Dagur - 14.07.1986, Blaðsíða 1
69. árgangur
Akureyri, mánudagur 14. júlí 1986 128. tölublað
Þórshöfn:
„Nánast bylting fyrir
frystihúsin í landinu"
- segir Gísli Óskarsson um tvífrystingu sjávarafla
„Þessi vinnsluaðferð er geysi-
lega mikilvæg fyrir frystihúsin
og gerir það að verkum að
hægt er að taka af mestu álags-
toppana og vinna síðan aflann
ferskan þegar minna berst að
landi,“ sagði Gísli Óskarsson
um nýja aðferð sem verið er að
reyna í Hraðfrystistöðinni á
Þórshöfn. Er það fyrsta frysti-
húsið á landinu þar sem þessi
aðferð er reynd.
„Felst hún í því að fiskur sem
berst á 4and er heilfrystur með
haus. Fiskurinn er settur í vatn
eftir að búið er að frysta hann og
fær hann þá glerhúð sem eykur
mjög mikið geymsluþol. Síðan er
hægt að vinna hann þegar rýmk-
ast um í húsinu, eða þegar minni
afli er til staðar,“ sagði Gísli.
Þessi aðferð hefur verið reynd
mikið í Noregi og hefur reynst
mjög vel þar. Aðalmálið er að
þíða fiskinn upp þegar á að vinna
hann. Til þess þarf nákvæmt hita-
stig sem stjórnað er með vélum
sem smíðaðar hafa verið í þessu
skyni. Það var Sambandið sem
hefur fylgst með þessum málum í
Noregi og hafði milligöngu um að
þessi aðferð var reynd á
Þórshöfn.
Búið er að reyna tækin og
vinna fisk sem sendur var í neyt-
endaumbúðum til Bretlands og
Bandaríkjanna. Fulltrúar útflytj-
enda fylgdust með þeirri vinnslu
og voru ánægðir með árangurinn.
„En það er viðskiptavinurinn
sem á síðasta orðið í málinu og
við bíðum eftir viðbrögðum frá
þeim. Ef þetta líkar vel er þetta
nánast bylting fyrir frystihúsin,“
sagði Gísli Óskarsson. gej-
Um helgina fór fram héraðsmót UMSE, hér á myndinni sést Cees van de
Ven en hann var langstigahæstur karla í keppninni. Nánar verður sagt frá
mótinu síðar. Mynd: BV
Lögreglan:
Annríki vegna
daresðelcp
Að sögn lögreglumanna á
Norðurlandi var helgin róleg,
nema hvað lögrcglan á Sauðár-
króki og Húsavík áttu annríkt
vegna dansleikja Stuðmanna á
Laugum og í Miðgarði.
Á föstudagskvöldið voru Stuð-
menn á Laugum og að sögn lög-
reglunnar á Húsavík voru á milli
5 og 600 manns á þeim dansleik
og var nokkuð óróasamt eftir
dansleikinn. Bíll fór út af vegin-
um í Reykjadal aðfaranótt laug-
ardags. Ekki urðu slys á fólki, en
einn festist inni í bílnum og tók
nokkurn tíma að losa hann. Var
Bakkus með í för og trúlega und-
ir stýri.
Á laugardagskvöid voru Stuð-
menn í Miðgarði og voru þar um
600 manns. Þurfti lögreglan á
Sauðárkróki að hafa nokkur
afsjdpti af dansleikjagestum og
voru m.a. tveir fluttir á sjúkrahús
eftir dansleik. Nokkrar skemmd-
ir voru unnar á símaklefanum í
Varmahlíð. Talsvert bar á ölvun
á Sauðárkróki undir morgun,
tveir voru teknir fyrir ölvun við
akstur og einnig var brotin rúða í
áfengisútsölunni. -HJS
Steinullarverksmiðjan Sauðárkróki:
Samningar hafa tekist
- 7,5-15% hækkun að meðaltali
Tekist hafa samningar milli
Steinullarverksmiðjunnar á
Sauðárkróki og Vinnuveit-
endasambandsins, annars veg-
ar og verkalýðsfélaganna hins
vegar varðandi kjaramál
starfsmanna Steinullarverk-
smiðjunnar. Með tilkomu
þessa samnings hækka laun
starfsmanna á bilinu 7,5-15%
að meðtaldri 3,6% hækkun-
inni 1. júní, sem ASÍ og VSÍ
sömdu um í vetur. Til viðbótar
koma svo launahækkanir 1.
september 3% og 1. desember
2,5% sem ASÍ og VSÍ hafa
þegar samið um.
