Dagur - 16.09.1986, Qupperneq 6
6 - DAGUR - 16. september 1986
Stutt úttekt á óskilamm
Óskilamunir eru kyndugt fyrir-
bæri. Hlutir eru sífelit að
giatast, fínnast oft aldrei en
margir lenda þó á lögreglu-
stöðinni og bíða eigenda sinna.
Ætli sé mikið um óskilamuni
þar og ætli þeirra sé vitjað? Og
ef ekki, hvað þá? Hvers kyns
munir skyldu þetta vera? Það
er best að ganga úr skugga um
þetta mál hið snarasta til að
svala forvitninni.
Við fórum í könnunarferð á
lögreglustöðina og tók Broddi
Björnsson vinsamlega á móti
okkur og leiddi okkur um
svæðið. Það fyrsta sem fyrir augu
bar voru fullar skúffur frammi
við afgreiðsluborðið. f>ar ægði
saman hinum margvíslegustu
hlutum. Lyklar í þúsundatali,
staflar af veskjum, úrum og gler-
augum. Einnig gat þar að líta
vandaða myndavél og enn vand-
aðra Bang & Olufsen segul-
bandstæki.
Allir hlutir eru merktir með
dagsetningu og nöfnum finnenda
og voru margir búnir að liggja
lengi í skúffunum. Þó áttum við
eftir að sjá eldri hluti seinna.
- Segðu mér Broddi, hvernig
komast munirnir í ykkar vörslu?
„Það er nú allur gangur á því.
Hingað kemur fólk með hluti
sem það hefur fundið á förnum
vegi. Þegar krakkar koma með
eitthvað til okkar þá gaukum við
gjarnan að þeim fundarlaunum,
sérstaklega ef um verðmæta hluti
er að ræða. Fullorðnir hafa yfir-
leitt ekki rænu á því að minnast á
fundarlaun og erum við heldur
ekkert að ýta undir það. Svo rek-
umst við líka á ýmisiegt sjálfir í
ferðum okkar um bæinn.
Einu sinni á ári, eða svo, fáum
við heilmikið af óskilamunum
neðan úr Sjalla. Þá hafa þeir
reynt að koma þessu til skila í ár,
en ekki gengið og þá tökum við
dótið í okkar vörsiu. Þarna er um
að ræða skartgripi ýmiss konar,
lykla, úr og föt. Þið ættuð að líta
á dótið hjá þeim.“
Við spurðum verði laganna
hvort þeir lumuðu á einhverjum
óvenjulegum hlut til að sýna
okkur. Hófst þá mikil leit að
fölskum tönnum sem áttu að vera
þarna en þær fundust ekki og allir
voru með réttan góm uppi í sér,
þannig að því miður getum við
ekki birt neinar skoltamyndir.
Sívinsæl reiðhjólageymsla
Broddi fór næst með okkur niður
í kjallara og sýndi okkur kunnug-
legar vistarverur, nefnilega reið-
hjólageymsluna. Hún hefur verið
þakin reiðhjólum alveg frá því
blaðamaður man eftir sér. Að
þessu sinni voru óvenju fá reið-
hjól í geymslunni og aðeins ein
skellinaðra.
„Það eru nokkuð góðar heimt-
ur á hjólunum núna,“ sagði
Broddi. „Þetta eru yfirleitt nýleg
og dýr hjól sem eru í gangi núna,
þannig að það er spurt reglulega
um þau ef þau glatast. Áður var
hér allt fullt af hálfónýtum hjól-
um sem engin hreyfing var á.“
Þess má geta að öll hjól, sem
ekki hafa verið sótt af eigendum
innan árs, eru seld á uppboði.
Þarna voru nokkur hjól sem tími
var kominn á og verða því líklega
seld á næstunni.
Broddi var spurður nánar um
skráningu óskilamuna. Hann
sagði að allir hlutir væru merktir
og reiðhjólin skráð hjá þeim
uppi. Hins vegar væri engin tæm-
andi spjaldskrá til yfir óskilamuni
hjá þeim og jánkaði hann því að
víst væri það þægilegra fyrir-
komulag. Fólk gæti þá byrjað á
því að fara í gegnum skrána og ef
það yrði einhvers vísari þá væri
hægt að sýna þeim hlutinn.
