Dagur - 02.09.1986, Blaðsíða 11

Dagur - 02.09.1986, Blaðsíða 11
2. september 1986 - DAGUR - 11 f Lára Pálsdóttir Kveðjuorð F. 13. mars 1912 - D. 24. ágúst 1986 Eitt sinn skai hver deyja, það fær enginn umflúið. Nú er elsku amma er horfin yfir móðuna miklu, viljum við systkinin saman reyna að skrifa fáein kveðjuorð. Hugur okkar er á reiki, góðar og ljúfar minningar leita fram, við eigum erfitt með að tjá hug okkar, það sækir að okkur trega. Við sem ung erum, eigum stundum erfitt með að skilja lífið og tilveruna, við eigum erfitt með að sætta okkur við, að sjá á bak þeim er okkur eru kærir og þykir vænt um. Við erum þó farin að skilja að lífið hér á jörðu er ekki eilíft, í huga okkar systkinanna er mikið þakklæti fyrir að hafa átt svo hlýlega og góða ömmu, er ætíð Víst heitir hún Sandgerðisbót -en Poliurinn hét Hofsbót Vegna fréttar í blaðinu fyrir stuttu um framkvæmdir í Sandgerðisbót höfðu nokkrir „gamlir“ Akureyringar sam- band við undirritaðan og furð- uðu sig á vanþekkingu hans á gömlum örnefnum i bænum. Astæðan var einföld, því sagt hafði verið að hafnarstjórn hefði samþykkt smíði fískverk- unarhúsa í Bótinni. Fyrir marga er Bótin aðeins ein á Akureyri og staðsett þar sem nú er miðbær Akureyrar og nán- asta umhverfi, (þó aðallega það sem nær sjónum er). Hins vegar var átt við byggingu fiskverkun- arhúsa í Sandgerðisbót, en hún er eins og flestir vita norðan Glerár, eða þar sem er framtíðar- svæði fyrir smábáta Akureyringa. Þar á nefnilega að byggja þéssi fiskverkunarhús. í örnefnaskrá sem Jóhannes Óli Sæmundsson tók saman er m.a. sagt, „Ástæðan fyrir því að Glerá hefur ekki fengið að ráða allt til sjávar er augljós, því að fyrrum flæmdist hún sitt á hvað um eyrarnar, allt frá Sandgerdis- bót suður í Oddeyrarbót. “ Þarna er Bótin (eina og sanna) nefnd Oddeyrarbót. Á öðrum stað í örnefnaskrá Jóhannesar segir, „Torfunefið er þar austur af og Oddeyrarbótin, sem var í krikan- um efst við Eyrina, er löngu horf- in undir uppfyllingu, götur og hús. Hún náði þangað sem nú er (hið ráðhúslausa) Ráðhústorg, en þangað suður náði fyrrum einn af ósum Glerár." Fleira er til um Bótina og segir á einum stað, „Elsta nafn sem vitað er um á hinni einstöku ágætu höfn sunn- an Oddeyrar er Hofsbót, ættað frá einokunartímanum, en langt er nú síðan Akureyrarpollur, eða aðeins Pollurinn var fast nafn.“ Það eru því ýmsir fletir á þessu máli og gaman að rifja það upp hér. Ekki er mér örgrannt um að einhverjir gamlir og grónir „þorparar kalli Sandgerðisbót bara Bótina. En Sandgerðisbót heitir hún og gerir vonandi áfram. Þettar er frekar rifjað upp til gamans, en hitt að gera úr þessu mál og var jafn gott að blaðamanni var bent á staðreynd- ir málsins. Hins vegar vissi hann um nafn bæði Bótarinnar og Sandgerðisbótar, en notaði ein- ungis Bótina til styttingar til að forðast óþarfa endurtekningu nafnsins Sandgerðisbót í stuttri frétt. gej- var gott og ánægjulegt að heim- sækja eða að fá í heimsókn. Amma fræddi okkur um margt, sem mun nýtast okkur vel á lífs- leiðinni. Okkur systkinunum er efst í huga þakklæti til þín, elsku amma, fyrir allar samverustund- irnar, þær munu geymast í minningunni, bjartar og fagrar, er aldrei fennir yfir. Systkini kveðja ömmu með virðingu og þökk fyrir allt og allt. Elsku afi við biðjum algóðan Guð að gefa þér mikinn styrk. Það var bjartur sunnudagur, 24. ágúst, er Guð tók ömmu okk- ar til sín, himnahliðið var opnað upp á gátt er amma gekk þar inn. Það er sterk huggun harmi gegn að eiga bjartar og fagrar minningar um elsku ömmu. Hvíli amma í friði. Magnús, Ásthildur, Ebba Kolla og Ragnhildur. Utsala Vegna fjölda fyrirspurna opnum viö aftur í dag Irisútsöluna í Grænumýri 10. Aðeins þennan eina dag. Allt á sama lága verðinu. Enn er úrval af kvenblússum og metravöru. Fatagerðin Irís Óskum eftir að ráða starfsfólk í brauðgerð karla og konur. Vinnutími frá kl. 5-15. Upplýsingar gefnar í Hrísalundi 3, ekki í síma. Brauðgerð Kr. Jónssonar. Hjúkrunarfræðingar Hjúkrunarforstjóra vantar að dvalar- og sjúkra- deild Hornbrekku, Ólafsfirði frá 1. nóvember. Umsóknarfrestur til 20. september. Upplýsingar gefur forstöðumaður í síma 96-62480. Kennarastaða Vegna forfalla er laus ein kennarastaða við Síðu- skóla. Upplýsingar veita skólastjóri eða yfirkenn- ari í síma 22588. Skólastjóri. Húsvíkingar - Þingeyingar 41585 er símanúmer Ingibjargar Magnúsdóttur blaðamanns Dags. Skrifstofan er að Stóragarði 3. Opið frá kl. 9-11 f.h. Frá stjórn verkamannabústaða Akureyri Eftirtaldar íbúðir eru til sölu í verka- mannabústöðum á Akureyri: A. 5 herbergja raðhúsíbúðir í smíðum ca. 130 m1 við Fögrusíðu 11 C, Fögrusíðu 11 E, Fögrusíðu 9 C og Fögrusíðu 15 C. B. 3ja herbergja íbúð í fjölbýlishúsi við Keilusíðu 7 G, 94,1 m2. C. 2ja herbergja íbúð í fjölbýlishúsi við Múlasíðu 3 H, 93,7 m2. D. 2ja herbergja íbúð í fjölbýlishúsi við Smára- hlíð 18 B, 58,7 m2. Umsóknareyðublöð og allar nánari upplýsingar um verð, skilmála og rétt til kaupa á íbúðum í verkamannabústöðum er að fá á skrifstofu verkamannabústaða, Kaupangi v/Mýrarveg. skrifstofan er opin frá kl. 13-15.30 virka daga, lokað á föstudögum. Umsóknarfrestur er til 22. september n.k. Akureyri, 01. september 1986, Stjórn verkamannabústaða, Akureyri. Sporthúsidh, DÚNÚLPUR á dúndurgóðu verði Efni: Sterk nylonefni með giansáferð. Fylling: 100% dúnn. Hetta: Dúnfyllt hetta sem hægt er að fela inni í kraga. Litir: Dökkblátt, rautt, grátt. Stærðir: 128-140-152-164 (5-12 ára) -L-XL-XXL. 128 og 140 M n,

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.