Dagur - 16.09.1986, Síða 2

Dagur - 16.09.1986, Síða 2
2 - DAGUR - 16. september 1986 _y/'ðía/ dagsins. ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI SÍMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 480 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 50 KR. RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: HERMANN SVEINBJÖRNSSON FRÉTTASTJÓRI: GYLFI KRISTJÁNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: BRAGI V. BERGMANN BLAÐAMENN: ÁSLAUG MAGNÚSDÓTTIR, EGGERT TRYGGVASON, GESTUR E. JÓNASSON, GESTUR KRISTINSSON (Blönduósi vs. 95-4070 hs. 95-4368), HELGA JÓNA SVEINSDÓTTIR, INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585 hs. 41529), KRISTJÁN KRISTJÁNSSON, MARGRÉT Þ. ÞÓRSDÓTTIR, RÚNAR ÞÓR BJÖRNSSON, STEFÁN SÆMUNDSSON, ÞÓRHALLUR ÁSMUNDSSON (Sauöárkróki vs. 95-5960 hs. 95-5729) AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRlMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. leiðar________________________________ Nýjar áherslur í byggðaaðgerðum Nýjar áherslur í byggðaaðgerðum heitir lokakafli í skýrslu Byggðanefndar þingflokkanna og þar eru dregnar saman nokkrar niðurstöður þessarar þingmannanefndar um byggðamál. Meðal þess sem þar segir er eftirfarandi: Ákvarðanir stjórnvalda, sem hafa áhrif á afkomu sjávarútvegsins, hafa jafnframt grundvallarþýð- ingu fyrir val manna á búsetu. Þetta þurfa stjórn- völd að hafa ríkt í huga á næstu árum. Þar sem um 90% nýrra starfa verða í þjónustugreinum hlýtur staðsetning þjónustunnar að hafa mikil áhrif á þróun byggðar. Staðarval stórfyrirtækja, sem stjórnvöld geta í flestum tilvikum ráðið, hefur mikilvæg áhrif á byggðaþróun. Slík fyrirtæki hafa bein og ekki síður óbein áhrif á hversu mörg ný störf verða til í viðkomandi byggðarlagi. Byggðaáætlanir eru mikilvægt úrræði til þess að stjórnvöld í höfuðborginni og héraði geri sér skipulega grein fyrir hvar skórinn kreppir á ákveðnum landsvæðum og til hvaða aðgerða þurfi að grípa til þess að stuðla að eðlilegri byggðaþró- un. Þróunarstarf hefur miðað að því að örva fram- tak heima fyrir til atvinnustarfsemi. Þetta starf hefur gefið góða raun og leggur nefndin til að þessi starfsemi verði efld og að hún verði á vegum heimastjórna í héraði í samvinnu við Byggðastofn- un. Skattaaðgerðir hafa ekki verið reyndar hér á landi til áhrifa á byggðaþróun. Sveitarfélögin sjálf hafa þó sum hver ekki lagt aðstöðugjöld á sjávar- útveg og landbúnað. Nefndin telur eðlilegt að sér- staklega verði athugað hvort jafna megi fram- færslukostnað með skattaaðgerðum og hvetja til staðarvals atvinnufyrirtækja á landsbyggðinni. Þá ber sérstaklega að athuga skattlagningu á flutn- ingskostnaði. Flutningastyrkir tíðkast mikið erlendis til áhrifa á byggðaþróun. Hér á landi er oft á tíðum styrktur flutningur til Reykjavíkursvæðisins, t.d. á land- búnaðarvörum, ennfremur er jafnt verð á olíuvör- um um allt land og svo er um fleiri vörutegundir. Augljóst er, að styrkjakerfi sem tryggði öllum framleiðendum jafnt verð á öllu landinu ýtti undir framleiðslu á höfuðborgarsvæðinu og minnkaði möguleika á að byggja upp milliríkjaverslun úti á landi. Slíkt er því tvíeggjað fyrir landsbyggðina. Hins vegar er það öllum í hag að flutningakerfi landsins verði eins hagkvæmt og kostur er og mikilsvert er að mótuð verði stefna í uppbyggingu flutningakerfisins, sem miði að lækkandi flutning- skostnaði og hagkvæmustu verkaskiptingu sam- göngutækjanna. í niðurstöðum skýrslu Byggðanefndar þing- flokkanna segir einnig að ljóst sé, að ríkisvaldið þurfi að geta veitt aðilum á landsbyggðinni fag- lega og fjárhagslega aðstoð. Byggðastofnun hefur verið falin þessi verkefni og telur nefndin nauð- synlegt að hún hafi verulegt fjármagn til ráð- stöfunar. HS Þann 8. sept. var haldin afmælisveisla á Húsavík, svo- lítið sérstæð að því leyti að haldið var upp á 95 ára afmæli húss og eflaust muna ekki allir eftir afmælisdegi hússins síns þó að skemmra sé síðan það var tekið í notkun. Afmæl- isbarnið var Árholt, eign Jón- asar Egilssonar og Huldu Þór- hallsdóttur. Litla húsið nyrst í skrúðgarðinum við Búðarána. Þó að húsið sé lítið að utan er það stórt að innan eða hver hefði trúað að óreyndu að þar væri að finna fimm herbergi, tvær stofur, nýtísku baðher- bergi og eldhús, forstofu, búr, þvottahús og bílskúr? Húsinu er mjög vel við haldið og skemmtilega, á þann hátt að gert er við það gamla og því haldið í upprunalegri mynd ef því verður við komið með góðu móti. Jónas og Huida hafa búið sér ákaflega fallegt heimili í þessu húsi sem á sér sína sál og hefur