Dagur - 07.07.1986, Blaðsíða 7

Dagur - 07.07.1986, Blaðsíða 7
Umsjón: Kristján Kristjánsson 7. júlí 1986 - DAGUR - 7 íslandsmótið 1. deild: Enn hafði Valsdraugurinn betur - þegar Þór tapaði 0:1 að Hiíðarenda í gærkvöld tapaði Þór fyrir Val í 10. umferð Islandsmótsins. Tap þetta er ekki það fyrsta sem Þórsarar bíða fyrir Völsurum að Hlíðarenda og því óhætt að segja að enn eigi Þórsarar eftir að kveða niður þennan magnaða Valsdraug. Hún var ekki rismikil knatt- spyrnan sem liðin sýndu í gær- kvöld, mikið um hnoð og hasar en þeim mun minna um hættuleg færi og skemmtilegan samleik. A 5. mínútu fengu Þórsarar sitt eina umtalsverða færi í fyrri hálfleik. Jónas sendi þá góðan stungubolta á Kristján sem skaut viðstöðu- lausu skoti að marki Vals en Guðmundur Hreiðarsson var vel á verði og náði að stoppa gott skot Kristjáns. Eftir þetta færi Þórs sóttu Valsmenn það sem eft- ir var hálfleiksins. Á 10. mínútu átti Ámundi Sigmundsson hörku- skot af stuttu færi en Baldvin markvörður Þórs varði hreint á undraverðan hátt. Og eru nú markfærin í fyrri hálfleik upptal- in. Seinni hálfleikur var líkur þeim fyrri. Valsmenn með bolt- ann en lítið sem ekkert um færi. Þau fáu skipti sem skotið var að marki Þórs var Baldvin á réttum stað og varði vel. Þór fékk seinna færið sitt í leiknum á 26. mínútu en þá átti Einar Arason skot að Valsmarkinu eftir góðan undir- búning Hlyns og Halldórs. Skot Einars var beint á markmanninn. Það leit allt út fyrir að þessi til- þrifalausi leikur mundi enda með ippgöri jafntefli en svo fór þó ekki. Áhorfendum til mikillar undrun- ar var skorað mark á 41. mínútu og það sem meira er: Markið var gullfallegt. Sigurjón Kristjánsson skoraði með hjólhestaspyrnu utan úr teig. Gersamlega óverj- andi fyrir Baldvin markvörð. Leikurinn var sem fyrr segir ekki skemmtilegur á að horfa og er heldur fátt um Þórsliðið að segja, Baldvin átti þó góðan dag og það sama má einnig segja um vörnina sem tókst lengi vel að standa af sér pressu Valsmanna. Sóknarmenn Þórs áttu aftur á móti aldrei möguleika gegn sterkri vörn Vals þar sem þeir Þorgrímur Þráinsson og Guðni Bergsson voru sterkastir. AE/REK Þrjú mikilvæg stig til Einherja Einherjar komnir i 3. sæti dag um leik og var góð barátta í öll- um leikmönnum, þeir voru ávallt á undan Víkingum í boltann og unnu vel fyrir sigrinum. Bestir í KA-liðinu voru þó Erlingur, Bjarni Friðfinnur og Tryggvi. Um Víkinga er fátt að segja og vilja þeir örugglega gleyma þess- um leik sem fyrst. ÁE/REK Á Iaugardag léku á Vopnallrði Einherji og KS, leikurinn var frekar jafn en heimamenn náðu þó að knýja fram sigur og fengu því 3 mikilvæg stig í toppbaráttunni. Það var samt KS sem náði for- ystunni á 15. mín. er Colin Thacker braust einn í gegnum vörn Einherja og skoraði með föstu vinstri fótar skoti. Eftir þetta mark sóttu Einherjar held- ur í sig veðrið og á 25. mín. náðu þeir að jafna. Njáll Eiðsson tók þá aukaspyrnu af 25 metra færi, hann lyfti boltanum yfir vegginn og einnig yfir Ómar markvörð KS sem þó náði að snerta tuðr- una. Það sem eftir lifði fyrri hálf- leiks var leikurinn jafn. Siglfirðingar komu mun ákveðnari til leiks í seinni hálf- leik og má segja að fyrstu 25 mín. hafi verið þeirra. En þrátt fyrir talsverða yfirburði og nokkur ágæt færi þá tókst þeim ekki að skora mark. Það gerðist svo er um 15 mín. voru eftir leiksins að heimamenn fengu hornspyrnu sem þeir nýttu til hins ýtrasta. Það var varamaður þeirra sem var nýkominn inn á sem náði að nikka boltanum yfir Ómar markvörð. KS reyndi að jafna það sem eftir lifði leiksins en án árangurs. Við þennan sigur er Einherji kominn í 3. sæti deildarinnar og þeir Vopnfirðingar með Njál Eiðsson í fararbroddi virðast til alls líklegir. Hjá KS gengur aftur ekki alveg jafn vel en þeim Sigl- firðingum gengur ansi brösuglega að binda endahnútinn á sóknar- lotur sínar. Hjá Einherja lék Náll Eiðsson best. Lið KS var jafnt í þessum leik og ekki hægt að nefna neinn einn sem þeirra besta mann. BV Létl hjá Tindastóli - burstaði Leikni 6:0 Hún var ekki mikil fyrirstaðan sem Leiknismenn veittu Sauð- krækingum er liðin leiddu saman hesta sína á laugardag á