Dagur - 23.05.1986, Blaðsíða 15

Dagur - 23.05.1986, Blaðsíða 15
23. maí 1986 - DAGUR - 15 —hvað er að gerast?- Dags-mótið í kraftlyjtingum Dansstúdíó Alice með vorsýningu íSjallmumá sunnudag Dansstúdíó Alice heldur vorsýningu sína í Sjallanum á sunnudaginn klukkan 18.00. Þar koma fram allir nemendur stúdíósins og sýna árangur af vetrarstarfinu. Alls eru það um 130 manns sem koma fram og eru þeir á aldrinum frá 4-70 ára. Nemendum verður skipt í hópa og koma fram um 40 börn í yngsta hópnum. Einn- ig sýnir Richard Bradley, en hann er kennari hjá Alice. Sýningin er látin gerast í New York og spannar allt frá munaðarleysingjahæli til glæsilegustu skemmtistaða stórborgarinnar. Sýningar- hópur sem getið hefur sér gott orð, bæði á Akureyri og víðar sýnir nýjan glæsilegan dans. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill. Dags-mótið í kraftlyftingum fer fram í Sjallanum á morg- un laugardag og hefst kl. 13. Akureyrarmótið í kraftlyft- ingum fer einnig fram, sam- hliða Dags-mótinu. Margir af bestu kraftlyft- ingamönnum . landsins mæta til leiks að þessu sinni og má þar nefna Torfa Ólafs- son, Kára Elíson, Víking Traustason og Flosa Jónsson svo einhverjir séu nefndir. Keppt verður í 7 flokkum karla og 1 flokki kvenna. Keppt verður um hinn glæíjilega Dags-bikar en í fyrra vann Kári Elíson gripinn. Keppnin á mótinu verður örugglega skemmti- leg og eru bæjarbúar hvattir til að mæta og hvetja kepp- endur. Fyrsta alvöru golfmót sumarsins að Jaðri fer fram laugardaginn 24. maí og hefst kl. 8.30 og því lýkur á sunnudag. Bílaleigan Orninn og Flugleiðir halda mótið sem 36 holu mót með fullri forgjöf. Mótið er opið fyrir alla kylfinga á Norðurlandi. Þetta er opnunarmót og verður spilað á sumargrínum og sumarteigum. Skráningu í mótið lýkur í kvöld kl. 21. Tórúdkar á Dalvík Kolbeinn Bjarnason flautu- leikari og Páll Eyjólfsson gít- arleikari halda tónleika í Dalvíkurkirkju mánudaginn 25.5 klukkan 21.00. Þeir félagarnir hafa haldið tónleika á höfuðborgarsvæð- inu undanfarið og hyggjast nú leggja land undir fót. Dal- vík er fyrsti áfangastaður þeirra að þessu sinni. Kol- beinn sagði að þeir ætluðu að leika nýja og gamla, innlenda og erlenda, þunga og létta tónlist. Meðal höfunda eru Eyþór Þorláksson gítarleikari og Atli Heimir Sveinsson tónskáld. Skólaslit Tónlistarskólans Fertugasta og fyrsta starfsári Tónlistarskólans á Akureyri lýkur með skólaslitum í Akureyrarkirkju föstudag- inn 23. maí, er hefjast kl. 17.30. Tónlistarskólinn átti 40 ára afmæli í janúar í vetur og hefur þess afmælis verið minnst á ýmsan hátt, m.a. með fjölsóttum hljómsveit- artónleikum í íþróttaskemm- unni á Oddeyri á hvítasunnu- dag. Á skólaslitunum verða fjölbreytt tónlistaratriði, nemendum afhentur vitnis- burður og verðlaun, auk þess sem fram fer styrkveiting úr Minningarsjóði um Þorgerði S. Eiríksdóttur. Nemendur, forráðamenn og annað áhugafólk er hvatt til að fjölmenna og ljúka árangursríku skólaári á myndarlegan hátt. ískmdsmótið í knattspymu I kvöld verða þrír leikir í 1. deild íslandsmótsins í knatt- spymu. ÍA og Víðir leika á Ákranesi, ÍBK og Valur leika í Keflavík og KR og FH leika í Reykjavík. A morgun áttu að vera tveir leikir í 1. deildinni en þeim hefur báðum verið frestað vegna þriggja landa keppn- innar sem hefst í Reykjavík á sunnudag. Annarleikjanna sem frestað var er viðureign Þórs og ÍBV hér á Akureyri. Hinn er leikur UBK og Fram. í 2. deild verður leikin heil umferð um helgina. í kvöld leika á Siglufirði KS og KA og í Njarðvík leika UMFN og Selfoss. Báðir leikirnir hefjast kl. 20.00. Á morgun verða þrír leikir og þar af einn hér fyrir norðan. Á Húsavík mæta Völsungar liði Skallagríms kl. 14. I Reykjavík mætast Þróttur og Einherji og VíkingurogÍBÍ. 