Dagur - 02.09.1986, Blaðsíða 6

Dagur - 02.09.1986, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - 2. september 1986 2. september 1986 - DAGUR - 7 Fjórðungsþing Norðlendinga: Samstaða þing- fulltrúa var einstaklega góð Á Fjórðungsþingi Norðlend- inga sem haldið var á Siglufirði um helgina var eins og alla jafnan á slíkum þingum mikið pappírsflóð. Mikill fjöldi mála var lagður fyrir þingið til álykt- unar og afgreiðslu og voru það allt hin mikilvægustu mál fyrir Norðlendinga. Þingfulltrúar skiptust í nefndir til að fjalla um hin ýmsu mál og voru þær nefndir mjög misfjöl- mennar. Sem dæmi má nefna að um 30 fulltrúar voru í einni nefndinni en ekki nema fjórir í annarri. Sem dæmi um þau mál sem voru til umfjöllunar á þing- inu má nefna samgöngumál, byggðamál, öryggismál sjó- manna, atvinnumál og skólamál og áfram mætti telja. Nefndastörf tóku þvt' eðlilega nokkurn tíma en það var fyrst og fremst umfang málefnanna sem því olli en ekki að ágreiningur væri með mönnum. Það verður þvert á móti að segjast að samstaða þing- fulltrúa virtist vera einstaklega góð þannig að þegar mál komu úr nefndum til afgreiðslu voru það fyrst og fremst minniháttar orða- lagsbreytingai sem gera þurfti og margar tillögur „runnu“ í gegn um þingið strax. Þetta þýðir þó engan veginn að þingið hafi verið dauft né and- laust, heldur var þetta vinnusamt og samhent fólk sem vann ötul- lega að sameiginlegum liags- munamálum Norðlendinga. Síðdegis á laugardag bauð bæjarstjórn Siglufjarðar bæjar- fulltrúum og gestum til kvöld- verðar á Hótel Höfn. Þar var slegið á léttari strengi í ágætri veislu sem Kristján Möller forseti bæjarstjórnar stjórnaði. Skömmu áður en kvöldveröarboðinu lauk kvaddi nýkjörinn formaður Fjórðungssambandsins, Valtýr Sigurbjarnarson bæjarstjóri í Ólafsfirði sér hljóðs og þakkaði þingfulltrúum góð störf og einnig starfsfólki þingsins. Sérstakar þakkir flutti hann Sigurði Gunn- laugssyni sem var ritari þingsins, en Sigurður sem er áttræður hef- ur undanfarin 49 ár verið fundar- ritari bæjarstjórnar Siglufjarðar Hér fara á eftir helstu sarn- þykktir þingsins. Um málefni grunnskóla Fjórðungsþing Norðlendinga haldið á Siglufirði 29.-30. ágúst 1986, fagnar ákvörðun mennta- málaráðherra um endurskoðun grunnskólalaga. Við endurskoðun laganna er varað við hugmyndum um að færa stjórn grunnskólans með einum eða öðrum hætti úr hönd- um sveitarstjórna. Þingið beinir því til þeirrar nefndar, sem annast endurskoð- un laganna, að þegar á næsta Alþingi fáist leiðréttingar á fjármálasamskiptum ríkis- og sveitarfélaga varðandi rekstur grunnskólans og bendir á í því sambandi: 1. Kostnaðarskipting á viðhalds- kostnaði skólamannvirkja fari eftir skiptingu á eignahlutum ríkis- og sveitarfélaga. 2. Ríkið taki þátt í greiðslu orkukostnaðar í þeim skóla- hverfum sem þurfa að búa við óhagkvæma orkugjafa. 3. Ríkið greiði að öllu leyti kostnað við akstur grunn- skólanemenda í dreifbýli. 4. Fræðsluskrifstofum og fræðsluráðum verði falin ábyrgð og umsjón með fjár- hagsviðskiptum ríkis- og sveit- arfélaga um rekstur grunn- skóla svo tryggja megi hag- kvæmt skipulag. Hlutverk menntamálaráðuneytisins verði einkum fólgið í yfir- stjórn og eftirliti með fram- kvæmd skólamála í landinu. 