Dagur - 22.09.1986, Blaðsíða 6

Dagur - 22.09.1986, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - 22. september 1986 22. september 1986 - DAGUR - 7 Knatt- spymu- úrslit Úrslit leikja í 1. og 2. deild ensku knattspyrnunnar á laugardag urðu þessi: 1. deild: Arsenal-Oxford 0:0 x Aston Villa-Norwich 1:4 2 Charlton-Coventry 1:1 x Chelsea-Nottm.Forest 2:6 2 Everton-Man.United 3:11 Leicester-Tottenham 1:2 2 Man.City-Q.P.R. 0:0 x Newcastle-Wimbledon 1:01 Southampt.-Liverpool 2:11 Watford-Sheff.Wed. 0:12 West Ham-Luton 2:01 2. deild: Bamsley-Plymouth 1:1 Blackburn-C.Palace 0:2 Bradford-Leeds 2:0 Brighton-W.B.A. 2:0 Derby-Millwall 1:1 Huddersf.-Oldham 5:4 Hull-Birmingham 3:21 Ipswich-Sunderland 1:1 Reading-Shrewsbury 3:1 Sheff.United-Grimsby 1:2 Stoke-Portsmouth 1:1 • Staðan Staðan í 1. og 2. deild ensku knattspyrnunnar er þessi: 1. deild Nottm.Forest 7 5-1-122: 7 16 Everton 7 4-3-013: 615 Norwich 7 4-2-1 15:11 14 Liverpool 7 4-1-2 13: 7 13 West Ham 7 4-1-212:1113 Coventry 7 3-3-1 8: 4 12 Sheff.Wed. 7 3-3-111: 9 12 Wimbledon 7 4-0-3 8: 8 12 Tottenham 7 3-2-2 8: 7 11 Q.P.R. 7 3-2-2 9:10 11 Watford 7 3-1-3 10: 7 10 Southampt. 7 3-0-4 15:1610 Arsenal 7 2-3-2 5: 4 9 Luton 7 2-3-2 7: 7 9 Man.City 7 14-2 5: 5 7 Oxford 7 1-4-2 4: 8 7 Leicester 71-3-3 8:10 6 Chelsea 7 1-3-3 7:13 6 Charlton 7 1-2-4 4:11 5 Newcastle 71-2-4 4:11 5 Man.United 7 1-1-5 9:11 4 Aston Villa 7 1-0-6 6:20 3 • 2. deild Oldham 7 5-1-1 D: 5 16 C.Palace 7 5-0-2 10: 6 15 Portsmouth 6 3-3-0 7: 2 12 Sheff.U. 7 3-2-2 8: 7 11 Leeds 7 3-1-3 8: 9 10 Hull 7 3-1-3 6: 8 10 Blackburn 5 3-0-2 9: 5 9 Plymouth 5 2-3-0 9: 5 9 Brighton 7 2-3-2 7: 5 9 Ipswich 6 2-3-1 8: 7 9 Birmingham 7 2-3-2 9: 9 9 Derby 5 2-2-1 4: 3 8 Grimsby 5 2-2-1 4: 3 8 Bradford 7 2-2-3 8:10 8 Sunderland 5 2-2-1 6: 8 8 W.B.A. 7 2-2-3 7:10 8 Shrewsburv 6 2-1-3 4: 6 7 Millwall 7 2-1-4 5: 8 7 Huddersf. 6 1-2-3 7:10 5 Stoke 7 1-2-4 5: 9 5 Reading 5 1-1-3 6: 7 4 Barnsley 7 0-1-6 3:11 1 íþróttÍL Umsjón: Kristján Kristjánsson „Mannskapurínn verður að svara því sjálfur hvort hægt er að gera betur“ - segir Jóhannes Atlason sem ráðinn hefur verið þjálfari Þórs í knattspyrnu næsta keppnistímabil Sigurvegararnir í Firmakeppni GA ásamt fulltrúm frá Hellusteypunni og Reyni s/f. F.v. Guðmundur Finnsson, Hörður Steinbergsson, Tryggvi Gunnarsson, Ingólfur Jónsson og Guðmundur Lárusson. Firmakeppni GA í golfi: Hörður sigraði fyrir Hellusteypuna Firmakeppni Golfklúbbs Akureyrar lauk að Jaðri á laugardaginn. Keppnin hófst fyrir um mánuði síðan með undankeppni og þá voru 94 fyrirtæki skráð til leiks. Af þeim komust 47 fyrirtæki í úrslitakeppnina sem leikinn var á laugardag. Leiknar voru 18 holur með forgjöf og var dregið um það hvaða kylfingur keppti fyrir hvaða fyrirtæki. Mjög gott veður var á laugar- daginn, nema aðeins fór að rigna í lokin. Úrslitin í keppninni urðu þessi: 1. Hellusteypan Hörður Steinbergsson 65 högg 2. Reynirs/f. Guðmundur Lárusson 67 högg 3. Gullsmiðir Sigtryggur og Pétur. Guðmundur Finnsson 69 högg 4,- 5. Norðurljós Pétur Sigurðsson 69 högg 4,- 5. Kótó s/f. Rögnvaldur Ólafsson 69 högg Guðmundur Finnsson vann þá Pétur og Rögnvald í bráðabana í keppninni um 3. sætið en allir voru þeir á 69 höggum nettó. GA þakkar bæði fyrirtækjun- um og keppendum fyrir þátt- tökuna. Þjáifaramót KA: „Höfum mestan áhuga fyrir lan Ross“ - segir Stefán Gunnlaugsson formaður Knattspyrnudeildar KA Um þessar mundir keppast menn við að ráða