Dagur - 02.09.1986, Side 8

Dagur - 02.09.1986, Side 8
8 - DAGUR - 2. september 1986 „Fjárlagagerðin vandasöm“ - segir Guðmundur Bjarnason, þingmaður Guðmundur Bjarnason þing- maður er fæddur og uppalinn á Húsavík, bjó þar til 1977 er hann flutti til Keflavíkur og var síðan kosinn á þing 1979. Guð- mundur kemur oft til Húsavík- ur í þinghléum og þegar frítím- ar gefast. Þar var hann staddur í síðustu viku er blaðamaður Dags náði tali af honum. Ég dvel hér núna milli funda, þingtlokkurinn var með fund á Sauðárkróki og ég tel mjög mikil- vægt að þingflokkurinn geri meira af því að halda sína fundi úti á landsbyggðinni, komist bet- ur í snertingu við atvinnulíf og starfsemi þar þó að þingmenn séu auðvitað meira og minna á ferð- inni úti um allt land. Um helgina er fjórðungsþing á Siglufirði og þing SUF á Hrafnagiii. Ég ætla að reyna að sækja bæði þessi þing. í þessari viku sá ég að ég hafði nóg að gera við að sinna mínu svæði og fór hér austur um. Það er ekki svo að maður sé í eilífu sumarfríi." - Er sumarfrí þingmanna ekki eins langt og margir halda? „Auðvitað er þinghlé nokkuð langt miðað við að þingi ljúki í maílok ogþað hefjist ekki fyrr en 10. okt. Ég er þess fullviss að störf þingmanna yfir sumartím- ann eru mjög mismikil þó að flestir séu að fást við eitt og ann- að sem tilheyrir þeirra starfi, undirbúa sig, viða að sér upplýs- ingum og efni, hafa samband við sitt fólk, vilja vera betur undir starfið búnir á nýju þingi. Hvað mig varðar á ég sæti í þó nokkuð mörgum nefndum sem starfa meira og minna alit árið svo ég þarf mikið að sinna fundahöld- sá háttur hefur verið á hafður undanfarin sumur að Pálmi Jóns- son formaður og ég sem er varaformaður fjárveitinganefnd- ar höfum fylgst með fjárlagagerð- inni, tekið þátt í fundahöldum fjármálaráðherra með ráðherrum fagráðuneytanna. Einnig höfum við fylgst með starfi fjármála- og hagsýslustofnunar þegar hún undirbýr fjárlög. í þessa vinnu og fundahöld hefur að sjálfsögðu farið talsvert mikill tími af sumarfríinu en þetta gefur okkur góða innsýn í fjármál ríkisins og við hvaða vanda er að glíma hverju sinni. Undanfarin ár hef ég oft sagt að aldrei hafi vandinn verið meiri en í það skipti og hafi það einhvern tíma átt við rök að styðjast þá er það vissulega að þessu sinni. Ég á sæti í Samstarfsnefnd um opinberar framkvæmdir, en hún er oft kölluð „bremsunefnd“ af þeim sem þurfa undir hana að sækja. Ég á sæti í Ráðningar- nefnd ríkisins sem fjallar um ráðningar opinberra starfsmanna og húsnæðismál hins opinbera, síðan er ég formaður svokallaðr- ar milliþinganefndar um húsnæð- ismál og við höfum haldið marga fundi í sumar og rætt þessi mál sem virðast vera hálfgerð eilífð- armál þótt menn bindi miklar vonir við það kerfi sem tekur gildi um mánaðamótin. Sem rit- ari Framsóknarflokksins fylgist ég með flokksstarfinu, í sumar höfum við verið framkvæmda- stjóralausir og þá mæddi nokkuð á mér að fylgjast með því starfi. Við erum með nokkra starfs- menn, það er ýmislegt sem einn stjórnmálaflokkur þarf að fást við og nánast á hverjum degi koma upp mál sem þarf að takast á við eða fjalla um. Síðast en ekki síst vita allir um þá fjárhags- erfiðleika sem flokkurinn hefur haft við að glíma, töluvert mikil vinna hefur verið við