Dagur - 23.05.1986, Blaðsíða 9

Dagur - 23.05.1986, Blaðsíða 9
23. maí 1986 - DAGUR - 9 ósköp þægilegt að vera fallin í gleymsku og hverfa í fjöldann. Meðan söngvakeppnin var varð ég vör við að fólk var að veita mér athygli og mér finnst ekkert til þess koma, en ég er hætt að taka eftir þessu núna. Petta er það sem svo margir kollegar mínir í tónlistarbransanum skilja ekki. Þeir skilja ekki að ég vil ekki vera fræg, koma mér á framfæri. Mér finnst bara virkilega gaman að flytja tónlist og syngja, en ekki til að verða fræg, ég fæ útrás. En þetta er kannski ekki rétta afstaðan í þessum bransa, ég hugsa ekki, sem segir þá það að ég vil ekkert taka þátt í honum.“ Erna hefur sínar ákveðnu skoðanir á Söngvakeppninni og öllu tilstandinu í kringum hana. „Mér fannst þetta alræðisvald sem sjónvarpið tók sér dálítið skrítið. Það réði þessu fyrirtæki alveg frá byrjun til enda og það voru nokkrir útvaldir menn sem réðu þessu öllu saman. Þetta átti allt að vera mjög smart fyrirtæki og við áttum að vera nútimaleg. Ég skil þá afstöðu í sjálfu sér alveg, ísland er ekki þekkt og við viljum ekki koma fram sem einhverjir sveitamenn. En mér finnst að fólk verði að hafa það í huga að Eurovision keppnin hefur ekki í gegnum árin verið smart eða töff. Boginn hátt spenntur „Þeir sem dæma lögin er almenningur, en í forkeppn- inni hér er það útvalið fólk sem velur lagið og það er ef- laust hugsað þannig að þetta fólk hafi mest vit á því hvaða lag er best að senda í lokakeppnina. En ég held að það hefði verið miklu sniðugra að hafa almenning í dómnefnd, svipað því sem er í lokakeppninni. Ég efast ekki um að ef það hefði verið þannig hefði annað lag ver- ið sent til Bergen. Ég held að Gleðibankinn hafi ekki verið besta lagið af þessum 10 til að senda á þennan vettvang. Ég er nú ekki mjög lengi að læra lög en ég veit ekki hvað ég var búin að heyra lagið oft þegar ég gat far- ið að raula það án þess að hugsa mikið um það. Lagið er ekki sérlega grípandi. Auk þess finnst mér að lagið hafi verið ofútsett í þessari lokaútgáfu. Norska hljómsveitin hefur verið gagnrýnd fyrir lélegan flutning á laginu, en ég hef ekki mikla trú að margar hljómsveitir geti tekið þetta lag eins og ekkert sé. Ég held að við íslendingar ættum að líta í eigin barm áður en við förum að úthúða hinum Norðurlandaþjóðun- um fyrir að gefa okkur ekki stig. Þær eiga ekkert að gefa okkur stig nema þeim finnist lagið eiga það skilið. Mér fannst líka alveg fáránlegt hvað boginn var spenntur hátt fyrir keppnina. Það var talið næsta öruggt að við yrðum í einu af efstu sætunum og þá verður fallið svo rosalega hátt. Við vissum í rauninni ekkert út í hvað við vorum að fara og aðrar þjóðir eru áreiðanlega hræddar við að gefa þjóð stig sem er í fyrsta skipti að koma fram, þótt lagið hafi kannski verið ágætt. Þetta var ágætis skellur á okkur íslendinga, það er þá ekki hægt annað en að gera betur næst og að einhverju að keppa. Það er verið að gagnrýna Pálma, Eirík og Helgu fyrir að vera stirð og stíf á svið- inu, en mér er sem ég sjái okkur hin róleg og yfirveguð í þessum aðstæðum. Ég ætla ekki að verða til þess að gagnrýna þau fyrir sína frammistöðu.“ Að ferðast blint „En flestir kennarar vinna yfir sumarið, eins og allir vita. Kennsla er hálfgert hugsjónastarf og því verða kennarar að vinna yfir sumarið til að hafa í sig og á. Erna er þarna engin undantekning. Ég vinn mikið á sumrin og þá aðal- lega sem leiðsögumaður. Eftir að ég kom frá Bandaríkj- unum fór ég á leiðsögumannanámskeið, sem er heilsvetr- ar námskeið og aflaði mér réttinda til leiðsögumanna- starfsins, þótt ég væri reyndar búin að vinna sem leiðsögu- maður í nokkur sumur áður. Ég hef langmest verið á rúntinum Akureyri-Mývatnssveit, en síðastliðið sumar og nú í sumar verð ég á áætluninni Reykjavík-Sprengi- sandur-Akureyri, Akureyri-Kjölur-Reykjavík. Þessar hálendisferðir eru virkilega skemmtilegar