Dagur - 24.09.1986, Page 3

Dagur - 24.09.1986, Page 3
24. september 1986 - DAGUR - 3 Norðurland: Töhmtæki s.f., umboðsaðili SFI Á mánudag gaf Lionsklúbburínn Huginn Lyflækningadeild mjög myndarlega gjöf. Þar er um að ræða sveigjanlegan berkjuspegil, sem er tæki til greiningar á lungnasjúkdómum. Aður var um að ræða stíft tæki og þurfti að svæfa sjúklingana fyrir rannsókn. Nú nægir deyfing og gerir tækið því rannsóknina auðveldari fyrir báða aðila. Auk þess þarf ekki að senda sjúklinga til Reykjavíkur í sama mæli, svo fleiri kostir séu nefndir og ríkir því mikil ánægja yflr þessari höfðinglegu gjöf. SS Slátrun hjá KS: Ekkert vandræðaástand - rru ið af kjöti í 0-flokkinn Féiagar Stjórnunarfélags íslands, búsettir á Norðurlandi eru margir. Þeir hafa langoft- ast orðið að sækja námskeið félagsins suður til Reykjavík- ur. Þessi ferðalög eru tímafrek og viðkomandi þarf að hverfa frá vinnu allan daginn yfír námskeiðstímann, jafnvel þó námskeiðin sjálf séu ekki kennd nema hálfan daginn í einu. Til að bæta úr þessari óhagræð- ingu hefur Stjórnunarfélag íslands samið við Tölvutæki s.f. á Akureyri um að starfa sem umboðsaðilar fyrir SFÍ á Leiðrétting í gær var sagt frá uppboði á lögreglustöðinni þar sem boðnir voru upp ýmsir óskila- munir. Meðal annars var boðið upp gamalt dekk af heyvagni eða einhverju slíku og gall þá við í mönnum að þetta væri nú undan einhverjum lögreglu- bflnum. Þetta skens var auð- vitað hin mesta fjarstæða en eitthvað hefur það setið í blaðamanni því í myndatexta er sagt að þetta sé dekk af lög- reglubfl. Fólk brást að vonum il!a við og spurði hvað þetta ætti að þýða að selja eigur ríkisins á uppboði sem þessu. En um slíkt var alls ekki að ræða og vil ég leiðrétta þann misskilning hér með. SS Norðurlandi. Starfsmenn Tölvutækja s.f. eru: Unnar Þór Lárusson, Jón Magnússon og Jón Ellert Lárus- son. Aðsetur fyrirtækisins er að Gránufélagsgötu 4 í síma 96- 26155. Tölvutæki s.f. mun sjá um skráningu þátttakenda og allan ytri aðbúnað á námskeiðum félagsins á Akureyri, sem verður fyllilega sambærilegur við aðbún- að á öllum öðrum námskeiðum félagsins í Reykjavík. Leiðbeinendur verða þeir sömu og í Reykjavík og einnig verða námsgögn þau sömu og þar eru notuð. Námskeiðin verða haldin á Akureyri og standa yfir allan daginn, þannig að 16 klst. nám- skeið, sem venjulega tekur fjóra hálfa daga í Reykjavík verður kennt á tveimur dögum. Fyrsta námskeiðið sem Tölvu- tæki s.f. munu sjá um á Akureyri verður eitt vinsælasta námskeið sem Stjórnunarfélag íslands hef- ur gengist fyrir. Dagana 10. og 11. október mun Anne Bóge- lund-Jensen leiðbeina á Time Manager námskeiði, en nú þegar hafa 1700 íslendingar setið það námskeið. Með þessu ánægjulega upphafi námskeiðahalds á Akureyri býð- ur Stjórnunarfélag íslands starfs- menn Tölvutækja s.f. velkomna til starfa og væntir þess að félagar SFÍ norðan heiða taki upp öflugt samstarf við þá. „Þetta gengur vel í augnablik- inu. Það er ekkert vandræða- ástand lengur. Það hefur verið að bætast við fólk undanfarna daga og er alveg að hafast í fullan mannaila,“ sagði Sigur- jón Gestsson sláturhússtjóri hjá KS á Sauðárkróki þegar hann var spurður að því hvern- ig slátrun gengi, en hátt í 30 manns vantaði í húsið fyrstu dagana og olli það miklum erf- iðleikum við slátrunina. Sigurjón sagði að slátrað væri 2200 kindum á dag, sem væri venjulegur fjöldi. Fjallalömbin virtust vera heldur vænni nú en í fyrra, meðalvigtin eftir fyrstu þrjá dagana hefði verið 14,95 kg, sem væri ívið meira en í fyrra. Aðspurður sagði hann mikið fara í O-flokkinn, sem er verðskertur vegna fitumagns. Eftir fyrstu þrjá dagana hefði 19,76% af kjöt- magni farið í O-flokk og 17% af stykkjafjölda. -þá/SS íslenska óperan: IIT rovatore á Blönduósi Síðastliðinn sunnudag var óperan II Trovatore sýnd í fé- lagsheimilinu á Blönduósi við mjög góðar undirtektir áheyr- enda, sem voru fjölmargir og sumir um langan veg komnir. Þetta var