Dagur - 01.07.1986, Side 12
Akureyri, þriðjudagur 1. júlí 1986
Opmmartími á Bauta
í sumar verður
opið frá kl. 9 til 23.30.
í gær voru kunngjörð í beinni útsendingu í RíkisútvarpiqiuLAkureyri úrslit í HM-getraun KA. Vinningshafar voru
tveir, þeir Erlingur Kristjánsson og Stefán Einarsson. Skiptu þeir bróðurlega á milli sín vinningnum, nýrri Colt
bifreið. Mynd: BV
15,8 milljóna rekstrarhalli hjá
Kaupfélagi Norður-Þingeyinga
- Verðum að snúa við blaðinu, sagði Pétur Þorgrímsson framkvæmdastjóri
Mývatnssveit:
Mjög mikill
mývargur
„Já, það er mjög mikill vargur
hérna núna. Mun meira en
verið hefur mörg undanfarin
ár,“ sagði Anna V. Skarphéð-
insdóttir, húsfreyja að Vogum
I í Mývatnssveit, er hún var
spurð um ástandið í þeim mál-
um þessa dagana í Mývatns-
sveit.
„Það veit enginn skýringu á
þessu, en vargurinn á upptök sín
í Laxá. Ástandið verður hins veg-
ar ekki svona slæmt nema í mikl-
um hita og það er búið að vera
óskaplega heitt hér í 10 daga.“
- Veldur þetta einhverjum
vandræðum?
„Það gerir það að vis$u leyti,
kýrnar hérna eru t.d. ekki settar
út fyrr en að kvöldinu. Þær hafa
ekki frið fyrir vargnum. Það er
nú misjafnt hvað þetta angrar
mannfólkið, þær sækja meira á
suma." Sagði Anna að öll hús
væru full af flugum og það hefði
enginn undan að hreinsa það.
Vargurinn er mest við vatnið og
sagði Anna að það væri mun
meiri vargur vestan við vatnið, en
í suðvestangolu, eins og verið
hefur undanfarið berst hann
einnig austur fyrir.
-HJS
Frá Mývatni.
„Við eigum við þennan
rekstrarhalla að stríða eins og
svo margir aðrir og þetta er
ansi mikill halli, en við ætlum
okkur svo sannarlega ekki að
hafa hann áfram. Við erum að
kafa ofan í þessa hluti og erum
þegar búin að gera ákveðnar
breytingar í mannahaldi. En
það gerir okkur enn erfiðara
fyrir hversu atvinnuástandið er
slæmt hérna,“ sagði Pétur
Þorgrímsson framkvæmda-
stjóri Kaupfélags Norður-Þing-
eyinga á Kópaskeri í samtali
við Dag.
Aðalfundur KNÞ var haldinn á
Kópaskeri fyrr í þessum mánuði
og þar kom fram að rekstrarhalli
félagsins á árinu 1985 nam 15,8
milljónum króna. Afskriftir
námu 8,3 milljónum króna og
heildarvelta vöru og þjónustu var
um 173 milljónir. Launagreiðslur
rekstrardeilda námu 26,9 millj-
ónum. Fjárfestingar voru nokkuð
miklar á árinu eða u.þ.b. 16,6
milljónir.
Versnandi afkomu félagsins
má að stórum hluta rekja til mik-
ils samdráttar í landbúnaði í hér-
aðinu í kjölfar mikillar fjárfest-
ingar í slátur- og frystihúsi félags-
ins.
Atvinnuástand hefur verið
slæmt á Kópaskeri eftir að rækju-
veiðar brugðust í Öxarfirði og
barátta heimamanna við að
útvega skip til rækjuveiða hefur
ekki skilað árangri, þrátt fyrir
ómælda fyrirhöfn og kostnað.
„Við erum ákveðin í að snúa
við blaðinu. Við verðum að
herða á ýmsum hlutum í fram-
haldi af þessari niðurstöðu. En
það er ljóst að botn verður að
fást í atvinnumálin á staðnum,
við verðum að geta tryggt stöð-
uga atvinnu til að ekki verði
fólksflótti héðan. Við erum að
Sláttur hafinn
í Skagafirði
Sláttur er nú að hefjast á ein-
staka bæ í Skagafirði. Á mið-
vikudag voru tveir bændur í
Holtshreppi að byrja slátt og
einn bóndi í Hjaltadal hóf slátt
um síðustu helgi.
Ekki er vitað um fleiri sem
voru byrjaðir í Skagafirðinum, en
menn bjuggust við að á einstaka
bæ hæfist sláttur næstu daga.
Spretta hefur verið góð undan-
farna daga, en samt er varla að
búast við að sláttur hefjist
almennt fyrr en viku af júlí.
