Dagur


Dagur - 23.05.1986, Qupperneq 6

Dagur - 23.05.1986, Qupperneq 6
6 - DAGUR - 23. maí 1986 „Fjöhnargt hefur áunnist“ - segir Sigurður Jóhannesson, sem skipar fyrsta sætið á lista framsóknarmanna við bæjarstjómarkosningamar á Akureyri „Það hefur fjölmargt áunnist og í mörgum málum bæjarins hefur miðað vel,“ sagði Sigurður Jóhannesson, sem skipar 1. sætið á lista fram- sóknarmanna við bæjarstjórn- arkosningarnar á Akureyri. „Það sem fyrst kemur upp í hugann er að hús Verkmennta- skólans, og Síðuskólans voru tek- in í notkun á kjörtímabilinu og starfsemi hafin við þessa skóla og Iþróttahöllin var tekin í notkun. Petta eru allt stórir áfangar í málefnum bæjarins. Starfsemi Verkmenntaskólans hefur farið myndarlega af stað. Við skólann starfar dugnaðarfólk, sem vinnur að því að gera þessa mennta- stofnun að áhrifaríku stjórntæki til að auka hér menntun og menningu. Þetta er mikið átak og knýjandi að bæjaryfirvöld standi vel að framtíðaruppbyggingu Verkmenntaskólans. Síðuskólinn var mjög nauðsyn- leg framkvæmd og m.a. af þeim ástæðum var skólastarfið á þeim stað hafið í hluta fyrirhugaðra bygginga. Starfsfólk og nemend- ur hafa í byrjun starfað þar við erfiðar aðstæður, en nú geta þessir aðilar horft fram á að allar starfsaðstæður munu mjög breyt- ast til batnaðar í haust, þegar verulegt viðbótarrými verður tekið í notkun. íþróttahöllin er stærsti áfangi á sviði íþróttamála hér í bæ um langt skeið. Mikið íþróttastarf fer fram í húsinu en nokkuð rými er einnig notað til kennslu uni stundarsakir.“ - Hvað með félagslegu hliðina - mál sem snerta aldraða, börn og unglinga o.s.fr. Hefur nægi- lega áunnist í þeim efnum? „Sjálfsagt má segja að aldrei hafi nægjanlega verið unnið í þeim efnum en þó hafa þar einnig náðst verulegir áfangar. Tekin var í notkun ný dagvist við Flúðir, Árholt var endurnýjað og endurbætur gerðar í Pálmholti og Iðavöllum. Pá voru tveir nýir gæsluvellir teknir í notkun á tíma- bilinu. Æskulýðsheimilið í Dyn- heimum var stækkað og endur- nýjað og aðstaða unglinga í fé- lagsmiðstöðvum stórbætt. Stór viðbygging við Dvalar- heimilið Hlíð er komin á iokastig og mun hún bæta mjög alla möguleika til þjónustu við aldr- aða hér í bæ. Þá hefur heimilis- þjónusta og ýmis önnur þjónusta við aldraða verið aukin. Leigu- íbúðum bæjarins hefur á kjör- tímabilinu fjölgað úr 52 í 75. Möguleikar bæjarbúa til góðrar læknisþjónustu voru bættir með því að komið var upp góðu hús- rými fyrir heilsugæslustöð.“ - íþrótta- og æskulýðsmálin snerta marga hinna nýju kjós- enda. Hvernig hefur til tekist með framgang þeirra á kjörtíma- bilinu? „íþróttahöllin hefur gjörbreytt allri aðstöðu til íþróttaiðkunar innanhúss, en veigamesta starfið er að sjálfsögðu unnið hjá íþróttafélögunum sjálfum. Bær- inn hefur stutt starfsemi þeirra eftir getu og hjálpað til við að gera þeim mögulegt að byggja upp íþróttasvæði sín. Veigamesta verkefnið fram- undan er íþróttasvæði Skauta- félagsins, en Skautafélagið mun vegna nýs Innbæjarskipulags missa núverandi aðstöðu sína.