Dagur - 08.05.1986, Blaðsíða 9

Dagur - 08.05.1986, Blaðsíða 9
Texti: Helga Kristjánsdóttir og Helga Ingibjörg Kristjánsdóttir Myndir: Gisii Tryggvason ) impruöum á atvinnumálunum við Hjört. . . - Stefnir þú ekki aö sumar- vinnu - „sælu“? „Væntanlega, - býst við aö ég sé búinn aö fá fasta vinnu svona fyrir megnið af sumrinu." - Hvaö ætlar þú aö gera? „Ég verð í byggingavinnu." - Hvenær byrjaðir þú að leita eftir vinnu? „Eiginlega bara strax eftir að ég hætti síðasta sumar." - Er þetta svipuð vinna og þú hefur verið í undanfarin sumur? „Já.“ - Hvernig er það með ungl- ingana sem búa í námunda við þig (Kirkjubæjarklaustur) hvert fara þeir? „Sumir vinna í byggingavinnu, aðrir fara út í sveit.“ - Er byggingavinnan vel borguð? „Nei!“ - Hefur þú nokkuð orðið var við atvinnuleysi hjá krökkum á þínum aldri? „Ja, það eru margir sem eiga erfitt meö að fá vinnu og verða að sæka eitthvað annað, - oftast úr sveitinni í bæina.“ - Aukast atvinnumöguleikarn- ir samt ekki með aldrinum, þegar maður er á þessu reki? „Ég hafði miklu meiri vinnu þegar ég var sextán ára, það er nú tilfellið." - Hefur klíkuskapurinn mikið að segja í svona löguðu? „Já, ég held að það sé erfitt að fá vinnu nema í gegnum klíku- skap. - Ég fékk vinnu í gegnum klíkuskap." - í leit þinni að vinnu, hvort er það þá kaupið eða ánægjan sem vegur þyngra á metunum? „Það er alla vega ekki ánægj- an.“ - í hvað rennur afrakstur erfiðisins svo? „Ég stunda lystisemdir lífsins,- sukk og svínarí.“ - Endist þá sumarkaupið eitthvað yfir veturinn? „Þá lifi ég nú aðallega á ætt- ingjunum." Gengur ekkert að fá vinnu Þá gengum við fram á Sveinbjörn Jóhannesson, sextán ára nema, hann var heldur óhress yfir atvinnumálunum. - Hefur þú ekki hugsað þér að vinna eitthvað í sumar? „Nú, ég hef mikið reynt að fá vinnu og búinn að spyrjast fyrir á mörgum stöðum en það eru bara biðlistar alls staðar.“ - Hvað gerðir þú í fyrrasum- ar? „Ég vann í Hrísalundi (Mat- vörumarkaði KEA).“ - Þú hefur ekki hugsað þér að vinna bara aftur í Hrísalundi í sumar? „Nei, KEA er ekki nógu gott.“ - Nú - af hverju ekki? „Þeir borga svo lágt kaup.“ (Mér finnst ég hafa heyrt þenn- an áður). - Á hvaða staði ferðu helst í atvinnuleit? „Ég er búinn að biðja um vinnu í Sliþpnum, hjá bænum og alls staðar." - Hvernig gengur jafnöldrum þínum hérna í bænum að fá vinnu? „Þeim gengur yfirleitt illa.“ - Heldurðu að krakkar á fjórt- án og fimmtán ára aldri fái yfirleitt vinnu í gegnum klíkuskap? „Já bara í gegnum hann.“ - Hvernig er svo „drauma- djobbið" þitt? „Það er vel borgað og helst úti- vinna, nú ef úr rætist þá myndi ég helst vilja eyða því í ferö til Ástralíu." (Ferðaskrifstofur! Ráðið þenn- an unga mann). Hjörtur Heiðar Jónsson. Sveinbjörn Jóhannesson. 8. maí 1986 - DAGUR - 13 spurning vikunnar.______________ Ertu farin(n) að lesa undir prófin og búin að fá vinnu í sumar? Helga Þorvaldsdóttir 2. F: Nei, ég er ekkert farin að líta í bækurnar. Ég er að uppgötva það núna að tíminn er að verða frekar naumur. Ég hlakka mikið til þegar prófunum lýkur, fer þá í útivinnu hjá bænum. Magnea Marinósdóttir 2. F: Já, ég er aðeins byrjuð. Ég hef yfirleitt frumlesið fyrir prófin, en er að hugsa um að hafa fyrir- hyggju núna og byrja að lesa aðeins fyrr. Já, já, það veröur ágætt að fá sumarfrí, ég er ekki ;búin að fá neina ákveðna vinnu, en það reddast allt saman. Berglind Hallgrímsdóttir 2. B: Ég er ekki byrjuð að lesa, en ég er búin að skipuleggja lesturinn mjög vel. Ég ætla, svo dæmi sé tekið, að lesa eftir hádegi í dag. Eina vandamálið er það að skipulagið vill oft fara úr skorðum, ég verð oft og iðulega fyrir truflunum. Það verður stór- fínt að komast í sumarfrí, ég ætla að vinna í Kjarnaskógi í sumar. Gunnar Svanbergsson 4. G: Já, ég er svona rétt að byrja að lesa, ég hef svo rúman tíma fyr- ir hvert próf að ég þarf ekkert að vera að stressa mig. Ég er aö vissu marki með skipulag á lestrinum, ég lærði það í þess- um skóla að læra skipulega. Eftir útskriftina fer ég að vinna í Mjólkursamlaginu. Jón Helgi Þórarinsson 4. U: Já, ég er aðeins farinn að lesa. Fyrsta prófið er 20. maí og það er landafræði. Ég tek 6 próf og þau leggjast bara vel í mig. Það er mikil tilhlökkun, en líka söknuður að útskrifast því þetta er besti skólinn. Ég hef ekki fengið vinnu í sumar.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.