Dagur - 02.09.1986, Blaðsíða 2

Dagur - 02.09.1986, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - 2. september 1986 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI SlMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 420 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 40 KR. RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: HERMANN SVEINBJÓRNSSON FRÉTTASTJÓRI: GYLFI KRISTJÁNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: BRAGI V. BERGMANN BLAÐAMENN: ÁSLAUG MAGNÚSDÓTTIR, GESTUR E. JÓNASSON, GESTUR KRISTINSSON (Blönduósi vs. 95-4070 hs. 95-4368), HELGA JÓNA SVEINSDÓTTIR, INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585 hs. 41529), KRISTJÁN KRISTJÁNSSON, MARGRÉT Þ. ÞÓRSDÓTTIR, RÚNAR ÞÓR BJÓRNSSON, ÞÓRHALLUR ÁSMUNDSSON (Sauöárkróki vs. 95-5960 hs. 95-5729) AUGLÝSINGASTJÓRI: FRIMANN FRÍMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Jeiðari._______________________________ Almennur stuöningur við byggðastefnu Stuðningur við byggðastefnu er mjög mikill meðal kjósenda almennt, að því er fram kem- ur í þjóðmálakönnun sem Samband ungra framsóknarmanna fékk félagsvísindadeild Háskóla íslands til að gera. Samkvæmt könnuninni eru um 71% kjós- enda sammála því að stuðla beri að sem jöfnustum búsetuskilyrðum um allt land, jafnvel þó það kosti aukin þjóðarútgjöld. Að- eins 23% kjósenda eru þessu ósammála. Meðal nýrra kjósenda, þ.e. fólks á aldrinum 18-24 ára, er stuðningur við byggðastefnu jafnvel enn meiri, eða um 77%. Mestur er stuðningur við jöfnun búsetu- skilyrða meðal fylgjenda Framsóknarflokks- ins, Alþýðubandalagsins og Kvennalistans. Um 85% kjósenda þessara flokka allra styðja jöfnun búsetuskilyrða. Minnst hlutfall kjós- enda Sjálfstæðisflokksins styður byggða- stefnu, eða um 59%. Tæplega 70% af kjós- endum Alþýðuflokksins styðja jöfnun búsetu- skilyrða þó kostnaðurinn aukist, en 63% kjós- enda Bandalags jafnaðarmanna. Þá er það mjög athyglisverð niðurstaða að tveir af hverjum þremur Reykvíkingum styðja byggðastefnu, jafnvel þó það kosti aukin þjóðarútgjöld. Meðal kjósenda úti á landi er stuðningurinn þó enn meiri, eða 82%. Allar eru þessar niðurstöður hinar athygl- isverðustu og ættu að geta haft þau áhrif að stjórnmálaflokkarnir snúi sér í auknum mæli að því að jafna búsetuskilyrðin í landinu. Til þessa hefur það almennt verið álitið heldur vond pólitík að stuðla að byggðastefnu og margir verið þeirrar skoðunar að byggða- stefna væri nánast skammaryrði í hugum landsmanna. Af þessum sökum hafa stjórn- málaflokkarnir ekki beitt sér sem skyldi. Hér á landi hafa menn ekki talið það til sjálfsagðra mála að veita fé til jöfnunar búsetuskilyrða, eins og talið er sjálfsagt meðal allra helstu nágrannalanda okkar. Nú liggja upplýsing- arnar hins vegar fyrir og þær benda til þess að landsmenn vilji jöfnuð á þessu sviði. Margir landsbyggðarmenn hafa barist ötul- lega fyrir því að byggðastefna væri nauðsyn- leg til að draga úr ójöfnuði í þjóðfélaginu. Þeir hafa gjarnan verið álitnir tiltölulega fáir og einangraðir og því hefur verið hægt að þver- skallast við kröfum þeirra. En byggðastefnu- menn eru ekki fáir og einangraðir heldur njóta stuðnings mikils meirihluta kjósenda, bæði í þéttbýli og dreifbýli. Þessi könnun staðfestir það með ótvíræðum hætti. HS ^viðtal dagsins. „Ég er búinn að gleyma svo mörgu, þó margt hafi gerst á langri ævi,“ sagði Oskar Júlíusson, sem nú dvelur á Dalbæ, heimili fyrir aldraða á Dalvík. Margt gamalt fólk er óþrjótandi viskubrunnur og getur frætt ungdóminn um lífs- hætti forfeðranna. Þó Oskar sé kannski búinn að gleyma ein- hverju, þá er minnið samt ótrúlega gott, hann er orðinn 94ra ára, fæddur 8. maí 1892. Á þessum 94 árum sem liðin eru síðan Óskar leit þennan heim í fyrsta sinn hefur íslenskt þjóðfélag breyst úr bænda- þjóðfélagi, þar sem meirihluti þjóðarinnar bjó í dreifbýli i tæknivætt iðnaðarsamfélag, þar sem flestir þegnarnir kjósa að starfa við þjónustu í þétt- býli. Það er bæði fróðlegt og skemmtilegt að hlusta á gamalt fólk segja frá lífsháttum fólks hér áður fyrr. Þegar Óskar var ungur setti ungt fólk ekki fyrir sig að ganga í 5 tíma til að komast á ball. Dansað var alla nóttina, gengið til baka og þá var ekki verið að leggjast til hvílu og sofa úr sér ballþreytuna, nei ekki aldeilis. menn gengu til vinnu sinnar því ekki þýddi að slá slöku við. Lífsbaráttan var heldur harðari þá en nú. „Þetta hefur allt gengið slysa- laust fyrir sig hjá mér og ég gæti vel hugsað mér að lifa það allt upp aftur,“ sagði Óskar. „Ég er fæddur á Hverhóli í Skíðadal, „Gæti hugsað mér að lifa allt upp aftur - segir hinn bráðhressi 94 ára gamli Óskar Júlíusson, sem nú dvelur á Dalbæ á Dalvík sem er næstfremsti bærinn sem nú er í byggð í dalnum. 