3. og 4. deildin fer af stað um helgina. í 3. deild b leika Leiftur og Reynir Árskógs- strönd á Ölafsfirði á laugar- dag kl. 14. 1 4. deild verða þrír leikir fyrir norðan, á Hofsósvelli leika á laugardag Höfðstrendingur og UMFS í e riðli og á sunnudag leika í sama riðli Vaskur og Hvöt á KA-velli. Á Húsavíkurvelli leika Tjörnes og Austri R í f riðli og á Lundarvelli leika Núpar og HSÞ-b. Allir þessir leikir hefjast kl. 14. Sumarkápur - frönsk hönnun Glæsilegar léttar sumarkápur úr krumpuefni. dortc thyDoe Tvö snið, fjórir litir. Hafnarstræti 98 • Akureyri ■ Sími (96) 22214 Hvítar bómullardragtir og köflóttar í bláum og grænum lit. Greiðslukort Visa Eurocard ~Xíó/cu.wc5lun Stelnunnat. Ný sending af stúdents- drögtum Dönsk tískuvara frá ssdesign Hér með tilkynnum við að nöldursf. á Akureyri hefur nú tekið að sér þjónustu og söluumboð fyrir Volkswagen og Audi bifreiðir á Eyjafjarðarsvæðinu. Um leið fellur niður umboð Þórshamars hf. á Akureyri fyrir Volkswagen og Audi bifreiðir en fyrirtækið mun þó halda áfram að annast þjónustu fyrir eigendur þessara bifreiða sem þess óska. Framboðslistar í Ólafsfirði við bæjarstjórnarkosningar 31. maí 1986 D-listi Sjálfstæðisflokksins 1. Birna Friðgeirsdóttir, húsmóðir, Gunnólfsgötu 18. 2. Sigurður Björnsson, lögreglumaður, Túngötu 19. 3. Óskar Þór Sigurbjörnsson, skólastjóri, Túngötu 13. 4. Þorsteinn Ásgeirsson, framkvæmdastjóri, Aðalgötu 35. 5. Gísli Friðfinnsson, form. Sjómannafélags Ólafsfjarðar, Brekkugötu 17. 6. Gunnar Þór Magnússon, framkvæmdastjóri, Túngötu 9. 7. Þorsteinn Þorvaldsson, sparisjóðsstjóri, Túngötu 17. 8. Klara J. Arnbjörnsdóttir, húsmóðir, Aðalgötu 27. 9. Guðmundur Þór Guðjónsson, bankamaður, Strandgötu 21. 10. Snjólaug Jónmundsdóttir, hárgreiðslumaður, Bylgjubyggð 6. 11. Aðalheiður Jóhannsdóttir, húsmóðir, Hlíðarvegi 38. 12. Þorbjörn Sigurðsson, stýrimaður, Ægisgötu 12. 13. Ingibjörg Guðmundsdóttir, verkakona, Syðri-Á. 14. Jakob Ágústsson, rafveitustjóri, Aðalgötu 25. H-listi Vinstri manna 1. Ármann Þórðarson, útibússtjóri, Ægisgötu 1. 2. Björn Valur Gíslason, sjómaður, Bylgjubyggð 1. 3. Ágúst Sigurlaugsson, form. Óf.-d. Verkal.fél. Einingar, Gunnólfsgötu 12. 4. Gunnar L. Jóhannsson, skólastjóri, Hlíð. 5. Sigurbjörg Ingvadóttir, kennari, Hlíðarvegi 54. 6. Helga Magnúsdóttir, talsímavörður, Ægisgötu 3. 7. Jónína Óskarsdóttir, húsmóðir, Ægisgötu 10. 8. Jóhann Helgason, húsasmiður, Aðalgötu 29. 9. Ingi Vignir Gunnlaugsson, húsasmiður, Hrannarbyggð 12. 10. Björn Þór Ólafsson, íþróttakennari, Hlíðarvegi 61. 11. Árni Sæmundsson, sjómaður, Hlíðarvegi 69. 12. Ásdís Pálmadóttir, húsmóðir, Hrannarbyggð 9. 13. Helga Jónsdóttir, skrifstofumaður, Hrannarbyggð 8. 14. Guðbjörn Arngrímsson, húsvörður, Bylgjubyggð 53. Kjörfundur hefst laugardaginn 31. maí nk. kl. 10.00 í félagsheimilinu Tjarnarborg og lýkur honum kl. 23.00. Kjörstjórn Ólafsfjarðar. tm

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.