Dagur


Dagur - 22.09.1986, Qupperneq 11

Dagur - 22.09.1986, Qupperneq 11
22. september 1986 - DAGUR - 11 Athugasemd - við yfirlýsingu Gunnar Sólnes lögfræðingur birti yfirlýsingu í Degi síðast- liðinn föstudag vegna skrifa undirritaðs um bæjarþingsmál- ið nr. 131/1981: Rúnar Þór Bjömsson gegn Rúnari Gunn- arssyni, Baldri EUertssyni og H-100. Það gleður mig að Gunnar Sólnes skyldi láta eitthvað frá sér fara um mál þetta en ég vil þó gera nokkrar athugasemdir við yfirlýsingu hans. í yfirlýsingu sinni tíundar hann helstu málavexti og eru þeir í öll- um atriðum þeir sömu og í grein þeirri sem ég skrífaði um málið. Þar kemur ekkert það fram sem ekki var í grein minni né heldur sýnir Gunnar fram á að ég hafi mistúlkað eða rangfært einstök atriði. Engu að síður fullyrðir Gunnar í lok yfirlýsingar sinnar að undir- ritaður „hafi ekki talað við neina þá aðila sem hafa undir höndum upplýsingar um þetta mál, því fyrir utan órökstuddar dylgjur og fleipur þá virðist umrædd blaða- grein skrifuð af slíkri vanþekk- ingu að með eindæmum er.“ Ég skal viðurkenna að ég er ekki löglærður maður og skrifa þar af leiðandi um málið af minni þekkingu en Gunnar Sólnes. Við samningu umræddrar blaðagrein- ar kynnti ég mér þó alla málavöx- tu ítarlega og hafði samband við fjölmarga aðila sem málinu tengjast; að öðrum kosti hefði ég varla borið gæfu til að skýra rétt frá atburðarásinni. Mér finnst það síst í anda lög- fræðinga að tala um „fleipur, órökstuddar dylgjur" og fleira, án þess að styðja þær fullyrðingar rökum. Ég vísa þeim því alfarið til föðurhúsanna. Sú staðreynd stendur eftir að lögfræðingur Lögmannafélagsins hefur lagt fram fjárnámsbeiðni í H-100 vegna þessa máls. Ef víð- feðmi þess umboðs, sem Magnús Þórðarson lögfræðingur hafði frá skjólstæðingi sínum, væri óvé- fengjanlegt, hefði Lögmanna- félagið væntanlega ekki farið þessa leið, heldur kosið að reiða fram veskið og greiða úr Ábyrgð- arsjóði Lögmannafélagsins. Sá er mergurinn málsins. Akureyri 19. september 1986. Bragi V. Bergmann, ritstjórnarfulltrúi. Borgarbíó Karatemeistarinn The Karate Kid part II. mánudag kl. 6 Ath. Myndin Karatemeistarinn verður ekki sýnd á 9 sýningu „Beverly Hills“ mánudag kl. 9 Miðapantanir og upplýsingar f sfmsvara 23500. Utanbæjarfólk sími 22600. Nauðungaruppboð annað og síðasta á Áshlíð 7, Akureyri, þingl. eign Friðriks Friðrikssonar, fer fram eftir kröfu Jóns Ingólfssonar hdl. og Guðjóns Á. Jónssonar hdl. á eigninni sjálfri föstudaginn 26. sept. 1986 kl. 14.00. Bæjarfógetinn á Akureyri. Nauðungaruppboð annað og síðasta á Glerárgötu 34, vörugeymslu á baklóð, A- hl„ Akureyri, þingl. eign Kjartans Bragasonar, fer fram eftir kröfu Steingríms Þormóðssonar hdl., Verslunarbanka íslands, Útvegsbanka Islands og Bæjarsjóðs Akureyrar, á eigninni sjálfri föstudaginn 26. sept. 1986 kl. 16.15. Bæjarfógetinn á Akureyri. