Dagur


Dagur - 20.10.1986, Qupperneq 11

Dagur - 20.10.1986, Qupperneq 11
20. október 1986 - DAGUR - 11 Geysiskonur stóðu fyrir kaffisölu í Lóni, húsi Karlakórsins Geysis, sl. sunnu- dag. Þarna var boðið upp á dýrindis meðlæti með kaffínu, enda fjölmenntu gestir á staðinn. Konurnar munu endurtaka þetta nokkrum sinnum í vetur, en ágóði rennur til styrktar karlakórnum. Mynd: ehb Kanarí/Madeira- klúbburinn Sérrit Siglingamála- stofnunar ríkisins: Björgun úr köldum sjó Siglingamálastofnun ríkisins og Oryggismálanefnd sjó- manna standa að útgáfu bækl- ings sem nefnist Björgun úr köldum sjó. Með þessum bæklingi er ætlað að reyna að fækka slysum vegna drukkn- unar með því að brýna fyrir sjómönnum, og öðrum, rétt viðbrögð í sjávarháska. Á tímabilinu 1974-1983 drukknuðu hér við land 128 manns. Rannsóknir erlendis sýna að ofkæling (hypothermia) er helsta dánarorsök þeirra sem tal- ið er að hafi drukknað. í bækl- ingnum kemur fram hvernig menn geti lengt þann tíma sem þeir geti lifað í köldum sjónum með réttum viðbrögðum. Þá er skýrt ítarlega frá áhrifum kulda á líkamann, og meðhöndlun manna sem náðst hafa úr sjó en orðið fyrir ofkælingu, og að lok- um er fjallað um kuldaáverka og helstu einkenni. Bæklingnum verður dreift án endurgjalds í öll íslensk skip og verða eigendur þeirra beðnir um að koma þeim um borð í skip sín á næstu dögum. Einnig verður bæklingnum dreift til félagasam- taka er tengjast málefni þessu með einum eða öðrum hætti, svo sem björgunarsveita, siglinga- klúbba og veiðifélaga. Öryggismálanefnd sjómanna hefur séð um fjármögnun á útgáfu þessa bæklings, og hafa fjölmörg fyrirtæki og einstakling- ar styrkt málefnið. SS (Úr fréttabréfi). Nýverið hófst vetrarstarf Kanarí/ Madeira klúbbsins, sem telja má einn stærsta ferðaklúbb landsins. Undanfarin ár hafa hinar sívin- sælu Kanaríeyjar verið aðal- áfangastaður klúbbsins og nú í vetur verða í fyrsta skipti skipu- lagðar ferðir til eyjunnar fögru Madeira. Af því tilefni hefur Kanarí/Madeira klúbburinn gefið út glæsilegt kynningarrit þar sem þessir áfangastaðir eru rækilega kynntir. Ritið var samið og hann- að hjá Ólafi Stephensen - auglýs- ingar og almenningstengsl - und- ir umsjón Sigríðar Bragadóttur. Útlit og hönnun var í höndum þeirra Erlings Páls Ingvarssonar og Friðriks Erlingssonar. Korpus sá um litgreiningu en Svansprent prentaði. Kynningarrit Kanarí/Madeira klúbbsins fæst ókeypis hjá sölu- skrifstofum Flugleiða, ferðaskrif- stofunni Úrval, Útsýn, Sam- vinnuferðum-Landsýn, umboðs- mönnum þeirra og ferðaskrifstof- um um land allt. Þar sem ég er hættur störfum hjá AKO pokanum vil ég þakka öllum þeim mörgu og traustu við- skiptamönnum um land allt sem hafa skipt við mig sl. 15 ár. Ég er fús til ráðgjafa eins og fyrr. Friðrik Agústsson FLEXO-prentari sími 26909. Framkvæmdastjóri Framkvæmdastjóra vantar strax við fiskvinnslu og útgerð á Norðvesturlandi. Upplýsingar í síma 95-6440 eða 95-6380. Helg- arsími 95-6389. Starfsfólk Viljum ráða starfsfólk til afgreiðslustarfa sem fyrst. Hafið samband við eiganda, ekki í síma. Verslunin Garðshorn, Byggðavegi 114, Akureyri. Hjúkrunarfræðingar Hjúkrunarforstjóra vantar að dvalar- og sjúkra- deild Hornbrekku, Ólafsfirði frá 1. nóvember. Umsóknarfrestur til 20. september. Upplýsingar gefur forstöðumaður í síma 96- 62480. ALGJÖR SÉRSTAÐA í HÚSBYGGINGUMÁNORÐURIANDI Þessi fjölbýlishús verða byggð við Hjallalund Akureyri Fyrstu 22 íbúðirnar verða afhentar 1. desember 1987. Helstu nýjungar eru: • HÚSyARPABÍBÚB • BÍLAGEYMSLA í kjallara, eitt bílastæði á hverja íbúð • LYFTUR verða úr bílageymslu upp á hæðirnar. Komið og kynnið ykkur verð og teikningar á skrifstofu okkar Sunnuhlíð 10, alla virka daga milli kl. 13 og 17, sími 26277. Eða hringið í síma 26172 (vinna), 24719 (Sigurður-heima), 23956 (Heimir, heima). byggir sf byggir sf. byggir sf. I

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.