Núverandi fyrirkomulag byggist
á misskilningi og sambandsleysi.
Kannski hringir einhver kona og
spyr um úr. Lögregluþjónn leitar
að því, en þarf svo að fara í
útkall. Konan hringir aftur en
það næst ekki í viðkomandi lög-
regluþjón, þannig að annar reyn-
ir að leita uns hann er kallaður í
annað og svo koll af kolli. Það er
því ekki nema von að illa gangi
að koma hlutunum til skila.
í rauninni er ekki gert ráð fyrir
því að lögreglustöðin sé
geymslustaður fyrir óskilamuni.
Þar er lítið pláss og lögregluþjón-
ar hafa öðru að sinna, eins og
nærri má geta. En þetta hefur
alltaf verið svona og sá Broddi
ekki fram á neinar úrbætur á
næstunni.
- En eitthvað hlýtur að ganga
út. Eða hvernig komið þið í veg
fyrir það að hér verði allt yfir-
fullt?
„Jú, jú. Auk reiðhjólanna þá
komast veski ágætlega til skila,
enda oft merkt. Þetta væri bæri-
legt ef allir hlutir væru merktir
með nöfnum eigenda. Nú, ef
hlutir hafa verið hér mjög lengi
þá er reynt að selja það nýtileg-
asta og hinu er hent á öskuhaug-
ana og reynt að hitta þannig á að
það sé verið að urða ruslið svo
Köttum prangað út
Næst sýndi Broddi okkur skáp í
kjallaranum. í honum voru kass-
ar með lyklum, mun eldri en lykl-
arnir í skúffunum uppi. í einum
voru lyklar sem fundust árið 1977
og eru það ábyggilega elstu
óskilamunir í húsinu. Það er
kannski óþarfi að geyma svo
gamla hluti, en Broddi tjáði okk-
ur að fólki væri leyft að koma og
róta í kössunum og sumir væru
svo heppnir að finna bíllyklana
sína. Annars var þessi kassi
undantekning næstelstu lyklarn-
ir voru frá 1981.
Áfram röltum við og komum
auga á lítinn sandkassa. Kannski
þeir taki börnin sín með í vinn-
una, hugsaði ég með mér og var
búinn að gleyma því að með því
algengasta sem fólk týnir eru
kettir. Engir kettir voru á staðn-
um núna, en gefum Brodda
orðið:
„Við vorum með tvo ketti
hérna um daginn, en þeir eru
báðir gengnir út, kannski ekki
eftir réttum boðleiðum að vísu.
Þannig var að þeir voru búnir að
vera ansi lengi hjá okkur, ekki
báðir í einu reyndar, en við get-
um ekki setið uppi með ketti vik-
um saman. Við neyðumst því til
að lóga þeim sé þeirra ekki
vitjað. En við sluppum við það
núna því Ingimar kom þeim út.
Blaðamaður horfir löngunarfullur á farkostina,
Þarna kenndi ýmissa grasa, allt frá tanngómum til segulbandstækja.
fólk fari ekki að róta mikið í
haugunum. Okkur er illa við að
vera að selja ódýr úr og þess hátt-
ar lélega hluti. Hendum þeim
frekar,“ sagði Broddi. Hann
bætti því við að óskilagómar
gengu illa út. Kannski þykir fólki
skammarlegt að koma á lög-
reglustöðina og spyrja um góm-
inn sinn.
Fyrst kom hingað maður sem
hafði leitað lengi að kettlingnum
sínum. Hann fór héðan ánægður
með rígfullorðinn kött. Síðar
kom annar maður í sömu erinda-
gjörðum og eftir að hafa ráðfært
sig við konuna sína féllst hann á
að taka hinn köttinn þó svo hann
væri öðruvísi á litinn. Kettirnir
hafa ekki komið til baka og hafa
því vonandi sætt sig við hlutskipti .
sitt.“
Reynt aö svindla á
vörðum laganna
Að lokum fengum við að kíkja
inn í merkilega geymslu. Þar
voru gamlir hjálmar úr stríðinu,
nokkrir óskilamunir og ýmislegt
Aöalsteinn sagði ósköpin rétt að byrja.