Dagur - 02.09.1986, Síða 9

Dagur - 02.09.1986, Síða 9
_/ýb róttÍL Umsjón: Kristján Kristjánsson 2: september 1986 - DAGUR - 9 KA sigraði Þór Þór og KA í 2. flokki Jéku fyrir hclgina seinni leikinn í Akur- eyrarmótinu í knattspyrnu. Leikurinn fór fram á Þórsvell- inum og lauk med sigri KA 2:1. Þór sigraði í fyrri leik lið- anna 3:1 og því verður leikur- inn í haustmótinu látinn gilda um það hvort liðið vinnur titil- inn í ár. Leikurinn var nokkuð jafn í fyrri hálfleik en lítið var um færi hjá liðunum. í hálfleik var staðan 0:0. í síðari hálfleik hresstust Þórs- arar örlítið og fengu þá ágæt marktækifæri. En Torfi Halldórs- son hirti það sem á markið kom, þar til á 75. mín. að Ólafur Þor- bergsson skoraði með lúmsku skoti frá vítateig. KA-menn fóru þá í gang og börðust vel. Skömmu eftir mark Þórs jafnaði Ágúst Sigurðsson fyrir KA með glæsilegri hjól- hestaspyrnu í bláhornið. Þegar aðeins fáar mínútur voru eftir skoraði Grétar Pálmason af stuttu færi og kom KA yfir. Úr- slitin 2:1 fyrir KA og því fást úr- slitin í þessum flokki ekki fyrr en í haustmótinu. Hraðmót unglinganefndar KSÍ: Fram sigraði Sigurvegarinn í minningarmótinu ásamt nokkrum þeirra er hlutu aukaverðlaun Mynd: KK Hraðmót unglinganefndar KSÍ í knattspyrnu 3. flokks fór fram á Akureyri um helgina. Keppnin hófst á föstudag en úrslitaleikirnir fóru fram á sunnudag. Alls kepptu 8 lið, leikið var í tveimur fjögurra liða riðlum og leiktíminn var 2x35 mín. Tvö liðanna sem upphaflega ætluðu að vera með, ÍR og Hvöt mættu ekki og því lék Þór með a og b lið og einnig var sett saman eitt lið frá Fram og KR. í A-riðli léku KR, KA, Vík- Skíðafólk af stað Starfsemi Skíðaráðs Akureyr- ar er nú að hefjast. Undirbún- ingsæflngar hjá 15 ára og eldri hefjast miðvikudaginn 3. sept- ember kl. 20 og eiga allir sem ætla að vera með að mæta í íþróttahúsið við Laugargötu. Krakkar á aldrinum 13-14 ára hefja æfingar miðvikudaginn 10. september og eiga að mæta í íþróttahúsið við Laugargötu kl. 20. Krakkar sem eru 12 ára og yngri hefja æfingar um miðjan september og verður það nánar kynnt síðar. SRA hefur fasta fundi á þriðjudögum og fara þeir fram á efri hæð íþróttahússins við Laugargötu. Allir þeir sem áhuga hafa á því að vera með í starfi og eflingu skíðaíþróttarinnar eru velkomnir á fundi. Æfingar skíðagöngumanna verða kynntar um miðjan sept- ember. ingur og Þór b og fóru leikirnir fram á KA-velli. í B-riðli léku Þór a, Fram, Leiknir F og Fram/ KR og fóru þeir leikir fram á Þórsvelli. Úrslitin í riðlakeppn- inni urðu þessi: KR-Þór b ■ 7:0 Þór a-Fram/KR 5:0 KA-Víkingur 1:4 Fram-Leiknir 7:0 Þór b-Víkingur 0:2 Leiknir-Fram/KR 2:0 KR-KA 3:1 Þór a-Fram 2:3 KA-Þór b 2:1 Fram-Fram/KR 6:3 Víkingur-KR 1:0 Leiknir-Þór a 1:4 Á sunnudaginn var síðan leikið um öll sætin átta. urðu þessi: Úrslitin 1.- 2. Fram-Víkingur 2:1 3,- 4. Þór a-KR 3:1 5,- 6. KA-Leiknir 7,- 8. Þór b-Fram/KR 7:1 Minningarmótið í golfi: Fram/KR gaf Lokaröðin varð því þessi. 1. Fram, 2. Víkingur, 3. Þór a, 4. KR, 5. KA, 6. Leiknir, 7. Þór b, 8. Fram/KR. Jónína og Guðbjöm unnu - Þórhallur Pálsson sigraði án forgjafar í karlaflokki Minnigarmótið í golfi fór fram að Jaðri um helgina. Upphaf- lega hét þetta mót Ingimund- armótið en heitir nú Minning- armótið og er haldið til minningar um nýlátna félaga í Golfklúbhi Akureyrar. Að þessu sinni var Jóns G. Sólnes minnst en hann var einn af öt- ulustu félagsmönnum GA í gegnum árin. Leiknar voru 36 holur með og án forgjafar og var keppt í þrem- ur flokkum, karla-, kvenna- og 