Dagur - 08.05.1986, Blaðsíða 10

Dagur - 08.05.1986, Blaðsíða 10
14 — DAGUR - 8. maí 1986 ■i Árið 1980 hvarf maður frá heimili sínu í Vestur-Yorkshire á Englandi og nokkrum dögum síðar fannst lík hans á mjög ólíklegum stað. En það var nafn hans - Adamski - sem fyrst vakti eftirtekt áhugamanna um fljúgandi diska á málinu. Koiabingurinn í smábænum Todmorden í Vestur-Yorkshire, þar sem lík Zigmundar Jan Adamski fannst 11. júní 1980. Adamskis hafði verið saknað frá heimili sínu í Tingley í fimm daga; einkennileg brunasár voru á líkinu, og ekki voru finnanleg nein merki þess, íS hvernig hann hefði lent upp á kolabinginn. Nafn hins látna - sama : ■ $ nafn og frægasta manns, sem talið hefur sig tengilið við stjórnendur 11, fljúgandi diska - vakti áhuga þeirra, sem áhuga hafa á rannsókn I furðufyrirbæra. Hafði fljúgandi diskur numið Adamski á brott? n Hafði líki hans verið fleygt ofan frá á kolabinginn? Adamski og Lottie, eiginkona hans. Síðdegis drungalegan rign- ingardag sumarið 1980 fannst lík 56 ára manns á furðulegum stað, liggjandi uppi á kolabing í smábænum Todmorden í Vest- ur-Yorkshire. í þjóðfélagi þar sem ofbeldi er viðurkennd staðreynd, ætti þetta kannski ekki að vekja svo mikla eftirtekt. En reyndin varð sú, að líkfundurinn - og ekki síst nafn hins látna - varð kveikjan að ritdeilum og umræðum í slíkunt inæli, að ekki hafði áður þekkst í þessum litla mjölvinnslubæ. Sumir hóp- ar fólks nefndu þetta dular- fyllsta morð aldarinnar í sögu Yorkshire, og margir urðu til að halda því fram, að lausn gát- unnar væri ekki að finna á þess- ari jörðu, heldur þyrfti að leita langt út fyrir hana. Fórnarlambið var ntaður að nafni Zigmundur Jan Adamski, kolanámumaður fæddur í Pól- landi en hafði verið breskur ríkisborgari frá því á árum síð- ari heimsstyrjaldarinnar. Árið 1951 kvæntist hann Leokadiu (eða Lotóe) og síðan 1960 höfðu þau iifað hamingjusöm í Tingley, þorpi í nágrenni Wakefield. Adamski var ekki heill heilsu. Hann þjáðist af hjarta- sjúkdómi, kransæðaþrengslum, sem kannski átti rætur að rekja til ólæknandi lungnakvefs eða þá til annars óskilgreinds lungnasjúkdóms. Hann hafði tekið lyf, sem greinilega komu að gagni, og hann hafði aldrei fengið hjartaáfall. Pað var ákveðið, að hætt yrði að starfrækja Lofthouse kola- námuna, námuna þar sem Adamski vann, á árinu 1981, og Adamski hafði sótt um að fara á eftirlaun fyrir þann tíma. Það var ekki eingöngu vegna van- heilsu hans, heldur fyrst og fremst vegna konu hans, sem þjáðist af mænusiggi og var í hjólastól. Adamski hafði greini- lega áhyggjur af að þurfa að skilja hana eina eftir á daginn og vildi gefa sér meiri tíma til að annast um hana. Samt fór það svo, að stjórnendur námunnar höfnuðu uinsókn hans - og kann það að hafa valdið honum nokkru hugarvíli. Svo kald- hæðnislegt sem það nú er, þá skipti stjórnin um skoðun og varð við beiðni hans - en til- kynningin um það barst nokkr- um dögum of seint til að hún kæmi fyrir augu Adamskis. Enda þótt hægt sé að hugsa sér samband á milli geðshrær- ingar, sem neitunin hafi valdið og þess, sem síðar gerðist, þá virðist Adamski hafa tekið ákvörðun stjórnarinnar með ró. Hann virtist a.m.k. ekki í hug- aræsingi. Christopher Zielinski, náinn vinur um langan tíma, skýrði frá því, þegar hann sá hann síðast á lífi, miðvikudag- inn 4. júní 1980. Þeir fengu sér í glas saman, en Adamski fór snemma heim til. að líta eftir Lottie. Hann virtist sá sami og venjulega. Zielinski segir hjónabandið hafa verið ham- ingjusamt og telur óhugsandi, að Zigmundur hefði af eigin hvötum yfirgefið konu sína og látið hana um að sjá um sig sjálfa, eins og heilbrigðisástandi hennar var komið. Fleiri ástæður bentu ákveðið gegn því, að Adamski hefði í huga að láta sig hverfa. Hann var guðfaðir stúlku, sem ætlaði að ganga í hjónaband