Dagur - 22.09.1986, Blaðsíða 9

Dagur - 22.09.1986, Blaðsíða 9
22. september 1986 - DAGUR - 9 Niðri í einum göngunum stendur Illias með plasthjálm ofan á túrbaninum. Hann er að mæla geislunina með geigertelj- ara. Niðri í þessum bræðsluofni, þar sem hitinn er 50 stig á Cels- ius, verður honum hugsað til Timia, litla sveitaþorpsins síns í miðju Air, með rennandi vatni og pálmalundum. í raðhúsinu í verkamannahverfinu hefur Illias hvorki loftkælingu né önnur þau þægindi, sem finnast í franska hlutanum. En það er þó ekki það sorglegasta við pappabæinn, sem byggður hefur verið utan við evr- ópska bæjarhlutann. Inni í litlum garðinum situr kona Illiasar og leikur við lítinn kiðling. Hún tók hann með sér frá Timia, segir Illias. Það eru einu tengslin, sem þessi unga kona hefur við fyrra líf sitt, þegar hún gætti geita í fjólubláum fjöllunum. Flestir tuaregarnir vinna að- eins tímabundið í einu í Arlit, en öfugt við aðra íbúa Niger ganga samskipti þeirra við hvítu yfir- mennina vei. En þar á móti hefur gamla viðhorfið til svertingjanna blossað upp: - „Ég get ekki unað því lengur að láta hausa-fólkið segja mér fyrir verkum. Ég vil láta sýna mér virðingu. Ég held, að ég fari til Líbýu, því að Gadhafi hefur lof- að að hjálpa okkur gegn stjórn- inni,“ segir Illias. Hinn gamli draumur Gadhafis um Bandaríki Sahels leynist enn með mörgum tuaregum, sem ekki geta fellt sig við vestræna nútímastjórnarhætti Niger. Marga þeirra er að finna í æfinga- búðum hersins í Líbýu. Þurrkurinn eyðileggur hátíðarnar Á heitum síðsumardegi berst skerandi óp um loftið. 50 ljósleit kameldýr taka á sprett og rykský þyrlast upp. Stóru, dökku bou- bou-arnir blakta í vindunum, og þegar kameldýrin teygja úr öllum fótum á sprettinum, er það líkast því að þau dansi tango. í tíu kílómetra fjarlægð nálgast tveir keppinautar markið. 14 ára drengur með rakaðan hvirfilinn og hárvöndul, sem sveiflást út frá hnakkanum, vinnur og tekur við verðlaununum úr hendi héraðs- stjórans í Agadez: 100.000 cfa-frönkum, eða sem svarar 12 þúsund íslenskum krónum. Á hverju ári var þessa kamel- dýrahlaups beðið með eftirvænt- ingu. Það var einn markverðaðsti viðburðurinn á þeim tíma, þegar tuaregarnir söfnuðust saman og héldu í suðvesturátt til að koma dýrum sínum á beit á selturíkum svæðum að haustinu. Fyrir ríkisstjórnina var þessi hefðbundna samkoma heppilegt tækifæri til að telja þetta fólk, sem alltaf var á hreyfingu og erfitt að henda reiður á. Þeir fengu líka tuaregana til að bólu- setja dýr sín. Fulltrúar stjórnar- innar komu vingjarnlega fram við þessi tækifæri, létu í ljósi áhuga, deildu út gjöfum - og fengu sjálf- ir nokkra dýrshausa í staðinn. Þannig var þetta allt til ársins 1983. En 1984 varð að hætta þessum „salthátíðum“, vegna þurrksins. Þegar maður sér það samsafn af lítilfjörlegum, gegnþurrum jurtum, sem tuaregarnir bjóða dýrum sínum, birtist hryggðar- mynd af því hve alvarlegt áfall hér hefur átt sér stað. Til þess að gera skammt undan, við Mammamet, hafa eyðimerkurbúarnir endur fyrir löngu notað klettafletina líkt og teikniblokkir. Meira en fimm þúsund myndir, sem