Dagur - 02.09.1986, Blaðsíða 4

Dagur - 02.09.1986, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - 2. september 1986 Ijósvakanum 'sjónvarpg ÞRIÐJUDAGUR 2. september. 19.00 Dansandi bangsar. (Das Tanzbáren Márchen). Þriðji þáttur. Þýskur brúðumyndaflokk- ur í fjórum þáttum. Þýðandi: Kristrún Þórðar- dóttir. 19.25 IJlmi. (Ulme). Fimmti þáttur. Sænskur teiknimynda- flokkur um dreng á vík- ingaöld. Sögumaður: Arnar Jóns- son. Þýðandi: Jóhanna Jó- hannsdóttir. (Nordvision - Sænska sjónvarpið). 19.50 Fréttaágrip á tákn- máli. 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Augiýsingar og dag- skrá. 20.35 Vatnsveitan. Xynningarmynd frá Tæknisýningu Reykjavík- ur. Hreint vatn er auðlind og það eru Reykvíkingum ómetanleg hlunnindi hve góð og gjöful vatnsból er að finna í námunda við borgina. ÞRIÐJUDAGUR 2. september 7.00 Veðurfregnir • Fréttir • Bæn. 7.15 Morgunvaktin. 7.30 Fróttir • Tilkynningar. 8.00 Fróttir • Tilkynningar. 8.15 Veðurfregnir. 8.30 Fréttir á ensku. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barn- anna: „Hús 60 feðra“ eftir Meindert Dejong. Guðrún Jónsdóttir les þýð- ingu sína (4). 9.20 Morguntrimm • Til- kynningar • Tónleikar, þulur velur og kynnir. 9.45 Lesið úr forustugrein- um dagblaðanna. 10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir. 10.30 „Ég man þá tíð“. Hermann Ragnar Stefáns- son kynnir lög frá liðnum árum. 11.00 Fróttir. 11.03 Samhljómur. Umsjón: Þórarinn Stefáns- son. 12.00 Dagskrá • Tilkynning- ar. 12.20 Fróttir. 12.45 Veðurfregnir • Til- kynningar • Tónleikar. 13.30 í dagsins önn - Heilsuvernd. Umsjón: Jón Gunnar Grét- arsson. 14.00 Miðdegissagan: „Mahatma Gandhi og lærisveinar hans“ eftir Ved Mehta. Haukur Sigurðsson les þýðingu sína (4). 14.30 Tónlistarmaður vik- unnar. Bubbi Morthens. 15.00 Fréttir • Tilkynningar • Tónleikar. 15.20 Landpósturir.n. Á Vestfjarðahringnum. Umsjón: Finnbogi Her- mannsson. 16.00 Fréttir • Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Divertimenti. 17.00 Fréttir. 17.03 Barnaútvarpið. Umsjón: Kristín Helga- dóttir og Siguriaug M. Jón- 20.50 Svitnar sól og tárast tungl. (Sweat of the Sun, Tears of the Moon). 5. Gull og grænir skógar. Ástralskur heimilda- myndaflokkur í átta þátt- um um Suður-Ameríku og þjóðirnar sem hana byggja. I þessum þætti kannar leiðsögumaðurinn, Jack Pizzey, Amazonfljótið og umhverfi þess. Þýðandi og þulur: Óskar Ingimarsson. 21.40 Arfur Afródítu. (The Aphrodite Inherit- ance). Sjötti þáttur. Breskur sakamálamynda- flokkur í átta þáttum. Aðalhlutverk: Peter McEnery og Alexandra Bastedo. Þýðandi: Jóhanna Þráins- dóttir. 22.25 Börn framtíðarinnar? (Brave New Babies) Heimildamynd frá breska sjónvarpinu (BBC) um glasabörn og tilraunir sem beinast að því að ná stjórn á erfðaeiginleikum mannsins. Þýðandi og þulur: Jón O. Edwald. 23.25 Fréttir í dagskrárlok. asdóttir. 17.45 Torgið - Við upphaf skólaárs. 18.45 Veðurfregnir • Dag- skrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. 19.40 Tilkynningar. 19.45 Daglegt mál. Guðmundur Sæmundsson flytur þáttinn. 19.50 Fjölmiðlarabb. Guðmundur Heiðar Frí- mannsson talar. (Frá Akureyri). 20.00 Ekkert mál. Halldór N. Lárusson og Bryndís Jónsdóttir sjá um þátt fyrir ungt fólk. 20.40 Santoríní, eyjan helga. Árelíus Níelsson segir frá. 21.05 Perlur. Léttsveit Ríkisútvarpsins leikur. 21.30 Útvarpssagan: „Sögur úr þorpinu yndislega" eftir Sigfried Lenz. Vilborg Bickel-ísleifsdóttir þýddi. Guðrún Guðlaugs- dóttir les (9). 22.00 Fréttir Dagskrá morgundagsins Orð kvöldsins. 22.15 Veðurfregnir. 