Dagur


Dagur - 20.10.1986, Qupperneq 12

Dagur - 20.10.1986, Qupperneq 12
Akureyri, mánudagur 20. október 1986 CHICOGO Vopnafjörður: Mikil vinna - Útlendingar fengnir til starfa Á Vopnafirði er nú mjög mik- ið að gera í fiskvinnslu. Hörpu- diskurinn er allsráðandi hjá Tanga h.f. og er nú svo komið að það vantar fólk til vinnsl- unnar. Hjá Tanga fengum við þær upplýsingar að skortur á vinnu- afli væri tilfinnanlegur. Því hefði verði gripið til þess ráðs að fá er- lendan vinnukraft til starfa. Er þar um að ræða fólk sem jafnvel kemur frá Ástralíu og Nýja-Sjá- landi. Alls er þar um að ræða 10 manns og er stærstur hlutinn konur. Þrátt fyrir það vantar enn fólk til starfa. Tveir bátar veiða hörpudisk Ólafsfjörður: Óslax þenst út Fiskeldisfyrirtækið Óslax var stofnað í mars á síðasta ári og var bygging skála fyrir eldisker Akureyri: 11 ökumenn teknir fyrir of hraðan akstur Fimm árekstrar urðu á Akur- eyri um helgina en allir smá- vægilegir. Þá klemmdist mað- ur á hendi við vinnu sína í Odda á föstudaginn en meiðsl- in reyndust ekki mikil. 11 öku- menn voru teknir fyrir of hrað- an akstur og var sá sem hraðast ók á 124 km hraða fyrir utan bæinn. Einn ökumaður var kærður fyrir að sinna ekki stöðvunarskyldu. Að sögn Gunnars Randvers- sonar, varðstjóra, má búast við að lögreglan taki nú harðar á hvers kyns umferðarlagabrotum. Borist hefur hvatning frá umferð- arráði þar sem ökumenn eru minntir á að nota stefnuljós, og nota þau rétt, virða stöðvunar- skyldu og rautt ljós, svo dæmi séu tekin. Það er því vissara fyrir ökumenn að virða umferðarlögin af kostgæfni. fokheld í september. Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar á skömmum tíma og var Olafur Björnsson fram- kvæmdastjóri spurður um gang mála, en hann fluttist til Olafsfjarðar í nóvember frá Keflavík. „Við erum með um 160 þúsund seiði í eldi, en nokkur afföll hafa verið af ýmsum ástæðum. Seiðin hérna inni eru 10-20 grömm. Algeng þyngd á sjógönguseiðum er 40-50 g, en við ætlum að reyna að fá þau upp í 350-400 g úti í kerunum. Síðan verður hluti af þeim fluttur út í vatnið í áfram- haldandi eldi.“ Óslax er með stórt ker úti og er áætlað að byggja þrjú í viðbót. Hafin er bygging á einu þeirra sem verður 12,97 m í þvermál og 3,60 m á hæð. Aðspurður kvaðst Ólafur nota afgangsvatn frá hita- veitunni við fiskeldið og allar aðstæður væru nokkuð góðar. í vatninu sjálfu er hlýr sjór undir ferskvatnslaginu og kólnar lítið þótt það leggi, þannig að ekki þarf að hita það vatn upp. Ólafur var ánægður með það fóður sem ístess miðlaði þeim frá Skretting, sérstaklega þanda fóðrið. Hann bjóst við að verðið myndi lækka á því þegar ístess myndi hefja eigin framleiðslu. SS Nýtt merki í snyrtivörum Snyrtivörudeild gott og ódýrt fyrir Tanga h.f., en það eru Lýt- ingur NS 250 sem er i eigu Tanga, en hinn báturinn er Fiskanes. Brettingur, annar togari Tanga, er nýfarinn í siglingu og er hann lát- inn sigla m.a. vegna þess að ekki er til fólk í landi til að vinna aflann. Hinn togarinn, Eyvindur Vopni, er á þorskveiðum, en ekki hefur gengið nógu vel vegna veðurs, en ákaflega vindasamt hefur verið á veiðislóð skipanna. Sömu sögu er að segja um minni báta sem ekki hafa getað sótt sjóinn eins og æskilegt væri vegna veðurs. Góð veiði hefur verið þegar gæftir hafa verið góðar. gej Framkvæmdum við Leiruveg miðar áfram. Mynd: RÞB Framkvæmdir við veginn til Siglufjarðar: Óánægja vegna tímasetningar - Verkinu lýkur í byrjun desember Á miðvikudag hófust fram- kvæmdir við vegarkafla þann sem kom í stað gamla vegarins yfir Mánárskriður á leiðinni til Siglufjarðar. Framkvæmdir við veginn hófust árið 1982 og meiningin er að Ijúka því verki núna. Áætlað er að fram- kvæmdirnar taki 4-6 