Dagur - 22.09.1986, Blaðsíða 3
22. september 1986 - DAGUR - 3
„Með æði fyrir
Spánverjamáli"
- segja híisvísku strákarnir í hljómsveitinni
„Ðe senjorita swingband“
„Þú ferð inn í Félagsheimilið,
þá heyrirðu hávaða og finnur
okkur örugglega,“ sagði einn
meðlimur hljómsveitarinnar
„Ðe senjorita swingband“ er
ég var að spyrja til vegar að
æfíngahúsnæði hljómsveitar-
innar. Hlljómsveitin fannst svo
í kjallara hússins þó ekki væri
um að ræða neinn ærandi háv-
aða frá henni.
Meðlimir hljómsveitarinnar
eru fjórir piltar á aldrinum 13-16
ára, þeir stofnuðu hljómsveitina
15. sept. 1985 en hafa ekki leikið
opinberlega ennþá, að því stefna
Sauðfjárslátrun í sláturhúsi
Kaupfélags Skagfírðinga á
Sauðárkróki hófst 17. sept-
ember, eða um sama leyti og í
fyrra.
Er talið að fé fáist ekki til slátr-
unar fyrr, en að sögn sláturleyfis-
hafa er vilji á að hefja slátrun fyrr
þeir í vetur en í fyrsta lagi eftir
jól. Hljómsveitina skipa Ríkarð-
ur Jónsson, Rikki sem lemur
trommurnar, Borgar Heimsson,
Boggi leikur á orgel, Eggert
Hilmarsson, Eddi á bassa og
Gunnar Þór Eggertsson, Dúddi
leikur á gítar og sér einnig um
söng, öskur og væl að sögn félaga
sinna.
Þeir sögðust hafa valið hljóm-
sveitinni nafnið „Ðe senjoríta
swingband“ vegna þess að það
væri frumlegt, vekti athygli og
svo væru þeir með æði fyrir Spán-
verjamáli og þýsku. Nú væru þeir
á haustin. Sláturfjárloforð nema
tæplega 46 þúsundum, sem er
nær sami fjöldi og slátrað var síð-
asta haust. Útlit er fyrir að fjöldi
fullorðins sláturfjár verði ívið
meiri nú en í fyrra. Reiknað er
með að sauðfjárslátrun standi
yfir í 5-6 vikur. -þá
alveg að drepast úr áhuga og
æfðu svona tvo tíma á dag, að
vísu tækju þeir 10 mínútna pásu
milli laga því það væri svo heitt í
æfingahúsnæðinu.
Dúddi var spurður hvort þá
langaði ekki að verða eins frægir
og Greifarnir eru. „Nei, við vilj-
um ekki verða frægir heldur vin-
sælir og flytja skemmtilega tónlist
sem aðrir hafa gaman af. Ég er í
þessu vegna ánægjunnar og vel
aðeins það besta, vil að fólk hætti
að hlusta á skallapopp en hlusti á
almennilega lifandi tónlist.“
„Við viljum höfða til allra og
flytjum mjög blandaða tónlist,
eitt þungarokkslag, pínulítið
pönk og svo er raggíblær á
þessu,“ sagði Rikki.
„Svo erum við með magn-
þrungin skrílslæti,“ sagði Boggi.
„Þetta er splunkuný hljómsveit,
við erum ekki með skalla og ekki
popparar því við erum ekki orðn-
ir frægir ennþá. Við erum svo
glysgjarnir," sagði hann þegar
spurt var hvers vegna þeir bæru
svona mikið af nælum og alls
kyns dóti. Þeir eru hressir og
skemmtilegir strákarnir í „Ðe
senjoríta swingband." Þeim var
gefinn friður til að æfa og beðnir
vel að lifa. - IM
Slátmn hafin
á Sauðárkróki
Ferskleikabónusinn í Krossanesi:
„Þyrfti meiri mun“
- segir Viðar Sæmúndsson skipstjóri á Svani RE
„Við náðum þessum tíu prós-
entum sem maður var svolítið
hræddur um þannig að þetta
var í lagi hjá okkur. Þetta er
náttúrlega alveg nýtt fyrir okk-
ur að lenda í þessu gæðamati,“
sagði Viðar Sæmundsson skip-
stjóri á Svani RE sem í síðustu
viku landaði í Krossanesi.
