Dagur - 02.09.1986, Blaðsíða 3

Dagur - 02.09.1986, Blaðsíða 3
2. september 1986 - DAGUR - 3 —Heimilið Sýningarbás RARIK: „Fólkí kennt að spara í stað þess að eyða“ „Sagt er að þetta sé eini básinn, þar sem reynt er að fá fólk til að spara í stað þess að eyða,“ sagði Stefán Arngríms- son hjá RARIK, en þeir hafa einn athyglisverðasta básinn á sýningunni Heimilið ’86. Þeir leyfa fólki þar að prófa þrek- hjól og gefa góð ráð til sparn- aðar á rafmagni. Tekin eru dæmi af sparnaði við lýsingu, notkun þvottavéla, kæli- skápa, frysta, eldavéla og ann- arra heimilistækja. Einnig eru sýnd dæmi um hvernig hægt er að spara í húshitunarkostnaði. Hægt er að ná allt að 20% sparnaði í heimilisnotkuninni og allt að 25% í húshitun. Sem dæmi um sparnað við lýsingu má nefna, að mikill sparnaður felst í því að nota ekki stærri perur en nauð- synlegt þykir, hafa ljósa liti í umhverfinu og slökkva ljós þegar enginn er í herberginu. Hægt er að spara 15% við notkun á þvottavél, með því að skola fyrst í köldu vatni, fylla þvottavélina og velja rétt þvottakerfi. Sparn- aður í kæliskápum næst með því að hafa á honum hæfilegt hita- stig, sem er 5 gráður, halda hon- um hreinum og hafa þéttingar í lagi. Hæfilegt frost í frysti er 18 gráður. Hann skal staðsettur á svölum stað og nýttur vél, því tómur frystir notar ekki minni orku en fullur. Mikilvægur sparn- aðarþáttur eldavéla er að nota rétta gerð og stærð af pottum. Með skipulagningu matseldar- innar næst líka góður árangur. Grillið er mjög orkufrekt. Hitið því marga rétti samtímis. Notið hitakönnur undir kaffið, þurrkið þvott úti hvenær sem til þess viðr- ar og látið það eftir ykkur að slökkva á sjónvarpinu, þó að útsending sé í gangi, svo lengi sem þið eruð ekki að horfa á útsendinguna. Við húshitun get- ur oft verið mikilvægt að hafa í huga að staðsetja ofna rétt, ein- angra húsið vel og nota hitastilli og hæfilegan hita. Séu þessi ráð notuð, er hægt að spara þúsundir króna á mánuði, hvað þá á ári. Eða eins og RARIK orðar það: Svona spörum við orku! -SÓL Uppeldismálaþing að Hrafnagili - Kennarar á Eyjafjarðarsvæðinu fjalla um stefnuna í skólamálum Á morgun, midvikudag, hefst uppeldismálaþing í Hrafnagils- skóla við Eyjafjörð. Það er Kennarasamband íslands sem heldur þingið í samvinnu við Bandalag kennara á Norður- landi eystra, B.K.N.E. Uppeldismálaþing hefur verið árviss atburður hjá Kennarasam- bandinu. Venjulega hefur ein- ungis eitt stórt þing verið haldið árlega, með þátttöku kennara víðs vegar að af landinu. I ár er þeirri venju breytt, þvf nú verða uppeldismálaþingin fleiri og smærri, jafnframt því sem þau verða færð út í fræðsluumdæmin. Þingið að Hrafnagili er fyrir kennara á Akureyri og við Eyjafjörð. Valgeir Gestsson for- maður Kennarasambandsins set- ur þingið. Framsöguerindi þings- ins eru þrjú. Þau flytja Svanhild- ur Kaaber, formaður Skólamála- ráðs K.