Dagur - 08.05.1986, Blaðsíða 8

Dagur - 08.05.1986, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - 8. maí 1986 Helga Alice Jóhanns. ?ALLT spyr? ALLT SPYR að þessu sinni Helgu Alice Jóhanns út í djassmálin hér í bæ. - En eins og flestir vita flutti Helga í nýtt og glæsilegt húsnæði að Tryggvabraut með dans- stúdíó sitt síðastliðið sumar. - Er grundvöllur fyrir svona stúdiói hér á Akureyri? „Já, enn sem komið er, að vísu er þetta mjög erfitt svona á meðan maður er að borga allt upp.“ - Eru nokkrir samkeppnisaðilar hér á svæðinu? „Ja, Dansskóli Sigvalda er líka starfandi - ég finn enga samkeppni á milli okkar.“ - Á hvaða aldri eru flestir nemendur? „Þetta er náttúrlega mikið blandað en það eru margir stórir konuhópar sem koma til að vera í leikfimi - ég myndi segja að þeir væru í meirihluta." - Er ekki dálítið mikið um að unglingar stundi djass? „Jú, það er mjög mikið um það. Það eru margir 13 ára upp í 18-19 ára og svo náttúrlega undir því. - Hvað er það sem þið bjóðið upp á hérna? „Það er djassinn, djassleikfimi fyrir konur, erobik, sjálfsvörn og síðan eru það ljósalamparnir.“ - Heldurðu að það sé að færast í vöxt að fólk stundi djass? „Þetta fór mjög hægt af stað, ég byrjaði hérna smátt fyrir mörgum árum bara með örfáa nemendur. Svo þegar tískubylgjan byrjaði með dansmyndum, þá fylgdi þetta eftir, - áhuginn vaknaði hjá fólki og ég held að hann haldist." - Eru margir strákar í djassi? „Ég er með tvo stráka núna. Annar er átta ára en hinn er ellefu ára. - Það eru svona að meðaltali einn til tveir.“ - Er til einhver skýring á þvf? „Ég veit það ekki ég held að þeir sæki bara aðrar íþróttir en stelpurnar, þeir eru í fót-, og handbolta, body- building og ýmsum öðrum íþróttum.“ - Er algengt að stelpurnar byrji ungar að dansa t.d. um átta ára aldur og haldi áfram „upp úr“? „Já, það er mjög algengt.“ - Er nokkuð nýtt að gerast í djassinum í dag? „Þetta er svipað, maður fylgist svona aðallega með nýjum sporum og svoleiðis." - Er dýrt að stunda djass? „Nei, ég held að það sé ekkert dýrara en hvað annað.“ - Er mísmikið um að vera hérna hjá þér eftir þvf hvort það er sumar eða vetur? „Þetta er ansi árstfðabundið, það er eins og fólk nenni ekkert að hreyfa sig yfir sumarið, hvers vegna sem það er nú. Ég ætla að prófa að hafa opið í sumar og vera þá bara með svona stutt námskeið 2ja-3ja vikna.“ - Hve margir kennarar eru starfandi við skólann? „Við erum svona fjögur til fimm, hérna er gestakennari núna, hann heitir Richard Bradley og verður út þetta námskeið. Hann kennir bæði unglingunum og konunum, það er heilmikið fjör og gaman og skemmtileg tilbreyt- ing.“ - Vel á minnst, hvernig skiptast námskeiðin niður á veturna? „Fyrst eru tvö þriggja mánaða námskeið. Þau byrja á haustin og eru fram að jólum og svo aftur frá apríl og fram á vorið.“ - Stundum hefur því verið fleygt að leiðin að fegurðar- samkeppninni hérna í bænum liggi í gegnum djassinn hjá þér, - er eitthvað til i þessu? „Eg veit það ekki en t.d. í Reykjavfk mætti segja að það sé svoleiðís. Mikið af þessum stelpum sem taka þátt í fegurðarsamkeppninni í Reykjavík eru í tískusýninga- bransanum - og þær eru allar f djassballett. Hérna eru ekki nema ein eða tvær úr djassballett sem taka þátt í þessu.“ - Er þá eitthvert óbeint samband þarna á milli? „Eg myndi ekki segja það, það var til dæmis alveg óháður aðili sem valdi stelpurnar héðan úr djassinum." - Að lokum, ætlar þú að berjast ótrauð áfram í djass- inum? „Já, ég er alveg ákveðin í því.“ Ertu búin(n) að redda þér vinnu í sumar? íslenskir unglingar eru ekki vanir að sitja aðgerðarlausir yfir sumartímann. Nú er einmiit sá tími sem margur unglingurinn er að leita sér að sumarvinnu. Sumir hafa reyndar þegar farið á stúfana, - og oft er farið að hyggja að þessum málum strax eftir áramót eða jafnvel fyrr. Einhvern veginn finnst manni eins og að það sé úr færri störfum að velja nú en hér á árum áður, hvort sem það er nú rétt eða ekki. Hvert er svo haldið í atvinnuleit? Ja, fyrst fer maður náttúrlega a draumastaðinn þar sem vel er borgað fyrir rólega (úti)-vinnu, síðan er haldið þangað sem Dúdda frænka hafði dálítið gott upp í fyrrasumar en að lokum endar maður í vinnunni sem mamma reddaði í gegnum Sigga frænda eða í sama starfi og síðasta sumar... sú verður oft raunin. Förum í frystihúsið Fyrst urðu á vegi okkar tveir nemar, þær Kristjana Kristjáns- dóttir frá Rifi á Snæfellsnesi og Svava Hrönn Guðjónsdóttir frá Patreksfirði - báðar á sautjánda ári. - Hvað ætlið þið að gera í sumar stelpur? „Við förum sennilega bara í frystihúsið, fáum ekkert annað." - Er það algengt þar sem þið búið að krakkar vinni í frystihúsi? „Já, það er það." - Getið þið alltaf fengið vinnu í frystihúsi ef ekki býðst annað? „Ja, ef það er á annað borð eitthvað að gera í frystihúsinu þá fáum við vinnu þar.“ - Hafið þið unnið í fiski undanfarin sumur? Svava: „Já, síðastliðin þrjú sumur." Kristjana: „Ég hef unnið undanfarin tvö sumur." - Er það algengt á ykkar heimaslóðum að krakkarnir byrji snemma að vinna í frystihúsi? „Það byrja flestir um eða eftir fermingu." - Haldið þið að það sé oft með krakka sem eru að leita sér að sumarstarfi að þeir fái vinnu í gegnum klíkuskap." „Ja, náttúrlega ekki heima hjá okkur því að aðstæðurnar bjóða ekki upp á það. - Það fá allir vinnu heima." - Hvernig er það nú meö kaupið, er það gott? „Það er svona ágætt kaup, bónusinn er lélegur en það fer eftir honum hversu mikið maður fær.“ - Og hvað verður svo um „sumarsjóðinn" þegar upp er staðið? „Við notum hann í skólann og svo förum við náttúrlega á böll af og til.“ - Að lokum, hvenær ætlið þið að byrja slaginn? „Bara um leið og skólinn er búinn og vinna fram á næsta skólaár." Ég verð í byggingavinnu Næst varð á vegi okkar nemi einn, Hjörtur Heiðar Jónsson að nafni. Hann ku vera átján ára og frá Kirkjubæjarklaustri. Við í kennslustund hjá Richard Bradley kennara hjá Helgu Alice.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.