Dagur


Dagur - 20.10.1986, Qupperneq 2

Dagur - 20.10.1986, Qupperneq 2
2 - DAGUR - 20. október 1986 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI SlMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 480 Á MANUÐI LAUSASÖLUVERÐ 50 KR. RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: HERMANN SVEINBJÖRNSSON FRÉTTASTJÓRI: GYLFI KRISTJÁNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: BRAGI V. BERGMANN BLAÐAMENN: ÁSLAUG MAGNÚSDÓTTIR, EGILL BRAGASON, EGGERTTRYGGVASON, GESTUR E. JÓNASSON, GESTUR KRISTINSSON (Blönduósi vs. 95-4070 hs. 95-4368), HELGA JÓNA SVEINSDÓTTIR, INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585 hs. 41529), KRISTJÁN KRISTJÁNSSON, RÚNAR ÞÓR BJÖRNSSON, STEFÁN SÆMUNDSSON, PÓRHALLUR ÁSMUNDSSON (Sauöárkróki vs. 95-5960 hs. 95-5729) AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÚRI: HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASlMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. leiðari.________________________________________ Rás 2 er ekki til sölu Þorsteinn Pálsson fjármálaráðherra gekk fram fyrir skjöldu í síðustu viku og lýsti þeirri skoðun sinni að vel kæmi til greina að selja Rás 2 Ríkisútvarpsins. Þor- steinn sagði það skoðun sína og sjálfstæðismanna almennt, að ríkið ætti ekki að standa í rekstri sem einkaframtakið gæti allt eins séð um. í leiðara Morg- unblaðsins á föstudaginn er hnykkt á þessari skoðun Þorsteins og sagt að hlutverk Rásar 2 sé ekki þannig vaxið að ástæða sé til þess að ríkið stundi atvinnu- starfsemi af því tagi. Máli sínu til stuðnings bendir Morgunblaðið á, að frá því að einkaaðilar tóku hlið- stæða starfsemi að sér, hlusti mun fleiri á stöð þeirra en Rás 2. Því sé spurning hvort ekki sé rétt að selja Rás 2. Þessi ummæli Þorsteins, svo og leiðari Morgun- blaðsins, hafa vakið reiði margra. í fyrsta lagi lýsa orð Þorsteins eindæma þröngsýni og sýna að sjóndeildar- hringur ráðherrans spannar ekki marga kílómetra út fyrir suðvesturhornið. Allir vita að þegar einkarekstur er annars vegar ráða markaðslögmáhn eðlilega ferð- inni fyrst og síðast. Einkaaðilar í útvarps- og sjón- varpsrekstri leggja ekki í aukakostnað í þeim tilgangi að veita aukna þjónustu, ef engin von er til þess að sá kostnaður skili sér að fullu í formi afnotagjalda ellegar auglýsingatekna. Þess vegna munu einkaaðilar aldrei leggja út í kostnaðarsamar framkvæmdir til þess að gera t.d. íbúum Grímseyjar kleift að ná útsendingum stöðvar sinnar. Slíkt væri óhagkvæmt fjárhagslega. Hins veg- ar er það skylda Ríkisútvarpsins að veita öllum sömu þjónustu, burtséð frá kostnaði. Sá er meginmunurinn á þessum rekstraraðilum. Auk þess og ekki síður er það skylda ríkisfjölmiðla að leyfa öllum sjónarmiðum að njóta sín, en þegar um einkaaðila er að ræða er engin trygging fyrir því að svo sé. Við sem úti á landi búum, náum t.d. ekki útsending- um Bylgjunnar og hlustendakannanir þær, sem gerð- ar hafa verið að undanförnu, eru því eingöngu bundn- ar við höfuðborgarsvæðið. Á hvað hlustum við hin? Það skiptir kannski ekki máli? Framsóknarflokkurinn átti stóran þátt í að aflétta einokun ríkisins á útvarps- og sjónvarpsrekstri, enda er það ríkisfjölmiðlunum hollt að fá samkeppni. En þegar sjálfstæðismenn hafa uppi tilburði til þess að veita einkaframtakinu einokunarstöðu í útvarps- rekstri er framsóknarmönnum nóg boðið. í fyrsta lagi er engin reynsla komin á það enn, hvernig Rás 2 bregst við nýfenginni samkeppni og þess vegna er fullsnemmt að fullyrða um það hvor stöðin komi til með að hafa fleiri hlustendur. í öðru lagi er rétt að velta því fyrir sér hvað sjálfstæðismenn selja næst, ef þessi hugmynd þeirra nær fram að ganga. Að hætti Þorsteins Pálssonar má allt eins færa rök fyrir því að t.d. Dagur sé allt eins vel í stakk búinn til þess að reka svæðisútvarpið á Akureyri og að Stöð 2 eða ein’.i : aðili annar geti yfirtekið rekstur Sjón- varpsins begar fram hða stundir. Þar