“ - Skipulagsmál hafa sett all- mikinn svip á störf bæjarstjórnar- innar, enda mikilvægt að vel tak- ist til við mótun bæjarins. Hvað viltu segja um þróun mála hvað skipulag snertir? „Já, ég tel að margt hafi vel tekist um þróun skipulagsmála. Lokið var gerð deiliskipulags af Innbænum og Fjörunni og er ég ánægður með það skipulag. Vinna er hafin við endurskoð- un aðalskipulags. Mikilsverður þáttur í þeirri endurskoðun er notkun umferðarforsagnar, sem nýlega var lögð fram af Tækni- deild bæjarins. Pá hefur Skipulagsnefnd einnig látið vinna upp tillögur að skipu- lagi og nýtingu á Glerársvæðinu frá Flúðum og niður að Sam- bandsverksmiðjum og munu þessar tillögur einnig koma til afgreiðslu með aðalskipulagi. Þá hefur mikið fjármagn verið lagt í fegrun og snyrtingu bæjarins og hefur þar mikið áunnist. Þetta sem ég hef nefnt hér að framan um framkvæmdir er að- eins hluti þeirra umsvifa sem ver- ið hafa á vegum bæjarins á kjör- tímabilinu.“ - Atvinnumálin hafa mikið verið til umræðu? „Til allrar hamingju höfum við íslendingar ekki þurft að berjast við atvinnuleysi á undanförnum áratugum og bæjaryfirvöld á Akureyri hafa ekki staðið frammi fyrir viðvarandi vandamálum vegna atvinnuleysis í bænum. Það ástand sem hér skapaðist í atvinnumálum byggingariðnaðar- ins og tengdum greinum á kjör- tímabilinu átti sínar orsakir vegna efnahagslegra aðstæðna í þjóðfélaginu þar sem bæjaryfir- völd á Akureyri réðu engú um. Hagvöxtur varð lítiil á árinu 1981 og þjóðartekjur drógust beinlínis saman árin 1982 og 1983. Áætlað var þegar gerðar voru ráðstafanir til að ná niður óðaverðbólgunni 1983 að raun- vextir yrðu 2%-4%, en þeir urðu þess í stað 3%—15%. Þá var einn- ig orðin hér tímabundin mettun markaðar fyrir íbúðarhúsnæði. Þetta voru hlutir sem bæjar- yfirvöld á Akureyri réðu engu um og er lítið réttlæti í því að kalla meirihluta bæjarstjórnar Akureyrar á þessu kjörtímabili til ábyrgðar vegna þeirra áfalla sem urðu í atvinnumálum víða um land af þessum orsökunr." - Hvernig tóku bæjaryfirvöld á þessum málum? „Að hálfu bæjaryfirvalda var ýmislegt gert til að minnka fyrir- sjáanlegt áfall með flýtingu bygg- ingaframkvæmda á vegum bæjar- ins og ýmissi aðstoð við þróun nýrra atvinnugreina. Að þessum málum og þessum ráðstöfunum stóð bæjarstjórnin einhuga.“ - Sjálfstæðisflokkur og Al- þýðuflokkur gagnrýna viðbrögð bæjarstjórnar og telja sig hafa betri lausnir á þessum málum. „Eins og ég sagði áðan stóð bæjarstjórn einhuga að þeim að- geröum sem framkvæmdar voru og eru því frambjóðendur þess- ara flokka einnig að gagnrýna sig og störf sinna manna á síðasta kjörtímabili. Frá hendi minni- hlutans komu aldrei fram neinar sérstakar tillögur um nýjar leiðir í atvinnumálum. í stefnuskrám og í ræðum frambjóðenda þessara flokka er ekki heldur að finna tillögur um neinar nýjar leiðir í atvinnumál- um. Þeir tala bara og gagnrýna en hafa engar lausnir á málum og boða engar nýjar hugmyndir. Vangaveltur þeirra um kerl- ingasamfélag og hörðu línurnar breyta engu um það að í gegnum hávaða þessara manna skín algjör málefnafátækt um nýjar leiðir í atvinnumálum.