Dagur - 23.05.1986, Blaðsíða 16

Dagur - 23.05.1986, Blaðsíða 16
Vatnsskarð: kallað neðra lag þann 10. júlí í sumar. Síðastliðinn þriðjudag voru opnuð tilboð í lagningu klæðn- ingar á vegi í Skagafirði samtals um 25,7 kílómetra. Lægsta til- boðið var frá Borgarverk h/f í Borgarnesi eða um 7% yfir áætl- uðum kostnaði, næstir voru Hag- virki h/f með 10% yfir áætlun og Guðmundur og Gunnar sem voru 20% umfram áætlun. Áætlaður kostnaður við þessar framkvæmdir er um ellefu millj- ónir, en auk þess verður svo lögð klæðning á einn kílómetra á Sauðárkróki. G.Kr. Lr Laxagötunni og í Aðalstrætið lá leið þessa húss, sem hér er á dráttarbíl. Þarna í innbænum beið uppsteyptur kjallari og þar ofan á verður húsið sett og tekur þá til við að vera einbýlishús. Mynd: KGA. Ratsjástöð á Gunnólfsvíkurfjalli: Mun kosta 653 Brátt boðlegt bílum á ný - Klæðning á vegi í Skagafirði fyrir 11 milljónir milljónir króna Iðnþróunarfélagið: Ingi ráðinn Á stjórnarfundi hjá Iðnþróun- arfélagi Eyjafjarðar h.f. í gær var ákveðið að ráða Inga Björnsson hagfræðing í stöðu framkvæmdastjóra félagsins frá og með 1. júlí n.k. Auk Inga sóttu 5 manns um starfið. Ingi Björnsson hefur starfað sem rekstrarráðgjafi hjá Iðnþró- unarfélaginu frá árinu 1984. Hann er kvæntur Margréti Bald- vinsdóttur íþróttakennara. Ingi tekur við starfinu af Finn- boga Jónssyni, sem verið hefur framkvæmdastjóri félagsins s.l. fjögur ár. Finnbogi hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Síldar- vinnslunnar h.f. á Neskaupstað. BB. „Það er verið að vinna við veg- inn upp fjallið og eru þeir komnir langleiðina upp og eru það einu framkvæmdirnar sem nú fara fram á fjallinu,“ sagði Jón Egill Egilsson hjá varn- armáladeild utanríkisráðu- neytisins, er hann var spurður frétta af framkvæmdum á GunnólfsvíkurQalli á Langa- nesi. Þar á að reisa ratsjárstöð á veg- um NATO, sem þjóna á eftirliti með flugi og skipaferðum. Er það fyrirtækið Gunnólfur á Bakkafirði sem vinnur við vega- lagningu upp á fjallið, þar sem síðan verður byggð ratsjárstöð. Gunnólfur er undirverktaki íslenskra aðalverktaka. Fram- kvæmdir við vegalagninguna ganga vel að sögn Jóns Egils og er stutt eftir upp á brún fjallsins. Þegar hafa verið lagðir 8 kíló- metrar af veginum. Á fjallinu verður byggt stöðv- arhús undir tæki stöðvarinnar og einnig aðstaða fyrir starfsmenn, en þeir búa ekki á fjallinu, heldur í nágrenni stöðvarinnar. Jón Egill sagði að frá upphafi hafi verið reiknað með því að 11 manns störfuðu við stöðina „og það verða allt íslendingar,“ sagði hann. Sams konar stöð er verið að reisa á Stigahlíð við Bolungarvík. Fyrir eru stöðvar á Stokksnesi við Hornafjörð og á Miðnesheiði á Reykjanesi. Reiknað er með að „Af vegum er það helst að segja, að Möðrudalsöræfi urðu fyrstu 2 árin verði notaður eins búnaður í nýju stöðvarnar og er á Stokksnesi og Miðnesheiði, en um 1990 verði nýr búnaður settur í allar stöðvarnar. Þá á einnig að vera