væri einung- is um ac ræða útfærslu þeirrar hugmyndar sem sjálf- stæðismenn hafa nú varpað fram. ÖUum ætti að vera ljóst að hugmynd fjármálaráð- herra, sem Morgunblaðið hefur hampað í forystu- grein, er fráleit og reyndar hættuleg lýðræðislegum skoðanaskiptum í landinu. Rás 2 er ekki söluvara. BB. —viðtal dagsins. Árný Runólfsdóttir. „Gefur okkur mikið að hjálpa þessum litla dreng“ - segir Árný Runólfsdóttir, en hún og fjölskylda hennar leggja til ákveðna fjárhæð á mánuði til styrktar 7 ára dreng á Indlandi „Við fundum þessa auglýsingu í erlendu blaði og þar var bent á að öll fjölskyldan gæti tekið þátt í að hjálpa barni í fjarlægu Iandi,“ sagði Ámý Runólfs- dóttir, en hún ásamt manni sínum Michael Willcocks og dóttur, Ragnheiði Hlíf, leggja til smá upphæð á mánuði sem notuð er til að styrkja 7 ára Alocius, drengurinn sem Árný, Michael og Ragnheiður Hlíf styrkja. gamlan dreng í Indlandi til skólagöngu. „Mig langaði til að vekja athygli á þessu ef fleiri hefðu áhuga á að gera það sama. Þetta er ekki há upphæð, 10 dollarar á mánuði eða um 400 kr. íslenskar. Við hér á íslandi höfum allt til alls og munar ekkert um þessa upphæð, en þetta getur skipt þennan dreng miklu máli. Okkur langaði til að hjálpa einhverjum og þá er bara spurningin hvar mann ber niður.“ Eins og áður sagði fóru þau Ámý og Michael eftir auglýsingu í blaði. Auglýsing þessi er frá sam- tökum í Bandaríkjunum, sem heita Holy Land Christian Miss- ion International. Heimilisfangið er post office box 55, Kansas City, MO 64141. „Það er að sjálf- sögðu auðveldast fyrir fólk sem hefði áhuga á þessu að finna slíka auglýsingu í blaði, þar fylgir ákveðið form sem fyllt er út og síðan sent til þessara samtaka. Þau sjá svo um alla milligöngu." - Engin hætta á að pening- arnir komist ekki til skila? „Auðvitað getur maður aldrei verið viss um það. En okkur fannst upplýsingarnar frá þessum samtökum vel skipulagðar og treystum því að þetta sé raun- veruleg hjálp. Við vonum að það komist a.m.k. einhver hluti af peningunum til skila. Það er líka hægt að spyrja sig hvort þessi drengur sé í rauninni til, þó svo að við höfum mynd í höndunum. Við erum núna að afla okkur upplýsinga frá fleiri stöðum og eins og ég sagði þá treystum við þessum samtökum. Það sem mig langar til að vita er hvort einhver samtök hér á landi eru með svona starfsemi, t.d. Hjálparstofnun kirkjunnar.“ Skjólstæðingur Árnýjar, Michael og Ragnheiðar er 7 ára gamall drengur, Alocius, og býr hann á Indlandi. Fjölskylda hans er ekki bláfátæk á þeirra mæli- kvarða. Faðir hans er kokkur svo þau skortir ekki mat. Hann á tvö systkini og hér á landi yrði fjöl- skyldan talin bláfátæk, þau eiga hús en enga innanstokksmuni, það er ekkert rennandi vatn í húsinu og þau sofa á gólfinu. Þessi samtök í Bandaríkjunum reka skóla á Indlandi og Alocius gengur í einn slíkan. „Það er fyrst og fremst litið á þetta sem styrk til skólagöngu. Það er alls staðar neyð og víða er hungur, en það þarf að gera meira en að metta. Það þarf líka að gera fólk sjálfbjarga og það er best gert með menntun," sagði Árný. „Það gefur okkur mikið að hjálpa þessum litla dreng,“ segir Árný, „og það tengir líka saman okkar litlu fjölskyldu að gera eitthvað svona sameiginlegt. Það má líka líta á þetta sem þakklæt- isvott fyrir okkar heilbrigðu böm. Við eigum 8 börn alls, en ekkert saman. Kristur sagði okk- ur að hjálpa meðbræðrum okkar og það er hugsunin á bak við þetta.“ - Hafið þið eitthvert beint samband við Alocius? „Já, við höfum samband með bréfum. Við erum búin að fá eitt bréf frá honum og höfum sent honum bréf. Við erum líka ákveðin í að heimsækja Alocius, við förum einn góðan veðurdag til Indlands. Ég veit um mann sem stutt hefur fjölskyldu á Ind- landi og þessi fjölskylda hefur heimsótt hann og hann heimsótt þau. Þannig kynnist maður líka landinu sem skjólstæðingurinn býr í.“ -HJS

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.