Dagur - 19.09.1986, Síða 1
69. árgangur
Akureyri, föstudagur 19. september 1986
175. tölublað
Stórvirkri bruggverk-
smiöju á Akureyri lokað
Rannsóknarlögreglan á Akur-
eyri handtók í fyrririótt tvo
menn grunaða um framleiðslu
og sölu á áfengu öli og landa.
Mennirnir voru handteknir í
iðnaðarhúsnæði á Óseyri þar
sem framleiðslan fór fram.
Lögreglan hafði vakt um húsið
og greip mennina þegar þeir
komu þangað. í húsinu fund-
ust mjög fullkomin tæki til
bruggunar og eimingar og
einnig gámfylli af tómum
flöskum alls um 21 þúsund
flöskur sem sennilega komu
frá Danmörku. í húsinu fannst
einnig prentvél þar sem ætlun-
in var að prenta miða á flösku-
rnar.
Síðdegis í gær stóðu enn yfir
yfirheyrslur yfir mönnunum og
vildi Daníel Snorrason varðstjóri
í rannsóknarlögreglunni ekki tjá
Framleiðslan komin á flöskur.
sig um það sem fram hefði komið
við þær, svo sem um hve mikla
fjármuni væri að tefla og í hve
langan tíma mennirnir hefðu
stundað þetta athæfi. Ekki feng-
ust heldur upplýsingar um fram-
leiðslumagn eða hvort fleiri væru
viðriðnir málið.
Það er hins vegar ljóst af þeim
tækjum sem fundust að hér er um
að ræða talsvert umfangsmikla
starfsemi. Kerin tvö sem ölið var
bruggað í taka hvort um sig um
1000 lítra og auk þess voru
nokkrar 200 lítra tunnur í „verk-
smiðjunni" sem var 25 fermetra
herbergi.
Bjórinn, sem þarna var fram-
leiddur, var seldur undir nafninu
White Top Beer og fór salan
aðallega fram í Reykjavík en
einnig hér á Akureyri. Bjórinn er
4.5% að styrkleika og var kassi
með 24 flöskum seldur á um 2500
krónur.
Daníel sagðist ekki reikna með
að krafist yrði gæsluvarðhalds
yfir mönnunum tveimur sem
bendir til þess að játning liggi
fyrir. ET
Blaðamaður Dags skoðar bruggverksmiðjuna.
Myndir: HS
Bruggararnir ætluðu
vera stórtækir, 21 þús. flöskur biðu
áfyllingar.
Prentvélin þar sem prenta átti mið-
ana á flöskurnar.