Þegar blaðið hafði tal af bændum
í Þingeyjarsýslum í gær sögðust
þeir ekki vita til þess að neinn
væri farinn að slá og væri það
frekar ólíklegt. Menn bjuggust
ekki við að sláttur almennt hæfist
þar fyrr en tíu til fimmtán dagar
væru liðnir af júlí. -þá
skoða þessi mál núna og hvaða
möguleika við höfum. Það er
auðvitað helvíti hart að vera búin
að byggja upp dýra aðstöðu fyrir
rækjuvinnslu en geta ekki notað
hana,“ sagði Pétur Þorgrímsson.
í stjórn Kaupfélags Norður-
Þingeyinga voru kjörnir; Tryggvi
ísaksson Hóli, formaður, Brynj-
ar Halldórsson Gilhaga, varafor-
maður, Garðar Eggertsson,
Kópaskeri, ritari, og meðstjórn-
endur Björn Hólmsteinsson,
Raufarhöfn og Sigurður Árnason
Hjarðarási. Framkvæmdastjóri
er Pétur Þorgrímsson. -mþþ
Skortur á hjúkrunarfræðingum:
Astandið verst
hjá F.S.A.
Eins og kom fram í viðtali við
forstöðumann ríkisspítalanna á
dögunum þá er mikill skortur á
hjúkrunarfræðingum við ríkis-
spítalana. Dagur fór á stúfana
og kannaði hvernig staðan
væri hjá sjúkrahúsi og vist-
heimilum á Akureyri.
Þær upplýsingar fengust hjá
Ragnheiði Arnadóttur, hjúkrun-
arforstjóra FSA, að ástandið væri
frekar slæmt. „Þetta fer að vísu
dálítið eftir því við hvað er
miðað,“ sagði Ragnheiður. „Ef
reka á spítalann á fullu, með af-
leysingafólki og allar deildir
opnar, þá vantar okkur 27 hjúkr-
unarfræðinga. Það vantar 10 til
að fylla þau stöðugildi sem við
höfum leyfi fyrir, afgangurinn af
tölunni er afleysingafólk.“
Ragnheiður sagði að það væri
samdráttur í rekstri FSA, eins og
kom fram í föstudagsblaðinu, og
stafaði það af tvennu. Annars
vegar væri of lítið fjármagn fyrir
hendi og hins vegar væri mjög
erfitt að fá hjúkrunarfræðinga til
starfa.
„Ástandið hjá okkur er þokka-
legt eins og er,“ sagði Bjarni
Arthursson, framkvæmdastjóri
Kristnesspítala. „Starfsemin er í
fullum gangi núna, við höfum
ekki þurft að loka neinu vegna
sumarleyfa. Að vísu þurfum við
að fara að auglýsa núna fyrir
haustið, en það eru ekki nema
svona þrjár hjúkrunarfræðinga-
stöður og ég er þokkalega bjart-
sýnn á að okkur takist að fá fólk
í þær.“
Að sögn Önnu Guðrúnar Jóns-
dóttur, hjúkrunarforstjóra Dval-
arheimilisins Hlíðar og Dvalar-
heimilisins í Skjaldarvík, vantar
þar eitthvað af fólki, nokkra í
þau stöðugildi sem leyfi er fyrir,
en aðallega í sumarafleysingar.
„Það fólk sem fyrir er hefur þurft
að bæta við sig vinnu, því hér er
ekki hægt að loka, þetta er
heimili fólksins sem hérna
dvelur,“ sagði Anna Guðrún.
JHB
Gamla lagið, orf og Ijár, er stundum það eina sem dugar við sláttmn. Til
dæmis í brekkunni niður frá Gilsbakkavegi, þar sem brattinn er mikill og
grasið enn meira. En eins og sjá má eru sláttumennirnir ekki að taka neina
áhættu og hafa taug sín á milli. Mynd: KGA
Á annað
þúsund manns
- í Vaglaskógi um helgina
„Jú, það var geysilega margt
fólk hérna í Vaglaskógi um
helgina. Það voru hátt á annað
þúsund manns hér í skógin-
um,“ sagði Þorsteinn Arnþórs-
son í skógræktinni að Vöglum í
samtali við Dag.
Þorsteinn sagði að engar
skemmdir hefðu verið unnar á
gróðri þrátt fyrir þennan fjölda
sem í skóginum var, en smávægi-
legar skemmdir voru unnar á sal-
ernum. „En það var ekkert meira
en oft gerist um helgar,“ sagði
Þorsteinn.
Þorsteinn sagðist ekki muna
annað eins flóð í Fnjóská og ver-
ið hefði um helgina. „Ég man
ekki eftir öðru eins í marga ára-
tugi. Tjaldstæði sem er hér niður
við ána var allt umflotið vatni, en
ég á ekki von á að það hafi
skemmst."
í skógræktinni að Vöglum
vinna á milli 15 og 20 manns, að
sögn Þorsteins. I síðustu viku
sagði Þorsteinn að hefði verið um
20 stiga hiti í skóginum, „og það
er allt að skrælna úr þurrki.“
-mþþ