Dagur - 08.05.1986, Blaðsíða 6

Dagur - 08.05.1986, Blaðsíða 6
6-DAGUR-8. maí 1986 Lifandi rann- sóknarefni fyrir erfðafræðinga Allir eru skyldir í Ridge, sem er smá samfélag á afskekktum stað í suðurríkjum Bandaríkj- anna. Ibúarnir eru lifandi rannsóknarefni erfðafræðinga, því þar hefur komið í Ijós, að hinn mikli skyldleiki hefur í för með sér andlega og líkamlega galla hjá fólkinu. Giftingar skyldmenna innan þessa 50 manna hóps hafa tíðkast síð- astliðin 100 ár. En meðal þeirra ríkir hrein- skilni, góðvild og gagnkvæm hjálpsemi sem er vandfundin annars staðar. Þar er ekki pukrað með neitt. Maður verður snortinn af samheldn- inni, en skynjar jafnframt viss- an vanda í þessu of nána sam- bandi milli fólks. Gömlum og sjúkum er hjúkrað heima og sömuleiðis fötluðum. Fólkið er fátækt og mennt- unarsnautt. Bflar þar eru gaml- ir og húsin niðurnídd. Fólk í nágrannabyggðum lítur þetta fólk hornauga og telur það hafa kallað yfir sig bölið með skyldmennahjónaböndum. Þrátt fyrir margan misskiln- ing og tröllasögur um þetta samfélag, þykjast erfða- fræðingar með rannsóknum sínum þarna geta sýnt fram á að aidagamail ótti við of nána blóðblöndun sé á rökum reist- ur. Áhugi vísinda- manna vaknar Margir kenna einangrun um, hvernig þróunin hefur orðið í Ridge. Frumskógur og mýrlendi umlykja það. Aðrir segja að fólk- ið sé afkomendur konu sem þarna á að hafa dáið frá 10 óskil- getnum börnum. Menn vita samt, að breskir útflytjendur settust að í R. á 18. öldinni. Eftir frelsisstríðið er vit- að um tvær fjölskyldur, smá- bændur og verkamenn, sem voru afkomendur landnemanna, og fóru nú að giftast innbyrðis. Und- ir aldamótin 1900 fóru systkina- börn að giftast og þykir ekkert athugavert við það enn í dag. í vitund þeirra, sem eiga heima í námunda við R. er þetta dular- fullur og óttalegur staður. Ætlið þið til R. spurði fólk. Verið var- kár því þeir hafa skömni á ókunnugum og eru vísir til að nota á ykkur byssurnar. R. er landræma sem liggur inni í skóginum og takmarkast af smáhæðum og mýrarkeldum. Á leiðinni eftir hreppaveginum, sem þangað liggur hefur maður á tilfinningunni, að skógurinn sé óendanlegur. Við munum ekki gefa upp nákvæmlega hvar stað- inn er að finna, vegna þess að fólk til frásagnar í R. óskar eftir að það sé ekki gert og að þeirra réttu nöfn séu ekki birt. Á síðustu áratugum hafa vís- indamenn og læknar haft vaxandi áhuga á samfélögum eins og í R. þar sem þeir hafa von um að finna samhengi milli skyldleika og meðfæddra galla. Vísindalegar rannsóknir hafa ekki verið gerðar, en læknar, sem þekkja þessar tvær fjölskyldur, Mangum og Evans, segja, að nokkrir með- al þeirra sýni merki um erfða- sjúkdóma. Síðan 1896, þegar systkina- börn tóku að giftast, hafa verið a.m.k. 15 slík hjónabönd. Afsíð- ustu 4 kynslóðum hafa nokkrir gifst burt, svo að fólk úr þessum fjölskyldum hefur smám saman sest að fjarri R. En um 50 manns eru eni; um kyrrt þar. Ógiftir, svo og bræður og systur, hafa ekki mök saman, þótt margur haldi að svo sé. Minna og minna af hinum 80 ha lands, sem Mangum fjöl- skyldan átti, kemur nú í hlut barnanna þar til bara fáeinir geta lifað á því sem jörðin gefur, sem helst er maís og sojabaunir. Rafmagn kom ekki þangað fyrr en seint á 5. áratugnum, einn traktor og fáeinir bílar rétt fyrir 1960, og loks kom sími á síðasta áratug. Síðustu 80 árin hefur ver- ið stöðugur barningur við sjúk- dóma, útgjöld, veðsetta upp- skeru, vannæringu, fáfræði og fátækt. Vegavinna og vinna í sögunarverksmiðju er eina atvinnan sem um er að ræða, og kaupið er lágt. Síðan 1930 hefur mátt hafa smávegis upp úr því að brugga heima. Hin seinustu ár hafa börnin farið í skóla, en þar sem annars staðar eru þau útilokuð frá félagsskap. í skólabílnum sitja þau sér, og í frímínútum vilja önnur börn sjaldnast leika við þau. Flest þeirra hætta í skólan- um áður en skyldunámi lýkur. Refsing guðs? Fólk hér um slóðir hefur alltaf haft horn í síðu þeirra í R. og viljað losna við þá, sagði predik- ari nokkur á svæðinu. Á laugar- dagskvöldum voru