eina sýningin á verk- inu á Norðurlandi, en það var Tónlistarfélag Austur-Hún- vctninga sem hafði veg og vanda af komu listafólksins norður. Alls munu um 50 manns hafa verið í hópnum sem kom norður í tengslum við flutning verksins. Mikið lof hefur verið borið á listafólkið fyrir flutning þess á verkinu enda var auðséð í lok sýningarinnar að áheyrendur kunnu vel að meta þetta ágæta verk og flutning listafólksins á því. Áheyrendur komu víða af Norðurlandi og má því ljóst vera að tónlistarunnendur norðan- lands láta ekki langar vegalengdir standa fyrir sér í því að fá notið einhvers af því sem Reykvíking- um og nágrönnum þeirra stendur til boða á listasviðinu. Það kom fram í viðtali við einn söngvarann að lokinni sýningu að hann taldi félagsheimilið á Blönduósi sér- lega vel til þess fallið að halda slíkar sýningar sem þessa. Það er því von þeirra sem hafa gaman af hvers konar listum að flutningur óperunnar hér í félagsheimilinu sé aðeins upphafið að því sem vænta má á þessu sviði. G.Kr. Húsavík: Almennur fundur - vegna Landsmóts UMFf Héraðssamband Þingeyinga heldur á fimmtudagskvöld almennan borgarafund í Fé- lagsheimili Húsavikur, og er hann ætlaður Húsvíkingum og nærsveitafólki. Fundurinn er haldinn í tilefni þess að á næsta ári verður Lands- mót Ungmennafélágs íslands haldið á Húsavík. Á fundinum verður fjallað um möguleika sem skapast við þetta mótshald og þýðingu þess fyrir Þingeyinga. Ræðumenn verða m.a. frá HSÞ og Ferðamálafélagi Húsavíkur. Á fundinum verður „víkingurinn“ kynntur, en hann er tákn mótsins á næsta ári. Fundurinn verður sem fyrr seg- ir í Félagsheimiii Húsavíkur og hefst hann kl. 20.30. IM Landssamband kúabænda: Varað við nýjum búmörkum - valda gengislækkun á þeim sem fyrir eru Á þriðja fundi stjórnar Lands- sambands kúabænda var ákveðið að senda Framleiðslu- ráði og búnaðarsamböndum bréf í tilefni af nýútkominni reglugerð um búmark og full- virðisrétt til mjólkurfram- leiðslu verðlagsárið 1986/1987. í reglugerðinni eru ákvæði sem heimila Framleiðsluráði land- búnaðarins að veita ný búmörk og stækka búmörk á lögbýlum séu ákveðnar forsendur fyrir hendi. Stjórn L.K. varar í bréfinu við þessari heimild þár sem hún komi til með að auka framleiðslukostn- að og þannig leiða til hækkaðs verðlags eða lakari afkomu bænda. Oddur Gunnarsson varafor- maður L.K. sagðist telja að yfir- leitt væru búnaðarsambönd á sömu skoðun og benti á að á aðalfundi Stéttarsambands bænda hefði verið samþykkt að engin ný búmörk skyldu veitt á næstu árum. „Það má segja að þeir hafi laumað þessu inn í reglugerðina aftur einhverra hluta vegna. Hvert nýtt búmark sem bætist við þýðir í rauninni gengislækkun á þeim sem fyrir eru. Það eru heimildir fyrir því að kalla inn búmörk ef ekki er framleitt út á þau og við teljum að þegar það sé gert eigi ekki að úthluta þeim aftur. Með því móti er þeim möguleika haldið opnum að þeir sem hafa þurft að minnka við sig geti stækkað aftur ef ástandið batnar. ET Til sölu eða leigu 150 fm iðnaðar- og/eða verslunarhúsnæði. Uppl. símum 21744 á daginn og 24300 eftir kl. 18.00. íbúðir aldraðra Félag aldraðra heldur fund um íbúðamálin í húsi sínu laugardaginn 27. september og hefst hann kl. 2 e.h. Framsögumaður verður Stefán Reykjalín. Einnig verður rætt um vetrarstarf félagsins og skemmtiatriða notið. Sameiginleg kaffidrykkja. Stjórnin. FUNDARBOÐ Iðntæknistofnun íslands og Iðnþrounarfelag Eyjafjarðar hf. bjóða til opins fundar í Alþyöu- húsinu, Skipagötu 14, Akureyri, miðvikudag- inn 24. sept. kl. 17-19. Á fundinum verður starfsemi iðntæknistofnun- ar kynnt, auk þess sem erindi verða haldin um stöðu og horfur í iðnaði. Fundurinn er öllum opinn en sérstaklega er bent á að hér er kjörið tækifæri fyrir iðn- rekendur að kynna sér þá þjónustu sem iðn- tæknistofnun hefur upp á að bjóða. IÐNÞRÓUNARFÉLAG EYJAFJARÐAR HF. Glerárgötu 30, 600 Akureyri, sími 96-26200.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.