“ - Nú hafa framsóknarmenn leitt meirihlutasamstarfið í bæjarstjórninni. Ertu ánægður með það hvernig til hefur tekist? „Þróun efnahags- og atvinnu- mála í landinu hafði veruleg áhrif á störf þessarar bæjarstjórnar og gerði henni erfiðara fyrir á marg- an hátt. Má þar sérstaklega nefna hversu miklu erfiðara hefur verið að ná lögbundnum framlögum ríkisins til framkvæmda hér. Það er alltaf svo þegar um samstarf fleiri flokka er að ræða að sam- komulag þarf að nást og er því eðlilegt að flokkar nái ekki öllum stefnumálum sínum fram, en margt hefur vel tekist og ýmislegt áunnist. En talandi um meirihluta og minnihluta vil ég benda á að um 90% af öllum þeim málum sem afgreidd hafa verið í bæjarstjórn á síðasta kjörtímabili voru afgreidd samhljóða með öllum greiddum atkvæðum. í þeim mál- um sem ekki náðist samstaða var oftar um að ræða klofningu innan flokka en á milli þeirra. Það á ekki síst við um Sjálfstæðisflokk- inn, sem mjög oft hefur ekki staðið einhuga að afgreiðslu mála. Ég tel að skoðanaágrein- ingur sé ekki minnstur innan Sjálfstæðisflokksins og oft á tíð- um lítill einhugur verið fyrir hendi á þeim bæ í mörgum mál- um.“ - Kvennaframboðið býður ekki fram að þessu sinni. Hvaða áhrif telur þú að það muni hafa? Eiga framsóknarmenn möguleika á því að ná 4 mönnum kjörnum? „Það hlýtur að gefa okkur aukna möguleika að ná fjórum mönnum kjörnum að Kvenna- framboðið býður ekki fram að þessu sinni. Ég hef talað við marga kjósendur Kvennafram- boðsins við síðustu bæjarstjórn- arkosningar sem munu veita Framsóknarflokknum atkvæði sitt. Það vegur einnig mikið að við höfum fengið til liðs við okkur á framboðslistann Sigfríði Þor- steinsdóttur, annan bæjarfulltrúa Kvennaframboðsins, sem mikið vann að málefnum bæjarins í ýmsum starfsnefndum bæjarins á síðasta kjörtímabili. - Ertu bjartsýnn á úrslit kosn- inganna fyrir hönd framsóknar- manna? Er framboðslistinn þann veg skipaður að hann muni höfða til fólks? „Ég tel að framboðslisti fram- sóknarmanna sé skipaður mjög góðu fólki, nýju fólki með fersk- ar hugmyndir og jafnframt fólki með mikla reynslu við að stjórna málefnum þessa bæjar. Betri blöndu er vart hægt að hugsa sér á framboðslista sem ætlað er að móta framtíðina." - En stefnumálin - telurðu að þau eigi hljómgrunn meðal kjós- enda? „í stefnuskrá okkar koma fram óskir okkar og markmið í ýmsum þeim málaflokkum sem snerta uppbyggingu bæjarins og rekstur hans. Stefnuskráin er byggð á raunsæju mati á framkvæmda- þörf og framkvæmdagetu bæjar- ins og ég vænti þess að kjósendur kunni vel að meta hana. Að lokum vil ég nefna það, að framsóknarmenn hafa á margan hátt haft forgöngu um skipan mála hjá Akureyrarbæ síðustu tvo áratugi. Við höfum ætíð unn- ið að því að skapa hér trausta og samhenta forystu, sem stjórnað hefur málefnum bæjarins í nán- um tengslum og í samvinnu við íbúana. Framsóknarmenn hafa verið hér í forystu á þeim mestu upp- gangstímum sem verið hafa hér á Akureyri á síðustu áratugum og við höfum ekki skorast undan því að takast á við erfiðleika og vandamál þegar þau hafa blasað við. Við munum vinna að því að Akureyri gegni áfram hlutverki sínu sem höfuðstaður Norður- lands, með þá fjölbreytni í atvinnu-, menningar- og mennta- lífi sem slíku hlutverki tilheyrir. Við viljum að Akureyri sé bær þar sem gott er að búa, gott að starfa og gott að eldast. Til þessa ætlunarverks er framsóknar- imönnum best treystandi. Ég hvct því alla til að mæta á kjörstað og veita Framsóknar- flokknum stuðning.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.