hina og þessa menn til hinna og þessara liða sem þjálfara og leikmenn. Sjaldnast er fótur fyrir því sem menn segja úti I bæ um þessi mál. KA hefur ekki farið var- hluta af umræðunni að undan- förnu og því snéri Dagur sér til Stefáns Gunnlaugssonar for- manns knattspyrnudeildar KA og spurði hann bæði um þjálf- arantál og um hvort nýjir leik- menn væru á leið til KA og þá hvaða leikmenn. „Hvað þjálfaramál varðar, höfum við mikinn áhuga á því að fá Ian Ross þjálfara Vals, til KA næsta keppnistímabil. Hann er hjá Val enn og ef þeir ekki endurráða hann og hann ætlar vera áfram á íslandi, tel ég mjög góðar líkur á því að hann komi til okkar,“ sagði Stefán. „Hvað varðar nýja leikmenn, er það alveg ljóst að við þurfum meiri breidd í okkar hóp. Og þeir menn sem ég hef fyrst og fremst áhuga á í því sambandi eru gömlu KA-mennirnir. Ég veit ekki til þess að neinn af þeim leikmönnum sem voru með KA í sumar, fari frá félaginu. Ég er bjartsýnn á að við náum að styrkja okkar lið fyrir kom- andi keppnistímabil með nýjum mönnum,“ sagði Stefán Gunn- laugsson. Jóhannes Atlason hefur verið ráð- inn þjáifari fyrir meistaraflokk Þórs í knattspyrnu næsta keppnistímabil. Jóhannes er ekki ókunnugur í her- búðum Þórs en hann þjálfaði ein- mitt liðið í fyrra með mjög góðum árangri, þeim besta sem liðið hefur náð til þessa, eða 3. sæti. Jóhannes var hér á ferð um helgina, þar sem gengið var frá ráðningu hans. Blaðamaður Dags náði tali af hon- um og átti við hann stutt spjall. Hann var fyrst spurður hvernig hon- um litist á að vera kominn til starfa fyr- ir Pór á ný. „Ég er mjög ánægður með það að vera kominn til starfa hjá félaginu á ný. Mér hefur alltaf liðið vel norðan heiða og á ekki von á því að nein breyting verði þar á.“ - Ertu ekki að taka við sökkvandi skipi? „Ég sá liðið ekki leika marga leiki í sumar en það er ljóst að það kom gat á skipið og ég mun reyna að gera við það gat. Mín skoðun er sú að Þórsliðið hafi ekki haft neina heppni með sér til þess að ná í þau 34 stig sem liðið fékk í fyrra og ef eitthvað var voru þau stig of fá. Til þess að ná toppárangri, þarf heppni að fylgja. Sú heppni var ekki með okkur í fyrra en hún er góð með. Hlutirnir gengu vel á heimavelli og um mitt sumar var mér það ljóst að við myndum ekki tapa leik hér heima. Með sama mannskap og ég var með í fyrra, er engin ástæða til annars en vera bjartsýnn. Toppurinn í 1. deild- inni í ár var ekkert betri en í fyrra. Þetta er fyrst og fremst spurning um að hafa trú á því sem við erum að gera. í fyrra vantaði þann neista sem þurfti til þess að fara alla leið. Þegar haft var samband við mig á sínum tíma og ég beðinn að þjálfa Þór, varð ég mjög ánægður, vegna þess að ég hafði trú á að liðið gæti gert betur, eins og kom á daginn. En mannskapur- inn verður síðan að svara því sjálfur hvort hægt er að gera betur en þá.“ - Voru ekki fleiri félög en Þór á eftir þér núna? „Það var búið að hafa samband við mig frá öðrum félögum en hvaða félög það voru læt ég ósagt hér. „Þórsliðið á að geta verið í fremstu röð“ „Mér Iíst mjög vel á þessa ráðningu og er virkilega ánægður með að fá Jóhannes til starfa fyrir Þór á ný,“ sagði Nói Björnsson fyrirliði Þórs er hann var spurður um það mál. En eins og fram kemur annars staðar í opnunni hefur Jóhannes Atlason verið ráð- inn þjálfari Þórs í knatt- spyrnu næsta keppnistímabil. „Ég held að Jóhannes geti náð góðum árangri með liðið, eins og hann sýndi f fyrra. En það er ekki nóg að.fá Jóhannes til starfa, leikmenn þurfa að breyta hugsunarhætti sínum og koma mun jákvæðari til leiks fyrir komandi keppnistfmabil en gert var í ár,“ sagði Nói. - Nú var gengi liðsins frekar dapurt í sumar, hverja telurþú vera ástæðuna fyrir því? „Það voru margir þættir sein spiluðu þar inn í. En ég tel að stærsta atriðið þar hafi verið það að leikmenn voru ekki til- búnir að leggja það af mörkum sem til þurfti, til þess að betri árangur næðist.