Dagur - 16.09.1986, Síða 5
lesendahorniá
16. september 1986 - DAGUR - 5
Hvimleitt moldarflag
við Helðarlund
íbúi við Heiðarlund hringdi og
vildi endilega koma á framfæri
fyrirspurn til forráðamanna
KA.
Sagði íbúinn að moldarflag eitt
mikið væri norðan við Heiðar-
Óánægður pósthólfseigandi
hringdi í framhaldi af frétt í blað-
inu um að Sauðkrækingar vildu
betri þjónustu í sambandi við
pósthólf.
Sagðist hinn óánægði pósthólfs-
eigandi hafa til umráða þrjú póst-
hólf á þrjú mismunandi heimilis-
föng. Hefði hann margoft beðið
um að pósturinn yrði sameinaður
og settur í eitt hólf en á því virt-
ust einhverjir annmarkar. Auk
lund, síðan KA-menn stóðu í
framkvæmdum á svæði sínu.
„Það sést ekki út úr augum hérna
í Heiðarlundinum fyrir moldryki.
Við höfum margoft talað við þá
KA-menn, en það er jafnan lítið
þess væri opnunartími pósthúss-
ins allt of stuttur. Sagðist hinn
óánægði oft ekki vera búinn í
vinnunni fyrr en á milli kl. 7 og 8
á kvöldin og kæmi þá ævinlega að
húsinu lokuðu. Um helgar væri
heldur ekki greiður aðgangur að
pósthólfunum. „Mér finnst mjög
slælega að þessari þjónustu
staðið. Þaö er ekki bara á Sauð-
árkróki sem menn eru óánægðir,
við erum líka óánægð hér á
Akureyri."
um svör. Við höfum þurft að búa
við þetta í allt sumar og þykir
frekar hvimleitt. Nú eru skólarnir
að byrja og krakkarnir þurfa að
ganga þarna yfir. Menn geta
reynt að ímynda sér hvernig
ástandið verður þegar kemur
bleyta. Nú langar mig að spyrja
forráðamenn KA: Er ætlunin að
reyna að hefta þetta eitthvað,
eða ætla þeir KA-menn kannski
að taka að sér að þvo eða jafnvel
mála húsin við Heiðarlund?
Kristinn Kristinsson í KA heimil-
inu sagði að meiningin væri að
útbúa þarna íþróttasvæði og í
það þyrfti geysilegt magn af
mold. Sagðist Kristinn ekki búast
við að hægt yrði að ljúka við
þetta svæði í sumar. „Þetta verð-
ur líklega svona þar til við erum
búnir að þökuleggja eða sá í
þetta. Ég vona að drifið verði í
því strax næsta vor,“ sagði
Kristinn.
Slæleg þjónusta
- segir óánægður pósthólfseigandi
Hvað er sveitamenning?
Getur einhver fróður maður gef-
ið okkur sveitafólki skýrt svar við
því, hvaða fyrirbrigði þessi
sveitamenning er?
Tilefni þess að ég spyr þannig,
er viðtal sem birtist í Degi fyrir
skömmu við leiklistarfróðan
mann. Hann óttast, að ef íslend-
ingar haldi ekki vöku sinni og
hætti að hugsa um sína menningu
þá lognist hún út af og verði
dæmd sem sveitamenning. Nú
langar eflaust margt sveitafólk til
að vita, við hvað er átt. Eftir orð-
anna hljóðan, gæti verið um að
ræða botnfallið úr þjóðfélaginu -
það aumasta sem hægt er að miða
við, og háskalegt fyrir almenning
að ánetjast slíkri lágkúru.
Orðið menning þýðir fleira en
það, sem listamenn mata fólk á.
Orðabókin mín segir að þetta orð
þýði: Þroski andlegra eiginleika
mannsins - það sem greinir hann
frá dýrum - þjálfun hugans -
andlegt líf. Eftir því að dæma
gæti sveitamenning þýtt einfald-
lega, hvernig fólk í sveit lifir,
ekki eingöngu hvað snertir söng
og listalíf, heldur einnig verk-
menningu og búskaparhætti, og
sú menning er hér við Eyjafjörð
til sóma, og ástæðulaust að óttast
að hún verði íslenskri menningu
að aldurtila.
Aðrir nota þetta orð menning
eingöngu yfir listviðburði af ýmsu
tagi, og er það gott og blessað þar
sem flestir slíkir eru góð
menning. En æði oft er skilning-
arvitum okkar misþyrmt með
svokallaðri list, sem á lítið skylt
við menningu, og það get ég sagt
ykkur, að hún kemur ekki öll úr
sveitum.