22.20 Leikrit: „Hús Bern- örðu Alba" eftir Federico Garcia Lorca. Þýðandi: Einar Bragi Sig- urðsson. Leikstjóri: María Kristjáns- dóttir. Leikendur: Kristbjörg Kjeld, Herdís Þorvalds- dóttir, Hanna María Karlsdóttir, Ragnheiður Steindórsdóttir, María Sig- uröardóttir, Guðrún Gísla- dóttir, Sigrún Edda Bjöms- dóttir, Bríet Héðinsdóttir, Sigríður Hagalín, Sigur- veig Jónsdóttir, Anna Kristín Arngrímsdóttir, Þómnn Magnea Magnús- dóttir, Margrét Helga Jóhannsdóttir, Anna Krist- ín Arngrímsdóttir, Sigur- veig Jónsdóttir og Guð- laug María Bjarnadóttir. Félagar í Háskólakórnum syngja. 24.10 Fréttir • Dagskrárlok. írás 1 i rás 21 ÞRIÐJUDAGUR 2. september 9.00 Morgunþáttur. Stjórnendur: Ásgeir Tóm- asson, Gunnlaugur Helga- son og Sigurður Þór Salv- arsson. Elísabet Brekkan sér um barnaefni kl. 10.05. 12.00 Hlé. 14.00 Skammtað úr hnefa. Stjómandi: Jónatan Garð- arsson. 16.00 Hringiðan. Þáttur í umsjá Ólafs Más Björnssonar. 17.00 í gegnum tíðina. Ragnheiður Davíðsdóttir stjórnar þætti um íslenska dægurtónlist. 18.00 Dagskrárlok. 3ja mín. fréttir kl. 9, 10, 11, 15, 16, og 17. 17.03-18.30 Ríkisútvarpið á Akureyri - Svæðisútvarp. Er ekki upplagt fyrir gæludýr bæjarbúa að bregða sér á sjóskíði innan um vaska seglbrettakappa á Pollinum? Kannski óvenjuleg hugmynd, en ekki ófram- kvæmanleg eins og sjá má. Sancho er sjö ára gamall páfagaukur, búsettur í Bandaríkjunum. Hann dundar sér ekki við flug eins og flestir bræður hans heldur þeysir á sjóskíðum. Þessar myndir eru teknar í hinum frægu Cypress Gardens í Flórída, en þar eru oft haldin heimsmeistaramót sjóskíðamanna og er gauksi eflaust búinn að til- kynna þátttöku. Sancho er fleira til lista lagt. Hann hjólar á örlitlu reiðhjóli eftir vír sem er strengdur hátt frá jörðu og telur góðfúslega upp að tíu sé þess óskað. Þessi einstaki páfagaukur, sem er fæddur í Suður Ameríku, var að sjálfsögðu vængstýfður til að koma í veg fyrir flótta á flugi. Rawleigh Arms, þjálfari hans, eyddi sjö mánuðum við þrotlausar æfingar áður en Sancho hélt sína fyrstu sýn- ingu. Þeir sjá ekki eftir þeim tíma því gauksi virðist skemmta sér vel og er að verða eitt helsta númerið í Cypress Gardens. Þá er bara að drífa gaukana sína út úr búrunum og skella þeim á sjóskíði! hér og þar_ Fjolhæfur páfagaukut • HGG fékk ekki atkvæði Hinn frægi maður, Hann- es Hólmsteinn Gissurar- son, var einn þriggja umsækjenda um stöðu lektors í heimspeki við Háskóla íslands sem nýlega var auglýst laus til umsóknar. Nýlega var svo haldinn fundur í heim- spekideildinni þar sem greidd voru atkvæði um umsækjendurna um stöðuna en þeir voru þrír talsins. Féllu atkvæði þannig að einn umsækj- endanna fékk 27 atkvæði, annar 9 en Hannes Hólm- steinn hlaut ekkert atkvæði. Og reyndar gekk nefnd sem mat hæfni umsækjendanna það langt að hún mat Hannes Hólmstein óhæfan til að gegna stöðunni. # Sammála Platóni Að sjálfsögðu tók Mogg- inn Hannes tali eftir þessa niðurstöðu nefndarinnar og þar hafði hann m.a. þetta að segja: „...Ég hef að vísu ekki áhyggjur af sjálfum mér í þessu máli, heldur þeim þremenning- um sem skipuðu dóm- nefndina. Ég er sammála Platóni um það að það er miklu verra fyrir menn að beita aðra óréttlæti heldur en að verða fyrir því sjálfur“. Stór karl Hannes Hólmsteinn og nú er bara að sjá hvað Sverrir menntamála geriren hann hefur lokaorðið í þessu máli. # Kiwanis- göngugötu- klukkuturn Mönnum virðist vera verulega í nöp við Kiwan- isgöngugötuklukkuturn- inn. Að minnsta kosti fær hann varla að standa óskemmdur eina einustu helgi. Ætli Bakkusi sé illa við turninn persónulega, eða ætli hann beiti aðdá- endum sínum fyrir sig þegar átrúnaðurinn fer yfir hámarkið. Rætt hefur verið um að turninn sé ekki rétt staðsettur, því hann skyggi á Ijósaröðina sem verið hefur fyrir aug- að þegar gengið er um strætið. Endar þetta ekki með því að Kiwanismenn sem ætluðu að gera það góðverk að setja upp klukku í götunni, verði að færa turninn á stað sem virðist gefa turninum betri frið fyrir skemmdarvörg- um sem gefa frá sér ánægjustunu er þeir brjóta í honum rúðu?

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.