Dagur


Dagur - 19.09.1986, Qupperneq 3

Dagur - 19.09.1986, Qupperneq 3
Náttúrulækninga- félag Akureyrar: Vetrar- starfið hafið Vetrarstarf Náttúrulækninga- félagsins á Akureyri er hafið, og nú á sunnudag kl. 15 verður haldin hlutavelta í Húsi aldr- aðra þar sem margt góðra og gagnlegra muna verður á boð- stólum en engin núll. í næsta mánuði hefjast svo hin afar vinsælu bingó, sem starfrækt hafa verið undanfarin ár. Margar aðrar fjáröflunarleiðir verða farnar og fer allt það fé sem safn- ast til byggingar heilsuhælisins í Kjarnaskógi. Þar var unnið lengi sumars við einangrun á þremur hæðum húss- ins af tveimur sjálfboðaliðum, Jóni B. Jónssyni og Emil Sigurðs- syni og að undanförnu hefur lóð- in umhverfis húsið verið lagfærð, vatns- og rafmagnslínur lagðar og fleira mætti nefna. Á næstunni hefst svo vinna við múrhúðun á þremur hæðum hússins og er ætlunin að ljúka því verki í vetur, svo framarlega að fjármagn verði til þeirra fram- kvæmda. Allt kostar þetta að sjálfsögðu mikið fé, og er nú sem oft áður heitið á áhugamenn um allt Norðurland og víðar að styðja vel við bakið á þeim fá- menna hópi sem þokað hefur hælisbyggingunni áfram á liðnum árum. gk-. Hlutu lögmæta kosningu Atkvæði í prestskosningunum á Húsavík og Ólafsfirði voru talin í gærmorgun. A Húsavík kusu 951 eða 51% þeirra 1872 sem á kjörskrá voru og er kosningin lögmæt. Einn umsækjandi var um embættið Sighvatur Karlsson guðfræðing- ur, hann hlaut 929 atkvæði, 22 seðlar voru auðir og enginn ógildur. Á Ólafsfirði voru 814 á kjörskrá, atkvæði greiddu 594. Svavar A. Jónsson guðfræðingur sem var eini umsækjandinn hlaut 593 atkvæði en einn seðill var auður. Kosningin er lögmæt. IM Glerárkirkja: Sjálfboða- lioar óskast A laugardag er óskað eftir sjálfboðaliöuin í Glerárkirkju. I ráði er að taka hluta hennar í notkun á þessum vetri. Til þess að það megi takast er þörf á fúsum höndum til starfa. Kon- ur sem karlar, ungir sem aldnir, geta þar lagt sitt af mörkum. Glerárkirkja er nú fokheld og verið er að ljúka múrhúðun utan- húss. Byrjað er að leggja miðstöð og búið að einangra allt nema kirkjuskipið. Það bíða mörg handtök en margar hendur vinna létt verk. Vonumst til að sjá þig á laugar- dag kl. 9 eða síðar um daginn. Sóknarprestur og safnaðarstjórn. 19. september 1986 — DAGUR - 3 L N I N 20. OO 2 T . SEPTEIVIBER LAUGARDAG KL. 10:00 — 17:00 SUNNUDAG KL. 13:00 — 17:00 TOYOTA essemm sIa

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.