Dagur - 08.05.1986, Blaðsíða 15

Dagur - 08.05.1986, Blaðsíða 15
8. maí 1986 - DAGUR - 19 Akureyri: Hjólreiöa- keppnin við Oddeyrarskóla Næstkomandi laugardag klukkan 14:00 verður árleg hjólreiðakeppni lögreglunnar og Umferðarráös haldin við Oddeyrarskóla á Akureyri. í keppninni taka þátt 12 ára börn víðs vegar af Norður- landi. Þau hafa áður gengist und- ir skriflegt próf í umferðarreglum og þau sem stóðu sig best í því prófi taka þátt í verklega hlutan- um. Annars vegar verður keppt í góðakstri um götur bæjarins og hins vegar verður keppt í ýmsum þrautum á tilbúinni braut við Oddeyrarskólann. Þau 4 börn sem standa sig best í keppninni fá að fara til Reykja- víkur í haust og taka þátt í úr- slitakeppni. Þarverða valdirtveir þátttakendur í Evrópukeppni sem væntalega verður haldin að ári liðnu. Vörður Traustason lögreglu- þjónn á Akureyri hefur umsjón með keppninni á laugardaginn og í samtali við Dag sagði hann að allir væru velkomnir á lóð Odd- eyrarskólans til að fylgjast með keppninni. -yk. Frá hiólreiöakeppni á Akureyri. Mynd: KGA. Vortónleikar eldri nemenda Tónlistarskólinn á Akureyri efnir til vortónleika eldri nemenda næstkomandi laugar- L =miM Bílbeltin skal aö sjálfsögóu spenna í upphafi feróar. Þau geta bjargað lífi í alvarlegu slysi og hindraó áverka í minni háttar árekstrum. Hnakka- púóana þarf einnig að stilla í rétta hæó. Borgarbíó Fimmtudag kl. 2 og 5 Ronja. Kl. 9 St. Elmos Fire Kl. 11 Ameríski vígamaðurinn Föstudag kl. 9 St. Elmos Fire Kl. 11 Ameríski vígamaðurinn Bönnuð 14 ára. dag, 10. maí og hefjast þeir kl. 14.00 í Borgarbíói. 30 nemendur leika og syngja verk eftir innlenda og erlenda höfunda m.a. Atla Heimi, Bach, Chopin, Debussy, Dubois, Forbes, Grieg, Hándel, Katschaturian, Liszt, Mendelsohn, Poulenc, Satie, Stamitz og Tchaikovsky. Bæði er um einleiks- og samleiks- verk að ræða, einnig leikur hljómsveit slagverksnemenda og kammerblásarar skólans flytja 2 lyrisk stykki eftir Grieg í útsetn- ingu stjórnanda sveitarinnar Roar Kvam. Aðgangur er ókeyp- is að tónleikunum. Leikféíacj Akureyrar Föstudag 9. maí kl. 20.30. Laugardag. 10. maí kl. 20.30. Síðustu sýningar. Miðasalan er opin alla daga nema mánudaga frá kl. 14-18 og sýningar- daga fram að sýningu. Sími í miðasölu: Í96) 24073. Eyjafjarðará Landeigendur hafa forkaupsrétt á veiðileyfum til 16. maí í Versluninni Eyfjörð. Eftir þann tíma verða veiðileyfin seld öðrum. Stjórnin. af 100 ára afmæli KEA hefur verið ákveðið að til glæsilegrar afmælisgetraunar. Aðalverðlaunin eru ferð fyrir tvo til Rhodos T Einnig verða veitt tvenn aukaverðlaun, sem eru vöruuttekt fyrir kr. 10.000 í einhverri af verslunum KEA. r'~j?'a3£jp Þessa dagana er verið að bera út bréf til félagsmanna, en í því eru gögn vegj® getraunarinnar. Gert er ráð fyrir að bréfið sé komið í hendur allra félagsmanna 15. maí. ■ • Hsi Á það er lögð áhersla að þessi getraun er einvörðungu fyrir félagsmenn. Nýi|||||| féiagsmenn fá hins vegar gögn vegna getraunarinnar um leið og þeir gangaii í félagið. Þeir sem vilja gerast félagsmenn og búa utan Akureyrar eru beðnir um að hafa samband við útibússtjóra KEA á viðkomandi stað, en á Akureyri annajtelj|í starfsmaður Fjármáladeildar skráningu nýrra félagsmanna. Þar sem margir félagsmenn eru án efa búnir að skipuleggja sitt sumarleyfi í ár var ákveðið að gefa aðalvinningshafa rúman tíma til að ákveða brottför til Rhodos. Ferðina getur hann farið á tímabilinu frá 10. júní 1986 til 10. september 1987. Þeir sem taka þátt í getrauninni eru beðnir að athuga að svör við spurningum verða að verá á sérstöku eyðublaði. Á sama blað er gert ráð fyrir að félagsmaður riti nafn, heimilisfang, símanúmer og félagsnúmer í KEA. KAUPFELAG EYFIRÐINGA

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.