ungir piltar úr bænum vanir að æða gegnum R., kasta púðurkerlingum og þef- sprengjum að húsunum og gera hróp að konunum. Þeir hættu þessu þegar karlmennirnir þar skutu á eftir þeim úr haglabyss- um. Ef börn með dulda erfðagalla fæðast vangefin hjá skyldum, réttlæta viss samfélög þar með bann sitt gegn sifjaspellum. Hinir duldu gallar koma fram fyrirvaralaust, eins hjá börnum foreldra sem virðast heilbrigð. Ef barn með dulinn erfðagalla á síðar barn með óskyldum, er eins víst að sjúkdómurinn eða gallinn sé horfinn með því afkvæmi. Erfða- gallar eru sem sagt líklegri til að koma fram hjá börnum náskyldra foreldra. Það er því auðskilið að 1 auðtrúa fólk telji þessa galla refs- ingu guðs fyrir brot á bannhelg- inni. Afleiðingar skyldleikans eru mjög háðar því sem kallast for- föðuráhrif, þ.e. hvers konar erfða- einingar eru til staðar í upp- hafi. Ef hinir fyrstu ættforeldrar höfðu ekki gallaðar erfðaeining- ar, er mjög ósennilegt, að upp komi erfðagallar hjá afkomend- um síðar. Svona samfélög eru lifandi dæmi um hvað fyrir kann að koma, þegar náskyldir giftast kynslóðum saman, segir Martin Greenberg, læknir, sem er for- stöðumaður barnadeildar á sjúkrahúsi nálægt R. Fjölskyld- urnar í R. eru dæmi um hvað fram getur komið við erfðir, þótt þessi tilfelli hafi ekki verið vís- indalega rannsökuð. Eftir því sem ég kemst næst, virðist það afbrigðilega vera tengt sjúkdóm- um í beinum, bandvef og liðum. Þar eru líka ýmsir sjúkdómar í taugakerfi greinilega algengari en annars staðar, allt frá heilablæð- ingum til seinþroska. Hinar ströngu refsingar sem liggja við sifjaspellum gefa til kynna hversu alvarlegt brotið var talið. Bannið og refsingin var óðara talin réttlætanleg, þegar skyldmenni eignuðust allt í einu gölluð börn. Maður veltir fyrir sér blóðskömm og bannhelgi og þeim áhrifum sem það hefur haft Don Evans, sonur Curtisar og Moz- ellu, er hreykinn af sínum nánustu og nýja rifflinum sínum. til hins betra eða verra á fram- þróun mannsins. Það vakna líka ýmsar spurningar þar að lútandi, þegar reynt er að skilja samfélög eins og í R. . . Er t.d. hægt að aðskilja félagslegar og læknis- fræðilegar afleiðingar af skyld- leikanum? Er hægt að vera viss um hina upprunalegu samsetn- ingu erfðaeininganna, þegar ver- ið er að vega og meta læknis- fræðilegar afleiðingar skyldleik- ans? Hvernig er hægt að dæma, hvort samfélagið er fremra, það sem sér um allar daglegar þarfir sjúkra og gamalla heima, eða það sem felur þá á stofnunum? Greenberg hafði árum saman heyrt talað um ofbeldi og afbrigðilegt fólk í R., þar til hann fór þangað sjálfur. Það sem er mest áberandi þarna eru ekki hin erfðafræðilegu vandræði, heldur hitt hve samhent fólkið er, umburðarlynt, skilningsríkt og háð hvert öðru innbyrðis, góð- gjarnt og opinskátt, bæði í elskusemi og andúð. Þótt þarna ríki stjórnleysi og margt sé mót- sagnakennt og með þjóðsagna- blæ, og stundum ljótt, geta menn af mörgu lært - álítur Greenberg. Amish fólkið Auk hópsins í R. eru tvö fjöl- menn samfélög skyldra í Banda- ríkjunum, þar sem sjást afleiðingar skyldleikans. Þau eru Amish fólkið og svokallaðir Hutterittar, sem bæði eru strang- trúarsamfélög. Amisharnir hafa lagt mikið af mörkum til erfða- fræðinnar með því að leyfa lækninum Victor McKusick að meðhöndla og þar með rannsaka arfgenga sjúkdóma hjá þeim. Meðal slíkra sjúkdóma er sjald- gæfur blóðsjúkdómur, feylketon- uri, sem veldur andlegum van- þroska, meðfætt heyrnarleysi, blæði B og eins konar dvergvöxt- ur, sem hefur áhrif á brjósk og hár. Amisharnir eru um 80 þús- und í Bandaríkjunum, og þeim fjölgar stöðugt, þótt þeir giftist ekki út fyrir söfnuðinn. Þeir forð- ast hjónabönd milli systkina- barna, en mörg hjón eru þre- menningar í allt að þrjá ættliði. (Þýð. Jóh.) Curtis og Mozella Evans (t.h.) eru systkinabörn. Á miðri mynd er dóttirin Evalina með syni sínum. Bak við er Lawrcncc, bróðir Curtisar. Núna er fjölskyldan stoltust af Míu litlu, sem hér sést fárra daga gömul.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.