Dagur - 08.05.1986, Blaðsíða 7

Dagur - 08.05.1986, Blaðsíða 7
8. maí 1986 - DAGUR - 7 Til hamingju með daginn norð- lenskir launþegar. Á alþjóðlegri ráðstefnu, sem haldin var í París árið 1889, var samþykkt að gera 1. maí að sam- eiginlegum kröfudegi verkafólks um allan heim. í 97 ár hefur því verkafólk safnast saman á þess- um degi og rætt sín baráttumál. Sjá hin ungborna tíd vekur storma og stríð leggurstórhuga dóminn á feðranna vcrk. Heimtar kotungum rétt og hin kúgada stétt hristir klafann og sér, hún er voldug og sterk. Svo segir Einar Benediktsson í íslandsljóðum árið 1901. Pessar línur l"sa '’el þcim bar- áttuanda sem einlo nridi upphafs- menn íslenskrai /erkalýðshreyf- ingar. Petta fólk sem sá sig knúið til að gerast brautryðjendur í hagsmunabaráttu til heilla fyrir verkalýðinn. Baráttu gegn rang- læti og mannúðarleysi. Þessu fólki mun aldrei verða fullþakkað þess störf í þágu allrar þjóðar- innar. Pað eru ótrúlegar lýsingarnar á kjörum forfeðra okkar, fyrir að- eins 50-100 árum, og er af mörgu að taka þegar þess er minnst. Vistarbandið var nauðung sem hvíldi á hverjum afkomanda bænda, ef hann hafði ekki gengið menntaveginn, lært handverk eða leyst lausamennskubréf. Ef hann var óvistráðinn á kross- messu, mátti setja hann á uppboð og sá fékk sem best bauð. Þessi lög voru blettur á íslenskri lög- gjöf og má segja að þau hafi sett fjölda fólks í ánauð. Ófremdarástand ríkti í fátækt- armálum. Fátækar fjölskyldur voru tættar í sundur og fluttar nauðungarflutningum, ef þær höfðu lent í fjárhagsvandræðum og orðið að þiggja opinbera aðstoð, og börnin voru boðin upp á hreppaþingum og hlaut sá sem lægst bauð. Það eru til margar og ófagrar lýsingar af aðbúnaði þessara barna í ómagavistinni. Sveitarómaginn sem svo var nefndur, var útskúfaður úr þjóð- félaginu, sviptur kosningarétti og kjörgengi. Öldungurinn, sem hafði erfiðað langa ævi, alið upp börn og greitt skatta og skyldur, en ekki getað lagt fyrir fé til elli- áranna, var settur á bekk með afbrotamönnum, dæmdum fyrir glæp. Sem dæmi um ævikvöld ein- stæðinganna á árum áður, ætla ég að lesa hér grein sem birtist í Nýja íslandi árið 1904, en hún er um ekkju eina sem ekki fékk út- hlutað styrk úr alþýðu-styrktar- sjóðnum haustið áður, og segir blaðið að margir hljóti að vera nauðulega staddir fyrst nefndin sá sér fært að ganga fram hjá henni. „Þessi kona er nú ekkja á sjötugsaldri, kom hingað til Reykjavíkur 16 ára gömul og vann hér í bæ í vist til þrítugsald- urs. Þetta var á þeim tíma, þegar tíska var að láta vinnukonurnar ganga á eyrina og láta þær vinna að út- og uppskipun, bera þungar byrðar, oft á höfðinu. Pessi kona hefur verið mesta viljamann- eskja, ósérhlífin, en líklega held- ur kraftalítil, því hún er fremur lítil og grannvaxin, enda kemur þetta henni í koll nú, því nú hálf- dregur hún á eftir sér annan fót- inn og höfuðtaugarnar eru bilað- ar og kvalirnar iðulega svo miklar, að hljóðin heyrast á nótt- unni til hennar í herbergin í kring í húsinu. Um þrítugt giftist hún og bjó í hjónabandi í 14 ár og eignaðist 7 börn, sem hún hefur misst öll á ýmsum aldri, síðast dóttur 22 ára. Nú er hún einstæðingur og á enga ættingja, cr hún getur flúið til í ellinni. Pess þarf ekki að geta, að hún er eignalaus, á að- eins bólið sitt. Pó að hún byggi heldur vel með manni sínum, því þau voru dugnaöarmanneskjur, þá er allt löngu búið, því lang- vinnar legur hennar sjálfrar og barna hennar, útfararkostnaður manns hennar og barna - hún missti mann sinn og þrjú börn á einu ári - og svo það, sem hún hefur þurft til að lifa af, hefur fyr- ir löngu fariö