greina frá lífinu á þeim tíma, hafa verið skráðar. Nógur efniviður til að láta sig dreyma um þá tíma þegar Sahara var græn. (Illustrerct Videnskab 6/86. - Þýð. Þ.J.) j, Minning T Lára Pálsdóltir Fædd 13.3.1912 - Dáin 24.8.1986 Mig setti hljóða einn fagran sunnudagsmorgun seint í ágúst- mánuði, amma var dáin. Aldrei fyrr hafði verið svo erfitt að horf- ast í augu við staðreyndir, en svona er lífið. Amma hafði verið mér sem móðir í þau tæpu tutt- ugu ár sem við áttum saman. Þetta voru yndisleg ár sem ég mun aldrei gleyma og ég mun búa að þeim ævilangt því amma kenndi mér margt og miðlaði gamalli reynslu sinni á svo marg- an hátt. Það var alltaf sól í kringum ömmu, hún var glaðleg, yndisleg og hlýleg. Alltaf var gott að koma í Oddeyrargötuna þar sem amma og afi stóðu á stigapallin- um og tóku á móti mér og öllum sem þangað komu með hlýjum opnum örmum. Alltaf áttu þau tíma fyrir okkur. Ég mun aldrei geta fullþakkað þennan tíma sem við áttum saman. Það yndislegasta sem lítil börn sem stór geta átt eru stundir með ömmu og afa, þær eru eins og dýrmætur fjársjóður. Elsku afi minn þetta eru erfiðir tímar núna en verum sterk. Ég og litla systir mín viljum þakka ömmu fyrir allt sem hún gerði fyrir okkur. Við geymum yndis- legar minningar í hjörtum okkar. Guð geymi elsku ömmu... Far þú í friði friður Guðs þig blessi hafðu þökk fyrir allt og allt. Þín Fríða. Skotveiðimenn Tvíhleyptar haglabyssur átta gerðir. Verð frá kr. 22.900,00 Pumpur tvær gerðir. Verð frá kr. 39.140,00 Einhleypur tvær gerðir. Verð frá kr. 7.150,00 Haglaskot í flestum gerðum. Riffilskot cal 22,22 magnum, 22 hornet, 222,22-250, og 243 einnig haglaskot í cal 22 Komið og skoðið Sjón er sögu ríkari ÍBI Eyfjörð Hjateyrargöhi 4 ■ simi 22275 SAI þýðuf lokksfélag Akureyrar heldur aðalfund fimmtudaginn 25. september nk. í Strandgötu 9, kl. 20.30. ~ Fundarefni: Inntaka nýrra félaga. Aðalfundarstörf. Önnur mál. Stjórnin. Útboð - Raflagnir ístess hf., Glerárgötu 30, Akureyri óskar eftir til- boðum í raflagnir í fóðurverksmiðju sem verið er að byggja í Krossanesi. Útboðsgögn verða afhent hjá Raftákni hf., Glerár- götu 34, Akureyri frá kl. 14.00 þriðjudaginn 23. sept. nk. gegn 10.000 kr. skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað föstudaginn 3. okt. nk. kl. 11.00 fyrir hádegi. Glerárgata30 600 Akureyri Island ® (9)6-26255 Raðhús ti! sölu át hæð vlð Múlasíðu 30-38 Verð 2.250.000. íbúðirnar seljast fokheldar. Bílastæði malbikuð, húsið frágengið að utan Furuvöllum 5 Akureyri LGEm^VIDAR H GGINGAVERKTAKAR INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS BORGARTUNI 7 SIMI 26844 Allir í sólina í vetur Kanarí- og Madeirabæklingarnir komnir. Bókanir í fullum gangi - Frábært verð. FERÐASKRIFSTOFA AKURFYRAR RÁBHÚSTORGI 3 ■ SÍMI 25000. Bílakaup Áætlað er að kaupa um 120 bíla fyrir ríkisstofnanir árið 1987. Lýsingu á stærðum og útbúnaði bílanna er að fá á skrifstofu vorri og þurfa þeir bifreiðainnflytj- endur, sem vilja bjóða bíla sína að senda verðtilboð og aðrar upplýsingar til skrifstofunnar fyrir 24. októ- ber nk.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.