vikur og verður kostnaður 2,5-3 millj- ónir. Það sem fyrir liggur að gera við veginn er að lækka hann á 300 metra kafla um 4 metra og breikka hann. Einnig er verið að hækka veginn í svokallaðri Almenningsnöf þar sem færð hefur gjarnan spillst Hafnarstræti 105 Akureyri: Samningaviðræður standa yfir Eins og áður hefur verið greint frá þá hefur matsnefnd eign- arnámsbóta úrskurðað eigend- um Hafnarstrætis 105 Akur- eyri bætur vegna hússins og lóðarinnar. Samningaviðræður standa nú yfir við Akureyrar- bæ um greiðslu bótanna. Eigandi eignarinnar er Oddur Carl Thorarensen, lyfsali í Akur- eyrar Apóteki. Lögmaður hans, Jón Kr. Sólnes, sagði að í þessu máli væri fallinn eins konar gerð- ardómur þannig að þessu yrði ekki breytt héðan af, enda hefðu tekist samningar milli Akureyrar- bæjar og eigandans. Samkomu- lag hefði ekki náðst á sínum tíma um verð fyrir þessa eign og þá hefði verið farin sú leið að bærinn gerði eignarnám. Alltaf mætti deila um verð í þessu sambandi, en niðurstaðan hefði orðið sú að bætur að upphæð kr. 4.022.894 yrðu greiddar. Lögfræðingur Akureyrarbæj- ar, Hreinn Pálsson, sagði að nú væri verið að ræða um hvernig bætur fyrir eignina yrðu greiddar. Ljóst væri, að Akureyrarbær gæti ekki krafist fullra afnota húss og lóðar fyrr en eftir 1. október 1987 samkvæmt úrskurði matsnefndar eignarnámsbóta. Þá kæmi það inn í myndina að sami leigj- andi hefði haft afnot af húsnæð- inu í mörg ár þannig að vissan fyrirvara eða samninga þyrfti við uppsögn leigusamningsins. Lóðin sem fylgir húsinu er um 430 fer- metrar að stærð, og nær hún dálítið upp í brekkuna fyrir aftan húsið. EHB vegna snjóa. Næsta sumar verður síðan lagt nýtt slitlag á veginn. Umræddur vegarkafli er um 2,5 km að lengd og liggur hann í 70 metra hæð yfir sjávarmáli. Meðan á þessum framkvæmdum stendur verður allri umferð hins vegar beint upp á gamla veginn yfir skriðurnar en hann liggur í allt að 170 metra hæð. Nokkurrar óánægju hefur gætt meðal íbúa á Siglufirði vegna þess hve seint er farið í þetta verk. Gamli vegurinn hefur alla tíð þótt heldur hrikalegur og hann er fljótur að teppast þegar snjóar. Einn viðmælenda blaðs- ins sagði að menn væru stórundr- andi á því að farið væri í þetta núna þegar ljóst væri að þessu yrði ekki lokið fyrr en í byrjun desember og ekki þyrfti að bíða svo lengi eftir snjó. „Við erum í sjálfu sér ánægðir með að farið sé í þessar fram- kvæmdir en það er þessi tíma- setning sem við erum ekki alveg sáttir við. Nú fer sá tími í hönd þegar hálka fer að setjast á veg- inn yfir skriðurnar og þá er hann varasamur yfirferðar," sagði ísak Jóhann Ólafsson bæjarstjóri á Siglufirði þegar hann var inntur álits á þessum framkvæmdum. Þegar haft var samband við Jónas Snæbjörnsson umdæmis- verkfræðing á Sauðárkróki sagði hann að vissulega væri þetta ekki heppilegur tími fyrir þessar fram- kvæmdir. „Það hefði verið best að fara í þetta í ágústmánuði en við bara gátum ekki komið öllu frá okkur á besta tíma,“ sagði Jónas. ET Iðnaðardeild Sam- bandsins: Vantar fólk til starfa - í ullardeild Ullardeild Iðnaöardeildar Sambandsins á Akureyri vantar tillflnnanlega fólk til starfa um þessar mundir, þar sem mikil vinna er framund- an. Deiidin er að taka til sín verkefni sem hafa verið unnin fyrir Sambandið, á sauma- stofum víðs vegar um landið. Eftir að Fataverksmiðjunni Heklu var lokað, er ónýtt það húsnæði sem sú starfsemi var í og það hyggst ullardeildin nota. Það byggist þó á því að fólk fáist til starfa en ef það tekst ekki verður að senda verkefnin aftur út til saumastofanna. Fólk sem ræðst til starfa hjá ullar- deildinni er tekið í starfsþjálfun og cr unnið eftir bónuskerfi. -KK

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.