sinn sjarma. Fyrst er Jónas spurður hvernig hann viti svona nákvæmlega um afmælisdag hússins. „Ég veit að það var flutt í húsið 8. september 1891 vegna þess að Sigtryggur Sigtryggsson hélt dag- bækur. Fyrst þegar flutt var í húsið var það tjaldað innan með striga og þegar ég fór að gera við gólfin í húsinu kom í ljós að undir var gengin skán en gólf höfðu verið sett í húsið síðar. Þetta segir sína sögu. Byggt var við húsið 1912, iítið þverhús að sunnan sem nú er stofa og herbergi. Það var Klem- ens Klemensson tengdasonur Sigtryggs sem byggði við. Eigend- urnir hafa ekki verið nema fjórir á þessum 95 árum, Sigtryggur, Klemens, Þórhallur tengdafaðir minn sem keypti húsið þótt hann byggi þar aldrei og síðan fluttum við Hulda í húsið 1943 þegar við giftum okkur. Við höfum búið þar síðan, hátt í hálfa lífstíð hússins, að vísu keyptum við ekki húsið fyrr en 1954.“ Árholt hefur alla tíð verið í eigu sömu fjölskyldunnar. Sig- - Jónas Egilsson tryggur var afi Huldu, þannig að Sigtryggur sem byggði húsið selur það fyrst tengdasyni sínum, síðan eignast sonur Sigtryggs það og að síðustu sonardóttir hans. - Er Árholt með elstu húsum í bænum? „Það er ábyggilega með eldri húsum, ef ekki elsta húsið hér sem er ennþá í sama formi og húsaskipan hefur ekki verið breytt í. Ég byggði bílskúr við húsið úr gamalli heyhlöðu sem ég breytti og stækkaði, öðru hefur ekki verið breytt og engu innan- húss.“ - Nú hefur þú séð dagbækur Sigtryggs, kannt þú byggingarsögu hússins? „Ég veit ekki hvað hann hefur verið lengi að byggja húsið, en það er byggt í mikilli fátækt. Sig- tryggur var þurrabúðarmaður eins og það var kallað. Hann var innanbúðarmaður hjá Örums- verslun á sír.um tíma og stundaði síðan alls konar vinnu og ég veit að á þeim tíma hefur fátæktin verið mikil, en hann lagði samt í þessa byggingu.“ - Það hefur verið vel til henn- ar vandað. „Það má segja að byggt hafi verið af mikilli fátækt fyrst húsið var ekki innréttað og ekki sett í það gólf, en auðvitað hafa menn þurft að eiga þak yfir höfuðið þá eins og nú og oft hefur verið basl að koma yfir sig þaki.“ - Fékk húsið strax nafnið Árholt? „Já, þarna var svolítið holt við ána áður en stíflan var gerð.“ - Hefur þú alltaf haldið upp á afmælisdag hússins? „Já, það má segja það, við höf- um alltaf vitað um hann og haldið þeim sið að hafa betra með kaff- inu svona fyrir fjölskylduna hvað sem verður á 100 ára afmælinu. Það eru auðvitað komin mörg dagsverk í að gera við húsið ef þau væru öll talin. Þegar við flutt- um 1943 var aðeins ein kolaelda- vél og einn kolaofn til upphitunar í öllu húsinu. Það var illa ein- angrað svo að það var fremur kalt. Ég einangraði húsið og setti fyrst miðstöð og síðan kom hita- veitan. í þessu litla húsi bjuggu tvær fjölskyldur, Þórður Stefáns- son frændi Klemensar bjó sín fyrstu búskaparár uppi á loftinu eftir 1912. Eftir að við fluttum í húsið var gömul kona sem átti í erfiðleikum með að fá inni og hún bjó á loftinu hjá okkur í mörg ár eða alveg þar til að hún dó, svo plássið hefur ekki alltaf verið svo óskaplega mikið meðan börnin okkar sex voru heima. Samt man ég aldrei til þess að við höfum fundið til þess að það væri þröngt og þó að það kæmu gestir var alltaf nóg pláss því herbergin eru mörg þótt þau séu Iítil.“ - Þykir þér vænt um húsið? „Ég sagði einhvern tíma að ég færi ekki þaðan þó að mér væri gefið nýtt steinhús. Þarna er óskaplega gott að vera. Frá ánni hefur maður fossniðinn sem bæði er gott að sofna og vakna við, ég hefði ekki viljað eiga annars stað- ar heima.“ - Þér hefur aldrei dottið í hug að fara að byggja steinhús? „Ekki í fullri alvöru, auðvitað hugsaði maður um það og margir voru að lá mér fyrir að leggja vinnu í þetta ónýta gamla hús, mér væri nær að byggja. En ég tók strax tryggð við húsið og vildi ekki fara þaðan ótilneyddur. Það var einu sinni komið að máli við mig um hvort ég vildi ekki rífa húsið - það væri fyrir í skrúðgarðinum. Ég bauð bæjar- stjóranum sem þá var að koma heim og sjá hvort hann teldi hús- ið íbúðarhæft. Honum hefur lík- lega fundist hljóðið í mér þannig að hann kom aldrei. Nú hafa við- horf manna breyst því síðar var rætt við mig af hálfu bæjarins og þá heyrðist mér að þetta gæti orð- ið eins konar Dillonshús í skrúð- garðinum. Okkur hefur liðið afskaplega vel þarna og krakkarnir hafa haldið tryggð við húsið. Skrúð- garðinum fer ört fram og þetta er að verða fallegt svæði. Það hefur komið fyrir að aðkomufólk hefur komið alveg upp að dyrum og beðið um að fá að sjá inn.“

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.