með allt sem hún átti. Ef úthlutunarnefndin hefur Þóra Hjaltadóttir. nú gert rétt sl. haust með því að taka aðra fram fyrir þessa konu, þá er augljóst að einhver á bágt hér í bæ. En þetta eru kjörin sem almúg- inn má búast við í ellinni hér á landi. Þessu getur sjómaðurinn búist við, þegar hann er búinn að hrekjast fram og aftur um haf- ið árum saman, frosinn og kaldur, oft talið eftir honum kaupið hans, fleygt í hann horaðasta ket- inu, sem hægt er að fá að haust- inu - illa söltuðu, ofan á brauðið versta magarínið sem flyst, o.fl. o.fl. Pessu getur konan búist við, þegar hún er búin að standa árum saman heiðarlega í stöðu sinni, vaka nætur og daga, vinna seint og snemma og þannig slíta sér upp ef hún missir börnin sín, eða þau eiga nóg með sig sjálf. Og svo þegar fokið er í flest skjól, þá er sagt: Far þú til fógetans eða hreppstjórans. En þar er ekkert spaug að koma. Talað líkt við fólk og rakka og flestir líta til þess hornauga upp frá því, og sveitarstyrkurinn nákvæmlega svo mikill að það getur dregið fram lífið til að horfa upp á fyrir- litninguna, sem skín úr augum flestra og þeim finnst eins og sagt sé við sig: „Pú ert nú uppslitinn garmurinn, þaö er ekkert gagn að hafa af þér framar, þaö væri ósk- andi að þú hrykkir upp af sem fyrst." Já, greinilega hefur þessi ekkja aðeins verið eitt dæmið af mörg- um sem viðgekkst í þá daga. Á árunum fram til 1918 var íslenskt þjóðfélag að taka stakka- skiptum. Atvinnuvegirnir höföu hamskipti. Gamla bændasamfé- lagið var aö líða undir lok og sveitamennirnir flykktust á möl- ina og þéttbýliö fór vaxandi við sjávarsíðuna. Upp úr þessum jarðvegi er íslenska verkalýðs- hreyfingin stofnuð. Margar tilraunir voru gerðar til að stofna samtök launamanna, en þær urðu flestar skammlífar. Fyrstu heimildir sem ég finn um samtök eða samvinnu launafólks fyrir bættum kjörum eru frá árinu 1881, þegar vinnumenn prest- anna í Hreppum í Árnessýslu komu saman til að mynda samtök um bætt kaup og betri kjör í sýsl- unni. Kaupgjald var á reiki, almennt árskaup var 40-60 krónur. Vinnu- konur fengu 20-30 krónur, eða helming af kaupi vinnumanna. Kaupamenn höfðu hins vegar 12 krónur á viku. Fyrsta formlega stéttarfélagiö er síðan stofnað 6 árum seinna, eöa 2. janúar 1887 af prenturum í Reykjavík, og síðan kemur eitt af öðru. Fyrir 70 árum eöa 12. mars 1916 koma 7 verkalýðsfélög sam- an og stofna með sér samband, Alþýöusamband íslands. Fyrsta stefnuskrá þess var lengi til en er nú glötuð. En samkvæmt fyrstu skipulags/eglum er gert ráð fyrir aö stéttarfélögin og stjórnmála- félög jafnaðarmanna starfi hlið við hlið og voru jafnaðarmenn hf.vsti málsvari verkafólks á Alþingi. Árið 1921 er fyrsta mál- ið flutt þar af Jóni Baldvinssyni og var það um lögbindingu 6 klst. hvíldartíma á sólarhring hjá há- setum á togurum. Með harðfylgi r.áðist að gera þetta frumvarp að löguir og nefnast þau Vökulögin. Tæoum 60 árum síðar er hvíldar- ’ínunn almennt, hjá verkafólki, Koininn í 10 kist. samfellda hvíld á sóla’hring með Vinnuverndar- 'ögui. in frá 1980. Á því sést hve Vökulög’n liafa verið stórt skref áriö 1921. Og sn.att oj sinátt fengust lag- færingar á kjö um verkafólks meö ýmsum . ðgerðum, með kjarasamningum og með löggjöf- um. En hvert f. tt skref í átt til úrbóta fyrir verkafólk kostaði ótrúlegustu átök, úrbóta sem okkur þykir svo sjálfsagt að hafa í .hg og eru sjálfsögð í velferðar- r.ki.iu. Verkamaðurinn hefur orðic c.e • era bæði sverð og skjöldur ofsóttrar hreyfingar, sem barðist fyrir lífi stnu í ein- hverjam skæðustu stéttaátökum sem íslandssagan greinir frá. Verkamaðurinn varð í senn að sækja og verjast, allt eftir því sem á.