Dagur - 23.05.1986, Blaðsíða 8

Dagur - 23.05.1986, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - 23. maí 1986 “Eg hef sungið frá því ég man eftir mér, en byrjaði að syngja opinberlega á Menntaskólaárunum, ásamt Ernu og Evu í skólahljómsveitinni HVER. Það vill svo skemmtilega til að á þessu ári eru einmitt 10 ár síðan sú hljómsveit var sett á stofn.“ Það er upphaf söngferils Ernu Gunnarsdóttur, kennara og söng- konu sem hér greinir frá. Erna vakti nýverið athygli fyrir góða frammistöðu í Söngvakeppni sjónvarps- stöðva, hér ræðir Erna um keppnina, sönginn, kennsluna og fleira. En áfram með ferilinn. "Ég söng með HVER í 2-3 ár eða þar til ég lauk stúd- entsprófi. Þá tók Brunaliðsævintýrið við, það var ágætur tími, en þó ekki eins skemmtilegur og tíminn með HVER. Annars var þetta svo ólíkt að það er varla hægt að bera það saman. Brunaliðstíminn var mjög svo lær- dómsríkur skóli og ég held að mér sé óhætt að segja að á engu öðru tímabili hafi ég lært eins vel að þekkja sjálfa mig. Ég kom út úr því ævintýri reynslunni ríkari og þroskaðri. Þetta var mjög sérstök reynsla. Við höfðum aldrei kynnst þessum svokallaða bransa fyrr en við þarna dembdum okkur út í hann. Ég kynntist því hvað “show business" í rauninni er. Það eru allir voðalega almenni- legir við þig, en ef þú skyggir á einhvern þá er eins víst að sú manneskja sem þú hélst að væri vinur þinn setji ban- anahýði fyrir fætur þér svo þú dettir og meiðir þig. Það hugsa flestir fyrst og fremst um sinn hag, en ef þú skyggir ekkert á þá er allt í lagi og þú átt marga vini. Það eru ýmsar hliðar á þessum bransa sem ég er ekki nógu hrifin af. Það loðir líka mikið af fólki við þetta sem er ekki alveg heilt í gegn, mjög yfirborðskennt fólk sem ég gef ekki fimm aur fyrir.“ - Mikið sukk? “Sumir lifa hátt og aðrir ekki. Það er bara eins og gengur og gerist. Það er kannski ekki hægt að neita því að það er heldur meira um það innan þessa hóps. En það er líka til fólk í þessum hóp sem er með báða fætur á jörðinni, er heilt í gegn og heilbrigt fólk.“ - Heldurðu sambandi við þessa kollega þína? “Já, ég geri það nú. Magnús Kjartansson er mikill og góður vinur minn, hann var nokkurs konar hljómsveitar- stjóri í Brunaliðinu. Ég held að ég geti sagt að hann sé nokkurs konar guðfaðir minn í tónlistinni. Eftir að ég kom frá námi í Bandaríkjunum fór ég að syngja með honum á Hótel Sögu. Þár settí hann sanian stóra og góða hljómsveit. Við Maggi höldum góðu sambandi, hann er einhver skemmtilegasti maður sem ég hitti, hann hefur mjög auðugt hugmyndaflug. Svo hitti ég alltaf öðru hvoru þetta fólk þegar það kemur hingað eða ég fer suður." - Brunaliðið, hvað svo? "Veturinn eftir stúdentsprófið hóf ég nám í ensku í Háskólanum, með uppeldisfræði sem aukagrein. Jafn- framt söng ég með Brunaliðinu. Brunaliðið starfaði í þessari mynd í um 1 ár, enda aldrei hugsað til frambúðar. Eftir að ég lauk BA prófi frá Háskólanum fékk ég Full- bright styrk til framhaldsnáms í Bandaríkjunum. Nú, ég ákvað að notfæra mér hann og lenti í Connecticut, sem er fylki fyrir norðan New York fylki. Var þar í borg sem heitir Bridgeport og skólinn heitir University of Bridge- port. Ég hafði lítinn tíma, kærastinn minn var heima og ég ákvað 9ð reyna að taka Mastersgráðuna á 1 ári. Yfirleitt er hún tekin á 1 1^-2 árum. Ég vann myrkranna á milli og hafði það af að ljúka prófinu á 1 ári, en það var alveg rosaleg törn. Ég las yfirleitt og fór í skólann frá því snemma á morgnana þar til seint á kvöldin og jafnvel á næturnar. Mér þótti munaður að leyfa mér að fara að sofa, það var orðinn lúxus. En þetta var mjög lærdóms- ríkt. Þetta styrkjaprógramm er þannig að manni er útveguð fjölskylda til að búa hjá. I skólanum voru stúd- entar alls staðar að úr heiminum á Fullbright