og það sem er skemmtilegast er að það er jafn mikið af íslendingum í þessum ferðum og útlendingum. Málin sem töluð eru í rútunni eru íslenska og enska, sem ég held að sé eins- dæmi í ferðamannabransanum á íslandi. Það hefur verið svoleiðis að íslendingar hafa ekki not- fært sér ferðamannaþjónustu innanlands, sem er kannski dálítið skrítið. Það er tvennt ólíkt að ferðast um land- svæði, að ég tali ekki um hálendið, með leiðsögumanni og án hans. Ég hef prófað hvort tveggja og ég lýsi þvf ekki hvað ég hef meiri ánægju af að fara yfir hálendið þegar ég er búin að kynna mér það svona vel. Ég vil hvetja alla sem ferðast til að ferðast ekki blindandi, kynna sér fyrst staðina sem þeir eru að fara á því þannig fá þeir mest út úr ferðinni.“ - Er ekki mikil undirbúningsvinna fyrir svona ferðir? „Jú, það er ótrúleg vinna. Á leiðsögumannanámskeið- inu eru okkur kynntir helstu málaflokkar og svæðafræðsla, en það er ekki nema rétt byrjunin á þeim undirbúningi sem þarf að fara fram til að hægt sé að fara í svona ferðir. Áður en ég byrjaði í hálendisferðunum var ég hálfan mánuð frá 8 á morgnana til 5 á daginn að lesa mér til og skrifa minnisblöð og þetta er 2ja daga ferð. Það er ekki nóg að vera sætur og hress í þessu starfi, það er númer eitt að byggja sjálfan sig vel upp til að hægt sé að fræða fólkið og veita því þjónustu, en síðan þarf að vera alúð- legur. Þetta er svipaðs eðlis og kennslan, maður getur verið gjörsamlega þurrausinn eftir svona ferð.“ - Siturðu við hljóðnemann og þylur yfir fólkið? “Nei, nei, það væri ekki hægt í svona löngum ferðum. Ég spila þetta svolítið eftir eyranu. Ég segi fólki frá þeim stöðum sem verið er að fara í gegnum, ég syng fyrir fólkið, geng um bílinn og spjalla við það. Svo get ég lent í alls kyns uppákomum í þessu starfi. Hringja kannski í ættingja fólks úti í heimi, svo eitthvað sé nefnt. Þú kynn- ist öllu í sambandi við þetta, góðu fólki, skemmtilegu fólki og fólki sem getur gert þig gjörsamlega gráhærða og þetta fer mikið eftir þjóðerni." Metnaðarleysi ríkjandi Erna er fædd og uppalin á Akureyri og hefur dvalið hér alla sína ævi, utan þess tíma sem hún var við nám í Reykjavík og erlendis. Það er mikið talað um að unga fólicið komi ekki aftur þegar það hefur menntað sig og kannski ekki skrítið þar sem tækifæri eru hér ekki mörg fyrir menntafólk. Erna var að lokum spurð hvernig henni líkaði að vera komin aftur til Akureyrar. “Mér líkar það að langflestu leyti vel, en það eru vissir hlutir hér sem ég er ekki ánægð með. Þar get ég tekið sem dæmi kvik- myndahúsið hér í bæ, það kemur kannski góð mynd og maður fréttir af því þegar hætt er að sýna hana. Ég sakna veitingastaða mikið, bæði frá Reykjavík og Bandaríkjunum. Við fór- um út að borða um daginn og urðum fyrir mjög miklum vonbrigðum. Svo eru það skemmtistaðirnir, ég er dálítið svekkt á þeim. Mér finnst svo mikið metnaðarleysi í skemmtistöðum hér á Akureyri, bæði hvað varðar afstöðu húsanna sjálfra og eins skemmtikraftanna og hljómsveitanna. Þú átt engan kost á því að fara út að skemmta þér og hlusta á góða hljómsveit, eins og er svo auðvelt í Reykjavík. Mér finnst danshljómsveitir hér ekki standa sig nógu vel. Ef maður fer á Broadway eða Hótel Sögu hlustar maður á skemmtilegar og góðar hljómsveitir og ég skil ekki afhverju er ekki hægt að hafa það eins hér. Ég veit að það vantar stuðning húsanna sjálfra, þau verða að styðja við bakið á hljómsveitunum og hvetja þær til að gera vel. Ég veit um þekktan og virtan hljóm- listamann sem hafði áhuga á, að flytja norður með fjöl- skylduna. Hann varð að hafa eitthvað að gera og kom að máli við veitingahús hér í bæ og bauðst til að setja upp góða danshljómsveit, en undirtektir voru engar og hann hætti við. En Akureyri er minn heimabær, mér þykir vænt um bæinn og hef ekki uppi neinar ráðagerðir um að flytja héðan.“

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.