5. Sett verði skýr ákvæði í grunnskólalögin um samstarf sveitarfélaga um skólarekstur m.a. með tilliti til ákvæða sveitarstjórnarlaga um byggð- asamlög. Um framleiðslustjórn í landbúnaði „Fjórðungsþing Norðlendinga haldið á Siglufirði 29.-30. ágúst 1986, telur að á meðan fram- leiðslustjórnun í landbúnaði er nauðsynleg, þá verði hún að ná til allra búgreina, þannig að sam- ræmis verði gætt um fjölbreytt framboð landbúnaðarvara og heildarmarkmiði framleiðslu- stjórnar verði náð. Jafnframt lýs- ir þingið stuðningi við setningu svæðabúmarks." Um landnýtingaráætlun „Fjórðungsþing Norðlendinga haldið á Siglufirði 29.-30. ágúst 1986, beinir því til fjórðungs- stjórnar að hún sjái um að fram fari ítarleg kynning á áliti land- nýtingarnefndar fyrir næsta fjórðungsþing." Dreifbýlisnefnd sambands Isl. sveitarfélaga „Fjórðungsþing Norðlendinga haldið á Siglufirði 29.-30. ágúst 1986, beinir því til Sambands ísl. sveitarfélaga að á vegum þess starfi áfram dreifbýlisnefnd, sem tilnefnd er af landshlutasamtök- um sveitarfélaga. 1 trausti þess felur þingið fjórðungsstjórn að tilnefna af hálfu Fjórðungssam- bands Norðlendinga tvo menn í nefndina sinn úr hvoru kjördæmi og varamenn þeirra.“ Átak í samgöngumálum „Fjórðungsþing Norðlendinga haldið á Siglufirði 29.-30. ágúst 1986, hvetur til þess að hagstætt verðlag á olíuvörum á heims- markaði verði nýtt til að auka framlög til vegagerðar í landinu, einkum til lagningar bundins slitlags, þannig að þessara áhrifa gæti til frambúðar, með bættu vegakerfi. Um hafnarmál Stórauka verður framlag ríkisins til hafnarframkvæmda. Niður- skurður fjármagns til þeirra und- an farin ár hefur orsakað mikinn samdrátt framkvæmda og nauð- synlegs viðhalds og stefnir afkomu margra byggðarlaga sem byggja tilveru sína á svávarfangi í verulega hættu. Hér er ekki um sparnað að ræða heldur frestun á vanda sem eykst með hverju ári og verður ekki við unað lengur. Gera verður átak í uppbygg- ingu flugvalla og öryggisbúnaðar þeirra og væntir þingið þess að séð verði fyrir sérstöku fjármagni til þessa verkefnis, sem miðist við fullbúna áætlunarflugvelli, svo að þeir standist öryggiskröfur og að þeir verði lagnir bundnu slitlagi. Stjórnsýslumiðstöðvar Fjórðungsþing Norðlendinga haldið á Siglufirði 29.-30. ágúst 1986, felur fjórðungsstjórn að knýja á um að gerðar verði sér- stakar ráðstafanir af hálfu hins opinbera til að stuðla að upp- byggingu stjórnsýslumiðstöðva á landsbyggðinni. Þingið fagnar samþykkt stjórnar Byggðastofn- unar 10. júlí sl. um þau mál. Millistjórnstig Þingið telur brýnt að sett verði löggjöf um millistjórnsýslustig sem sæki vald sitt til kjósenda í beinum kosningum. Þetta stjórn- sýslustig fái sjálfstæða tekju- stofna og hafi umsjón með þorra þeirra verkefna sem nú eru í höndum ríkisvaldsins og eðlilegt er að fela lýðræðiskjörinni heimastjórn. Fræðsla sveitarstjórnarmanna „Fjórðungsþing Norðlendinga haldið á Siglufirði 29.-30. ágúst 1986, styður hugmynd Sambands ísl. sveitarfélaga um að komið verði á námskeiðum fyrir fram- kvæmdastjóra sveitarfélaga og sveitarstjórnarmenn í samvinnu við landshlutasamtökin. Endurskoðun skipulagslaga „Fjórðungsþing Norðlendinga haldið á Siglufirði 29.