laugar- daginn 7. júní. Hann hlakkaði mjög til þess atburðar. Þá dvaldi nú frænka Zigmundar frá Póllandi í heimsókn hjá þeim hjónunum, ásamt syni sínum. Þeim hafði verið vel fagnað við komuna og föstudaginn 6. júní fóru þau Zigmundur og frænk- an í innkaupaferð til Leeds. Þau komu til baka frá Leeds að áliðnu hádegi, og síðan snæddu þau Zigmundur og Lottie hádegisverð saman, ásamt frænkunni og drengnum. Á eftir, um það bil kl. 15.30, kvaðst Zigmundur ætla að fara í nálæga verslun til að kaupa kartöflur. Hann gekk út í sól- skinið og kastaði glaðlega kveðju á einn nágrannanna um leið og hann gekk niður götuna. Eftir það sá enginn hann lif- andi. Það reyndist dularfullt, hvað af honum hafði orðið - en síðdegis á miðvikudag, 11. júní, fannst lík hans uppi á kolabing í Todmorden. Hvað varð um Zigmund Adamski? Hvað olli því að hann hvarf svo skyndilega og á dularfullan hátt? Hvers vegna fannst hann í Todmorden í meira en 30 kílómetra fjarlægð frá heimili sínu og það á stað, sem ekki er vitað til, að hann hefði áður komið til? Og hvern- ig tókst honum að komast efst upp á þennan slepjaða kola- haug, sem var til hliðar við járnbraut í stöðugri notkun? Þessar og fleiri spurningar urðu kveikjan að þeim óskiljanlega leyndardómi, sem lögreglan í Vestur-Yorkshire hefur aldrei getað ráðið fram úr. Ýmislegt var við lík Zig- mundar Adamskis að athuga. Skyrtu hans og úr vantaði, en að öðru leyti voru föt hans í lagi. Þá virtist hann ekki hafa verið vansvæfta þessa fimm daga, sent hans var saknað. Það var að sjá eins dags skeggvöxt á líkinu, og hann hafði borðað vel - enda þótt réttarlæknisrann- sókn sýndi, að hann hafði ekki borðað daginn sem líkið fannst. Smávegis óhreinindi og grunnar rispur (hugsanlega eftir kolin) voru sjáanlegar, en ekkert svo áberandi, að það gæfi tilefni til að ætla, að hann hefði lent í ein- hverjum átökum. Það var einn- ig ljóst, að hann hafði legið úti í rigningunni a.m.k. daglangt. En það sem mesta athygli vakti þó við skoðun líksins var óreglulega lagaður plástur aftan á höfðinu, á hálsi og herðum, þar sem skinnið hafði brunnið af. Á þessum plástri fannst einnig merki um olíukennt efni, hugsanlega smyrsli, sem hefði verið borið á sárin. Þessi „bruni“ átti eftir að verða meiri- háttar atriði í ritdeilum þeim, sem upphófust. Orsök hans - sem þó benti til að væri af völd- um einhvers ætandi efnis - var aldrei staðfest. Trevor Parker, sonur eiganda kolageymslunnar, varð fyrstur til að taka eftir líkinu, um kl. 15.45. Geymslan hafði verið mannlaus frá því klukkan 8.15 um morguninn, en Parker taldi, að þá hefði líkið ekki verið þar. Hliðin að geymslunni höfðu hins vegar verið skilin eftir opin, ef ske kynni, að vörubif- reiðir ættu þar erindi. Svo var þó ekki þennan dag. Þegar Adamski fannst, var lögreglan kvödd á vettvang ásamt sjúkra- bíl. Tveir lögregluþjónar úr liði lögreglunnar í Todmorden, Alan Godfrey og félagi hans (sem ekki kýs að vera nafn- greindur) komu á staðinn kl. 16.10. Um leið og þeir sáu hin einkennilegu brunasár fengu þeir grun um, að hér væri glæpamál á ferðinni; og síðan hófst rannsókn lögreglunnar. Lést um hádegi? Líkskoðun fór fram í næsta lík- húsi, við Hebdenbrú, og hana framkvæmdi dr. Alan Edwards fyrirlesari í sjúkdómafræði við Lofthouse kolanáman, sem Adamski hafði unnið í árum saman og átti að loka 1981. Hann hafði sótt um að hætta störfum fyrr, en námustjórnin hafn- aði beiðni hans. Sumir hafa haldið því fram, að þetta hafi þjakað huga hans svo, að það hafi valdið minnistapi. Samt sem áður benti allt til, að Adamski hefði tekið neituninni með ró. En kaldhæðnislegt var það, að nokkrum dög- um eftir að hann fannst látinn barst bréf frá stjórn námunnar. Þeir höfðu skipt um skoðun varðandi starfslok lians.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.