Dagur - 14.08.1986, Side 1

Dagur - 14.08.1986, Side 1
69. árgangur Akureyri, fímmtudagur 14. ágúst 1986 149. tölublað Venjulegir og demantsskornir trúlofunarhringar Afgreiddir samdægurs GULLSMIÐIR SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI Slysagildrur á hverju strái - Stórhætta í mörgum nýbyggingum Þessi slysagildra er ■ Stapasíðunni og sést vel hættan sem börnunum er búin. Engar hrefnuveiðar í ár: „Höfum ekki að neinu að hverfa" - Bátarnir búnir með þorskkvótann, engan þorskkvóta að fá Þær eru margar slysagildrurn- ar sem fólk virðist alls ekki vita af, þó að þær blasi hreinlega Að rætast úr silungs- maikaðinum? „Okkur sýnist að heldur sé að rætast úr markaðinum aftur,“ sagði Gísli Kristjánsson, framkvæmdastjóri hraðfrysti- hússins á Hofsósi, þegar hann var inntur eftir söluhorfum á silungi á næstunni. Gísli sagði að þeir væru búnir að flaka 2 tonn af silungi, sem yrði reyktur og silungurinn settur á markað hér innanlands, fyr- ir sunnan og eins í nágreninu. Silungurinn væri í stórum pakkningum og færi aðallega í mötuneyti og á stærri neyslustaði. „Okkur sýnist líta nokkuð vel út með þetta,“ sagði Gísli. Hann sagðist búast við að veið- ar myndu hefjast aftur seinni- partinn í ágúst og standa f um mánaðartíma áður en sumar- veiðum yrði hætt og tekin hvíld. Veiðar hafa oft gengið vel á þessum tfma, eins og t.d. í fyrra. þá „Við byrjuðum að landa í fyrrinótt og höfum landað úr tveimur skipum,“ sagði Gísli Elíasson verksmiðjustjóri hjá Sfldarverksmiðjum rfldsins á Siglufirði. Svanur RE kom fyrstur til Siglufjarðar og var með um 700 tonn. Magnús NK var með rúm 500 tonn. Ljósfari hefur væntan- lega landað um miðjan dag í gær og von var á Gísla Árna RE í dag. Ekki er vitað hvað Ljósfari og Gísli Árni voru með mikið magn. Piltar gera sér meiri vonir en stúlkur um vellaunað starf. Framhaldsskólanemar af höf- uðborgarsvæðinu gera sér einn- ig meiri vonir um vcllaunuð störf en þeir sem stunda nám á landsbyggðinni. Þetta kemur fram í könnun Félagsvísindastofnunar Háskól- ans um framtíðarsýn íslenskra við öllum sem framhjá fara. Sumar eru lítilvægari en aðrar, en allar eru þær áhyggjuefni. „Við höfum verið með smá herferð til þess að fólk gerði eitthvað til að fjarlægja þessar slysagildrur sem við teljum vera víða,“ sagði Jón Geir Ágústsson, byggingafulltrúi í samtali við Dag um þetta mál. „Við fórum í yfirferð yfir bæinn og skrifuðum eigendum þeirra húsa, sem eitthvað athugavert var við, í júnílok, en árangurinn varð sára- lítill.“ Skrifuð voru 40 bréf til jafnmargra aðila og þeir beðnir um að lagfæra það sem að var hjá þeim, en aðeins 8 höfðu bætt úr þessu og 5 sýnt einhvern lit til þess nú í ágústbyrjun. Afrit af bréfunum voru send múrarameist- urum og trésmíðameisturum við- komandi húsa. „En því miður erum við vanmáttugir og ég veit ekki hvort bæjarfélagið er tilbúið til þess að hreinlega vinna þessi verk á kostnað húseigenda, því ég vil telja að til þess sé heimild," sagði Jón Geir. Það vita allir að krakkar vita fátt skemmtilegra en að leika sér í nýbyggingum og þar fær rannsóknareðli þeirra að njóta sín til fulls. Full ástæða er til að biðja fólk að athuga þessi mál og byrgja brunninn áður en barnið dettur í hann, því það er of seint að iðrast eftir á. -SÓL Þegar haft var samband við Gísla Eíasson í gær sagði hann að unnið væri að því að setja verk- smiðjuna í gang. „Það er alltaf bras að starta í fyrsta skipti eftir að allt hefur staðið svona lengi, en það á allt að ganga upp,“ sagði Gísli. Ekki vissi hann hvort búast mætti við því að skipin færu að koma reglulega til Siglufjarðar. „Þeir fara heldur á Raufarhöfn, eða þangað sem styst er að sigla, en þangað er um 7 tíma styttri sigling en hingað til okkar,“ sagði Gísli. gej- framhaldsskólanema. Nemarnir voru spurðir hve miklar vonir þeir gerðu sér um vellaunað starf í framtíðinni. Munur á milli kynjanna þegar að