að halda hlutunum gangandi. Síðast grip- um við til þess ráðs að selja hús- næði flokksins að Rauðarárstíg 18 þar sem skrifstofurnar hafa verið til húsa og hótelhúsnæði sem við höfum leigt út. Þetta ger- um við vegna þess að við verðum að leysa þessi erfiðu fjárhags- vandamál, en allt tekur þetta tíma og ég hef verið töluvert bundinn við það í sumar og kannski getað minna ferðast um og rætt við mína umbjóðendur en ég hefði viljað og skylda okkar þingmanna er að gera. Nú hefur flokkurinn ráðið nýjan fram- kvæmdastjóra, Sigurð Geirdal fyrrv. starfsmann UMFÍ, og við bindum miklar vonir við hann.“ - Fylgja mikil ferðalög þing- mennskunni? „Já, það fylgja þessu mikil ferðalög en samt finnst þó líklega hinum almenna flokksmanni og kjósanda að þingmenn séu ekki nóg í snertingu við sitt umhverfi. Við reynum að ferðast töluvert mikið og að vera í kjördæminu eins mikið og tök leyfa hverju sinni. Þar að auki hef ég þurft að vera töluvert mikið á ferðinni vegna starfa minna sem ritari flokksins, þannig að ég hef farið vítt um landið, mikið víðar um en um mitt kjördæmi t.d. var far- in mikil fundaferð í vetur til að ræða flokksmál og flokksstarf við framsóknarfólk. Þá fór ég um alla Austfirði og Vesturland svo og lítils háttar um Suðurland og Reykjanes. Einnig hef ég reynt að mæta á flest kjördæmisþing." - Nú virðist þingmennska Guðmundur Bjarnason. eftirsótt, en er hún ekki að mörgu leyti vanþakklátt starf? „Sjálfsagt má segja það að ein- hverju leyti, menn ætlast til mik- ils af sínum þingmönnum og vilja að þeir vinni gott starf fyrir land og þjóð. Því miður tekst mönn- um ekki ævinlega að gera allt sem þeir hefðu viljað. Þrátt fyrir þetta virðist starfið eftirsótt og því má lýsa sem svo að sá sem er á annað borð félagslega sinnaður og vill hafa samskipti við fólk kemst hvergi nær því verkefni en í þessu starfi. Það býður upp á mikil persónuleg samskipti og ég býst við að þau haldi uppi áhuga manna til að fórna sér í slíku starfi. En starfið er á vissan hátt krefjandi og tekur mikið af fjöl- skyldulífi, vinnan er ekki frá 9 til 5, oft er unnið nánast allan sólar- hringinn og mikið um helgar, þá eru íundir og ráðstefnur svo menn eru oft mikið fjarverandi. Ein ástæðan til þess að menn gefa sig í þetta er ef til vill sú að það vaknar einhver keppnisandi í mönnum. Menn vilja reyna að sýna hvað þeir geta, standa sig vel og eins og íþróttamaðurinn vilja þeir ekki gefa sig fyrr en í fulla hnefana.“ - Hver telur þú helstu hags- munamál þessa kjördæmis á komandi þingi? „Við sveitarstjórnarkosning- arnar í vor töldu flestir fram- bjóðendur atvinnumálin brýnust á hverjum stað, vissulega er því oft beint til þingmanna og sveit- arstjórnarmanna að þeir þurfi mjög að beita sér í atvinnumál- um. Eg tel það vera okkar hlutverk að leggja grunninn og skapa aðstæðurnar fyrir fjölbreytt og gott atvinnulíf en síðan verði heimamennirnir, framtakssamir menn á hverjum stað að taka sig saman um að hrinda í fram- kvæmd þeirri atvinnuuppbygg- ingu sem nauðsynleg er. I minn vasa verða ekki sóttar neinar pat- entlausnir, ég er því miður ekki svo hugmyndaríkur. Samskipti og samstarf við útlendinga í atvinnulífinu sem menn hafa stundum horft til áður virðast ekki vera á döfinni nú nema þá helst