1925 flutti ég frá Hverhóli og hóf búskap á Kóngsbakka í Skíðadal. Þetta var nú ekki stórbú, ég bjó með kýr, kindur og eitthvað af hestum. Þar bjó ég til 1949 er ég flutti til Dalvíkur. ’49 voru fjár- skipti vegna garnaveiki og allt fé var skorið, þá ákvað ég að hætta búskap. Á Dalvík var ég alltaf með kindur og kýr og nytjaði Kóngsbakka.“ Óskar vann við vegagerð með búskapnum og einnig eftir að hann flutti til Dalvíkur. Vann hann við lagningu vega í Svarfað- ardal, til Olafsfjarðar og víðar. „Veginum hefur víða ekkert ver- ið breytt frá því hann var lagður í upphafi, hann hefur að sjálf- sögðu verið endurbættur mikið en vegarstæðinu hefur ekkert verið breytt." Óskar var kvæntur Snjólaugu Aðalsteinsdóttur frá Syðri-Más- stöðum í Skíðadal. Hún er nú látin. Eignuðust þau 6 börn. Tvö þeirra eru búsett á Dalvík, tvö í Svarfaðardal, eitt í Reykjavík og eitt á Akureyri. Óskar var spurð- ur um þær breytingar sem hann upplifði í búskapnum. „Já, ég kynntist miklum breyt- ingum í búskapnum. Ég man þann tíma þegar engar vélar voru notaðar, en fyrstu vélarnar komu í dalinn árið 1920. Það voru sláttuvélar og rakstrarvélar sem hestar drógu. Ég eignaðist mína fyrstu vél árið 1925. Búskapurinn var mikið puð á þessum tíma. Það var oft unnið lengi og alla daga nema sunnudaga. Hvers vegna ekki? Fólk fór til kirkju á sunnudögum. Eg veit ekki hvort fólk var svo mikið trúaðra en í dag, þetta var gamall vani. Það var upplyfting fyrir fólkið að ríða til kirkju og hitta sveitungana.“ - Það var mikið unnið seg- irðu? „Það var aldrei slegið slöku við vinnuna. Búskapur í dag er ekki svipaður. Ég er hræddur um að það yrði kvartað í dag. Börnin fóru snemma að vinna og ég var engin undantekning. Ég byrjaði að sitja yfir kvíánum á nóttunni þegar ég var á 10. ári. Nei, mér leiddist ekki svo mjög. Það var strákur af næsta bæ sem sat með mér yfir ánum og við reyndum að finna okkur eitthvað til dundurs. Ég svaf svo til kl. 4 á daginn og þá var farið að smala rollunum saman aftur. Þær voru hafðar lausar yfir daginn. Krakkarnir virtust vera ánægð með þetta, þau héldust nokkuð heima, enda var ekkert hægt að fara.“ - Fólki hefur þá líklega ekki leiðst á þessum tíma? „Nei, það var nú ekki hægt. Gamli tíminn var aldrei leiðinleg- ur, þó hann væri erfiður." - Hvernig var félagslífið í sveitinni? „Það var alveg sæmilegt. Það var bara svo fátt fólk í dalbotnin- um. Það voru fleiri niðri í sveit- inni. Unglingarnir komu saman um helgar, rétt eins og í dag, og dönsuðu. Það voru líka sett upp leikrit sem fólk hafði gaman af. Fólk gekk langar leiðir til að komast á ball. Yfirleitt ekki minna en 4 tíma. Við fórum líka gangandi vestur að Hólum á þorrablót og það tók 7-8 tíma.“ - Aldrei langað til að verða annað en bóndi? „Nei, það held ég ekki. Enda þýddi það ekki neitt, það var í rauninni ekki um neitt að velja.“ - Kreppan mikla, þú manst líklega eftir henni? „Jú, það voru mjög erfiðir tímar. Menn gátu ekkert gert. Það var ekkert hægt að fara og afurðirnar hröpuðu niður í ekki neitt. Verð á dilkum hrapaði nið- ur í 7-8 kr. Þetta var dapurlegt og það fór ekki að rofa til fyrr en herinn kom. Afurðirnar og vinn- an hækkuðu þá í verði." Óskar hlustar á útvarp og horf- ir svolítið á sjónvarp, þó hann segi það lítið nú orðið þar sem sjónin sé orðin svo léleg. En hann fylgist með því sem er að gerast í þjóðfélaginu og hann var spurður hvernig honum litist á ástandið í dag. „Mér sýnist útlitið ekki gott. Það ætti að geta verið betra með öllu þessu fjármagni sem er í umferð. Það hefur eitthvað farið úrskeiðis." Óskar hefur dvalið á Dalbæ síðan 1979, hann var að lokum spurður hvernig honum líkaði vistin. „Mér líkar vel, það er ekki hægt annað. Hér er ágætt fólk og það þýðir ekkert að vera að kvarta, enda ekki ástæða til.“ Og þar með kvöddum við Óskar og þökkum fyrir spjallið. -HJS

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.