“ - Þarf ekki nýja leikmenn til þess að betri árangur náist? „Ég er á móti því að við séum að sækja menn hingað og þangað. En ef einhverjir hafa áhuga á því að koma til félags- ins, eru þeir velkomnir. Ég á von á því að allur sá mannskapur sem æfði með lið- inu í sumar, verði áfram og meira að segja Sigurbjörn „gamli“ Viðarsson Iíka. Einnig eigum við unga stráka sem bæt- ast í hópinn. Og ég held að í Þórsliðinu séu nógu margir góð- ir leikmenn til þess að liðið sé á toppnum í íslenskri knatt- spyrnu," sagði Nói Björnsson að lokum. i það gat.“ Mynd: KK Sumarið í fyrra, var eitt það ánægju- legasta tímabil sem ég hef átt og ég vona svo sannarlega að við getum endurtekið það næsta sumar." - En að lokum Jóhannes, hvernig líst þér á að fá bæði KA og Völsung í 1. deild? „Ég gleðst mjög yfir því að Norður- landið sé komið inn á landakortið fyrir alvöru og óska bæði KA og Völsungi alls hins besta. Það hefur þó sýnt sig að lið sem koma upp úr 2. deild og leika í þeirri 1. með óbreyttan mannskap, lenda í neðri kantinum. Ég er þó ekki að spá þessum liðum falli. Völsungar eru þekktir baráttujaxlar sem gefa lítið eftir og KA-menn sýndu það í bikarnum í fyrra að þeir eru til alls líklegir. Leikir þessara liða næsta sumar, verða án efa fjörugir og það verður hart barist jafnt á vellinum sem og áhorfendapöllunum. Þá er ljóst að þessir leikir verða ekki auðdæmdir,“ sagði Jóhannes Atlason. Eggert Tryggvason skorar eitt marka sinna gegn Þór í gær. Mvndir: KK Handbolti: KA sigraöi Þór KA sigraði Þór með 22 mörk- um gegn 18 er liðin mættust í Feðginin Amór og Halldóra sigmðu - í parakeppni GA í golfi sem fram fór í gær Parakeppni GA í golfí fór fram að Jaðri í gær. Leiknar voru 9 holur með forgjöf. Keppnisfyrirkomulag var þannig að annar keppandin sló brautarhögg en hinn aðilinn sá um púttið. Keppnin var geysilega jöfn og skemmtileg og alls mættu 19 pör til leiks að þessu sinni. Af loknum 9 holum voru tvö pör jöfn, með 18 högg nettó. Það voru þau Arnór Þorgeirsson og Halldóra dóttir hans annars vegar og þau Konráð Gunnarsson og Indíana Asmundsdótt- ir hins vegar. Þau þurftu því í bráða- bana til þess að ná fram úrslitum. í bráðabananum höfðu þau feðginin Arnór og Halldóra betur og sigruðu. Konráð og Indíana höfnuðu í öðru sæti en í þriðja sæti urðu þau Rögnvaldur B. Ólafsson og María Steinmarsdóttir á 19 höggum nettó. Þá voru veitt verðlaun þeim er not- aði fæst púttin. Þau verðlaun nældi Smári Garðarsson í en hann spilaði með Jónínu Pálsdóttur og var sagt að Arnór slær upphafshöggið í bráðabanan- um. Halldóra púttar sigurpúttinu ofan í af miklu Öryggi. Myndir: KK hún hefði ávallt lagt boltann í dauðafæri fyrir Smára. Senn líður að lokum golfver- tíðar en síðasta mót sumarsins hjá GA er Bændaglíman sem fram fer þann 4. október næst- komandi. Erlendur Hermannsson: „Verðum í topp- baráttunni“ „Þetta var allt í lagi. Strákarnir eru búnir að æfa saman í stutt- an tíma og margir þeirra að koma