Dagur - 22.09.1986, Blaðsíða 1

Dagur - 22.09.1986, Blaðsíða 1
69. árgangur Akureyri, mánudagur 22. september 1986 176. tölublað ^ Skrifstofuhúsgögn, skrifborð, tölvuborð. prentaraborð, veggeiningar og skifstofustólar GÍSLI J. JOHNSÉN SF. GLERÁRGATA 20, AKUREYRI,S:(96)25004 Vatnsskortur í Eyjafirði - Margir lagt í vatnsveituframkvæmdir „Það er farið að bera á vatns- skorti á nokkrum bæjum hér í kring og eru menn að gera ráðstafanir með leit í fjallinu hér fyrir ofan til að menn verði ekki vatnslausir,“ sagði Þor- steinn Ingólfsson bóndi í Gröf Öngulsstaðarhreppi í Eyja- firði. Nokkuð hefur borið á vatns- skorti í þessum hluta Eyjafjarðar undanfarin ár. Sérstaklega er þetta bundið þurrum sumrum og haustum. Er nú svo komið að góðir lækir eru þurrir og er því farið að minnka verulega hjá sumum bændum. Hafa þeir því gripið til þess ráðs að fara út í vatnsveituframkvæmdir sem í flestum tilfellum hafa borið nokkurn árangur. áramót „Þetta gengur allt samkvæmt áætlun. Það á eftir að vinna við brúna í svona þrjár vikur, það er verið að steypa síðasta bilið. Upp úr mánaðamótum verður síðan hafist handa við veginn vestan við brúna,“ sagði Franz Árnason fram- kvæmdastjóri Norðurverks. Norðurverk sér um það sem eftir er af veginum að öðru leyti en því að Vegagerð ríkisins sér um lagningu bundins slitlags. Franz sagði að ætlunin væri að taka veginn í notkun strax upp úr áramótum en sennilega yrði hann þá aðeins með grófum ofaníburði en þó vel ökufær. Bundið slitlag sagði Franz að yrði ekki lagt fyrr en næsta sumar. ET Þorsteinn sagði að á sínum bæ væri verulega farið að draga úr vatnsrennsli. Pess vegna hefði verið nauðsyn að leggja vatns- leiðslu sem verið væri að vinna við núna. „Einnig höfum við yfir- borðslæk sem hægt er að grípa til ef allt annað þrýtur, svo ekki þurfi að bera vatn í skepurnar. En ég veit til þess að margir hafa þurft að fara út í verulegar fram- kvæmdir til að afla vatns fyrir bú sín,“ sagði Þorsteinn. gej- Sæplast hf. á Dalvík: Híbýli fékk verkefnið „Það var ákveðið á stjórnar- fundi fyrir skömmu að fela Híbýli h/f á Akureyri byggingu verksmiðjuhússins fyrir Sæplast,“ sagði Pétur Reim- arsson framkvæmdastjóri Sæplasts á Dalvík, en það fyrirtæki hyggst reisa nýtt verksmiðjuhús undir starfsemi sína. Fjögur tilboð bárust í verkið og var Híbýli með það lægsta, eða 20 millj. 528 þúsund 646 krónur. Var tilboð Híbýlis 96,2% af kostnaðarverði sem var 21 millj. 331 þús. 940 krónur. í þessu verði felst nánast fullfrá- gengið hús með frágenginni lóð og bílastæðum. Eftir að farið var yfir tilboðin og þau reiknuð að nýju var tilboð Híbýlis 20 millj. 728 þúsund krónur. Næsta tilboð sem var frá Tréveri og Tréverki var 1150 þús- und krónum hærra. En það eru fyrirtæki frá Dalvík og Ólafsfirði sem buðu sameiginlega í verkið. Voru uppi raddir þess efnis að taka því tilboði þar sem æskilegt væri að veita heimamönnum það. „Mönnum þótti það of mikill munur á tilboðum til að taka ekki því lægsta,“ sagði Pétur. Samkvæmt samningi á Híbýli að skila húsinu um miðjan júní á næsta ári. gej- Leiruvegur ökufær um Písladagur VMA var á föstudaginn með miklum Loðaföllum Ferskleikabónusinn: „Merkari nyjung en frjálst loönuverö - segir Geir Zoéga hjá Krossanesi Nú er vika liðin frá því loðnu- verð var gefið frjálst og sýnist sitt hverjum um þá lækkun sem orðið hefur. Sjómönnum finnst það mörgum einkenni- legt að víðast hvar er verðið hið sama 1750 kr. Krossanes- verksmiðjan sker sig þó nokk- uð úr og býður 1600 kr. en auk þess svokallaðan ferskleika- bónus sem