Dagur - 08.05.1986, Blaðsíða 5

Dagur - 08.05.1986, Blaðsíða 5
8. maí 1986 - DAGUR - 5 hjátrú - eða hvað2 Haraldur Ingi1 Haraldsson skrifar Örn Nú skal greint frá erninum. í þjóð- sögum Jóns Árnasonar er góður texti um hann og skal nú gengið í þá smiðju. „Örninn er kallaður „fugla- kóngur“, líklega af því assa er fugla stærst. Það er alkunnugt um örnina að hún situr tíðum á árbökkum þar sem lax gengur í. Gengur henni það til þess að hún hremmir laxinn ef hann syndir svo nærri bakkanum að hún nái til hans með annarri klónni, en haldi sér með hinni í bakkann. Ef laxinn er ekki stærri en svo að hún geti dregið hann upp á bakkann étur hún hann all- an að framan aftur að gotrauf, en ekki lengra. Sé laxinn stærri en fjórðungslax hefur assa ekki bolmagn á að draga hann að sér, því síður að ná honum upp á bakkann. Er það því sagt að oft hafi menn fundið örn fastan í bakka á annarri klónni, en með hina í stórum laxi. Ef örnin er lífs þegar að er komið þykir það eitthvert vissasta lánsmerki að taka hana úr þeirri beyglu þar sem hún hang- ir milli lífs og dauða því hún getur ekki losað af sjálfsdáðum klóna úr laxinum aftur, en líf hennar er í veði ef hún losar hina klóna úr bakkanum því þá færir laxinn hana í kaf. Eins og öll kvikindi eiga einhvern óvin eins á assa hann þar sem músarindillinn er og er hún allhrædd við hann þó hann sé lægri á leggjrnum. Sú er sök til þess að mælt er að jregar örnin flýgur sé hún allþung á sér og verði því að neyta allrar orku til að geta flogið svo hátt sem henni líkar; af því er það og sagt að þeg- ar hún er á flugi rembist hún svo mikið að opinn standi á meðan þarfagangur hennar og þetta viti rindillinn og sæki hann þá mjög aftan að og neðan undir stél össu og leitist við að fljúga inn í hana að aftan til að særa hana þar. Þessari sögu til sanninda er það talið að arnir hafi fundist dauðar með músarrindil dauðan í þarfaganginum. Svæðisstjórn málefna fatlaðra Norðurlandi eystra Vistheimilið Solborg 50% staða á deild laus strax. 75% staða á skrifstofu frá 1. júní. Vélritunar- og bókhaldskunnátta nauðsynleg. Upplýsingar í síma 21755 virka daga frá kl. 10- 16. Forstöðumaður. Tónleikar í Alþýðuhúsinu mánudaginn 12. maíkl. 21. Miðasala við innganginn. Jassklúbbur Akureyrar. Dreki úr arnareggi Frá kóngstign össu kunna menn fátt að segja, en aftur nokkuð fleira af ungum hennar og eggjurn. Ein sögn er það að ef látið er gull í arnarhreið- ur er hún hefur nýorpið komi úr öðru egginu lausnarsteinn, en úr hinu flugdreki, og er þessi saga sögð þar um til sannindamerkis: Maður hét Jón; hann bjó í Lamb- haga í Borgarfirði. Hann var ágætur skotmaður; það er sagt að hann hafi gert það til leiknis til að reyna hvort það væri satt að dreki kæmi úr arnareggi að hann lagði gull undir arnarhreiður, annað hvort í Leirárey eða Bakkahólma. Fleiri voru í vitorði um þetta og vöruðu þeir hann við að gjöra það því illt gæti af því hlotist. Jón sagðist mundi ábyrgjast allt það tjón sem af því leiddi og ráða óvættina af dögum ef til þess kæmi. Jón vitjaði síðan um hreiðrið við og við, en einu sinni þegar hann kom sá hann dálít- inn dreka nýskriðinn úr öðru egginu. Eftir það leið mánaðartími að ekki varð vart við neina hreyfingu á honum. Enn dag þar á eft- ir sáu menn að dreki þessi flaug úr hreiðrinu og upp í Bakkanes og sat þar stundarkorn; síðan flaug hann upp þaðan, en hremmdi um leið veturgamalt tryppi í nesinu og flaug með það í klónum suður yfir Leirárvoga, suður í Arkarlækjarnes. Við þessi undur urðu menn hræddir og skoruðu nú á Jón að efna nú orð sín og fyrirkoma drekanum. Jóni tókst það og loksins eftir langa mæðu, en það sagði hann síðan að ekkert skot hefði unnið á drekann fyrr en hann hefði skotið á hann með silfurhnöppum sem hann skar af peysunni sinni. Fleira af össu Ef maður vill glepja sjónir fyrir öðr- um skal taka arnarfjöður úr vinstri væng og leggja undir dýnuna sem hinn situr á. Það er og enn sögn að þau börn sem drekki meðan þau eru ung mjólk með fjöðurstaf af arnar- fjöður verði ákaflega minnisgóð. Þar sem arnarkló er höfð í smiðjusveif- inni og haldiö um þegar blásið er, þar á aldrei smiðja að brenna. Það er ráð við því að ekki sé stolið frá manni þeim hlut sem maður vill ekki missa að maður liðar sundur gullspora arnarinnar um miðjan hælinn á henni lifandi og lætur blóðið sem þar af rennur drjúpa í leirker eða glerker. Þar í skal rjóða lausnarstein þann sem heldur allri náttúru sinni, láta hann síðan blóðugan í glerflösku og nýtt messuvín þar saman við. Þetta skal standa óhreyft í sjö vikur, en að þeim liðnum má taka upp flöskuna á hinni sömu stund dags sem hún var byrgð á. Skal þá taka fjöðurstaf, dýfa honum í það sem í flöskunni er og bregða honum á eða undir þann dauðan hlut sem kyrr skal liggja. Föstudagur og laugardagur Skemmtiþáttur Eddu Björgvins og Júlíusar Brjáns kl. 21.30. Fastir liðir eins og venjulega. Hvað er að frétta af kynlífsmálum Indriða Skordal? Hvernig gengur Inda að eiga við „lilla nabba"? Hefur Þórgunnur sagt skilið við Inda sinn? Tókst Inda að losna við permóið úr hausnum? Er Indriði hamingjusamur maður í dag? Öllum þessum spurningum ásamt mörgum öðrum er svarað hjá kynlífskönnuðinum Fríðu Schiöth í Sjallanum föstudag og laugardag. Miðaverð aðeins kr. 300. Matur framreiddur frá kl. 19.30 baeði kvöldin. Helgartilboð: Súpa og kjötréttur aðeins kr. 800. Dansleikur til kl. 03. Þar leikur fjörugasta danshljómsveit landsins, Ijómsveit Grétar Örvarssonar. Sfatöúttt Þetta er aðeins brotaf skóúrvali okkar Sigurvinsson Star st. 5-12 Rumenigge Star st. 5-11 Copa Mundial st. 51A-101A Keegan Tactics st. 39-44 Professional st. 35-45 Margar fleiri gerðir Sporthú^id HAFNARSTRÆTI 94 SIMI 24350

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.