-30. ágúst 1986, leggur til að frumvarpi til skipulagslaga, sem sent hefur verið fjórðungsstjórn til umsagn- ar, verði breytt í veigamiklum atriðum. í því sambandi minnir þingið á fyrri samþykktir um að Skipulag ríkisins stofni til útibúa eða kostaðir séu sérstakir skipu- lagsráðgjafar í tengslum við landshlutasamtökin, sem starfi jöfnum höndum fyrir Skipulag ríkisins og einstök sveitarfélög. Þingið felur fjórðungsstjórn að láta í té nánari umsögn um frum- varpið.“ Endurskoðun byggingalaga „Fjórðungsþing Norðlendinga Valtýr Sigurbjörnsson nýkjörinn formaður sleit þinginu og þakkaði þingfulltrúum góð störf. Svipmyndir af gestum í veislu bæjarstjórnar Siglufjarðar. Kristján Möller forseti bæjarstjórnar stjórnaði dagskránni sem boðið var upp á í veislunni sem Siglufjarðar kaupstaður bauð til að loknum þingstörfum. Rafmagnið fór af þegar fundir hófust að nýju að loknu maíarhléi á föstu- dagskvöld og voru sumir að grínast með að þetta hefði verið gert viljandi til að hægt væri að koma fram þeim málum sem ekki þyldu dagsins Ijós. haldið á Siglufirði 29.-30. ágúst 1986, fagnar ákvörðun félags- málaráðherra um að endurskoða bygginalögin, einkum ákvæði þeirra er fjalla um byggingaeftir- lit. Þingið felur fjórðungsstjorn að láta í té nánari umsögn." haldið á Siglufirði 29.-30. ágúst 1986, skorar á ríkisstjómina að beita sér fyrir breytingum á lög- um um Byggðastofnun þannig að fram komi vilji Alþingis um hvar stofnunin skuli vera.“ Staðsetning Byggðastofnunar „Fjórðungsþing Norðlendinga Endurskoðun tekjustofnalaga „Fjórðungsþing Norðlendinga Magnús Sigurjónsson fráfarandi formaður Fjórðungs- sambandsins. haldið á Siglufirði 29.-30. ágúst 1986 telur nauðsynlegt að álagn- ingarstigar tekjustofna sveitar- félaga séu lögbundnir. Þingið styður huginyndir um að hækka hlutdeild aukaframlags í tekjum Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga. Bendir þingið á nauðsyn þess að í lögunum séu viðmiðunar- ákvæði um nýtingu allra tekju- stofna sveitarfélaga, þegar auka- framlag er ákveðið. Áskell Ginarsson flytur ræðu á fjórðungsþinginu. Fjórðungsþingið telur eðlileg- ast að Jöfnunarsjóður sveitar- félaga hafi sjálfstæðan tekju- stofn, sem innheimtur sé í tengsl- um við tekjustofna ríkisins, en verði ekki háður skattastefnu ríkisins á hverjum tíma, sem hluti skatttekna ríkisins. Fjórðungsþingið felur fjórð- ungsstjórn að láta í té nánari umsögn um frumvarpið." Endurskipulagning flugleiðakerfisins „Fjórðungsþing Norðlendinga haldið á Siglufirði 29.-30. ágúst 1986, telur óhjákvæmilegt að endurskipuleggja flugleiðakerfið innanlands. Fjórðungsþingið bendir á þá staðreynd að landshlutaflugfélög- in hafi sýnt það í störfum sínum að þau séu hlutverki sínu vaxin og því sé einsýnt að fela þeim nýjar flugleiðir. Framtíðarskipan iðnráðgjafa „Fjórðungsþing Norðlendinga haldið á Siglufirði 29.-30. ágúst 1986, skorar á iðnaðarráðherra að beita sér fyrir því að sett verði til frambúðar löggjöf um iðnráð- gjöf í landshlutunum, þar sem núgildandi lagaákvæði falla úr gildi um næstu áramót. í lögun- um verði heimild til greiðslu launaframlaga vegna þriggja iðn- ráðgjafa á Norðurlandi. Þingið fagnar framkomnum hugmynd- um um stofnun útibús frá Iðn- tæknistofnun íslands á Akureyri og hvetur iðnaðarráðherra til þess að konta því í framkvæmd sem fyrst.“ Stuðningur byggða við atvinnuþróunarsjóði „Fjórðungsþing Norðlendinga haldið á Siglufirði 29.