Dagur - 23.05.1986, Blaðsíða 4

Dagur - 23.05.1986, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - 23. maí 1986 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SlMI 24222 ÁSKRIFT KR. 420 Á MÁNUÐI ■ LAUSASÖLUVERÐ 40 KR. RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: HERMANN SVEINBJÖRNSSON FRÉTTASTJÓRI: GYLFI KRISTJÁNSSON BLAÐAMENN: ÁSLAUG MAGNÚSDÓTTIR, BRAGI V. BERGMANN, GESTUR E. JÓNASSON, GESTUR KRISTINSSON (Blönduósi sími 95-4368), HELGA JÓNA SVEINSDÓTTIR, INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (HÚSAVlK), KRISTJÁN G. ARNGRlMSSON, KRISTJÁN KRISTJÁNSSON, MARGRÉT Þ. ÞÓRSDÓTTIR AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASlMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Sumarvinm mglinga er mMvœg Ueiðari. Á síðasta kjörtímabili hafa miklar umræður farið fram um málefni Vinnuskóla Akureyrar í skrúðgarða- og vinnuskólanefnd Akureyr- arbæjar. Bæjarstjórn Akur- eyrar hefur sýnt Vinnu- skólanum mikinn skilning sem meðal annars hefur komið fram í auknu fjár- magni til skólans. Helstu ástæður fyrir auknu fjármagni til Vinnu- skólans eru þær að aukinn fjöldi unglinga hefur sótt þangað vinnu, árið 1980 voru umsóknir 296, árið 1985 voru umsóknir 404 og nú í vor hafa 450 unglingar sótt um vinnu. Einnig hafa launahækkanir komið til. Þá má nefna að til ársins 1984 var reiknað með að allir unglingar Vinnuskólans ynnu hjá öðrum og öfluðu tekna sem svaraði til tveggja vikna launa, en vegna samdráttar í nýfram- kvæmdum Garðyrkjudeild- ar hefur reynst erfitt að ná þessu markmiði. Síðastliðið haust var stofnaður starfshópur sem vann að tillögum varðandi Vinnuskólann og skilaði hann ályktunum sem sam- þykktar hafa verið um ýmislegt sem betur gæti farið í starfsemi unglinga- vinnunnar. Mikilvægum áfanga hefur verið náð þar sem tekist hefur samvinna milli Fræðsluskrifstofunnar og Akureyrarbæjar um ráðn- ingu uppeldisfræðilega menntaðs manns. Hann mun gegna starfi forstöðu- manns unglingavinnunnar yfir sumarið og sjá um starfsfræðslu í efri bekkjum grunnskóla yfir veturinn. Allir vita hversu nauð- synlegt er að unglingar hafi eitthvað fyrir stafni yfir sumartímann og ekki síður að þeir kynnist hinu fjöl- breytta atvinnulífi bæjarins af eigin raun. Sumir telja raunar að eðlilegasti og jafnframt æskilegasti kost- urinn sé að atvinnulífið væri í stakk búið til að taka við því nýja vinnuafli sem ungl- ingarnir eru. Þegar eftir- spurn eftir unglingum til vinnu á almennum vinnu- markaði er takmörkuð er sjálfsagt mál að Akureyrar- bær sinni því hlutverki að skipuleggja og sjá um ungl- ingavinnu. Um leið og ungl- ingarnir kynnast atvinnulíf- inu er það einnig hagur bæjarfélagsins að hafa unglinga í starfi til að hreinsa og fegra bæinn. Volkswagen Golf Syncro Enn cinn aldrifsbíllinn er nú fáanlegur hér á landi. Volks- wagen Golf Syncro. Volkswgen er ekki alveg reynslulaus í smíði bíla með drifi á öllum hjóluni, því þegar á fyrstu árum fyrirtækisins voru framleidd margs konar ökutæki fyrir þýska herinn með aldrifi og jafnvel með skrúfu og stýri til ferða jafnt á láði sem legi. Hitler kom verksmiðjunum á fót í Wolfsburg og tóku þær til starfa 1938. Par átti að fram- leiða, eftir uppskrift verkfræð- ings sem hét Porsche, fólksvagn handa þýsku þjóðinni. Upp- skriftin að bílnum var svo vel heppnuð að enn er framleiddur Volkswagen af svipaðri