Dagur - 22.09.1986, Blaðsíða 12

Dagur - 22.09.1986, Blaðsíða 12
Istess: Framkvæmdum miðar vel áfram mjölskemmu og verið er að steypa grunn undir starfs- mannaaðstöðu“ sagði Guð- mundur Stefánsson fram- kvæmdastjóri ístess um fram- kvæmdir fyrirtækisins í Krossanesi. Guðmundur sagði að fljótlega væri von á mönnum heim úr starfsþjálfun í Noregi. Hann sagði að ekki væri búið að ganga frá ráðningum en starfsmenn yrðu 10-15 til að byrja með. Búið er að kaupa allar vélar og er von á næstu sendingu nú á næstu dögum. Stýribúnaður er keyptur frá Philips en rafhönnunin er öll unnin hjá Raftákni á Akureyri. Áætlað er að ístess hefji fram- leiðslu strax í byrjun næsta árs en fram að þessu hefur fyrirtækið aðeins selt framleiðslu fyrir Skretting a/s í Noregi sem á 46% hlutafjár í ístess. „Við erum með þessu búnir að byggja upp tals- vert viðskiptanet sem við komum síðan til með að nota fyrir okkar framleiðslu. Þessi verksmiðja hér kemur til með að framleiða að- eins eina gerð fóðurs, svokallað þanið fóður, en við komum til með að flytja aðrar gerðir inn áfram frá Noregi. Það er auðvit- að ekkert sjálfgefið í þessu frekar en öðru og auðvitað verðum við að bera fyllstu virðingu fyrir okk- ar keppinautum en ég held að við séum ekki með neina vanmeta- kennd“ sagði Guðmundur Stef- ánsson að lokum. ET band og skrá á nýjan leik. Nú skrifa starfsmenn blaðsins á þess- um stöðum allan sinn texta beint inn á tölvu, rétt eins og blaða- mennirnir á ritstjórn á Akureyri, og senda tölvutextann síðan beina leið með aðstoð aukatækis við síma inn í sérstaka tölvu í setningardeild Dagsprents. Þetta tekur ekki nema örskotsstund og geysimikill vinnusparnaður er af þessari nýju tækni, auk þess öryggis sem skapast. Þetta er góður og gleðilegur áfangi í starfsemi blaðsins, nú þegar Dagur er senn eins árs sem dagblað, en til dagblaðsins var stofnað 26. september á síðasta ári. HS Það þurfti mikið að læra á stuttum tíma er blaðamenn Dags utan Akureyrar komu til að læra á tölvurnar. Frá vinstri eru Ingibjörg Magnúsdóttir á Húsa- vík, Gestur Kristinsson á Blönduósi og Þórhallur Asmundsson á Sauðár- króki. Aftan við hann er Kristinn Kristinsson starfsmaður ACO sem sá um kennsluna. Mynd: -gej Fyrir helgina voru blaðamenn Dags frá Blönduósi, Sauðár- króki og Húsavík á námskeiði á ritstjórn blaðsins á Akureyri, þar sem þeir lærðu að með- höndla tölvur og tilheyrandi sendibúnað. Þessi tæki gera blaðamönnunum á þessum stöðum kleift að komast í beint samband við móðurtölvu á rit- stjórn blaðsins á Akureyri. Með tilkomu þessarar tölvu- tengingar er ekki lengur þörf á því að senda fréttir, greinar og annað efni með áætlunarbifreið- um eða í gegn um síma, sem starfsmenn á ritstjórn hafa til þessa þurft að taka niður á segul- Nýja verksmiðjan í Krossanesi. Mynd: RÞB Kartöflur í Eyjafirði: Mikil uppskera og góðar kartöflur „Ég held að óhætt sé að segja að kartöfluuppskeran sé góð í ár og eru kartöflur mjög góðar,“ sagði Þorsteinn Ing- ólfsson bóndi í Gröf í Eyjafirði er hann var spurður um upp- skeruhorfur. Hann sagði að uppskera væri nokkuð misjöfn eftir görðum. „Til dæmis er ég með sandgarð að hluta og er ekki eins gott upp úr honum og moldargörðunum. Það er allt upp í tuttuguföid upp- skera úr moldinni. Ég tel að um fimmtánfalt sé meðaluppskera,“ sagði Þorsteinn. Hann taldi að bændur væru almennt ánægðir með uppskeruna og væri þurr- viðri í sumar að þakka þessi góða uppskera. „Ég tel að aðalvandamálið sé að losna við kartöflurnar. Það er því mjög mikilvægt að kartöflu- verksmiðjan á Svalbarðseyri fari sem fyrst í gang,“ sagði Þor- steinn. Sömu sögu var að fá úr Höfða- hverfinu, en þar er einnig mjög góð uppskera. Bændur þar eru að flýta sér við upptökuna því haust- verkin í búskapnum, auk kart- öfluupptökunnar eru að ná hámarki. gej- Dagur: Ritstjórnin tölvutengd - milli Blönduóss, Sauðárkróks, Húsavíkur og Akureyrar „Byggingarframkvæmdum miðar vel og verið er að reisa á fullu. Það er vinnuflokkur frá hollensku framleiðendunum sem er að setja upp vélarnar og fljótlega verður farið að klæða stálgrindina. Þessu á að vera lokið fyrir jól. Einnig er búið að steypa undirstöður undir Hrísey: Atvinnu- ástand gott „Atvinnuástand í eyjunni hef- ur verið mjög gott það sem af er. Það er búin að vera vinna allt árið og mjög mikil vinna lengst af. Aflabrögð hafa verið góð hjá þeim sem lengra sækja og í sumar hefur verið töluvert af aðkomufólki hér í vinnu“ sagði Guðjón Björnsson sveit- arstjóri í Hrísey. í Hrísey búa um 300 manns og starfa flestir viö útgerð. Þó sagði Guðjón að um 50 manns hefðu atvinnu af öðru en útgerðinni. „Á fyrstu átta mánuðum þessa árs hafa ferðast tæplega þrjátíu þúsund manns með ferjunni en allt árið í fyrra voru það 33 þúsund. Það er töluverður ferða- mannastraumur út í eyjuna. Á þessum sama tíma hafa verið flutt rúm 1700 tonn af vörum og aukningin á vöruflutningum frá í fyrra er um 1,5 tonn á dag,“ sagði Guðjón um rekstur Hrís- eyjarferjunnar. Reksturinn er styrktur af ríkinu en að sögn Guðjóns gengur hann þokkalega miðað við svona útgerð. Þess má geta að nú er kominn farsími í ferjuna og er númerið 22211. ET. Útvarp: Breytingar á dagskrá Fram kom á fundi útvarpsráðs sl. föstudag að breytinga er að vænta á útsendingartíma útvarps og sjónvarps um næstu mánaðarmót. Hlustendum norðaustanlands gefst þá færi á að hlýða á Rás 2 milli íd. 17 og 18 þar eð Svæðisútvarpið mun senda út milli kl. 18 og 19 I staðinn fyrir frá 17-18.30 eins og nú tíðkast. Helstu breytingar aðrar eru þær að Rás 2 mun senda út milli 12 og 14, þó með samtengdar fréttir við Rás 1. Sjónvarp hefst kl. 18 virka daga og fréttir færast fram til 19.30. Ekki er um að ræða lengingu á sjónvarpsdag- skránni, heldur er áætlað að ljúka útsendingu fyrr á kvöldin. SS

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.