-30. ágúst 1986, telur með skýrskotun til laga um Byggðastofnun þurfi að leita eftir stuðningi Byggðasjóðs við atvinnuþróunarsjóði iðnþró- unarfélaganna, sem væru nógu öflugir til að sinna fjárframlögum og lánum til tilraunaverkefna og undirbúningsverkefna á Norður- landi. Fjórðungsþingið beinir því til fjórðungsstjórnar að fylgja þessu máli eftir í samvinnu við iðnþró- unarfélögin.“ Rekstrargrundvöllur atvinnuveganna „Fjórðungsþing Norðlendinga haldið á Siglufirði 29.-30. ágúst 1986, leggur áherslu á að útflutn- ingsatvinnuvegunum verði tryggður rekstrargrundvöllur og telur að reynsla síðustu ára bendi eindregið til þess að saman fari jákvæð byggðaþróun í landinu og hagstæð afkomuskilyrði útflutn- ingsgreinanna." Efling ferðamanna- þjónustu „Fjórðungsþing Norðlendinga haldið á Siglufirði 29.-30. ágúst 1986, telur eðlilegt að Ferða- málasamtök Norðurlands hafi forystu um samræmingar- og kynningarstarf á sviði ferðamála og hafi jafnframt veg og vanda að ráðningu sérstaks ferðamálafull- trúa fyrir Norðurland. Þingið leggur áherslu á að starf ferða- málafulltrúa landshlutanna verði tryggt nteð lögum og að veitt verði launaframlög til þessarar starfsemi af fjálagafé eða úr ferðamálasjóð.“ Efling þjónustu „Fjórðungsþing Norðlendinga haldið á Siglufirði 29.-30. ágúst 1986, skorar á landsbyggðar- menn að efla þjónustugreinar heima fyrir með framtaki ein- staklinga, félaga og sveitarfélaga. Bendir fjórðungsþingið á nauðsyn víðtækrar samstöðu með gagnkvæmum viðskiptum innan byggðasvæða og landshluta til að efla viðskipti og framleiðslu heima fyrir. Jafnframt verði stuðlað að því að þeir sem hyggja á atvinnu- rekstur njóti jafnræðis um fjár- magnsfyrirgreiðslu af hendi lána- stofnana, hvar sem þeir búa á landinu.“ Um orkufrekan iðnað „Fjórðungsþing Norðlendinga haldið á Siglufirði 29.-30. ágúst 1986, tekur undir þá kröfu að næsta verkefni í orkufrekum iðn- aði verði á Norðurlandi, en bend- ir jafnframt á nauðsyn þess að Norðlendignar haldi vöku sinni, varðandi könnun á öðrum iðnað- armöguleikum t.d. lífefnaiðn- aði.“ Um fískirækt og nýtingu jarðhitans „Fjórðungsþing Norðlendinga haldið í Siglufirði 29.-30. ágúst 1986, telur brýnt að stuðlað sé að uppbyggingu fiskeldis í landinu, m.a. nteð tilliti til jarðhitans. Mælir þingið með framkomn- um hugmyndum Orkustofnunar um skipulegar rannsóknir á möguleikum til fiskeldis á Norðurlandi og telur eðlilegt að sveitarfélögin eða aðrir hags- ntunaaðilar leggi fram 15% kostnaðar við það verkefni að því tilskyldu að 65% fáist á fjárlög- urn og 20% sé framlag Orku- stofnunar." Um háskólakennslu „Fjórðungsþing Norðlendinga haldið á Siglufirði 29.-30. ágúst 1986, skorar á alþingismenn Norðlendinga að hlutast til utn að á fjárlögum 1987 verði fjárveiting til háskólanáms á Akureyri, í tengslum við Háskóla íslands eða til sjálfstæðrar háskólakennslu. Þingið beinir því til mennta- málaráðherra að ráðinn verði starfsmaður til að undirbúa kennslu á háskólastigi á Akureyri með það fyrir augum að regluleg háskólakennsla verði hafin eigi síðar en 1987. Fjórðungsþingið felur fjórð- ungsstjórn að fylgja málinu eftir og gæta hagsmuna Norðlendinga í þessu máli jafnt við stjórnvöld og þá aðila sem menntamálaráð- herra felur að undirbúa málið.“ Samræmd lagasetning um framhaldsnám „Fjórðungsþing Norðlendinga haldið á Siglufirði 29.