í fiskeldi. En ef slíkir kostir koma upp held ég að við höfum ekki efni á að hafna neinu slíku að óathuguðu máli. Við þurfum að nýta alla þætti til að treysta okkar byggð og það gerum við best með að treysta okkar at- vinnulíf, gera það fjölbreyttara og fjölþættara en það er í dag. Byggðamálin hafa verið mjög í brennidepli að undanförnu og á fjórðungsþinginu um helgina, eins og á mörgum öðrum þingum sem ég hef setið munu umræður snúast mjög um byggðastefnu og byggðaþróun. Fjármál hins opin- bera hafa einnig mikil áhrif á hag hvers byggðarlags og hvernig mönnum tekst að stýra þeim mál- um þannig að sem mestum jöfn- uði verði náð, það er afar áríð- andi. Allt eru þetta hefðbundin verkefni sem koma upp á hverju þingi.“ - Áttu von á kosningum á næstunni? „Eins og menn vita er kjör- tímabilið ekki úti fyrr en næsta vor, ég tel eðlilegast og farsælast að ekki komi til kosninga fyrr en að loknu kjörtímabili og sá tími nýtist til að reyna að fylgja eftir og festa í sessi þá þróun sem ver- ið hefur í efnahagsmálum á undanförnum mánuðum. Mjög mikilvægt er að halda við þeim árangri sem náðst hefur varoandi verðbólguna. Það tel ég best gert með því að þessi ríkisstjórn fái að sitja til loka kjörtímabilsins. Það er þó aldrei hægt að segja til um þetta með neinni vissu. Það er mjög erfið glíma við fjárlögin núna eins og ég nefndi áður. Ég vona samt að það takist þannig að ekki komi til kosninga út af því máli sérstaklega. Þá hygg ég að næsti átakapunktur í íslenskum stjórnmálum séu kom- andi kjarasamningar, upp úr næstu áramótum. Ef takast á að halda því jafnvægi sem við erum að reyna að ná er mjög mikilvægt að samningsaðilar taki á málum af fullri ábyrgð og festu. Ef hins vegar það kemur upp að samn- ingar ætla að fara úr böndunum og menn ná ekki að fylgja þeirri efnahagsstefnu sem unnið hefur verið samkvæmt að undanförnu, veit ég ekki nema að til kosninga gæti komið fyrr en kjörtímabilið er á enda.“ - Hvað með áframhaldandi þingmennsku af þinni hálfu? „Hvort sem kosið verður fyrr eða síðar hlýtur að koma að því að ganga verður frá framboðslist- um og við framsóknarmenn í þessu kjördæmi höfum ákveðið þá aðferð sem við ætlum að hafa við uppstillingu á framboðslistan- um. Frá 20. sept. til 5. okt. verð- ur flokksbundnu fólki í kjördæm- inu gefinn kostur á að tilnefna þá menn sem það vildi hafa í fram- boði til Alþingis, þetta er fyrsta skrefið. Ég býst við að menn vilji eitthvað meta sína afstöðu til væntanlegs framboðs í ljósi þess hvernig þær tilnefningar ganga og hvaða fólk kemst þar á blað. En mér er engin launung á því að ég mun leita eftir stuðningi til að halda þessu starfi áfram, hef gegnt því síðan í desemberkosn- ingunum 1979 og hef nokkurn áhuga að sinna því enn um sinn og reyna að láta eitthvað gott af mér leiða, svo ég mun leita eftir stuðningi til áframhaldandi þing- setu. Endanleg uppstilling á listan- um verður síðan ákveðin á kjör- dæmisþingi þar sem kosið verður bindandi kosningu um sjö efstu sætin. Þannig mun okkar listi skipaður, eins og þar verður ákveðið og þeim dómi verðum við að sjálfsögðu að sæta, allir sem hugsanlega kunna að gefa kost á sér í þennan slag.“ IM um. Fjárlagavinnan er sumarstarf.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.