fjárvoninni kom er í fullu sam- ræmi við þann mismun sem fram kom almennt í könnuninni á milli pilta og stúlkna. Piltar búast í mun meira mæli en stúlkur við að „Það er Ijóst að tekjutap okk- ar verður ansi mikið í kjölfar þess að engar hrefnuveiðar verða stundaðar í ár. Við höf- um haft 85-90% af okkar tekj- um af hrefnuveiðum,“ sagði Guðmundur Haraldsson á Akureyri, en hann hefur rekið útgerð og stundað hrefnuveið- ar frá því árið 1970. „Við erum ákaflega óhress með þetta bann. Það er búið að kippa undan okkur lífsviðurværinu. Arið 1990 á að endurskoða þessi mál, en við höfum enga tryggingu fyrir að fá að stunda veiðarnar.“ Guðmundur gerir út 17 tonna bát og sagði að um 10 manns hefðu að jafnaði haft atvinnu sína af hrefnuveiðum og -verkun. Þegar ljóst var að engin hrefnu- veiði yrði í ár hefði hann farið á snurvoð og væri þessa dagana að flaka kola. Hann hefði fengið smá þorskkvóta en hann væri búinn. „Það er ekki bjart yfir þessu. Það er allt óljóst í þessum enda í störfum atvinnurekenda, sérfræðinga og stjórnenda, en þær aftur á móti búast við að lenda í störfum hjá hinu opin- bera, við kennslu eða á heilbrigð- issviði. í könnuninni kemur fram að stúlkum hefur verið kennt að stefna lægra en piltarnir og sú kennsla virðist segja til sín. -mþþ málum ennþá.“ Guðmundur sagði að á meðan ekki hefði verið kvóti á hrefnunni hefði hann veitt að jafnaði 60 hrefnur á ári, en jafnt og þétt hefði verið skorið af og í fyrra- sumar veiddi hann 30 hrefnur. Guðmundur sagði að í fyrra hefði hrefna verið seld fyrir 8 milljónir hjá hans fyrirtæki. Gunnlaugur Konráðsson á Ár- skógssandi sagði að á síðasta ári hefði verið flutt út kjöt á Japans- markað fyrir 15 milljónir króna frá Árskógsströnd. Á milli 15 og 20 manns hefðu haft vinnu við veiðar og verkun. „Við erum búnir að bíða í allt sumar með „Það verður að leysa þetta mál á einhvern hátt og augljóst að við komumst ekki frá þessu dæmi öðruvísi en fá það fé sem áætlað var að kæmi í okkar hlut,“ sagði Ófeigur Gestsson sveitarstjóri á Hofsósi. En sveitarfélagið þar, sem og fleiri standa nú frammi fyrir þeim vanda að fá ekki það fjár- magn til malbikunarfram- kvæmda sem reiknað var með frá Byggðastofnun. Eins og kom fram í Degi í gær vantar Byggðastofnun um 25 milljónir króna til að geta staðið við skuldbindingar sínar við sveitarfélög á landinu. Hofsós kemur mjög illa út úr þessum erfiðleikum Byggðasjóðs og er áætlað að það vanti um 1,8 allt klárt. Við áttum alltaf von á að farið yrði að veiða, að við yrð- um ekki útundan frekar en Hval- ur hf. Við höfum fengið þær skýringar að hér væri aðstöðu- leysi, en það er fyrirsláttur. Við höfum komið okkur upp full- kominni aðstöðu." Gunnlaugur fékk 210 tonna þorskkvóta og hefur þegar veitt 200 tonn. „Ég veit ekki mitt rjúk- andi ráð, við höfum ekki að neinu að hverfa. Það er ekkert útlit fyrir að neinar bætur fáist og það er ekki hægt að fá þorsk- kvóta út á hrefnuna. En við erum ekkert á því að gefast upp,“ sagði Gunnlaugur að lokum. -mþþ milljónir króna svo hreppurinn geti staðið við sínar skuldbind- ingar vegna malbikunarfram- kvæmda. Áætlun um greiðslu malbiks á Hofsósi samkvæmt reglum Byggðasjóðs var upp á 4,4 milljónir og sagði Ófeigur að það fengjust 2,6 milljónir. „Þetta er of stór biti fyrir okk- ur svo hægt sé að leysa þetta með þægilegu móti, en lántökur koma ekki til greina, Byggðastofnun verður að leysa þetta mál,“ sagði Ófeigur Gestsson. Benedikt Bogason hjá Byggða- stofnun sagði að búast mætti við því að reynt yrði að koma til móts við sveitarfélögin með aukafjárveitingu eftir áramótin, en þangað til yrðu sveitarfélögin að brúa bilið með einhverjum hætti. gej- Siglufjörður: Fyrsta loðnan komin Framtíðarsýn íslenskra framhaldsskólanema: Piltar gera sér meiri vonir um vel launuð störf Hofsós: „Byggðastofnun verður að leysa málið“

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.