-.tæðu’- leyfðu. Krossanesverkfallið, Ránar- bardaginn, Nóvuslagurinn og Dettifoss'lapurinn eru einhver hörðustu átök í íslenskri stétta- baráttu á árunum 1930-1934 sem útheimtu allt sem verkamaðurinn gat látið í te fyrir málstaðinn. í þá daga ófluðu þeir sem valist höfðtr ' f trystusveitina fylgis, meðal v^rkafólks við baráttumál- in. mec því að ganga hús úr húsi, t.rúa við fólk og herða hjá því bar- áttuandann. Nú eru slík boð send um fjrltniðlana, sem ná takmark- áð eyrum fólksins og aldrei eins og persónulegt samband. En stærð þéttbýliskjarnanna, bæja og borga hamla í dag að þessi aðferð gefi sama árangur, en vinnustaðina mætti nota meira en gert er, til að tala við verkafólk- íð, fá fram óskir þess og upplýsa ,im stöðuna. En einnig er að for- ystumennirnir í dag eru upptekn- ir myrkranna á milli við að annast hin ýmsu mál sem á þá kalla, svo sem samningagerðir sem sífellt kalla og rekstur hinna ýmsu hags- munamála sem komin eru í samninga og lög, en þarfnast stöðugs eftirlits og eftirrekstrar. Viö upphaf íslenskrar verkalýös- hreyfingar var ekki allt verkafólk virkt í baráttúnni, margir trúöu ekki á hugsjónina, eða voru hræddir við atvinnuleysi og útskúfun, en þeir sem böröust voru svo áberandi aö þetta vill gleymast þegar viö ræðum um doðann sem hvílir yfir félagslegri virkni verkafólks í dag í þeirra eigin hagsmunasamtökum. Þessi deyfð er hlutfallslega mun meiri í dag en áöur, en sem dæmi má nefna að félagsmenn í Alþýöu- sambandi íslands voru 650 talsins árið 1916 cn yfir 60 þúsund 70 árum seinna. Enn ein skýringin er sú að áður hafði fólk engu að tapa en allt að vinna, en í dag eru flestir búnir að fjárfesta í steini og stáli og eru skuldum vafðir vegna þessa, og fjárhagurinn þolir engin skakka- föll. Ef einhver tímabundinn tekjumissir verður, vofir hamar fógetans yfir eignunum. En við verðum að snúa vörn í sókn og hefja markvissa baráttu fyrir bættum kjörum, sérstaklega þeirra verst settu. Pó að fátæktin í dag sé ekkert í líkingu við það ástand sem ríkti hér á landi fyrir nokkrum áratugum, þá eru of margir með laun undir fátækt- armörkunum á því herrans ári 1986. Það er þjóðinni til skammar, að enn finnst fólk sem vart hefur til nauðþurfta, og yfirleitt vinnur þetta fólk við verðmætasköpun þjóðarinnar - sem er svo illa launað sem raun ber vitni. Krafan okkar hefur verið undanfarin ár, er í dag, en verður vonandi orðin að veruleika innan skamms, að allir geti lifað mann- sæmandi lífi af tekjum átta stunda vinnudags. Það er okkur ekki sæmandi að tala sífellt um slök kjör þeirra verst settu, en síðan þegar tækifærin gefast til leiðréttinga, að gleyma þvf þá. Nú er færi í hjaðnandi verðbólgu, nú verðum við að standa við það sem sagt hefr verið á undan- gengnum árum. Brýnt er meðal annars, að allt launafólk, fylgist grannt með vöruverði og láti neytendasam- tök og sín verkalýðsfélög ávallt vita ef um óeðlilegar verðbreyt- ingar er að ræða. Til að ná fram bættum kjörum verðum við að standa saman, vera sammála um aðgerðir og um leiðir að markinu, öðruvísi er þetta tímasóun og mannskemm- andi fyrir alla, skki síst þegar afkomendur okkar lesa annála verkalýðshreyfingarinnar fyrir núlíðandi áratugi. Nú er dagur við ský heyr hinn dynjandi gný nú þarf dáðrakka menn, - ekki blundandi þý. Paðþarf vakandi önd það þarf vinnandi hönd til að velta í rústir og byggja á ný. Garðyrkjustöðin á Grísará KW Bóndarósir ★ Pottablóm ★ Gróðurmold Opið uppstigningurdag 8. maí og laugardag og sunnudag kl. 1-5.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.