Króknum. Heimamenn burst- uðu Leikni, skoruðu 6 mörk gegn engu. Og segir það flest það sem segja þarf um leikinn. Fyrsta mark leiksins kom á 10. mín. og þar var Rúnar Björnsson að verki. Bræðurnir Eiríkur og Eyjólfur Sverrissynir áttu báðir góðan dag á laugardaginn og það var einmitt Eiríkur sem skoraði annað markið en Eyjólfur það þriðja. Þannig var staðan í hálf- leik, 3:0 fyrir Tindastól. Sama var uppi á teningnum í seinni hálfleik, Tindastóll sótti látlaust og tókst leikmönnum að bæta við þremur mörkum til við- bótar. Það voru þeir Eiríkur, Eyjólfur og Birgir Rafnsson sem skoruðu þessi mörk. Lið Leiknis virðist ekki vera til stórræða þessa dagana, leikur liðsins er með öllu kraftlaus og stefnir ekki í gott með þessu áframhaldi. Sauðkrækingar voru sannfærandi í leiknum en taka verður með í reikninginn að ekki var mótspyrnan umtalsverð. Leiftur sigraði Magna Leiftur heldur sínu striki í 3. deildinni. Á laugardaginn fengu þeir Magna í heimsókn frá Grenivík og þóttu heldur ógestrisnir, því þeir sendu Magnamenn stigalausa heim aftur. Leiknum lauk með sigri Leifturs sem skoraði tvö mörk án þess að gestirnir næðu að svara fyrir sig. Mjög gott veður var til knatt- spyrnuiðkunar, logn og sólar- laust. Fyrra mark heimamanna kom á 27. mínútu. Eftir horn- spyrnu barst knötturinn til Einars Áskelssonar sem var einn og óvaldaður í markteig Magna og skoraði auðveldlega. Lítið var um færi í fyrri hálfleik og einna næst því að skora komst Hringur Hreinsson er hann átti gott skot rétt fram hjá marki Leifturs. í síðari hálfleik sóttu heima- menn mun meira án þess að skapa sér veruleg færi. Á 74. inínútu jók þjálfari Leifturs, Óskar Ingimarsson forystuna þegar hann skoraði sitt 7. mark í deildinni í jafn mörgum leikjum með skoti af stuttu færi eftir góð- an samleik Ólafsfirðinga. Urslitin í þessum leik voru sanngjörn og þegar mótið er hálfnað standa Ölafsfirðingar vel að vígi og eru á góðri leið með að endurheimta sæti sitt í 2. deild. Reynir hafði það af - Markið skorað 5 mín. fyrir leikslok ur við mark Víkinganna en honum tókst ekki að skora í þessum leik. Mynd: AE/Reykjavík Leikmenn Reynis Árskógs- strönd gerðu góða ferð til Eskifjarðar um helgina er þeir sóttu þangað 3 stig í 1:0 sigri sem hefði hæglega getað orðið stærri. Allhvasst var á Eskifirði er leikurinn fór fram, heimamenn spiluðu undan vindinum í fyrri hálfleik og sóttu þeir nær látlaust en án þess þó að skapa sér færi. Það voru aftur á móti Reynis- menn sem áttu ágæt færi sem komu upp úr skyndisóknum liðsins. í seinni hálfleik snerist leikurinn við og Reynir sótti nú allt hvað hægt var. En markið lét bíða eftir sér og voru menn farnir að örvænta. En Örn Viðar Arn- arsson var ekki á því að fara ein- ungis með eitt stig heim og á 85. mín. tókst honum að skora eina mark leiksins og tryggja Reyni stigin þrjú. Sigur Reynis hefði hæglega getað orðið stærri í þessum leik en leikmönnum gekk ekki sem skyldi að nýta fjölmörg færi sín. Bestur í jöfnu liði Reynis var Arnar Gústafsson. í liði Austra bar enginn leikmaður af. Staðan 1. deild Fram 10 7 2 1 22:6 23 Valur 10 6 2 2 11:4 21 ÍBK 10 6 0 4 11:12 18 FH 10 5 1 S 17:18 16 KR 10 3 5 2 13:17 15 ÍA 10 4 2 5 19:10 14 Þór 10 4 2 4 15:16 14 UBK 10 3 2 5 8:13 11 Víftir 10 2 2 7 7:16 8 ÍBV 10 1 2 7 9:23 5 2. deild KA 9 5 4 0 27:6 19 Selfoss 9 5 3 1 17:6 18 Einherji 9 5 2 2 13:13 17 Víkingur 9 5 1 3 26:9 16 Völsungur 9 4 2 3 14:9 14 ÍBÍ 9 2 5 2 17:14 11 UMFN 9 3 2 4 15:19 11 Þróttur 9 2 2 5 14:20 8 Skallagr. 9 0 0 9 5:52 0 • Úrslit A I 4. deild Kormákur og Hvöt spiluðu í miklu roki og sigruðu gestirnir verðskuldað 2:0. Mörk Hvatar skoruðu þeir Hrafn Valgarðs- son og Garðar Jónsson þjálf- ari. Núpan og Austri gerðu 0:0 jafntefli í dæmigerðum rigningar- leik. Leikurinn var með öllu tíð- indalítill utan það að Núpa mis- notaði víti á síðustu minútu og rann þar eina færi leiksins út í sandinn. Tjörnes sigraði Æskuna 2:0 á heimavelli í leik sem var leikinn í skítakulda og rigningu. Sigur heimamanna var sanngjarn. Mörkin skoruðu þeir Aðalsteinn Baldvinsson og Sigurður Illuga- son. BV

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.