hækkar verðið á tonninu í 1760 kr. Kristján Ragnarsson, formaður LIÚ, segir það dæmafátt að full- komnasta verksmiðjan sem fær hæsta verð fyrir framleiðsl- una borgi lægsta verðið og ákvæðið um ferskleikabónus- inn sé illskiljanlegt. Geir Zoéga framkvæmdastjóri Krossanesverksmiðjunnar sagði í samtali við blaðið að það hefði ekki verið neinn hörgull á ioðnu til verksmiðjunnar og yfirleitt væri það góð loðna sem þeir fengju. Það er fráleitt að við borgum lægsta verðið því við borgum ívið hærra en aðrir, ef við fáum ferska og góða loðnu. Lélegri loðnan er að sjálfsögðu miklu verðminna hráefni fyrir okkur og ég treysti mér ekki til að borga meira en 1600 kr. fyrir það. Ef ekki líður allt of langur tími milli veiða og löndunar og menn þrífa skipin þá á ekki að vera neitt mál að koma að landi með gæðahráefni. Þeir sem vita upp á sig eitthvað eru þá ekkert að koma til okkar heldur fara eitthvað annað. Sum skip koma alltaf með skemmt hráefni að landi. Ég vil meina að það að farið sé að tala um gæðamat á bræðslu- fiski sé miklu merkari nýjung en að vera með frjálst verð. Enda erum við þeir einu sem tökum sjálfstæða ákvörðun um þetta, hinir fylgja bara Síldarverksmiðj- um ríkisins," sagði Geir að lokum. Sjá nánar á bls. 3. ET Ólæti við Ljósvetningabúð Á laugardagskvöld var haldinn I ar og fólks sem reyndi að hindra dansleikur í Ljósvetningabúð. Rúmlega 100 manns sóttu dansleikinn. Ólæti og átök urðu utan við húsið meðan á dansleiknum stóð og voru unn- ar skemmdir á lögreglubifreið frá Húsavík. Upptök ólátanna voru þau að maður sem varð valdur að skemmdarverki inn- an dyra var færður út úr húsinu af dyravörðum og afhentur lögreglu. Til átaka kom milli lögreglunn- að maðurinn væri fluttur í lög- reglubílinn. Talsverðar skemmd- ir voru unnar á bifreiðinni m.a. sparkað í hliðar hennar, ljós brotið, hurð skekkt og mun við- gerð kosta einhverja tugi þús- unda að sögn lögreglunnar. Fjór- ir menn voru handteknir vegna þessa máls við Ljósvetningabúð og einn á Húsavík síðar um nótt- ina. Alls gistu því fimm manns fangageymslu lögreglunnar. IM/SS Ólafur bekkur ÓF-2: Hundrað milljón kr. „klössun1 „Vænlegri kostur en að kaupa nýtt skip,“ segir Valtýr Sigurbjarnarson bæjarstjóri „Allir hluthafar í félaginu heimiluðu stjórn Útgerðarfé- lags Ólafsfjarðar að auka hiutafé félagsins um 12 millj- ónir króna. Að aukningu standa Bæjarsjóður Ólafs- fjarðar, Hraðfrystihús Ólafs- ijaröar og Magnús Gamalíels- son,“ sagði Valtýr Sigurbjarn- arson bæjarstjóri í Olafsfirði. Upphaflega var áætlað að bær- inn yki sitt hlutafé um 4 milljónir, en nýtir sér aukningu upp á 2 milljónir. Hraðfrystihúsið og Magnús Gamalíelsson auka sitt hlutafé um 5 milljónir hvor aðili. Með þessari aukningu á hluta- fé breytast eignahlutföll í félag- inu nokkuð, þar sem eignarhlutar skipust í 3 jafna hluta áður. Félagið á togarann Ólaf bekk sem gerður hefur verið út frá Ólafsfirði undanfarin ár. Ólafur bekkur er einn af japönsku tog- urunum svokölluðu og er kominn nokkuð til ára sinna og þarf því að endurnýja hann. Er það talinn mun vænlegri kostur en byggja nýtt skip. Til þess að lánardrottn- ar opni ábyrgðir fyrir fram- kvæmdunum fóru þeir fram á hlutafjáraukningu í félaginu. Valtýr sagði að fyrirhugaðar væru miklar breytingar á Ólafi bekk. „Skipta þarf um vél, taka upp spil, lengja skipið og endur- nýja allan búnað. Þetta verður sem nýtt skip á eftir,“ sagði Valtýr. Kostnaður við breyting- arnar er áætlaður um 100 millj- ónir króna. gej-

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.