Loðnan úr Svani reyndist mjög
gott hráefni þannig að fyrir
hana voru greiddar 1760 kr. á
tonnið.
Viðar sagði að vissulega væri
það af hinu góða að þrýsta á
menn að koma með sem best
hráefni að landi en hins vegar
taldi hann að munurinn þyrfti að
vera meiri en 160 kr. þegar svona
miklar kröfur væru gerðar. Þegar
haft var samband við Viðar sagð-
ist hann vera á heimleið og ætla
að landa á Siglufirði. Ástæðuna
fyrir því sagði hann vera að ekki
hefði verið gefið upp löndunar-
rými í Krossanesi og einnig væri
styttra að fara til Siglufjarðar og
verðið það sama.
„Ég held að ef verðið verður
lækkað í sífellu þá fari sjómenn
að stoppa og bíða eftir betri tíð
og að verðið hækki aftur. Við
höfum lækkað um 35-40% f laun-
um og það gerist hvergi í landi.
Þeim er gefið talsvert mikið vald
sem þessu ráða,“ sagði Viðar að
lokum. ET
Langar þig
að staria í
hjálparsveit?
Nú fer nýliðaþjálfun Hjálparsveitar skáta Akur-
eyri að hefjast, því verður efnt til kynningarfund-
ar á starfsemi sveitarinnar, þriðjudaginn 23.
september kl. 20.00. Fundurinn v . ður haldinn í
húsnæði sveitarinnar Lundi v/Skógarlund.
Við leitum að fólki 17 ára og eldra sem hefur áhuga á
björgunarstörfum hvar sem er og hvenær sem er.
Fólki sem er tilbúið að leggja á sig mikla vinnu við
margvísleg störf.
Allir sem áhuga hafa og vilja kynna sér málið ættu
að koma á kynningarfundinn. Þar verður gerð grein
fyrir starfinu í máli og myndum.
m EIGNAMIÐSTÖÐIN
Skipagotu 14
3. hæð (Alþyðuhusinu)
Síminn er 2460Ö.
Bújörð óskast
Höfum kaupanda að góðri bújörð. Helst
á Eyjafjarðarsvæðinu.
Skipti á góðum húseignum á Akureyri
möguleg.
Sölustjóri: Björn Kristjánsson, heimasími 21776.
Á AKUREYRI
Innritun
Almenn námskeið Myndlistaskólans á Akureyri
6. október til 20. janúar
Teiknun og málun fyrir börn og unglinga
1. fl. 5 og 6 ára. Einu sinni í viku.
2. fl. 6 og 7 ára. Einu sinni í viku.
3. fl. 8 og 9 ára. Einu sinni í viku.
4. fl. 10-12 ára. Einu sinni í viku.
5. fl. 13-15 ára. Einu sinni í viku.
Teiknun og málun fyrir fullorðna.
Byrjendanámskeið I. Tvisvar í viku.
Byrjendanámskeið II. Tvisvar í viku.
Framhaldsnámskeið. Tvisvar í viku.
Myndlistadeild. Tvisvar í viku.
Auglýsingagerð
Byrjendanámskeið. Tvisvar í viku.
Málun og litameðferð
Byrjendanámskeið. Tvisvar í viku.
Framhaldsnámskeið. Tvisvar (viku.
Módelteiknun
Byrjendanámskeið. Tvisvar í viku.
Framhaldsnámskeið. Tvisvar í viku.
Skrift og leturgerð
Byrjendanámskeið. Tvisvar í viku.
Allar nánari upplýsingar og innritun í síma 24958 virka daga
kl. 13.00-18.00.
Skólastjóri.