Dagur - 02.09.1986, Blaðsíða 12

Dagur - 02.09.1986, Blaðsíða 12
Akureyri, þriðjudagur 2. september 1986 Ritstjórn • Auglýsingar • Afgreiðsla Síminn er 24222 Fyrstu réttir norðan heiða - í Undirfellsrétt Sl. sunnudag var réttað í Undirfellsrétt í Vatnsdal og er það hald manna að þetta séu fyrstu réttir norðan heiða þetta haustið. Pað eru Áshreppur og Sveins- staðahreppur sem smöluðu því fé sem sótt hafði niður af Gríms- tungu- og Haukagilsheiði að Heiðargirðingu, en það mun um langt árabil hafa verið vani að smala þetta svæði um hálfum mánuði fyrir aðalréttir. Að sögn Ragnars Bjarnasonar, bónda í Norðurhaga, var óvenju- fátt í réttinni að þessu sinni og taldi hann það stafa af því að undanfarið hefði verið góð og áfallalaus tíð og spretta hefði ver- ið seint á ferðinni og heiðarnar því lengur í sprettu en oft áður. Aðspurður hvernig féð kæmi af fjalli sagði Ragnar að sennilega mætti segja að það væri í góðu meðallagi, „en að vísu finnst okkur alltaf að lömbin séu lítil í þessari rétt,“ sagði Ragnar. Aðalréttir verða 12. og 13. september og mun það vera viku fyrr en ætlað var samkvæmt fjall- skilareglum. G.Kr. LA sýnir „Mar- bletti“ „Það eru enn lausir endar hvað varðar mannaráðningar hjá okkur fyrir síðari verkefni vetrarins og er ekki tímabært að segja frá hlutum sem kannski koma til með að breyt- ast,“ sagði Pétur Einarsson, leikhússtjóri hjá Leikfélagi Akureyrar, er hann var spurð- ur um verkefni vetrarins hjá félaginu. Sagt hefur verið frá því áður að æfingar hófust fyrir nokkru á barnaleikritinu „Herra Hú“ og verður það sýnt bráðlega. Næsta verkefni þar á eftir er revíukabarett sem heitir „Mar- blettir“ og er eflir „Hina og þessa“. „Pað verður ekki endi- lega tekið á hinum venjulegu dægurmálum í dag, heldur verð- ur reynt að kortlcggja nútíma- manninn, hvaða hugmyndir hann hefur. Hluti af verkinu er þýddur úr verki eftir finnskan höfund sem heitir Bengt Alfors, en annað er samið hér heima. Ég verð leik- stjóri þessa verkefnis og leikend- ur verða allir fastráðnir leikarar félagsins auk nokkurra fleiri," sagói Pétur. Tónlist og söngvar eru í „Marblettum" og er fyrirhuguö frumsýning 17. október. gej- Eins og fram kemur í frétt hér til hliðar var réttað í Undirfellsrétt í Vatnsdal sl. sunnudag. Mynd: G.Kr. Borun í Reykjarhól bar árangur Allt útlit er fyrir góðan árang- ur af borun eftir heitu vatni í Reykjarhóli í Fljótum, sem gerðar eru á vegum seiðaeldis- stöðvarinnar Fljótalax. Á fimmtudaginn varð vart við mikið vatn í holunni og töldu menn það vera allt að 20 sek. lítrar. Það er 90 gráðu heitt og sjálfrennandi. Þegar holan var síðan mæld eftir helgina hafði rennslið minnkað mikið og mældist 8 sek. lítrar. Holan sem er ríflega 400 metr- ar á dýpt hafði aðeins verið fóðr- uð 100 metra niður og töldu menn að hrun í henni hefði vald- ið þessu minnkandi vatnsrennsli. í gær var von á rörum til að fóðra holuna lengra niður eftir að hún hefur verið hreinsuð. Teitur Arnlaugsson, stöðvar- stjóri við Fljótalax var ánægður með árangurinn, þrátt fyrir þetta minnkandi rennsli, sem hann vonaði að væri aðeins í augna- blikinu. Hann kvað stöðina hafa haft 3 sek. lítra til umráða af heitu vatni og þessi viðbót nú myndi margfalda möguleika stöðvarinnar á auknu seiðaeldi í framtíðinni. Ekkert væri því til fyrirstöðu að nær tvöfalda fram- leiðsluna strax á næsta ári, eins og áætlunin og byggingarfram- kvæmdin nú við stækkun stöðvar- hússins