-30. ágúst 1986, fagnar því að menntamála- ráðherra skuli hafa skipað nefnd til að undirbúa samræmda laga- setningu um allt framhaldsskóla- nám í landinu. Bendir þingið á það fjárhagslega misrétti, sem er ríkjandi á milli sveitarfélaga um greiðsluskyldur sveitarfélaga vegna framhaldsmenntunar. Þingið telur að kanna þurfi kosti og galla þess að ríkið yfir- taki alfarið rekstur framhalds- skólanna eða sveitarfélögum verði gert kleift fjárhagslega að eiga aðild að rekstrinum og þá sitji öll sveitarfélög í landinu við sama borð. í þessari könnun þarf að gera grein fyrir áhrifum á hag og aðstöðu nemenda er þeir þurfa að sækja nám í franthalds- skólum utan sinnar heimabyggð- ar. Verði sá kostur valinn að fela ríkinu rekstur allra framhalds- menntunar séu tryggð áhrif heimaaðila við skipan skóla- nefnda.“ Jöfnun aðstöðu til að sækja framhaldsnám „Fjórðungsþing Norðlendinga haldið á Siglufirði 29.-30 ágúst 1986 telur aðkallandi að jafna fjárhagslegan aðstöðumun nemenda í dreifbýli til að sækja núverandi dreifbýlisstyrkir séu ófullnægjandi og nái alls ekki því markmiði að jafna eðlilega aðstöðu nemenda til að stunda framhaldsnám. Þingið skorar á alþingismenn Norðlendinga og menntamála- ráðherra að beita sér fyrir stór-- auknum framlögum á næstu fjár- lögum til þessa verkefnis og hlut- ast til um að settar verði í lögin fastar reglur um þessa námsað- stoð.“ Menningarhátíð Norðlendinga „Fjórðungsþing Norðlendinga haldið á Siglufirði 29.-30. ágúst 1986, beinir því til Menningar- samtaka Norðlendinga að kanna möguleika á reglulegum menn- ingarhátiðum á Norðurlandi og fagnar fyrirheiti menntamálaráð- herra um fjárhagsstuðning við þess konar hátíðir." Ríkisútvarpið á Akureyri „Fjórðungsþing Norðlendinga haldið á Siglufirði 29.-30. ágúst 1986, tekur undir þau markmið útvarpsstjóra að útsendingar Svæðisútvarpsins á Akureyri nái til alls Norðurlands. Jafnframt er skorað á Ríkisútvarp og Póst- og símamálavfirvöld að ráðast þegar í þær tækniumbætur, sem gera þarf til að sendingar svæðisút- • varpsins nái vestur um Norður- land og austur um til byggða í Þistilfirði og á Langanesi. Væntir þingið þess að þetta verkefni korni til framkvæmda á næsta ári. Fjórðungsþingið telur að samhliða bættum sendinga- skilyrðum þurfi að leggja áherslu á frétta- og efnisöflun í hinum dreifbýlli byggðum Norðurlands. Þannig að um samfellt norðlenskt útvarp verði að ræða með veru- legri þátttöku í efni aðalrásar hljóðvarps." Sjónvarpsdeild á Akureyri „Fjórðungsþing Norðlendinga haldið á Siglufirði 29.-30. ágúst 1986, ítrekar fyrri ábendingar um að fast starfslið verði ráðið á veg- um sjónvarpsins með aðsetur á Akureyri, sem sinni verkefnum um allt Norðurland í samstarfi við fréttaritara og heimamenn. Þannig verði norðlensku frétta- efni veittur greiðari aðgangur að fréttaþáttum sjónvarpsins." Um öryggismál sjómanna „Fjórðungsþing Norðlendinga haldið á Siglufirði 29.-30. ágúst 1986, vekur athygli á að bæta þarf ástand í öryggismálum sjó- manna úti fyrir Norðurlandi. í því sambandi er m.a. bent á að nauð- synlegt er að bæ;a fjarskipti við báta á innanverðunt Húnaflóa og víðar og koma upp öryggisþjón- ustu við flotann með staðsetn- ingu þyrlu norðanlands."

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.