Dagur - 14.08.1986, Síða 6

Dagur - 14.08.1986, Síða 6
6 - DAGUR - 14. ágúst 1986 á hlöðuballi í Dynheimum Spuröu mig hvar unglingar á aldrinum 14-16 ára voru sl. föstudags- kvöld, svariö er einfalt - á hlöðuballi í Dynheimum! Þaö var alveg troöið á ballinu, þarna voru rúmlega 300 manns og allflestir í þrumu stuði. Já, þetta var svo sannarlega hlutur sem enginn mátti missa af. Þarna var dansað á fullu í heyinu sem sett haföi verið á gólfið (og dreifðist fljótt út um allt) og með vissum millibilum manaði plötusnúðurinn alla í heyslag en bannaði fólki þess á milli að snerta heyið. Stemmningin hefur líklega verið svipuð og hérna í eldgamla daga þegar ekta hlöðuböll voru stunduð, nema hvað aldur samkomu- gesta var lægri nú. Dyni (Steindór Steindórsson) forstöðumaður Dynheima tjáði okkur að böll sem þetta hefðu verið árviss viðburður um heyskapartímann í um 10 ár og gengið vel. Hann taldi meðalaldurinn á diskótekum yfirleitt vera um 14-15 ár, en á böll sem þetta og svo á gamlársböllin, sem væru svona skemmtilegri, kæmu alveg upp í 18 ára krakkar og virtust skemmta sér mjög vel. Hann sagði að það væri lagt mikið meira í þetta ball heldur en venjuleg diskótek sem auðvitað kallaði á aukinn starfs- kraft og þar með hærra aðgöngugjald (250 kr.). Hann tjáði okkur enn- fremur að heyið væri ættað framan úr firði og að hestamenn fengju það venjulega gefins eftir á. Þá fengju margir hestar tyggjó í fyrsta skipti á ævinni sem ætti það til að festast í tönnunum á þeim, en húsbændurnir sæju við því og brúkuðu til þess sérsmíðaða tannstöngla. Afengisvandamálið kannaðist Dyni við, en sagði að þeir væru yfirleitt nær lausir við ölvun nema á svona stórböllum, þá ætti það til að aukast og krakkar kæmu stundum svo ofurölvi á staðinn að ekki væri um ann- að að ræða en að senda þau bara beint heim með löggunni. Steindór Steindórsson. Ragna Kristjánsdóttir og Sólveig Gísladóttir. Rósa Jónasdóttir 14 ára - Er það rétt sem ég heyrði að þú ættir afmæli í dag? „Já, ég verð fjórtán." - Og ertu hérna í tilefni þess? „Já, alveg eins." - Finnst þér afmæliskvöldinu vel varið hérna í Dynheimum? „Já, já.“ - Fóru allir afmælisgestirnir í Dynheima eftir að veislunni lauk? „Nei, ekki allir." - Ertu búin að vera dugleg í heyslagnum? „Alveg nóg.“ - Hefurðu eitthvað stundað diskótekin í Dynheimum? „Já, ég stundaði þau í vetur en hef ekki gert þaö núna í sumar.“ Guðbjörn Ólafsson 19 ára - Ertu á fullu í heyskapnum? „Já, já.“ - Hvers vegna varð þetta ball fyrir valinu? „Ég var bara að labba með vini mínum niðri i bæ og okkur datt í hug að líta inn.“ - Finnst þér þú ekkert vera of gamall fyrir svona skemmtanir? „Nei, alls ekki.“ - Hvað gerir þú venjulega á föstudagskvöldum? „Ég er úr Bænum, Reykjavík, og þar löbbum við eða rúntum um helgar. Það er þannig hjá okkur að nítján ára krakkar kom- ast hvergi inn á skemmtistaði. Á milli heyslaganna var hlaupið út að kæla sig. Það er tekið mjög hart á því, þannig að við erum eiginlega alveg út úr heiminum." - Hvernig finnst þér ungling- arnir hérna á Akureyri? „Þeir eru þrælfínir, það er meiriháttar stuð hérna." Elín Sigurveig Sigurðar- dóttir 16 ára - Finnst þér gaman hérna? „Æi nei, eiginlega ekki. Ég kom bara af því ég hafði ekkert annað að gera.“ - Hefur þú einhvern tíma farið á svona hlöðball áður? „Nei.“ - Ferðu oft í Dynheima? „Nei, ég er yfirleitt ekki í bæn- um um helgar, heldur fer með skátunum í útilegur." Berghildur Þóroddsdóttir 19 ára og Jóhanna Kristjánsdóttir tvítug fóru í International School í Suður-Englandi nú í vor. Málaskóla sem þennan má finna víða í Englandi og einnig í mörgum öðrum löndum. Umræddur skóli er i Exeter (skammt frá Torquay) og búa nemendurnir hjá enskum fjölskyldum á meðan á dvölinni stendur. Jóhanna dvaldi í 7 vikur en Berg- hildur í 12 vikur. Okkur datt í hug að kynna lesendum hvað svona skólar hafa upp á að bjóða og spurðum stöllurnar því aðeins út í þessa ferð. - Fannst ykkur gaman? „Já, þetta var alveg meiri- háttar gaman.“ - Þetta hefur ekki verið áhættusamt? „Ekki að fara þangað sem við fórum. Exeter er kirkju- bær.“ - Hvernig var kennslunni háttað i skólanum? „I byrjun tekur maður inn- tökupróí og er síðan settur í ákveðinn bekk eftir því hvernig gengur í prófinu. Þarna er kenndur framburður og málfræði og svo almenn tjáning á ensku. Siðan er hægt að taka alls konar námskeið með enskunni og þá t.d. í tölvufræði eða versl- unarensku. Námskeiðin eru fyrst og fremst ætluð þeim sem eru lengra komnir.“ - Frá hvaða löndum voru krakkarnir í þessum skóla? „Þar var mikið um Araba og Jóhanna og Berghitdur.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.