miðuðu að. þá Sunnan- blíða „Nei, nei. Það er ekki komið haust fyrir norðan og strax á morgun fer að snúast í suðvest- anátt hjá ykkur,“ sagði Unnur Ólafsdóttir veðurfræðingur er við ræddum við hana í gær. Unnur sagði að síðari hluta dags í dag færi vindur að verða suðvestlægur og síðan yrði sunn- anátt á morgun og eftir það væri ekki útlit fyrir breytingar alveg á næstunni. Það er því ekki annað að sjá en að framundan sé þokka- legasta veður ef svo fer sem horfir. gk-, Þessi tveggja metra háa appelsína mun á næstu dögum hvetja menn til að drekka meiri Blöndu. Mjólkursamlag KEA: „Appelsína" kynnir „Blöndu“ „Sala á Blöndu hefur gengið vonum framar en við ætlum að reyna að auka hana enn með þessu uppátæki,“ sagði Júlíus Kristjánsson hjá Mjólkursam- lagi KEA aðspurður um hlut- verk „appelsínu“ einnar mikillar sem kynnt var fyrir blaðamanni. „Hugmyndin kom frá Samveri h/f en Hallmundur Kristinsson leikmyndasmiður hjá L.A. sá um hönnun og smíði.“ „Appelsína" þessi er um tveir metrar á hæð og öll hin fullkomnasta því hún er búin hátalarakerfi sem hún notar til að kynna Blönduna og spjalla við fólk. Fyrsta kynningin með þessu nýja sniði verður í KEA Hrísalundi á föstudaginn en auk þess að sjá um kynningar í versl- unum mun „appelsínan" sem enn hefur ekki hlotið nafn heimsækja barnaheimili og fleiri staði. Vafa- laust kunna börnin vel að meta þetta uppátæki þeirra í samlag- inu og fróðlegt verður að sjá við- brögð frá öðrum neytendum. Að lokum vildi Júlíus koma því á framfæri að ef menn hafa gott nafn á gripinn mega þeir gjarnan hafa samband við þá samlags- menn. et Siglfirðingar skora á Flugleiðir - að endurskoða áætlunarflug til Sauðárkróks Bæjarráö Siglufjarðar hefur beint þeim eindregnu tilmæl- um til innanlandsdeildar Flug- leiöa að falla frá fyrirhuguöum brottfarartíma í vetraráætlun á flugleiðinni Reykjavík - Sauð- árkrókur þ.e. kl. 18.30 á þriðjudögum og föstudögum og breyta brottfarartímanum þannig að ekki verði farið frá Reykjavík seinna en kl. 14.00 þessa daga. Ástæða þessarar áskorunar er sú að framangreindir dagar eru þeir einu í vikunni sem veginum á milli Sáuðárkróks og Siglu- fjarðar er haldið opnum að vetr- arlagi, en snjómokstri lýkur kl. 17.00 þessa daga. Með fyrirhug- uðum brottfarartíma Flugleiða frá Reykjavík er ekki unnt að tengja áætlunarferðir á landi frá Siglufirði við þetta flug eins og verið hefur til fjölda ára og þar með brestur einn öruggasti sam- göngumöguleiki Siglfirðinga við höfuðborgina yfir vetrartímann. „Það er ljóst að okkur munu ekki nýtast þessar samgöngur, ef af þessu verður verður rútan á ferðinni á milli þessara staða á kvöldin eftir að snjóruðningstæki eru farin af svæðinu og það telj- um við ekki fýsilegan kost,“ sagði Kristján L. Möller á Siglufirði. Hann sagðist vonast til að Flug- leiðir endurskoðuðu þessa áætlun þannig að Siglfirðingar gætu áfram notað þjónustu þeirra. Sæmundur Guðvinsson blaða- fulltrúi Flugleiða sagði að fram í febrúar yrðu sáralitlar breyting- ar, en hægt yrði að breyta brott- för frá Reykjavík um 45 mínútur. Frá febrúarbyrjun verður brott- för breytt og farið verður frá Reykjavík kl. 14.45. „Annars er þetta spurning um að athuga hvort Vegagerðin geti breytt sínum áætlunum, það hlýt- ur að koma fleirum að gagni. Það er vonlaust fyrir okkur að senda allar vélar héðan um hádegi,“ sagði Sæmundur -mþþ

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.