Hins vegar er því ekki að
neita, að oft og tíðum er boðið
upp á söngskemmtanir og leik-
sýningar sem áhugamenn vinna
að í dreifbýlinu. Sjálfsagt má
sitthvað að því finna, en það er
þó ekki verra en það, að meira
segja Leikfélag Akureyrar hefur
leita eftir startskröftum í sveitina
og fengið til liðs við sig góða
áhugaleikara.
Sama má segja um söngfólkið
hér um slóðir, það er sjálfsagt
ekki fullkomið fremur en annars
staðar, en ef mig minnir rétt, þá
var það á síðasta ári, að við tók-
um þátt í heilmiklu kóramóti þar
sem 170 manns sungu saman, og
u.þ.b. helmingur þess fjölda var
sveitafólk. Lagavalið? Nei það
var ekki Sá ég spóa heldur ýmsar
perlur eftir Hándel og Bach og
hafa þeir hingað til þótt fremur
menningarlegir eða hvað?
Einhvern tíma heyrði ég að
tunga okkar, íslenskan, varð-
veittist best til sveita, helst þar
sem afskekktast er. Og hvað er
íslensk menning án tungunnar?
Nú væri gaman að vita, hvort
fleiri eru sömu skoðunar, eða
þykir kannski fjöldanum sem
fjósafnykur gufi upp af stöfunum
þegar þetta orð sveitamenning
birtist á prenti?
Bóndakona.
Matar-
brauðin
okkar
eru til í fleiri tegundum
en þig grunar.
Reyndu
nýja
næst.
♦
Brauðgerð
Einbýlishús óskast
Dóms- og kirkjumálaráöuneytið auglýsir eftir ein-
býlishúsi á Húsavík til kaups.
í tilboöum skal tilgreina verð og greiösluskilmála
auk upplýsinga um húsiö, þar á meöal stærð
þess og gerö. Æskilegt er aö útlits- og grunn-
teikning fylgi.
Tilboö skulu hafa borist dóms- og kirkjumála-
ráöuneytinu fyrir kl. 16, 25. september 1985.
Áskilinn er réttur til þess aö taka hvaöa tilboði
sem er eöa hafna öllum.
Dóms- og kirkjumálaráðuneytið, 9. septem-
ber 1986.
Aðalfundur TBA
veröur haldinn í félagsmiöstöðinni í Lundarskóla,
sunnudaginn 21. september kl. 16.00.
Dagskrá:
1. Venjuleg aöalfundarstörf.
2. Verölaunaafhending.
3. Kaffi og með því.
Stjórnin.
AKUREYRARBÆR mm
Kartöflugeymsla
Opnaö veröur til móttöku á kartöflum þriðjudag-
inn 16.-föstudagsins 19. september milli kl. 13.00
oq 18.00.
Garðyrkjudeild.
jÉg Lausarstöður
sérfræðinga við
Hollustuvernd ríkisins
Mengunarvarnir: Staöa deildar(efna)verkfræö-
ings.
Starfssvið: Mengunarvarnir og eftirlit meö
mengun frá fiskimjölsverksmiðjum.
Rannsóknarstofa: Ein staöa matvælafræöings,
líffræöings eða aðilja meö háskólapróf í skyldum
greinum.
Starfssvið: Verkstjórn og umsjón meö gerla-
rannsókn á neysluvörum.
Umsóknir ásamt ítarlegum upplýsingum um
menntun og fyrri störf sendist fyrir 1. október
næstkomandi til formanns stjórnar Hollustu-
verndar ríkisins, heilbrigðis- og tryggingamála-
ráðuneytinu, Laugavegi 116, 105 R.
Auglýsing
Endurskoðun laga
nr. 109/1984,
um hollustuhætti og
heilbrigðiseftirlit
Vakin er athygli á því aö hafin er á vegum stjórn-
skipaðrar nefndar endurskoðun laga nr. 109/
1984, um hollustuhætti og heilbrigöiseftirlit.
Þeir sem kynnu að vilja koma á framfæri skrifleg-
um athugasemdum eða breytingartillögum sendi
þær formanni nefndarinnar Ingimari Sigurössyni,
lögfræöingi, heilbrigðis- og tryggingamálaráðu-
neytinu, Laugavegi 116,150 Reykjavík, fyrir 15.
október nk., merkt:
Endurskoðunarnefnd laganr. 109/1984, um holl-
ustuhætti og heilbrigöiseftirlit.
Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið,
10. september 1986.