gerð, þ.e. gamla góða „bjallan“. Framleiðslu „bjöllunnar“ var hætt í Þýskalandi 1978 en hún er enn framleidd í Mexico og verksmiðjurnar þar framleiddu 20 milljónustu „bjölluna" árið 1981. t>ó uppskriftin að fólksvagn- inum væri pottþétt hlaut að koma að því að arftaki hans liti dagsins ljós. Sá bíll hlaut nafnið Golf og var kynntur á miðju ári 1974. Fyrsta kynslóð af Golfin- um var framleidd til 1983 en þá kom ný gerð af Golf á markað- inn. Þá höfðu verið framleidd liðlega 6 milljón stykki af fyrstu kynslóðinni. Um þessar mundir smíða Volkswagen verksmiðjurnar í Wolfsburg u.þ.b. 2500 Golf- bíla á dag og auk þess hátt í Gerð: Volkswagen Golf Syncro 4 dyra, 5 manna fólksbifrcið, vél að framan, drif á öllum hjólum (sídrif). Vél og undirvagn: 4 strokka, vatnskæld, fjórgengis-bensínvél, yfirliggjandi knastás; einn blöndungur; borvídd 81,0 mm; slaglengd 86,4 mm; slagrými 1781 cm; þjöppun 10:1; 90 hö. (66 kW) við. 5200/mín.; 145 Nm við 3300/mín. Sjálfberandi yfirbygging, drif á öllum hjólum, Visco-kúppling milli fram- og afturása. Gírkassi 5 gíra, sjálfstæð fjöðrun að framan með þvcrarmi, gornilegg, togstöng, jafnvægisstöng og dempurum; að aftan sjálfstæð fjöðrun með skáörmum, gormlegg, dempurum og jafnvægisstöng. Aflbremsur, diskar að framan, skálar að aftan; handbremsa á afturhjólum; aflstýri; hjólbarðar 175/70 HR 13; eldsneytisgeymir 55 1. Mál og þyngd: Lengd 398,5 cm, breidd 168,0 cm, hæð 140,5 cm, hjólahaf 247,5 cm, sporvídd 142,9/143,8 cm, þyngd 1070 kg. Há- markshraði 172 km/klst. Viðbragð 0—100 km/klst. ca. 12,5 sek. (0-80 8,2 sek.). Framleiðandi: Volkswagen AG, Wolfsburg, V.-Þýskalandi. Innflytjandi: Hekla hf., Reykjavík. Umboð: Höldur sf., Akureyri. Verð: Kr. 637.000, 1500 bíla af Jetta og Polo gerðum. Verksmiðjan í Wolfs- burg er ein stærsta og fullkomn- asta bílasmiðja í heimi og þar starfa u.þ.b. 60.000 manns. Volkswagen Golf hefur lengst af verið öðrum fram- leiðendum fyrirmynd og margar atlögur verið gerðar að veldi hans á smábílamarkaðnum. Sala VW-Golf er ótrúleg og í heimalandinu selst Golf betur en okkur annar bíll. Fjölmargar útgáfur eru fáanlegar, allt frá alþýðuvagninum til sportútgáfu sem gefur hreinræktuðum sportbílum lítið eða ekkert eftir. Golf Syncro er nýjasta viðbótin. Syncroinn er 4 dyra og lítur út eins og venjulegur Golf að flestu leyti. Vindskeiðin að framan er þó stærri (síðari og ekki til bóta á malarhryggina) og svo stendur „Syncro" á nokkrum stöðum utan á bíln- Umsjón: Úlfar Hauksson um. Það merkilegasta við inn- réttinguna er að engin merki fyrirfinnast um aldrifið, enginn takki, engin stöng, engin Ijós. Fjórhjóladrifið er sjálfvirkt og ökumaður þarf þar hvergi nærri að koma. Volkswagen notar Visco-kúplingu (sams konar og í Ford Sierra sem lýst var hér fyrir skömmu) til að tengja sam- an fram- og afturása. Aflfærslan milli aftur- og framhjóla er breytileg eftir því hve góða festu framhjólin hafa. Ef fram- hjólin hafa gott veggrip og fram- og afturhjól snúast álíka hratt fer aflið að mestu til fram- hjólanna, en færist svo á aftur- hjólin ef framhjólin fara að missa festuna, svo sem í snjó og hálku eða lausamöl. Syncróinn hefur að auki útbúnað sem sér til þess að áfturhjólin fríhjóla þegar hemlað er, en það gefur fyrirheit um ABS-bremsukerfi, sem því miður er ekki fáanlegt ennþá í Syncróinn.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.