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 1., 27. og 33. tbl. Lögbirtingablaðsins 1986, á fasteigninni Grenilundi 15, Akureyri, þingl. eign Hauks Þórs Adólfssonar, fer fram efti kröfu innheimtumanns ríkissjóðs á eigninni sjálfri föstudaginn 26. sept. 1986 kl. 16.30. Bæjarfógetinn á Akureyri. Gaddfreðið í Frigor Góðan mat þarf að geyma vel. Ef fjölskyldan á frystikistu getur hún gert hagkvæm matarinnkaup. En það er líka hagkvæmni að velja Frigor, ekki aðeins vegna hins lága verðs, heldur einnig þar sem Frigor hefur með áralangri reynslu hér á landi sýnt og sannað ágæti sitt. tæknileqafíu.pplýsing'ar Hæö Breidd B 200 B B 380 B 460 SIMI (96)21400 uciim u9 glervörudeild Nauðungaruppboð sem auglýst var í 110. tbl. Lögbirtingablaðsins 1984 og 11. og 15. tbl. 1985 á fasteigninni Tungusíðu 2, Akureyri, þingl. eign Bernharðs Steingrímssonar, fer fram eftir kröfu Veðdeildar Landsbanka (slands, bæjargjaldkerans á Akureyri, Bruna- bótafélags íslands, Hreins Pálssonar hdl. og Ævars Guð- mundssonar hdl. á eigninni sjálfri föstudaginn 26. sept. 1986 kl. 14.15. Bæjarfógetinn á Akureyri. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 52., 65. og 68. tbl. Lögbirtingablaðsins 1986 á fasteigninni Hallgilsstöðum, Arnarneshreppi, þingl. eign Skúla Torfasonar, fer fram eftir kröfu Gunnars Sólnes hrl. og Búnaðarbanka íslands á eigninni sjálfri föstudaginn 26. sept. 1986 kl. 17.00. Sýslumaðurinn í Eyjafjarðarsýslu. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 41., 45. og 48. tbl. Lögbirtingablaðsins 1984 á fasteigninni Óseyri 16, Akureyri, þingl. eign Varar hf„ fer fram eftir kröfu innheimtumanns ríkissjóðs og Guðjóns Á. Jónssonar hdl. á eigninni sjálfri föstudaginn 26. sept. 1986 kl. 16.45. Bæjarfógetinn á Akureyri. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 105., 107. og 108. tbl. Lögbirtingablaðsins 1985, á fasteigninni Strandgötu 19, e.h. Akureyri, talinni eign Ólafs Hilmarssonar, fer fram eftir kröfu Veðdeildar Lands- banka íslands, Jóns Kr. Sólnes hrl„ Gunnars Sólnes hrl. og Bæjarsjóðs Akureyrar á eigninni sjálfri föstudaginn 26. sept. 1986 kl. 15.00. Bæjarfógetinn á Akureyri. Nauðungaruppboð annað og síðasta á Strandgötu 19, neðri hæð, Akureyri, þingl. eign Videó-Akureyri sf. fer fram eftir kröfu bæjargjaldkerans á Akureyri og Guðjóns Á. Jónssonar hrl. á eigninni sjálfri föstu- daginn 26. sept. 1986 kl. 14.45. Bæjarfógetinn á Akureyri. Bókhald - Tölvuvinnsla Við auglýsum eftir starfsmanni í hálft starf til bókhaldsstarfa og tölvuvinnslu. Reynsla í bókhaldi nauðsynleg. Upplýsingar veittar í síma 23811. ___Endurskoðunarstofan TORG h.f. Ráðhústorg3, 600Akureyri sími 23811 Atvinna Vantar nokkrar konur til starfa nú þegar eða seinna, mikil vinna, bónus. Upplýsingar hjá verkstjórum á staðnum. K.Jónsson og Co h.f., Niðursuðuverksmiðja.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.