistæki í urvali til dæmis: Hitateppi: Tilvalin gjöf handa pabba og mömmu eða afa og ömmu. Einnig kaffikönnur, handhrærivélar ásamt fylgi- hlutum, brauöristar meft hita- grind, eggjasjóðarar, straujárn meft og án gufu, hraðgrill og ótal margt fleira. Blomberq þvottavélar, ísskápar og eldavélar. Viðurkennd gæðavara. 2ja ára ábyrgð. Búsáhöld í úrvali Tótu barnastóllinn Sérstaklega hentugur og þægilegur í flutningi. PETRA smá heimilistæki í úrvali. Nyjung t.d. hraösuöukanna, nytsöm til margra hluta. 0 NYLAGNIR VIDGfROIR VERSLUN Kaupangi v/Mýrarveg. simi 26400 Verslið hjá fagmanni. Ferðafélag Akureyrar Færeyjar Ferðafélag Akureyrar ráðgerir ferð með Norrænutil ...... . Færeyja dagana 19.-26. júní. Ráðgert er að fara eitthvað um eyjarnar, meðal annars til Suðureyjar og gista þar á hóteli í tvær nætur, en þrjár nætur á farfuglaheimili í Þórshöfn. í Færeyjum er gisting og morgunverður innifalinn í fargjaldi. Fargjald er áætlað kr. 15.000— 17.000 en hálft gjald fyrir 7- 14 ára börn. 4fe»'«5SX!-. H6>wk, 4*...»^* _ _ streymoVn W\V^ V -ÍNb. tgjfv S|nða.<qu. M.ð.agu.* TOwwyre. • Væntanlegir þátttakendur eru beðnir að hafa samband við skrifstofu félagsins að Skipagötu 12, sími 22720, mið- vikudaginn 16. eða fimmtudaginn 17. apríl kl. 17.30- 19.00.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.