í. og Eria Kristjánsdóttir uppeldisfræðingur en Benedikt Sigurðarson skólastjóri Barna- skóla Akureyrar og Elín Step- hensen yfirkennari sama skóla flytja í sameiningu framsöguer- indi heimamanna. Að því loknu fara fram pallborðsumræður þar sem frummælendur, auk Sturlu Kristjánssonar fræðslustjóra, sitja fyrir svörum. Á þessu uppeldismálaþingi svo og þeim sem á eftir koma verður aðallega fjallað um stefnuna í skólamálum og segja má að upp- eldismálaþingin séu beint fram- hald af vinnu Skólamálaráðs Kennarasambands íslands í þeim efnum. Þinginu lýkur á miðviku- dagskvöld. Næsta uppeldismálaþing verð- ur haldið 12. þessa mánaðar, fyr- ir kennara í Þingeyjarsýslum. Það verður haldið í Hafralækjar- skóla. BB. mm> „Er ánægður með viðtökumar“ —segir Birgir Steingrímsson framkvæmdastjóri Hlyns sf. á Húsavík „Þessi skilti auka persónuleika húsanna. Þau viðhalda og minna fólk á nöfn á húsum sem annars væru löngu gleymd yngri kynslóðum og viðhéldust aðeins í minni eldri kynslóða,“ sagði Birgir Steingrímsson framkvæmdastjóri Hlyns sf. á Húsavík, en Hlynur sérhæfir sig þessa stundina í gerð tré- skilta. Fyrirtækið Hlynur sf. var stofnað á Húsavík árið 1964 og er því 22 ára gamalt. Það hefur gert húsgögn, smíðað árabáta, gert við hús og séð um viðhald þeirra og smíðar nú skilti. „Fyrirtækið gengur vel. Viðskiptin aukast jafnt og þétt og við finnum fyrir vaxandi eftirspurn aðila um allt land. Það hefur verið hringt mik- ið í fólk sem fjárfest hefur í skiltunum okkar og það spurt hvar skiltin fáist. Því er þá vísað til okkar og svona hleður þetta utan á sig. En það er erfiður bar- dagi að reka iðnfyrirtæki í dag. Samt getur maður ekki annað en verið ánægður með viðtökurn- ar," sagði Birgir. Eigendur Hlyns sf. eru feðgarnir Steingrímur Birgisson og Birgir Steingríms- son. Hann sagði að sýningin hefði hjálpað mikið til að auka viðskiptin, og eftir sýninguna væri eftirleikurinn auðvéldur. Sem dæmi um hve viðskiptin hafa tekið mikinn kipp á sýningunni. er að venjulegur afgreiðslufrestur skiltanna er 10 dagar til hálfur mánuður, en á sunnudaginn voru pantanirnar orðnar svo margar. að afgreiðslufresturinn var orð- inn minnst mánuður. -SÓL Kennarar á Norðurlandi eystra Uppeldismálaþing KÍ boöar til uppeldismálaþings í samvinnu við BKNE sem hér segir: Miðvikudaginn 3. sept. að Hrafnagilsskóla fyrir kennara á öllu Eyjafjarðarsvæöinu. Föstudaginn 12. sept. að Hafralækjarskóla fyrir kennara í Þingeyjarsýslum (austan Vaðlaheiðar). Dagskrá þingsins 3. sept.: 1. Setning kl. 10.00: Valgeir Gestsson, formaður KÍ. 2. Stefnumörkun K( í skólamálum: Svanhildur Kaaber, formaður skólamálaráðs Kl’, flytur erindi. 3. Aðalerindi: Erla Kristjánsdóttir, uppeldisfræðingur, flytur. 4. Skólastefna - hvað viljum við?: Benedikt Sigurðarson, skólastjóri, og Elín Stephensen, yfirkennari, flytja. Börn úr Tónlistarskóla Akureyrar flytja tónlist milli atriða fyrir hádegi. Matarhlé. 5. Hópvinna. Kaffihlé. 6. Pallborðsumræður: Frummælendur, fræðslustjóri og fleiri sitja fyrir svörum. Stjórnandi umræðna: Trausti Þorsteinsson, skólastjóri. 7. Þingslit kl. 18.00: Valgeir Gestsson, formaður KÍ. Kvöldverður. Dagskrá þingsins 12. sept. nánar auglýst síðar. Kennarar! Fjölmennið á þingin og takið þátt í umræð- um og mótun skólastefnu. Þátttaka tilkynnist Fræðsluskrifstofu Norðurlands eystra, sími 24655. Nánar auglýst í öllum grunnskólunum.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.