2. flokki. Keppnin var mjög jöfn og skemmtileg en úrslitin urðu þessi: ' ■■ : - ■ >-;q Oiv tíiii Karlar án forgjafar: 1. Þórhallur Pálsson GA 156 2. Konráð S.Gunnarsson GA 15’9 3. Sverrir Þorvaldsson GA 160 Karlar með forgjöf: 1. Ó’.i Már Guðmundsson GÖ 138 2. Jón Baldursson GE 143 3. Konráð S. Gunnarsson GA 143 Konur án forgjafar: 1. Jónína Pálsdóttir GA 2. Inga Magnúsdóttir GA 3. Rósa Pálsdóttir GA Konur með forgjöf: 1. Jónína Pálsdóttir GA 2. Rósa Pálsdóttir GA 3. Inga Magnúsdóttir GA 176 188 208 146 156 160 Fyrirtækjakeppni í mini-golfi: Hellusteypan sigraði Sundfélagið Óðinn gekkst um helgina fyrir keppni í mini- golfí á milli þeirra fyrirtækja sem studdu félagið við að koma upp mini-golf brautun- um, með því að kaupa auglýs- ingar með nafni fyrirtækjanna á brautirnar. Hvert fyrirtæki Lið Hellusteypunnar sem sigraði í mini-golfinu um helgina. sendi þriggja manna sveit og hver keppandi lék einn hring. Sveit Hellusteypunnar fór með sigur af hólmi, lék á 106 höggum samtals. í öðru sæti varð sveit KEA á 121 höggi og í þriðja sæti varð sveit Búnaðarbankans á 124 höggum. Aðrir sem tóku þátt í keppninni voru Kaffibrennslan, Landsbankinn, Iðnaðarbankinn og sveit frá sundfélaginu. Einnig áttu að mæta mæta sveitir frá Slippstöðinni og Möl og sandi en þær sveitir mættu ekki til leiks. Sigurlaunin til starfsmanna Hellusteypunnar eru veglegur far- andbikar sem þeir varðveita til næsta móts að ári. Auk þess voru aukaverðlaun fyrir besta skor í keppninni og þau hlaut Pétur Guðjónsson frá Hellusteypunni. Hann lék 9 holurnar á 30 höggum. Þá voru verðlaun í boði fyrir að fara holu í höggi og voru verðlaunin bifreið að eigin vali, (leikfangabifreið). Einunt kepp- anda tókst þetta en það var Sverrir Jónsson frá Búnaðar- bankanum og valdi hann sér fjór- hjóladrifna jeppabifreið af gerð- inni MAJORETTE. Rekstur mini-golfsins hefur gengið bærilega á þessu fyrsta starfsári og hafa sex þúsund manns komið og leikið hring. Nú hefur verið lokað og hefst starf- semin að nýju 1. júní næsta ár. Sundfélagið Óðinn vill nota tækifærið að þakka öllum sem hafa heimsótt þá að sundlaug- inni í sumar og vonast til að sjá sem flesta næsta sumar. 2. flokkur, án forgjafar: 1. Guðbjörn Garðarsson GA 187 2. Oddur Jónsson GA 193 3. Ottó H. Guðmundsson GA 193 Oddur sigraði Ottó í bráða- bana í keppninni um 2. sætið. 2. flokkur með forgjöf: 1. Guðbjörn Garðarsson GA 137 2. Ottó H. Guðmundsson GA 137 3. Eríkur Sveinsson GA 140 Þeir Guðbjörn og Ottó voru jafnir í keppni með forgjöf en Guðbjörn sigraði á betra skori síðustu þrjár holurnar. Þá voru einnig veitt mörg glæsileg aukaverðlaun, eins og t.d. að fara næst holu á nokkrum brautum. Það voru KEA og Landsbank- inn sem gáfu verðlaun í mótinu. Sveitakeppni GSf: Karlalið GA valin Sveitakeppni Golfsambands íslands fer fram um næstu helgi. Karlasveitir GA leika í 2. deild og fer sú keppni fram hér á Akureyri. A-sveit kvenna leikur í 1. deild og keppir á Grafarholtsvellinum en B-sveitin leikur í 2. deild hér á Akureyri. David Barnwell valdi um daginn kvcnnaliðin í keppnina og þá sögðum við frá því hér í blaðinu. Nú hefur hann einnig valið í bæði karlaliðin og þeir kylfingar sem vaidir voru eru, í A-liðið, Björn Axelsson, Sverr- ir Þorvaldsson, Þórhallur Páls- son og Kristján Gylfason. í B- liðinu eru þeir Árni S. Jónsson, Ólafur Gylfason, Konráð S. Gunnarsson og Jón Aðalsteins- son. Til vara eru þeir Viðar Þor- steinsson og Sigurður H. Ringsted.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.