lokið endurbyggingu eldri stöðvanna tveggja; Aætlað er að stöðin á Gunnólfsvíkurfjalli verði tilbúin á næsta ári. Síðustu tölur um kostnað við stöðvarnar voru 16 milljónir dollara, eða um 653 milljónir íslenskra króna á hverja stöð full- búna. gej- ófær aðfaranótt fímmtudags vegna snjóa og það verður beðið átekta með mokstur,“ sagði Björn Brynjólfsson hjá vegaeftirlitinu. Vegurinn af Fjöllum niður í Vopnafjörð lokaðist einnig vegna snjóa. Hálka myndaðist efst í Múlanum, en er nú horfin. Þar varð mjög mikið grjóthrun og sagði Björn að vegurinn hefði verið nær ófær vegna grjóthruns, sem varð vegna rigningarinnar eftir helgina. Sömu sögu er að segja úr Mánárskriðum við Siglu- fjörð, en þar varð mikið grjóthrun. „Þetta er allt komið í betra horf núna, en það má búast við áframhaldandi grjóthruni á þessum stöðum ef heldur áfram að rigna,“ sagði Björn. gej- Aðalfundur Sölumiðstöðvar Hraðfrystihúsannu hófst í Alþýðuhúsinu á Akureyri um miðjan dag í gær, og lýkur í kvöld. Þetta er í fyrsta sinn sem SH heldur aðalfund sinn utan Reykjavíkur. Mynd: KGA. Vegir: Víða ófærir vegna snjóa og grjóthruns Það gleður eflaust margan bfleigandann að frétta að í sumar er ætlunin að setja klæðningu á hluta af veginum yfír Vatnsskarð, á milli Skaga- fjarðar og Austur-Húnavatns- sýslu. Óhætt er að segja að vegurinn þarna hafi verið nánast ókeyr- andi á löngum kafla, eða nánar tiltekið frá Valadalsá og niður fyrir Arnarstapa en þennan hluta var lokið við að byggja upp síð- astliðið sumar. Þessi kafli hefur verið algjörlega ofaníburðarlaus og mjög grófur og munu dæmi þess að dekk hafi höggvist í sund- ur af egghvössu grjótinu sem víða stendur uppúr veginum. En nú stendur þetta sem sagt til bóta þar sem meiningin er að þarna verði búið að leggja svo- Vallhólmaverksmiðjan: KEA kaupir hana ekki Flogið hefur fyrir að Kaupfé- lag Eyfírðinga hafí áhuga á að kaupa eða leigja grasköggla- verksmiðjuna í Vallhólma í Skagafírði, sem ríkið á og segja má að sé nú á hausnum. „Slíkt hefur aldrei hvarflað að okkur og kemur alls ekki til álita undir neinum kringumstæðum,“ sagði Valur Arnþórsson, kaup- félagsstjóri KEA, þegar hann var spurður að því hvort rétt væri. „Að því er ég best veit hefur Kaupfélag Skagfirðinga hug á að kaupa verksmiðjuna og fyndist mér það eðlileg ráðstöfun,“ sagði Valur ennfremur. HS Akureyri: Kosninga- sjónvarp á morgun Á morgun milli klukkan 15 og 17 verður kosningasjónvarp frá Akureyri. Kosningasjónvarpið verður með þeim hætti, að flokkarnir 5 fá fyrst 6 mínútur til umráða hver í ávörp, síðan verða pallborðs- umræður í klukkustund undir stjórn Ernu Indriðadóttur og að þeim loknum fá flokkarnir aftur 6 mínútur hver í ávörp. Sigurður Jóhannesson tekur þátt í umræð- um af hálfu Framsóknarflokks- ins, en Úlfhildur Rögnvaldsdótt- ir, Ásgeir Arngrímsson, Kolbrún Þormóðsdóttir og Sigfús Karls- son flytja ávörp. HS

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.