Samningurinn mun gilda frá
23. júlí ’86-l. júní ’87, án upp-
sagnar. Að sögn Sverris Val-
garðssonar, trúnaðarmanns
starfsmanna í Steinullarverk-
smiðjunni, eru helstu breytingar
á samningnum færsla á mönnum
milli launaflokka, hækkun á
vaktaskipta-, fataskipta-, og
þvottagjöldum og þá'verður tek-
inn upp þrifabónus frá 1. ágúst.
Einnig hefur verið samið um að
framleiðnibónus verði tekinn upp
í verksmiðjunni 1. október, til
reynslu í 6 mánuði. Sagði Sverrir
að menn vonuðust til að hann
myndi skila 7-10% kaupauka.
Sagðist Sverrir vera jjokkalega
ánægður með samninginn og tók
fram að miðað við að samningar
starfsmanna voru ekki lausir væri
hann mjög ánægður. Það kom
mönnum nokkuð á óvart þegar
samningar hófust að samningar
starfsmanna Steinullarverksmiðj-
unnar voru ekki lausir, eins og
hjá hinum Ríkisverksmiðjunum.
Hældi Sverrir stjórnendum verk-
smiðjunnar fyrir þeirra hlut í
þessum samningum, sem vissu-
lega var umfram lagalegar
skyldur. Samkvæmt athugunum
blaðamanns Dags eru lægstu laun
í verksmiðjunni mjög þokkaleg
miðað við laun verkafólks á
Sauðárkróki. Samt virðist enn
sem komið er nokkuð í land með
að launakjör fólks í verksmiðj-
unni séu svipuð og í hinum Ríkis-
verksmiðjunum. Menn höfðu
vonast til að tilkoma verksmiðj-
unnar hækkaði laun á þessu
svæði, sem all lengi hefur verið
mesta láglaunasvæði á landinu.
Enn hefur það ekki gerst, en
verður vonandi í framtíðinni. þá
Útgerðarfélag Akureyringa:
Búið að fylla
65% þorsk-
kvótans
Þorskkvótinn hjá skipunum
okkar í heild er 7400 tonn og af
því erum viö búnir aö fiska
u.þ.b. um tvo þriðju, eða um
5000 tonn,“ sagði Einar Ósk-
arsson hjá Útgerðarfélagi
Akureyringa.
„Síðan höfum við að vísu
möguleika á breytingum milli
tegunda, þ.e.a.s. við gætum þá
breytt öðrum tegundum yfir í
þorsk og þetta gætu orðið um
1100 tonn. Það eru aðallega
karfi, grálúða, ýsa og ufsi. En
þetta fer auðvitað eftir því hvað
aflast af þessum tegundum,"
sagði Einar. JHB
í vetur var tekin í notkun ný dagvist í bænum. Það er Flúðir, sem byggð var á lóð Pálmholts. Á föstudaginn voru
haldnar þar 2 grillveislur. Grillaðar voru pylsur og síðan voru íspinnar og nammi á eftir. Um leið var þetta afmælis-
og kveðjuveisla. Einn guttinn átti afmæli og annar er að flytjast til Bandaríkjanna. Að sögn fóstranna verða grill-
veislur og aðrar uppákomur fastur liður á Flúðum. - HJS
Menn eru að missa trúna..
9)
Svo sem kunnugt er felldi
stjórn Byggðastofnunar til-
lögu um að flytja Byggða-
stofnun frá Reykjavík til
Akureyrar. Þessi niðurstaða
stjórnarinnar er til mikilla
vonbrigða fyrir flesta Norð-
lendinga og margir eru reið-
ir vegna þess að það voru
þingmenn landsbyggðarinn-
ar sem felldu tillöguna.
Áskell Einarsson fram-
kvæmdastjóri Fjórðungssam-
bands Norðlendinga segir sína
skoðun á þessari afgreiðslu
Byggðastofnunar í viðtali við
Dag og dregur ekkert undan.
Hann ræðir einnig um stofn-
unina sjálfa og þau áhrif sem
þessi afgreiðsla stjórnarinnar
gæti haft á önnur hliðstæð
mál.
Sjá „Menn eru að nrissa
trúna á landsbyggðina," bls. 3.
4