og við héld- um hópinn töluvert þannig að ég þekki orðið fólk úti um allan heim. Við fengum mjög góða þjónustu, vorum keyrð í skólann og það má kannski segja að við höfum verið dálítið ofvernduð. Mér var sagt að glæpatíðnin í Bridgeport væri heldur hærri en í New York, en ég varð aldrei vör við neitt slíkt, nema hvað ég fékk nokkrum sinnum heldur leiðinlegar upphringingar, sem kaninn kall- ar “obscene phonecalls“. Ég var líka töluvert inni í New York og varð heldur aldrei vör við neitt slíkt þar. Fólk tal- ar um að það þori ekki til Bandaríkjanna vegna þess að þar séu svo miklir glæpir, en ég hugsa að það sé jafnvel hættulegra að fara til London." Árið leið og Erna og Gunnar Guðmundsson, eigin- maður hennar ferðuðust um Bandaríkin í mánuð áður en haldið var heim. Eins og áður sagði söng Erna á Hótel Sögu veturinn eftir. “Ég réði mig á Hótel Sögu í gegnum síma í San Diego. Ég ætlaði að hringja í hann heim til íslands og þá bauð hann mér að syngja á Sögu um vetur- inn. Þetta var skemmtilegur vetur á Sögu, hljómsveitin náði vel saman.“ Týnd og tröllum gefín - Söngvakeppnin, hvernig kom til að þú tókst þátt í henni? “Ég veit eiginlega ekki hvernig það kom til. Aðstand- endur keppninnar hafa eflaust velt fyrir sér öllum mögu- leikum og einn góðan veðurdag hringdi Egill Eðvarðsson í mig og spurði hvort ég vildi gefa kost á mér í þetta. Ég vissi ekki hvaðan á mig stóð veðrið, ég týnd og tröllum gefin norður í landi. Eftir að hafa hugsað mig svolítið um og fengið leyfi frá kennslunni, sló ég til. Ég sé alls ekki eftir því, það var virkilega gaman að taka þátt í þessu, þetta er sérstök reynsla. Eg hugsa að það hafi verið skemmtilegra að taka þátt í forkeppninni en í hinni endanlegu útgáfu. Það var mjög skemmtilegur andi með- an verið var að vinna þetta. Við renndum alveg blint í sjóinn. Vissum ekkert hvernig þessu yrði tekið. Ég var miklu rólegri í beinu útsendingunni en þegar verið var að taka upp kynningarnar á lögunum. Það var vegna þess að ég var búin að fá svo gott “feedback“ frá ólíklegasta j fólki, jafnvel fólki sem ég þekkti ekki neitt. Fólk gekk á | mig á götu og tjáði mér hvað því finndist um lögin og i frammistöðu okkar. ' Það var svolítið skemmtilegt, ég vissi til þess að nokkr- ar litlar og viðkvæmar sálir fóru að hágráta þegar Vöggu- vísa vann ekki, í flestum tilvikum voru það krakkar. Ég var eitt sinn á leiðinni til Reykjavíkur og þá gefur kona sig á tal við mig og sagði mér að dóttir sín hefði farið að gráta þegar Vögguvísa vann ekki og hefði endilega viljað senda mér kort til að sýna mér samúð sína. Hún hélt að þetta væri svo mikið áfall fyrir mig. En þetta skipti mig ekki nokkru máli og í aðra röndina var ég fegin að ekkert af þeim lögum sem ég söng skyldi sigra. Það hefði verið dálítil pressa. Varðandi þessa endanlegu útgáfu sem var send til Bergen, þá var ég spurð hvort ég vildi gefa kost á mér að vera í hópnum sem valið yrði úr. Ég gaf neitandi svar um það vegna þess að í fyrsta lagi hefði ég þurft að fá 2ja mánaða frí úr skólanum og mér fannst það ekki verjandi gagnvart nemendunum því þá hefði ég verið burtu sein- ustu dagana fyrir próf og í fyrstu prófunum. Ég hafði heldur ekki áhuga á að skuldbinda mig þessu fyrirtæki öllu saman, en Egill sagði að svo gæti farið ef Gleðibank- inn yrði ofarlega í Bergen. Það kom ekki til greina af minni hálfu, ég hef ekki áhuga á að koma mér eða því sem ég er að gera á framfæri erlendis, ísland er alveg! nógu stórt fyrir mig.“ Leiðinlegt að vera þekkt - Þig dreymir þá ekki um heimsfrægð? “Nei, það er svo langt frá því að mig dreymi um heims- frægð eða frægð yfirleitt. Mér finnst frekar leiðinlegt að vera þekkt. Áður en söngvakeppnin kom til fannst mér

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.