Dagur - 01.07.1986, Page 6

Dagur - 01.07.1986, Page 6
6 - DAGUR - 1. júlí 1986 „Hér er alveg yfirdrifið nóg að gera, þessi staður er mjög vel fallinn til að reka sumarbúðir,“ sagði Kristján Sigurðsson, en hann og Steinunn Hannesdóttir eru umsjónarmenn með sumarbúðum sem reknar eru af Ungmennasambandi Eyjafjarðar í Árskógi. - spjallað við Kristján Sigurðsson en hann ásamt Steinunni Hannesdóttur er umsjónarmaður sumarbuðanna Árskógi, en í fyrra dvöldu um 70 börn í sumarbúðunum. Eins og Kristján benti á í upp- hafi er staðurinn vel fallinn til að reka sumarbúðir og margt sem menn taka sér fyrir hendur. Farið er á hestbak nokkrum sinnum meðan á dvölinni stendur og einnig er skroppið niður á Hauganes og farið í veiðiferð þaðan á trillum. „Krakkarnir eru mjög hrifnir af þessu,“ sagði Kristján. Þá er mikið um íþrótta- iðkun ýmiss konar, farið í sund, knattspyrnu og frjálsar íþróttir. Á kvöldin er líka nóg að gera. Haldnar eru kvöldvökur sem krakkarnir sjálfir hafa umsjón með. „Krakkarnir eru fljótir að kynnast, við erum líka með ýmiss konar nafnaleiki og þess háttar í upphafi til að flýta fyrir kynnum," sagði Kristján. „Krakkarnir eru auðvitað ákaf- lega misjafnir, sumir hafa varla þroska til að bjarga sér sjálfir og leiðist ef ekki er verið að gera eitthvað fyrir þá. En svo eru aftur aðrir sem alltaf finna sér eitthvað að gera. Enda eru möguleikarnir óteljandi og staðurinn hinn ákjósanlegasti,“ sagði Kristján að lokum. -mþþ Endalaust hægtað finnasér eitthvað aðgera Blaðamenn Dags brugðu sér út að Árskógsskóla einn daginn í síðustu viku, en þar var fyrsti hópurinn að „útskrifast". Og þó að krakkarnir fimmtán væru að fara heim daginn eftir eftir vel heppnaða sumardvöl að Árskogi var leiðanum ekki fyrir að fara. Lífsglaðir krakkar, enda rétt nýlega yfirstaðin heljarinnar grillveisla. Velviljaðar húsmæður úr sveitinni höfðu mætt á staðinn og tekið að sér að grilla pylsur ofan í svanga maga. Það voru örfáar pylsur eftir liggjandi á grillinu er okkur bar að garði. Nokkrir strákar hám- uðu í sig rabarbara í eftirmat. Allir á ferð og flugi, en okkur tókst að fá Kristján til að segja okkur ögn af sumarbúðum UMSE í Arskógi. Kristján sagði að í þessum fyrsta hópi hefðu verið fimmtán krakkar, en von væri á öðrum hópi bráðlega og í honum væru fleiri krakkar. Krakkarnir sofa í skólanum, þar sem engin heima- vist er við skólann stinga þau sér ofan í svefnpoka og líkar það bara vel. Þeir krakkar sem í sumarbúð- unum eru koma frá öllu Eyja- fjarðarsvæðinu, nokkrir jafnvel úr Þingeyjarsýslu. Hver hópur er í sumarbúðunum í átta daga og er kostnaðurinn 6000 krónur. Flestir eru á aldrinum 12-14 ára og er skipting kynjanna nokkuð jöfn, að sögn Kristjáns. Þetta er annað sumarið sem UMSE starfrækir sumarbúðir að Við borðuðum - og dálítið af frönskum kartöflum sögðu Hans „Við vorum hérna í fyrra líka, en get- um ekki gert upp á milli hvort er skemmtilegra núna eða þá,“ sögðu þeir Hans Karlsson 13 ára frá Dvergs- stöðum í Hrafnagilshreppi og Ingvi Stefánsson 12 ára frá Teigi einnig í Hrafnagilshreppi. Þeir Hans og Ingvi sögðust hafa mest gaman af fótboltanum og á kvöldin fylgj- ast þeir með heimsmeistarakeppninni í knattspyrnu í sjónvarpinu. „Við spáum því að Frakkar og Argentínumenn spili úrslitaleikinn og að Argentína vinni 2:1. það gæti að vísu orðið vítaspyrnukeppni. Já, líklega verður vítaspyrnukeppni." Innan sviga skal það ítrekað að viðtalið var tekið í síðustu viku og þá lágu úrslit og Ingvi ekki fyrir í margrómaðri heimsmeistara- keppni. „Maradonna er svindlari,“ sögðu strákarnir, bara ekkert annað! „Hann er að vísu klár að þvæla og svoleiðis. . “ - Ættum við að tala um eitthvað ann- að en heimsmeistarakeppnina? Mér dett- ur í hug að spyrja ykkur hversu margar pylsur þið hafið borðað áðan. „Við borðuðum fimm pylsur og dálítið af frönskum kartöflum. Svo fengum við okkur ís og banana á eftir. Nei, við borð- uðum enga rabarbara. Hitt var alveg nóg.“ - Er gaman hérna? „Það er alveg frábært. Ofsalega gaman. Kristján er fínn og Steinunn líka. Það er ekki hægt að segja annað.“ -mþþ

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.