úr fótboltanum. Það voru margir jákvæðir punktar í þessum leik,“ sagði Erlendur Hermannsson þjálfari Þórs í handbolta eftir leikinn við KA í gær. Ertu bjartsýnn á gott gengi Þórs í 2. deildinni í vetur? „Deildin verður mjög erfið og í henni eru mörg góð lið, eins og ÍBV, HK, ÍR, Afturelding og ÍBK. Með þann mannskap sem ég hef er ég ekki í vafa um að við getum blandað okkur í toppbar- áttuna. En það kemur í ljós í vet- ur hvernig til tekst,“ sagði Erl- endur. æfíngaleik í handbolta i Höll- inni í gær. Leikurinn sem átti að hefjast kl. 14 hófst ekki fyrr en 14.30 þar sem gleymdist að boða dómara á leikinn. Bene- dikt Guðmundsson formaður Þórs, sem mættur var sem áhorfandi, hljóp í skarðið og dæmdi leikinn einn og gerði það af stakri prýði. Nokkur fjöldi áhorfenda var mættur í Höllina og var selt inn á leikinn. Áhorfendurnir voru langt frá þvf að vera ánægðir með það hversu seint leikurinn hófst og gengu margir þeirra út. En engu að síður hófst leikurinn um síðir og lauk eins og áður sagði með sigri KA. KA komst í 2:0 í byrjun en Þórsarar jöfnuðu 2:2 skömmu síðar. Síðan komust Þórsarar yfir 5:4 og var það í eina skiptið sem liðið var yfir í leiknum. KA jafn- aði 5:5 og komst aftur yfir 8:6. Þór jafnaði 8:8 en því svöruðu KA-menn með þremur mörkum í röð og breyttu stöðunni í 11:8. Þórsarar áttu síðasta orðið í fyrri hálfleik og náðu að skora tvö mörk fyrir hlé og staðan því 11:10 í hálfleik. í síðari hálfleik náði KA fljót- lega þriggja marka forystu 15:12 og um miðjan hálfleik var enn þriggja marka munur 16:13. Sá munur hélst þar til í lokin en þá Ómar til Þórs Ómar Guðmundsson er lék í marki KS í sumar í 2. deildinni í knattspyrnu hefur ákveðið að ganga til liðs við Þór á ný. Ómar lék með Þór í fyrra er Jóhannes Atlason þjálfaði liðið en þeir eru nú báðir komnir aftur. Ómar er fluttur til Akureyrar og mun stunda kennslu við Gler- árskólann í vetur. Fyrir utan við árið í fyrra hefur Ómar leikið undanfarin ár með liði KS á Siglufirði. náði KA að auka muninn í fjögur mörk og úrslitin 22:18. Þórsliðið átti ágætan leik en þetta var fyrsti leikur liðsins á þessu tímabili. Sigurður Pálsson var atkvæðamestur Þórsara að þessu sinni, skoraði hann 8 mörk og þar af nokkur úr vítum. KA liðið var ekki mjög sann- færandi í þessum leik en leikur liðsins lagaðist er á leið. Atkvæðamestur KA-manna var Jón Kristjánsson sem skoraði 6 mörk og þar af nokkur úr vítum. Brynjar Kvaran: „Erfiðir leikir í byrjun“ „Þetta var lélegur leikur af okkar hálfu en þó rættist úr honum í lokin,“ sagði Brynjar Kvaran þjálfari KA í hand- bolta eftir leikinn við Þór í gær. „Það að leikurinn tafðist vegna dómarahallæris hafði sín áhrif í byrjun, menn kólnuðu niður eftir að hafa verið búnir að hita upp. En sigur er alltaf sigur.“ - Hvernig leggst veturinn í Þig? „Við náum ekki að koma eins vel undirbúnir til leiks og hin lið- in í deildinni. Þau eru öll að leika innbyrðis um þessar mundir í æfingamótum fyrir sunnan. Við komum þó alls ekki illa undir- búnir til leiks. Við förum til Eyja um næstu helgi í keppnis- ferð og vonandi tekst sú ferð vel. Fyrstu leikir KA í deildinni í ár eru ekki þeir auðveldustu. Við leikum fyrst tvo erfiða útileiki, við Fram og FH og síðan fáunt við KR-inga heim í fyrsta heima- leik okkar. Allt eru þetta mjög erfiðir leikir og KR-ingar virðast mjög sterkir um þessar mundir,“ sagði Brynjar Kvaran.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.